Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 60
36 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Þessa dagana er mikill við-
gangur í útgáfu tónlistar og
það eru ekki bara kórarnir,
heldur líka bílskúrsböndin,
einyrkjar og tvíeykin.
Margir hafa lítil efni til að standa
fyrir veigamiklum auglýsingum
enda upplögin oft lítil. Í diskaflóð-
inu þessa dagana eru meðal annars
þrír nýir diskar með tvíleik sem
lágt fara.
Þær stöllur Laufey Sigurðardótt-
ir og Elísabet Waage gáfu nýlega
út tónlist eftir ýmsa sem samin er
fyrir fiðlu og hörpu. Safnið kalla
þær Serena og standa þær sjálfar
fyrir útgáfunni. Á disknum er
meðal annars að finna verkin Ser-
ena eftir Leif Þórarinsson og
Haustlauf eftir Mist Þorkelsdóttur
sem voru sérstaklega samin fyrir
flytjendurna. Hin verkin á diskin-
um eru eftir eldri meistara; Boield-
ieu, Spohr og Rossini. Upptöku
stjórnaði Halldór Víkingsson og
Smekkleysa sér um dreifingu.
Laufey og Elísabet hafa starfað
saman um langa hríð og leikið
saman bæði í Hollandi og á Íslandi.
Í sumar léku þær á 10. alheims-
þingi hörpuleikara sem haldið var í
Amsterdam.
Geisladiskurinn Mitt er þitt –
íslensk og spænsk sönglög með
Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur
mezzósópransöngkonu og spænska
gítarleikaranum Francisco Javier
Jáuregui, er að koma út hjá 12
Tónum. Þau hjón hafa haldið tón-
leika í fjölmörgum löndum á liðn-
um árum með margs konar tónlist
frá ólíkum löndum, en hafa alltaf
haft að minnsta kosti nokkur
íslensk og spænsk lög með á efnis-
skránni. Á Mitt er þitt hafa þau
valið þjóðlög og önnur sönglög sem
þeim eru sérstaklega kær frá
heimalöndum sínum.
Á fyrra helmingi geisladisksins
eru íslensk þjóðlög útsett af Javier,
Vísur Vatnsenda-Rósu og Hjá
lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson,
Erla, góða Erla og Sofðu, sofðu góði
eftir Sigvalda Kaldalóns og frum-
upptaka lagsins Síðasti strætó fer
korter í eitt, sem þau Guðrún og
Javier sömdu við ljóð Kristjáns
Þórðar Hrafnssonar. Er fróðlegt að
heyra hvernig aðkoma Navarra-
mannsins er að íslenskum stefjum.
Spænski helmingur disksins
inniheldur þjóðlög í útsetningum
Federico García Lorca og Graci-
ano Tarragó, lög fyrir rödd og gítar
eftir Joaquín Rodrigo og Federico
Moreno Torroba og nýja útsetn-
ingu eftir Javier á hinu ástkæra
katalónska þjóðlagi El cant dels
ocells (Söngur fuglanna). Tóndæmi
af disknum: http://www.myspace.
com/gudrunolafsdottir.
Til að fagna útkomu disksins
ætla þau Guðrún Jóhanna og Franc-
isco að flytja lögin af disknum í
Langholtskirkju á fimmtudags-
kvöld kl. 20.00. Fer miðasala fram
á midi.is, http://midi.is.
Fyrr í haust sendu þau Guðrún S.
Birgisdóttir og Martial Nardeau
frá sér diskinn Hlið við hlið, safn
af íslenskri flaututónlist. Þar er að
finna hljóðritanir af verkum fyrir
flautu eftir Mist Þorkelsdóttur,
Snorra Sigfús Birgisson, Finn
Torfa Stefánsson, Karólínu Eiríks-
dóttur, Þorkel Sigurbjörnsson og
Hilmar Þórðarson.
Með þessum útgáfum bætist enn
í aðgengilegt safn íslenskra þjóð-
laga og verka af erlendum stofn.
Diskarnir eru allir fáanlegir í betri
hljómplötudeildum.
pbb@frettabladid.is
Tvíleikur á nýjum diskum
TÓNLIST Elísabet og Laufey.
TÓNLIST Guðrún og Javier. MYND SMEKKLEYSA
Ath. kl. 20.
Tenóraveisla í Íslensku óperunni í
kvöld: Jóhann Friðgeir, Snorri Wium,
Garðar Thor Cortes og Gissur Páll
Gissurarson ásamt gestum syngja vel
kunnar aríur og önnur sönglög úr
söngbókum sínum.
METSÖLULISTINN
VERSLANIR EYMUNDSSONAR
OG BÓKABÚÐIR MÁLS OG MENNINGAR
Listinn er gerður út frá sölu dagana 10.12. til 16.12.
