Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 66

Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 66
42 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Hvaða matar gætirðu síst verið án? Kartöflur eru í miklu uppáhaldi og ég þreytist ekki á að gera tilraunir með þær. Allt sem kemur úr sjónum finnst mér gott. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Rjúpur á jólunum hjá ömmu Guðrúnu þegar ég var stelpa og kleinurnar hennar ömmu Ólínu og ísköld mjólk. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Nei, ég er í raun alæta en kannski minnst hrifin af söltu og reyktu kjöti. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Ólívuolía, smjör, sjávarsalt, nýmalaður pipar, sítróna, rjómi. Ef ég á þetta til get ég breytt hvaða hráefni sem er í veislumat. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég fæ stundum óviðráðanlega súkkulaðilöngun og læt það þá bara eftir mér. Eins elda ég frábæra gúllassúpu sem ég elda gjarnan ef kalt er í veðri eða ef einhver er að fá flensu og hefur hún reynst allra meina bót. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Sítrónur, hvítlauk, smjör, kartöflur, mjólk og ferskt græn- meti. Svo geymi ég naglalakk í ísskápnum og sinnep af öllum sortum. Ef þú yrðir föst á eyðieyju hvað tækirðu með þér? Sekk af kartöflum og öngla og alls konar fræ til matjurta- ræktar. Síðan myndi ég gróðursetja um alla eyju, setjast þar að og veiða í matinn. Svo myndi ég skrifa flösku- skeyti á kvöldin við varðeld og drekka heimabrugg. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Hrossagaukur. Algjört lostæti! MATGÆÐINGURINN STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR LEIKKONA Finnst allt gott sem kemur úr sjónum > MANDARÍNUR Margir tengja mandarínur við komu jólanna, enda fást þær sjaldan í jafn miklum mæli í mat- vöruverslunum og á þessum árstíma. Mandarín- urnar öðlast margs konar hlutverk á aðventunni, ýmist sem ilmgjafar og hilluskraut ef í þær er stungið negulnögl- um eða þær enda ofan í skóm stilltra barna. Þótt flestir borði mandarínur einar sér má líka rífa niður bátana og setja út á sal- atið til að gera það örlítið ferskara og jólalegra. Björg Þórhallsdóttir söng- kona einbeitir sér að holl- ustunni á aðventunni. Hún deilir uppskrift að góðri sultu með lesendum. „Ég er mikil eldabuska og hef mjög gaman af því að vera í eldhúsinu og prófa nýja hluti,“ segir Björg Þór- hallsdóttir sópransöngkona. „Ég er mjög upptekin af ferskri elda- mennsku og legg þá áherslu á fá en góð hráefni. Gegnumgangandi í minni matargerð er chili, sítróna, kóríander og hvítlaukur,“ segir Björg sem er nýkomin af norrænu menningarhátíðinni í Liverpool þar sem hún söng sig inn í hug og hjörtu viðstaddra. Hún situr ekki auðum höndum þessa dagana því hún stóð fyrir fjáröflunartónleikum í Akur- eyrarkirkju fyrir troðfullu húsi á þriðjudag til styrktar bágstöddum og fram undan eru jólatónleikar í Iðnó, 21. desember klukkan 17. „Ég ætla að sleppa öllum köku- bakstri fyrir jól og einbeita mér bara að hollustunni á aðventunni. Þegar maður er að vinna svona mikið þarf maður fyrst og fremst að huga að heilsunni, enda allt undir henni komið í þessu starfi,“ segir Björg sem gaf okkur