Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 44
18. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt
Hún nefnir þau „orbin“ sín, en him-
intunglin gætu þau líka kallast á ís-
lensku. Hér er verið að tala um Ellu
Rósinkrans glerlistakonu og hring-
laga veggskúlptúra úr endurunnu
gleri sem koma úr smiðju hennar.
Skúlptúrarnir eru af ýmsum
stærðum og útgáfum og þar leika
bæði mildir og kraftmiklir litir í
myndverkinu. Í september sýndi
Ella verk sín í Bretlandi og nú
hefur heildsölufyrirtæki fyrir
myndlistargallerí og hönnunar-
verslanir þar í landi sýnt mikinn
áhuga á verkum hennar. „Framtíð-
in virðist björt fyrir himintunglin
mín,“ segir hún og er að sjálfsögðu
himinlifandi.
Ella hefur unnið við listsköp-
un og hönnun undanfarin átján ár
og meðal annars hannað fyrir hina
þekktu verslunarkeðju Oasis í Bret-
landi. Verk hennar prýða fyrirtæki
hérlendis og fjölda heimila. Hún
kveðst líka vinna eftir óskum og
málum listunnenda sem panta oft
hjá henni gler í glugga. „Skúlptúr-
arnir hafa heillað listunnendur og
fagurkera víða um heim frá því ég
hóf að vinna með hið hjúpaða form,“
segir hún og kveðst hafa fengist við
fjölbreytt listform í gegnum tíðina,
meðal annars margs konar málma.
Undanfarin níu ár hafi hún þó ein-
beitt sér að glerinu.
Minni verk Ellu eru til sölu í
Blómaversluninni á horninu, Miklu-
braut 68, en stærri verkin eru á
vinnustofu hennar í Súðarvogi 26.
- gun
Glerlist á sporbaug út í heim
Stórt glerverk sem bæði hentar í glugga og á vegg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sum verkin eru á leið út úr rammanum en
önnur halda sig á botni hans.
Skúlptúrarnir eru í margs konar formi.
Skreytt skál sem
fer vel á borði.
Nett himintungl á ferð.
„Við vorum fimm listaháskóla-
nemar sem fengum það verkefni
að vinna með litlu fyrirtæki að
hönnun og framleiðslu. Við feng-
um Örva, sem er starfsþjálfunar-
staður fatlaðra, til liðs við okkur,
en hönnunin gekk út á að nýta þau
tól og tæki sem fyrirtækið á,“ segir
Eyþór Jóvinsson listaháskólanemi
í arkitektúr og einn þeirra sem
hannaði tölvutöskurnar sem nú
seljast sem heitar lummur.
„Mest af þeirri mótavinnu sem
Örvi vinnur sést ekki, svo við
ákváðum að auglýsa fyrirtækið
með vöru sem fólk tæki eftir. Hönn-
un töskunnar er snjöll því ól henn-
ar fer hringinn í kringum þykk-
ar plasthliðar sem sýna vel hvert
smáatriði sem á það er þrykkt. Út-
koman er því níðsterkur og fal-
legur hlutur,“ segir Eyþór um
töskurnar, sem fást í
fjórum munstrum.
„Í raun má þrykkja
á plastið hvaða munst-
ur sem er og við höfum
verið svolítið í sérpönt-
unum. Fyrir sumarið
ætlum við svo að færa
út kvíarnar og koma
með enn fleiri munst-
ur og útfærslur,“ segir
Eyþór um töskurnar.
„Þetta er íslensk hönnun og
framleiðsla sem hjálpar fötluð-
um einstaklingum að kom-
ast á vinnumarkað.“
Töskurnar fást í
Reykjavík Bags og
Herðubreið. - þlg
Óþrjótandi möguleikar
Hún er töfrum líkust og hálfgerð
milljónabudda, þessi flotta
tölvutaska með áþrykktri
íslenskri mynt sem og erlendri.
Tölvutaska með áþrykktum laufblöðum
er fallegur fylgihlutur í námi og starfi,
með bakland í góðum málstað, fötluð-
um og námsmönnum til handa.
Tölvutöskurnar eru samvinnuverkefni listaháskólanema og Örva og fást í mismun-
andi munstrum en möguleikarnir eru óþrjótandi.
DREPFYNDIÐ ÆVINTÝRI FYRIR UNGLINGA OG FULLORÐNA