Fréttablaðið - 18.12.2008, Qupperneq 68
44 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR
> AÐDÁANDI TEKINN
Karlmaður frá Phoenix var hand-
tekinn eftir að hann reyndi að
ýta til hliðar öryggisverði á næt-
urklúbbi til að komast að leik-
konunni Lindsay Lohan. Lohan
og kærastan hennar, Samantha
Ronson, voru á leiðinni inn í
klúbbinn þegar maðurinn gerði
sig líklegan til að komast að
henni. Eftir atvikið sögðust
þær ekkert hafa kannast við
manninn sem ku vera eld-
heitur aðdáandi Lohan.
Logi Bergmann verður með óvenjulang-
an jólaþátt á föstudaginn. Þar verður
boðið til mikillar tónlistarveislu og góða
gesti ber að garði. Nægir þar að nefna
Sprengjuhöllina, Stefán Hilmarsson og
Baggalút. Athyglisverðasta „parið“
verður þó án nokkurs vafa feðgarnir
Gissur Sigurðsson fréttamaður og Giss-
ur Páll stórtenór. Með sanni má segja að
þeir séu báðir gullbarkar þótt raddir
þeirra njóti sín á sitthvoru sviðinu;
Gissur eldri með leðurþykka rödd sem
grípur hlustendur Bylgjunnar í frétta-
tímum en Gissur yngri þenur heilu og
hálfu óperurnar með sinni einstöku
tenórrödd.
Gissur fréttamaður velktist þó í
vafa um hvort hann myndi taka lagið
með stráknum, „Það yrði þá eitthvað
algjört leyninúmer,“ segir Gissur og
útskýrir að sennilega hafi strákurinn
erft sönghæfileikana frá ömmu sinni í
föðurætt. Hún hafi verið mikil söng-
manneskja. Hæfileikarnir komi í það
minnsta ekki frá honum. Gissur hefur
reyndar reynt sig við söng, æfði öll lög
Hauks Morhtens fyrir stuttmynd sem
gerð var fyrir nokkru. „Ég fékk þjálfun
og lærði öll lögin hans. En það var hætt
við á síðustu stundu að nota mína rödd,“
útskýrir Gissur eldri.
Sá yngri upplýsir að hann hafi aldrei
heyrt pabba sinn syngja. Og leyfði sér
stórlega efast um að af því yrði í jóla-
þætti Loga Bergmanns. „Það er samt
aldrei að vita hvað Logi getur platað
hann út í, það yrði þá kannski svona
svipað og ef ég myndi lesa frétt,“ segir
sá yngri.
- fgg
Logi sameinar gullbarka í jólaþætti
SAMEINAÐIR GULL-
BARKAR Feðgarnir
Gissur Sigurðsson og
Gissur Páll sameinast
væntanlega ekki í
dúett á föstudaginn
í jólaþætti Loga
Bergmanns.
Það er frumsýning hjá Gísla
Erni Garðarssyni í kvöld í
konunglega Shakespeare-
leikhúsinu í Bretlandi.
Hann leikur í pönkútgáfu af
óperunni Don Giovanni.
„Hérna eru menn vanir fimm tíma
Shakespeare-sýningum þannig að
það verður fróðlegt að sjá hvernig
þeir bregðast við pönkútgáfu af
óperunni Don Giovanni,“ segir
Gísli Örn Garðarsson sem stígur
ósmeykur á svið hins virta Royal
Shakespeare leikhúss í smábæn-
um Stratford-upon-Avon í kvöld
þegar leikritið Don John verður
frumsýnt.
Gísli leikur aðalhlutverkið en
eiginkona hans, Nína Dögg Filipp-
usdóttir fer einnig með stórt hlut-
verk í sýningunni. Boðið er til
heljarinnar frumsýningarveislu
og þar eiga gestir að mæta í fatn-
aði frá pönktímabilinu. Gísli var
þó ekki viss um að allt fína fólkið
myndi mæta í leðurjökkum með
gaddaólar. „En það verður spenn-
andi að sjá,“ segir Gísli.
Þótt bærinn Stratford-upon-
Avon sé á stærð við Garðabæ þá
er leikhúsið frægt og gestir þess
frá London víla ekki fyrir sér að
keyra klukkutíma til að geta notið
sýninga þess. Leikhúsið var byggt
í lok nítjándu aldar til heiðurs leik-
ritaskáldinu og þar hafa ekki
ómerkari menn en sir Laurence
Olivier og Daniel Day Lewis stigið
sín fyrstu skref. Gísli kveðst ekk-
ert smeykur við breska gagnrýn-
endur þótt að þarna væri vissu-
lega verið að brjóta blað í sögu
leikhússins. „Það verður bara for-
vitnilegt að sjá hvernig þetta rót-
gróna leikhússamfélag bregst
við.“
Gísli og Nína verða úti yfir jólin
ásamt dóttur sinni. Hann segir
Breta ekkert sérstaklega mikið
fyrir jólastemningu. „Nei, jólin
eru aðallega bara fyllerí hjá þeim,
það er bara verið auglýsa vodka
og Baileys,“ segir Gísli.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá fer Gísli með stórt hlut-
verk í kvikmyndinni Prince of
Persia sem framleidd er af Jerry
Bruckheimer. Tökum á myndinni
lauk fyrir viku síðan en Gísli úti-
lokar ekki að kallað verði í hann
aftur eftir áramót í frekari tökur í
Marakkó. Aðspurður hvort hann
hafi náð að blóðga einhverja Holly-
wood-stjörnu í þessari fokdýru
bardagamynd vildi hann ekki
meina það. Hann hefði aftur á móti
slegið á putta Jake Gyllenhaall. Í
bókstaflegri merkingu. „Við slóg-
umst með sverðum og lömdum
ítrekað á fingur hvors annars.
