Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 58
34 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Nú er maður í góðu skapi! Nígerískir athafna- menn hafa boðið mér hluta af miklum auðæfum! Ja- hérna- hér! Allt sem ég þurfti að gera var að veita þeim aðgang að banka- reikningnum mínum svo þeir gætu millifært á mig. Ívar! Ekki segja mér að þú ... Að ég ... hvað þá? There‘s No Such Thing As A Free Lunch, Ívar! Hafðu mig afsakaðan, þarf að skreppa í bankann! Og þó ... Lokkaðirðu mig hingað bara til að taka „faðir og sonur-spjall“? Ekki vera fúll! Mér datt bara í hug að þetta gæti verið góður vettvangur til að fá svör við spurningum varðandi kynlíf. Ókei flott. Afsakið. Hvað viltu vita? Klapp Hugleiðingar úr dýraat- hvarfinu Kisi og bróðir hans Kisi! Í ferðabúri Hvertu erum við að fara? Heim Hvort viltu þvo upp eða baða krakkana? HMMMMMMMMMMMMMMM ... vaska upp. Það eru minni átök við það. ÉG ÆTLA EKKI AÐ ÞVO Á MÉR HÁRIÐ! Tímavélar hafa löngum þótt spennandi fyr-irbæri, í skáldskap ýmiss konar hefur mörgum tekist að smíða svoleiðis vélar og gert söguhetjum í bókum og bíó þannig kleift að svífa á milli alda og ára eins og ekkert sé. Ekki slæmt. Ég gæfi mikið til þess að heimsækja 17. öldina til dæmis og ekki væri verra að geta litið við í París á þriðja áratugnum. En þetta stendur víst ekki til boða. Hins vegar tókst mér um daginn að hverfa aftur til ársins 1996 með lítilli fyrirhöfn. Skellti mér bara í bókhlöðuna og sat þar og vann. Stúdentarnir voru að vísu ekki þeir sömu og þegar ég var þar en þetta var samt eins og lítils háttar tímaflakk, ekkert voðalega spennandi þó. Það þarf nefnilega oft ekki svo mikið til að láta manni finnast sem tíminn hafi snúist til baka. Vanilluhringir móður minnar færa mig á örskots- stundu aftur til áttunda áratugarins. Tónlist ýmiss konar vekur hugrenningatengsl. Og sjónvarpsþættir geta auðvitað flutt mann með hraði aftur um áratugi. Þær fréttir að Íslandsvinurinn Horst Tappert væri dáinn urðu til þess að ég fór að rifja upp snilldina sem Derrick-þættirnir voru. Mér fannst sem níundi áratugurinn væri kominn aftur, þegar Derrick leysti glæpamál eins og ekkert væri sjálfsagðara með Harry Klein á hliðarlínunni, alltaf dálítið pirraðan á hinum ofurklára Derrick. Talandi um tímaflakk! Ég held að það væri margt vitlausara en að bjóða íslensku þjóðinni upp á tímaflakk einu sinni í viku, við hinar stritandi og skuldsettu stéttir gætum gleymt vandræð- um okkar yfir vel völdu prógrammi. Ég sting upp á kvöldstund þar sem boðið væri upp á Löður, Rætur, Derrick og Dallas, með vel völdum brotum úr gömlum áramótaskaupum og Skonrokki. Tímaflakk í sófanum NOKKUR ORÐ Sigríður Björg Tómasdóttir Allir saman nú. Ef þú ert glaður og hress, klappaðu þá með ... Klapp Hvar erum við? Tvöfaldir punktar í Nettó! Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold Akureyri - Höfn - Grindavík ww.netto.is Sendum vinum jólakveðju TILBOÐIN GILDA 17. -21. DESEMBER w w w .m ar kh on nu n. is 50% AFSLÁTTUR JÓLAPAPPÍR OG MERKIMIÐAR JÓLAKORT STÓR, 10 STK. 299 kr 598 kr JÓLAKORT LÍTIL 10 STK. 249 kr 498 kr JÓLAKORT STÓR 24 STK. 499 kr 998 kr 50% afsláttur 50% afsláttur 50% afsláttur og farsælt komandi ár Gleðileg jól

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.