uppskrift að sultu sem hún býr til reglulega. „Þessa sultu smakkaði ég fyrir nokkrum árum hjá góðri konu í Svarfaðardal og féll marflöt fyrir henni. Ég hef framleitt hana í massavís síðan og sendi yfirleitt gesti með krukku heim ef hún hefur verið á borðum hjá mér því hún er hreinlega ávanabindandi. Það er hægt að gera hana í nokkrum litum en rauð er í mestu uppáhaldi og er auðvitað vinsælasti liturinn núna á aðventunni og í nálægð jólanna,“ segir Björg sem gaf sultunni mis- munandi nafn eftir styrkleika. „Ég þróaði uppskriftina aðeins og þá varð auðvitað að setja á hana nýtt nafn. Sterka útgáfan mín kallast sópransulta sælkerans, enda búin til af sópransöngkonu svo hún skerpir háu tónana þegar mikið liggur við og kallar þá jafnan fram óbeðin. Mildari útgáfuna kalla ég Silly Chili því maður missir sig gjarnan við át hennar og getur þá orðið ósköp „silly“ af græðginni einni saman,“ segir Björg og brosir. „Ég hef líka gert ýmsar tilraunir með að hafa gervisykur í stað strá- sykurs í sultunni og það er mjög góður kostur, en þá hefur mér fund- ist best að nota Hermesetas-strá- sætu.“ alma@frettabladid.is SÓPRANSULTA SÆLKERANS „Þetta er mín jólaútfærsla á klass- ísku ítölsku „rotolo“, segir Steinn Ó. Sigurðsson, yfirmaður eldhúss Manns lifandi og Græns kosts, sem gaf okkur uppskrift að girnilegri sætkartöflusteik. -ag SÆTKARTÖFLUSTEIK „ROTOLO” FYRIR FJÓRA Rotolo: 4 stk. meðalstórar sætar kartöflur 2 stk. bökunarkartöflur 100 ml kókosmjólk 1 stk. hvítlauksgeiri ½ búnt af salvíu Salt og pipar Fylling: 4 stk. portobello-sveppir 200 g geitaostur 1 stk. rauð paprika 1 lúka af spínati Aðferð: Kókosmjólkin er hituð í potti ásamt hvítlauknum og krydduð með salti og pipar. Kartöflurnar eru skornar í eins þunnar sneiðar og mögulegt er í japönsku mandol- ini. Kartöflusneiðunum er velt upp úr kókosmjólkinni og því næst raðað þétt saman á silikonmottu með fínt saxaðri salvíu á milli laga, fyrst lag af sætum, því næst lag af bökunarkartöflum og að lokum lag af sætum kartöflum, önnur silikonmotta er lögð yfir kartöflurnar og þær bakaðar í 15 til 20 mínútur við 190°C eða þar til þær eru orðnar mjúkar og saman- pressaðar. Fyllingin: Sveppirnir eru steiktir á pönnu og skornir í sneiðar. Paprikan er vafin inn í álpappír og hún bökuð í ofni við 190°C þar til hún er orðin mjúk eða í um 15 mínútur, þá er kjarninn hreinsaður úr og hún kæld. Rúllan: Þegar kartöflurnar eru tilbúnar er þeim hvolft varlega á álpappír sem búið er að smyrja með ólívuolíu, spínatlaufunum er raðað ofan á, því næst paprikunni, svo sveppun- um og að lokum er geitaosturinn mulinn í miðjuna og kartöflunum rúllað þétt utan um fyllinguna og hún bökuð í 10 mínútur við 200°C. Skerið rúlluna í fjórar jafn stórar steikur og berið fram með spergil- kálssalati með mandarínum og pestói úr sólþurrkuðum tómötum. Sætkartöflusteik „Rotolo“ LÉTTUR JÓLAMATUR Steinn mælir með sætkartöflusteikinni handa þeim sem vilja prófa eitthvað nýtt á jólunum, eða við önnur tilefni. Yesmine Olsson gaf nýverið út sína aðra matreiðslubók: Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla. Hún gefur okkur hér smá forskot á sæluna með upp- skrift að framandi lamba læri. OTTOMAN-LAMBALÆRI 1 meðalstórt lambalæri 