Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 24
24 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR!
Ný
r
Or
ku
lyk
ill
NÝ
JU
NG
5 kr.
afsláttur
þegar þú notar
Orkulykilinn í
fyrsta sinn!
Alltaf
2 kr. afsláttur
af dæluverði
Bensínorkunnar sem
kannanir sýna að er
lægra en hjá
öðrum!
www.orkan.is
K
rafan um opna umræðu og að upplýsingum sé miðlað á
skilvirkan hátt til almennings hefur orðið æ háværari
í kjölfar bankahrunsins.
Fjölmiðlum hefur gengið treglega að fá svör við
þeim fyrirspurnum sem þeir beina til ráðherra, Seðla-
banka, Fjármálaeftirlits og bankanna. Rifja má upp leyndina
sem hvíldi yfir skilyrðunum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
setti fyrir lánveitingu til Íslendinga, hversu lengi stóð á að upp-
lýsingar væru veittar um launakjör bankastjóra nýju bankanna
og það hversu illa hefur gengið að fá svör við spurningum um
niðurfellingu ábyrgðar á lánum til starfsmanna Kaupþings.
Líklega er lítil von til þess að upplýsingaflæðið batni meðan
viðhorf þingmanna til þess að veita upplýsingar um eigin fjár-
hagstengsl eru eins og í ljós kom þegar Fréttablaðið fór þess
á leit að fá upplýsingar um það hverjir hefðu stutt þá í próf-
kjörsbaráttunni fyrir síðustu alþingiskosningar. Langt innan við
helmingur þingmanna treysti sér til að svara fyrirspurn Frétta-
blaðsins, eða 26 af 63.
Greinilegt er að þingmenn stjórnarflokkanna eru viðkvæm-
ari fyrir því að láta af hendi upplýsingar um fjármálatengsl sín
en þingmenn stjórnarandstöðunnar. Einungis tveir af 25 þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins létu Fréttablaðinu í té þessar
upplýsingar eða 8 prósent. Samfylkingarþingmennirnir stóðu
sig heldur skár og voru sjö af átján tilbúnir að senda blaðinu
upplýsingarnar, eða 39 prósent. Helmingur þingmanna Frjáls-
lynda flokksins gaf upp um tengsl sín og 86 prósent framsókn-
arþingmanna. Þingmenn Vinstri grænna skáru sig algerlega úr,
svöruðu allir sem einn og eiga skilið hrós fyrir, sem og vitanlega
allir hinir sem veittu upplýsingarnar.
Fálegar undirtektir þingmannanna eru í hróplegu ósamræmi
við það sem þeir boða í orði. Rætt er um mikilvægi opinnar
umræðu þar sem ekkert megi draga undan og mikilvægi þess
að öll spilin liggi á borðinu til þess að draga megi úr þeirri tor-
tryggni sem byggst hefur upp í samfélaginu síðustu vikur. Kraf-
an um að afnema bankaleynd hefur hljómað og er studd af bæði
þingmönnum og ráðherrum í ríkisstjórninni, þeim hinum sömu
sem treysta sér ekki til að upplýsa um tengsl sín við fyrirtæki,
félög og einstaklinga.
Við þetta má svo bæta að bæði Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur eiga eftir að skila ársreikningum fyrir árið 2007
til ríkisendurskoðanda en stjórnmálaflokkar eiga nú í fyrsta
sinn að standa skil á ársreikningum. Frestur þeirra rann út 1.
október.
Það er þingmönnum mikilvægt að leggja sitt af mörkum til
þess að byggja upp traust almennings á stjórnvöldum. Viðbrögð
þeirra við umleitan Fréttablaðsins eru svo sannarlega ekki lóð á
þær vogarskálar. Það hefði vissulega verið líklegra til árangurs
að þeir gengju á undan með góðu fordæmi og upplýstu undan-
bragðalaust um eigin tengsl.
Opin umræða og minnkandi tortryggni er meðal þess sem
skiptir sköpum þegar reisa á samfélagið úr þeim rústum sem
það er nú komið í.