1. Myrká Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell
2. Ég ef mig skyldi kalla Þráinn Bertelsson Skrudda
3. Skaparinn Guðrún Eva Mínervudóttir Forlagið
4. Ofsi Einar Kárason Mál og menning
5. Förðun – þín stund Þuríður Stefánsdóttir Salka
6. Fíasól er flottust Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning
7. Auðnin Yrsa Sigurðardóttir Veröld
8. Jólin koma Jóhannes úr Kötlum Edda
9. Pollýanna Elenor H. Porter Ugla
10. Útkall – flóttinn frá Heimaey Óttar Sveinsson Útkall
HAGKAUP
Listinn er gerður út frá sölu dagana 8.12. til 14.12.
1. Þú getur Jóhann Ingi, Sæmundur og Marteinn Jónsson
Hagkaup
2. Myrká Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell
3. Landsliðsréttir Hagkaupa Hagkaup
4. Minnisbók handa … Helen Exley Steinegg
5. Útkall – flóttinn frá Heimaey Óttar Sveinsson Útkall
6. Fíasól er flottust Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning
7. Förðun – þín stund Þuríður Stefánsdóttir Salka
8. Stórhættulega strákabókin Conn og Hal Iggulden
Vaka-Helgafell
9. Auðnin Yrsa Sigurðardóttir Veröld
10. Pollýanna Elenor H. Parker Ugla
IÐA
Listinn er gerður út frá sölu dagana 9.12. til 16.12.
1. Ferðahandbók fjölskyldunnar
2. Skaparinn Guðrún Minerva Jónsdóttir Forlagið
3. Jólin koma Jóhannes úr Kötlum Edda
4. Vetrarsól Auður Jónsdóttir Mál og menning
5. Stórhættulega strákabókin Conn og Hal Iggulden
Vaka-Helgafell
6. Bangsímon A.A. Milne Mál og menning
7. Ég skal vera Grýla Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Forlagið
8. Jarðið okkur Hugleikur Dagsson Forlagið
9. Ofsi Einar Kárason Mál og menning
10. Steindýrin Gunnar Theódór Eggertsson Vaka-Helgafell
Í febrúar kemur Vargurinn, eftir
Jón Hall Stefánsson, út í Þýska-
landi en afar sjaldgæft er að
íslensk skáldsaga sé gefin nánast
samtímis út heima og erlendis, en
Vargurinn kom í verslanir á
Íslandi í október
og hefur henni
verið vel tekið.
Þeir Birtings-
menn segja aðeins
tvær skáldsögur
íslenskar hafa
verið svo snöggar
á erlenda
markaði: Árið
1960 sendi
Halldór Laxness frá sér Paradís-
arheimt samtímis í Svíþjóð og á
Íslandi; og haustið 2006 kom
Aldingarður Ólafs Jóhanns
Ólafssonar út á Íslandi en í
ársbyrjun 2007 í Bandaríkjunum.
Hinn þýski útgefandi Jóns
Halls, Ullstein Buchverlag, gerir
sér miklar vonir um bókina Brand-
stifter, enda gekk Krosstré -
Eiskalte Stille - reglulega vel hjá
forlaginu fyrir tveimur árum.
Jón Hallur Stefánsson sendi frá
sér sakamálasöguna Krosstré árið
2005. Hún hlaut gríðarlega góðar
viðtökur - pbb
Vargur seldur
Gamlir aðdáendur poppgrúppunnar Prefab Sprout
geta nú huggað sig við að þeir bræður Paddy McAloon
og Martin hafa hreiðrað um sig í hljóðveri á ný og ætla
að gefa út nýjan disk í febrúar. Paddy hefur löngum
verið hlaðinn lofi sem lagasmiður en frá 1990 hefur
hljómsveitin tekið því rólega, sendi frá sér plötuna
Andromeda Heights árið 1997 og The Gunman and
other Stories 2001 og Paddy sendi frá sér tilraunaverk-
ið I Trawl the Megaherz sem kom út 2003.
Nýja platan gengur undir vinnuheitinu Let’s Change
the World With Music – The Blueprint, og þar verða sönglög sem þegar eru
sögð með betri smíðum Paddy McAloon Let There Be Music og God Watch
Over You. Þau má heyra í febrúar 2009.
Prefab Sprout gefa út
JÓN HALLUR
Gefum góðar stundir
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Hart í bak
Jökull Jakobsson
Verk sem snertir okkur öll.
EB, FBL
Sala hafin á sýningar í janúar
Leitin að jólunum
Þorvaldur Þorsteinsson
fim. 18/12 tvær sýningar, uppselt
lau. 20/12 þrjár sýningar, uppselt
sun. 21/12 þrjár sýningar, uppselt
Uppselt í desember!
Klókur ertu, Einar Áskell
Bernd Ogrodnik
Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin
Sýningar í janúar komnar í sölu
Sumarljós
Jón Kalman Stefánsson
leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson
Frumsýning 26. desember
Gjafakort
Þjóðleikhússins
er sígild gjöf sem gleður alla
www.leikhusid.is
Kardemommubærinn
Sértilboð á gjafakortum
til áramóta.
GERÐUBERG
www.gerduberg. is