Þegar maður sá þetta aftur á skjá
vorum við hræddir um að hafa
fingurbrotið hvorn annan,“ segir
Gísli. freyrgigja@frettabladid.is
Pönkast á breskri leikhúshefð
HVERGI SMEYKUR Gísli Örn er hvergi smeykur við hina fornu leikhúshefð hjá Royal
Shakespear-leikhúsinu. Hann sé þvert á móti spenntur að sjá hvernig rótgróna leik-
hússamfélagið taki pönkaðri útgáfu af óperunni Don Gioavanni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Krabbameinssamtökin Kraftur og
Andkristnihátíðin slá saman í tón-
leika á Café Amsterdam á laugar-
dagskvöldið. „Við erum að slá
hagsmunum okkar saman í eitt
rosagigg og þetta er skemmtilegt
samkrull,“ segir Atli Jarl Martin
andkristnimaður. „Við tökum þeim
fagnandi sem fúlsa ekki við okkur
með sleggjudómum.“
Andkristnihátíðin er nú haldin í
níunda skipti. „Þetta byrjaði sem
andóf gegn kristnihátíðinni árið
2000 og hefur verið árlegt síðan.
Okkar inntak er alltaf það sama,
að kynna besta þungarokkið
hverju sinni og standa fyrir and-
kristilegum boðskap. Við erum
ekki að boða djöflatrú, svo það sé
nú alveg á hreinu. Félagsskapur-
inn Vantrú er með í þessu.“
Kraftur er stuðningsfélag ungs
fólks með krabbamein og aðstand-
enda þeirra. Félagið hefur gefið út
diskinn Ojjj … ertu með krabba-
mein og ætlaði að halda tónleika
með fjórum sveitum til að kynna
hann. „Það var eins og það væri
einhver bölvun á þessum tónleik-
um,“ segir Páll Jens Reynisson hjá
Krafti. „Hver af annarri gengu
sveitirnar úr skaftinu, trommar-
inn í Jan Mayen handleggsbrotn-
aði og ég veit ekki hvað og hvað,
þangað til hljómsveitin Reykja-
vík! var ein eftir.“
Þá kom andkristnifélagið til
skjalanna og bauð samstarf.
Aðgangseyriririnn, þúsundkall,
skiptist jafn á milli hinna tveggja
ólíku félaga. Auk Reykjavíkur!
kemur fram þungarokksrjómi
landsins um þessar mundir: Sól-
stafir (ný plata frá þeim í janúar),
Darknote („bjartasta vonin í dag,“
segir Atli Jarl), Bastard („old
school-þungarokk“), rafmagnshá-
vaðasveitin Snatan:Ultra og hljóm-
sveitin sem Atli er í, Helshare.
Það er alltaf nóg að gerast í þunga-
rokkinu. - drg
Andkristni og krabbamein
STEFNIR Í ROSAGIGG Atli Jarl Martin í
fremstu víglínu með félögum í hljóm-
sveitinni Helshare.
FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR ÓLI PÁLMASON
Uppgjörið heitir nýtt kreppu-
spil sem háskólaneminn Björn
E. Jónsson og tveir félagar hans,
sem vilja ekki láta nafns síns
getið, hafa gefið út. „Hugmynd-
in kviknaði þegar við vorum að
spila annað spil, Guillotine, þar
sem fólk er afhausað eftir
frönsku byltinguna,“ segir
Björn.
Spilið samanstendur af 56
aðgerðaspjöldum og mega leik-
menn spila út einu slíku spjaldi
í einu. Á þeim eru 35 sökudólgar
íslensku kreppunnar að mati
Björns og félaga, þar á meðal
Davíð Oddsson og útrásarvík-
ingarnir Hannes Smárason,
Björgólfur Thor, Bjarni
Ármannsson og Jón Ásgeir
Jóhannesson. Á spjöldunum
fylgja með ummæli sem þeir
hafa haft uppi í gegnum árin og
þykja nokkuð brosleg í dag.
„Vorum orðnir þreyttir á því að
það væri ekkert talað um stóran
hluta af þessu fólki heldur bara
Geir og Davíð. Það eru margir
sem bera einnig ábyrgð og við
viljum láta þá sæta reiknings-
skilum,“ segir Björn. „Það eru
allir að öskra á Davíð en enginn
sem stendur fyrir utan Baugs-
húsið og öskrar út með Jón,“
segir hann og bætir við: „En
þetta er smekklegt. Við ákváð-
um að fara ekki yfir strikið.“
Til að vinna í spilinu þurfa
keppendur að safna 25 stigum.
„Sá sem nær að búa til sem veg-
legastan sukkhóp vinnur,“ segir
Björn.
Spilið er fáanlegt í verslunun-
um Spilavinir og Nexus. - fb
Útrásarvíkingar
„afhausaðir“
BJÖRN E. JÓNSSON Björn E. Jónsson
er einn af mönnunum á bak við nýja
kreppuspilið Uppgjörið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
folk@frettabladid.is
BILLIARD
BORÐ
MIKIÐ ÚRVAL,
HEITIR POTTAR
& HITAVEITUSKELJAR
Kleppsvegur 152 heitirpottar.is s: 554 7755
PÓKER BORÐ OG PÓKER STÓLAR
Bjóðum
VAXTAL
AUS VIS
A Lán til a
llt að 12
mán