Mikilvægt er að uppræta tortryggni.
Á eða undir borði
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Kreppan á Íslandi er dýpri en í öðrum löndum, enda hafa
Íslendingar einir þjóða í Vestur-
Evrópu óskað eftir og fengið
neyðarhjálp á vegum Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. Staðhæfingar stjórn-
valda um, að Ísland sé saklaust
fórnarlamb erlendra fjármála-
sviptinga, eru villandi og duga
ekki til að firra stjórnarvöldin
ábyrgð á ítrekuðum afglöpum og
yfirsjónum. Yfirvöldunum virðist
fyrirmunað að axla ábyrgð á eigin
misgerðum og biðjast afsökunar,
hvað þá draga sig í hlé. Það máttu
kommúnistar í Austur-Evrópu
eiga, að þeir kunnu sumir að
skammast sín og báðust afsökunar,
eftir að þeir höfðu keyrt lönd sín í
kaf, og áttu þá sumir þeirra
afturkvæmt í stjórnmálastarf.
Virðingarleysi
Hvers vegna er kreppan hér dýpri
en annars staðar? Höfuðskýringin
liggur að minni hyggju í rótgrónu
virðingarleysi stjórnmálastéttar-
innar gagnvart hagkvæmum og
réttlátum búskaparháttum.
Stjórnvöldum tókst lengi vel að
breiða yfir landlægt hirðuleysi í
hagstjórn og hagskipulagi með
erlendri skuldasöfnun, verðbólgu
og ofveiði. Þessar leiðir lokuðust
ein af annarri. Lánstraust Íslands í
útlöndum er ekkert eins og sakir
standa, svo að eigið sparifé
þjóðarinnar, stórlega skert eftir
gereyðingu undangenginna vikna,
verður að duga til framkvæmda
næstu ár. Verðbólga var lengi
notuð til að rýra lífeyri almennings
og annan sparnað til að breiða yfir
óhagkvæmni í atvinnurekstri, en
nú er sú leið ekki lengur fær vegna
verðtryggingar. Nýlegar reglur
gegn ofveiði leggja bann við
auknum veiðum umfram ráðgjöf
fiskifræðinga Hafrannsóknastofn-
unar. Stjórnvöld neyðast nú til að
grípa til harkalegra aðgerða, sem
munu skerða lífskjör almennings.
Skaðinn er skeður: nú er komið að
skuldaskilum.
Sjálftekinn auður fer forgörðum
Vert er að rifja upp sjávarútvegs-
partinn af sögunni. Þegar þorsk-
stofninn rambaði á barmi útrým-
ingar árin eftir 1980, ákvað Alþingi
að hefta veiðarnar með útgáfu
aflakvóta. Í stað þess að selja
kvótann á markaði, svo að allir
sætu við sama borð og ríkið eða
byggðirnar öfluðu tekna á
hagkvæman hátt, ákvað Alþingi að
afhenda útvegsmönnum kvótann
án endurgjalds í samræmi við lög,
sem útvegsmenn höfðu sjálfir
samið skv. frásögn sjónarvotta.
Þannig var búin til ný stétt
auðmanna, sem ruddu sér í krafti
kvótans braut til enn frekari áhrifa
og neyttu þeirra m.a. til að halda
Íslandi utan Evrópusambandsins
gegn vilja meiri hluta þjóðarinnar
skv. skoðanakönnunum. Réttmæt-
ar tekjur af sameign þjóðarinnar
fóru forgörðum. Þær tekjur kæmu
sér vel nú, þegar hulunni hefur
verið svipt af fyrirhyggjulausri
fjármálastjórn undangenginna ára.
Kvótakerfið er einnig ranglátt,
eins og alþjóð veit og Mannrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóðanna
staðfesti fyrir ári með því að
afhjúpa mannréttindabrot af
völdum kvótakerfisins. Hæstirétt-
ur Íslands hafði áður lagt vald-
hlýðna blessun sína yfir mannrétt-
indabrot Alþingis.
