Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 43

Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 43
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 9veljum íslenskt ● fréttablaðið ● Ekki eru öll nöfn leyfð. Finna má lista yfir íslensk nöfn á netinu. Íslenskir kirkjugarðar þykja undravert fyrirbæri í allri ver- öldinni. Þeir eru annálaðir fyrir fegurð, kyrrð, natni og góða um- hirðu, ásamt því að vera vel sótt- ir af eftirlifendum þeirra sem gengnir eru á undan. Það er fallegur, íslenskur siður að heimsækja leiði ástvina í kirkjugörðum um hátíðar, og um jól eru þeir sérstaklega falleg- ir áfangastaðir, með upplýstum krossum og indælum jólaskreyt- ingum á leiðum látinna. Móðir náttúra sér svo um hátíðarbúning gróðurs og umhverfis með snjó- þunga sínum á sígrænum barr- trjám og blikandi grýlukertum, og stundum má sjá glitrandi jóla- kúlur af mannanna völdum á full- orðnum trjám. Jólin eru tími samveru við þá sem mestu máli skipta; gild- ir einu hvort þeir séu lifandi eða látnir, því öll yljum við okkur við minningar um þá sem eitt sinn sátu hjá okkur við jólatréð. Njót- um því þess að eiga náðarstund í jólalegum kirkjugörðum okkar; til að vera örlítið nærri þeim sem sakna okkar á móti um hátíð- ar, og upplifa kyrrð hátíðarinnar með sjálfum okkur og samferða- fólkinu. - þlg Í jólagarði trega og söknuðar Frelsarinn sjálfur og afmælisbarn jólanna með opinn faðm í hvítri umgjörð vetrarins. ● MANNANÖFN Öll íslensk mannanöfn má finna á netinu á vef Mannanafnaskrár. Þar má leita eftir nöfnum en einnig má finna lista yfir öll samþykkt eign- arnöfn drengja, stúlkna, milli- nöfn, nöfn sem innihalda „th“ og erlend nöfn löguð að íslensku. Einnig má finna þar nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafn- að. Á síðunni má nálgast reglur um mannanöfn og til dæmis þær sérstöku reglur sem gilda um fólk af erlendum uppruna. www.rettarheimild. is/mannanofn Burstagerðin hefur verið starf- rækt í nær áttatíu ár. Friðrik Ró- bertsson forstjóri tók við af föður sínum sem stofnaði Burstagerð- ina árið 1930 og vinnur ásamt syni sínum við fyrirtækið. „Við hönnum sértilbúna bursta fyrir fiskiðnað og svo framleið- um við gólfkústa og stóra verk- smiðjukústa og anddyrismottur. Einnig framleiðum við bílaþvotta- kústa sem er að finna á öllum þvottaplönum. Við getum fram- leitt úr ýmiss konar efnum en meðal annars notum við íslenskt hrosshár í betri gólfkústana og í sérstaka bursta eins og þétti- bursta í hurðar,“ útskýrir Friðrik. Hann segir mikilvægt að sú þekking og verkkunnátta sem er til staðar í Burstagerðinni glat- ist ekki en þetta er eina starfandi burstagerðin á landinu í dag. Fyrir þrjátíu árum var starfsemin tals- vert stærri í sniðum en Friðrik er þó bjartsýnn á framtíðina. „Við urðum að draga í land þegar samkeppni við innflutn- ing jókst en mér finnst það vera að breytast núna. Það verður að spila eftir markaðnum hverju sinni. Við fram- leiðum miklu minna úrval í dag en við gerðum því hérna var framleitt allt frá tannburst- um og uppþvottaburstum upp í verksmiðjukústa. Við eigum því vélar til að gera hvað sem er og nú er á döf- inni að kanna frek- ari framleiðslu til dæmis á uppþvotta- burstum og fleiru.“ - rat Gæðakústar úr hrosshári Burstagerðin sérsmíðar meðal annars bursta fyrir vélar í fisk- iðnaði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.