5 hvítlauksgeirar skornir í þunnar sneiðar 1 ½ dós hrein jógúrt safi og rifinn börkur af einni sítrónu 3 msk. ólívuolía 3 msk. tómatpúrra ¼ tsk. chili-duft ½ tsk. allrahandaduft Salt og nýmulinn svartur pipar Allrahanda eða „allspice“ er ekki brúnkökukryddblandan sem stund- um er kölluð þessu nafni, heldur ber af runna sem vex á Jamaíku og er stundum kallað Jamaíkupipar eða kryddpipar. Daginn áður: Skerið holur í lærið og setjið hvítlaukssneiðar inn í hol- urnar. Setjið jógúrtina í skál og hrærið öllu kryddinu saman við ásamt salti og pipar. Nuddið lærið vel upp úr kryddblöndunni. Pakkið lærinu inn í plast og látið mariner- ast í kæli yfir nótt. Takið kjötið út úr ísskápnum og látið það standa þar til það hefur náð stofuhita. Stillið ofninn á 210°C og setjið lambið í ofnskúffu. Eldið lambið í 30 mín. á þessum hita eða þar til stökk húð hefur myndast. Lækkið síðan hitann niður í 150°C og haldið áfram að elda þar til kjöt- mælir sýnir 70°C. Takið lærið út úr ofninum og látið það hvílast í 15 mín., setjið stykki yfir Berið fram með couscous, chutn- ey og fersku salati. Ottoman-lambalæri Í vetrarkuldanum er fátt betra en að gæða sér á heitum drykk. Kakó og jólaglögg er alltaf vinsælt á aðventunni, en kryddað te er ekki síður gott og er skemmtileg til- breyting frá hefðbundnu tei. MASALA CHAI FYRIR 2 2 bollar vatn 1 msk. sykur 2 heilar kardimommur 2 negulnaglar 4 svört piparkorn 2 msk. svört telauf 1 bolli heit mjólk Setjið vatnið og sykurinn í pott og látið suðuna koma upp. Bætið kryddinu og telaufunum út í. Takið af hitanum og leyfið blöndunni að standa í tvær til þrjár mínútur. Hellið í bolla í gegnum sigti og fyllið bollana af heitri mjólk. Njót- ið vel. - ag Kryddað te með mjólk HEITT OG GOTT Masala chai er skemmti- leg tilbreyting frá hefðbundnu tei. SÓPRANSULTA SÆLKERANS Chili-aldin – magn, litur og stærð eftir smekk 1 stór paprika í sama lit og chili-aldinið 150 ml eplaedik (cider-vinegar) 300 g strásykur (má einnig nota gervisykur en þá þarf að minnka magnið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum eða eftir smekk) 2 msk. melatin-sultuhleypir í gulu bréfi AÐFERÐ: Chili-aldinin eru fræhreinsuð og maukuð með sykri og ediki í matvinnslu- vél. Ég miða við að 2 til 3 lítil chili gefi milda sultu en 3-4 stór gefi sterka sultu. Blandan er hituð að suðu og látin malla í 2 til 3 mínútur. Þá er potturinn tekinn af hellunni, sultuhleypi bætt saman við blönduna og hrært vel þannig að ekki myndist kekkir. Þá er aftur hleypt á suðu og látið sjóða í 2 mínútur meðan hrært er stöðugt í. Þá er sultan látin standa í nokkrar mínútur og froðan veidd ofan af. Að lokum er hún sett á hreinar krukkur og látin kólna og stífna áður en lokið er sett á. Sultan er einstaklega góð með ostum, kjúklingi og ýmsum köldum rétt- um, en einnig er gott að nota hana sem gljáa á svína- og fuglakjöt. FRAMLEIÐIR Í MASSAVÍS Björg Þórhallsdóttir býr oft til sópransultu sælkerans og lætur yfirleitt gestina fá krukku með sér heim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAMANDI OG FREISTANDI Ottoman- lambalæri er skemmtileg tilbreyting frá hefðbundna sunnudagslærinu og auðvelt í framkvæmd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.