Sjálftekinn auður fer oftast
forgörðum. Eða hvað skyldu
útvegsfyrirtækin hafa gert við
kvótann? Þau veðsettu sameignina
til að steypa sér í skuldir í boði
bankanna. Skuldir útvegsfyrir-
tækja eru nú um 500 milljarðar
króna skv. upplýsingum Hagstof-
unnar og öðrum opinberum
heimildum. Skuldirnar nema nú
rösklega þreföldu útflutningsverð-
mæti sjávarafurða 2008. Til
viðmiðunar námu þær rösklega
tvöföldu útflutningsverðmætinu
um mitt ár 2007 og voru nokkurn
veginn jafnar útflutningsverð-
mætinu 1995. Skuldir útvegsfyrir-
tækjanna hafa því þrefaldazt
miðað við útflutningsverðmæti
sjávarafurða frá 1995. Ætla má, að
eignirnar, sem keyptar voru fyrir
lánsféð, hafi sumar verið í
svipuðum gæðaflokki og fjárfest-
ingar útrásarvíkinganna, enda
samhentir menn að verki. Ekki
munaði nema hársbreidd, að
borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins
í Reykjavík tækist að tefla
orkulindum Reykvíkinga í hendur
sömu manna og settu bankana á
hliðina og sjávarútveginn á
vonarvöl.
Bindum raftana við bryggju
Kvótakerfið varðaði veginn fram
af bjargbrúninni. Það slævði svo
siðvitund stjórnmálastéttarinnar,
að hún afhenti einnig bankana
mönnum í talsambandi við
flokkana að sögn þeirra sjálfra.
Nýju eigendurnir þurftu ekki
nema örfá ár til að keyra bankana í
kaf og fengu grunlausa útvegs-
menn til að steypa sér í botnlausar
skuldir með sameign þjóðarinnar
að veði. Ábyrgðin á hruni bank-
anna liggur ekki sízt á herðum
þeirra, sem völdu kaupendur
bankanna úr hópi vina sinna. Að
svo miklu leyti sem útvegsfyrir-
tækin rísa ekki undir skuldum, eru
veðin – það er að segja kvótinn,
þjóðareignin – komin aftur í
hendur ríkisins, sem á nú nýju
bankana. Nú er lag að slá tvær
flugur í einu höggi og taka til í
bönkunum og sjávarútveginum og
binda gömlu sótraftana við
bryggju.
Kvótinn varðaði veginn
Í DAG | Rætur kreppunnar
ÞORVALDUR GYLFASON
Ábyrgðarleysið
Þingmaðurinn Jón Gunnarsson hefur
ekki legið á þeirri skoðun sinni að
yfirlýsingar umhverfisráðherrans og
viðskiptaráðherrans um að kjósa
beri fyrr en síðar séu ábyrgðarlaus-
ar. Aðstæðurnar í samfélaginu séu
þannig. Sjálfur hefur Jón hins vegar
ekki átt í vandræðum með að lýsa
yfir að þessir sömu ráðherrar eigi
að víkja úr ríkisstjórn. Á þeim sjáist
þreytumerki. En hvort ætli feli í sér
minni ábyrgð að telja að kjósa beri
innan tiltekins tíma eða að segja
að ráðherrar þurfi að víkja? Að
meta pólitíska stöðu á þann veg
að heppilegt sé að þingmenn fái
endurnýjað umboð til starfa eða
lýsa því yfir að tveir ráðherrar séu í
slíku ásigkomulagi að þeim sé ekki
sætt í embættum?
Veikt þing
Margt hefur verið sagt um veika stöðu
Alþingis gagnvart framkvæmdavald-
inu í lagasetningaflóði síðustu vikna.
Lögmenn og þingmenn – og ekki síst
löglærðir þingmenn – hafa fordæmt
vinnubrögðin enda segir það sig sjálft
að talsverð hætta er á mistökum
þegar kappsamir ráðherrar sjá þörf
á nýjum lögum fyrir hádegi, semja
frumvarp eftir hádegi, leggja það fram
að kvöldi og fá það samþykkt sem lög
um nótt.
En samt sterkara
En hugsið ykkur, Alþingi
gæti verið enn veik-
ara. Fyrir aðeins
fáum mánuðum
var nefnilega
ákveðið að
þingmenn landsbyggðarkjördæmanna
og formenn stjórnarandstöðuflokk-
anna fengju sérstaka aðstoðarmenn.
Það var gert til að bæta starfsaðstöðu
þingmanna og efla þannig þingið. Vart
er hægt að hugsa þá hugsun til enda
ef engir væru aðstoðarmennirnir og
landsbyggðarþingmennirnir þyrftu að
sinna skyldum sínum einir og óstudd-
ir. Kjartan Ólafsson væri sjálfsagt
algjörlega úti á þekju í sínum störfum
ef hann nyti ekki krafta Einars Bárð-
arsonar. Og hvar væri Atli Gíslason
staddur í sinni pólitík ef hann hefði
ekki Heiðu í Unun sér til aðstoðar?
Einar og Heiða eru nefnd hér af
því að þau eru þekkt. En
aðstoðarmennirnir eru 22.
Og kosta 60 milljónir á ári.
bjorn@frettabladid.is
UMRÆÐAN
Anna Pála Sverrisdóttir skrifar um
enduruppbyggingu Íslands
Ísland þarf nú að endurbyggja samfélagið á jöfnuði. Vinda ofan af misskiptingunni
sem seinasta ríkisstjórn hafði unnið leynt og
ljóst að. Til þess þarf að beina hugarfars-
breytingunni sem er að verða, í réttan
farveg. Augljós farvegur eru fjárlög
íslenska ríkisins sem nú eru til umræðu.
Hvernig er verið að forgangsraða þar? Spurningin
er sérstaklega mikilvæg nú þegar mikið þarf að
skera niður. Hrópandi dæmi um einkennilega
forgangsröðun er hinn mikli niðurskurður til
Háskóla Íslands og Lánasjóðs íslenskra námsmanna
sem nú blasir við. Rifjum fyrst upp þá staðreynd að
ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að opna háskólana
til að mæta auknu atvinnuleysi. Gott. Bara í HÍ hafa
nú 1.400 manns sótt um nám, þar af helmingur í
meistaranámi. En það eru svik að beina fólki inn í
skóla á sama tíma og jafn mikið fjármagn er tekið út
úr þeim.
Tæpur milljarður er tekinn af HÍ. 270
milljónir í almennan rekstrarkostnað og 656
milljónir í fyrirhugaða hækkun á rannsókna-
framlagi sem búið var að ráðstafa. Framlög
til LÍN lækka um 1.360 milljarða. Miðað við
fjölda nýrra lánþega og hversu brýnt er að
hækka framfærslulánin blasir við að
sjóðurinn stendur ekki undir þessu.
Hátekjuskattur væri e.t.v. að miklu leyti
táknræn aðgerð, þótt orð formanns Sam-
fylkingarinnar um það mál hafi verið teygð.
Hún myndi samt skila peningum. Ég vil
frekar fara þá leið en taka upp komugjöld vegna
innlagnar á sjúkrahús eins nú á að gera. Grafalvar-
legt. Er þetta táknræn gjaldtaka sem sýnir að
tækifærið til að byggja á jöfnuði, á ekki að nota?
UJ sendu frá sér ályktun á mánudaginn. Þar er
dregið í efa að Sjálfstæðisflokkurinn sé fær um að
taka þátt í enduruppbyggingu Íslands þar sem byggt
er á jöfnum tækifærum. Samfylkingin hefur náð
mörgum velferðarmálum í gegn í ríkisstjórnarsam-
starfinu en nú öskrar Ísland á enn betri forgangsröð-
un í þágu jafnaðar.
Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna.
Forgangsraða!
ANNA PÁLA
SVERRISDÓTTIR