Fréttablaðið - 22.12.2008, Page 24

Fréttablaðið - 22.12.2008, Page 24
 22. desember 2008 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Haraldur Benedikts- son skrifar um ESB Glansmyndin var fögur enda vildu allir vera með útrásar- víkingunum í liði. Fáir höfðu manndóm í sér til að vara okkur við og við vitum hvernig fór. Bankahrunið virðist hafa komið ráðamönnum verulega á óvart og kannski trúðu þeir því innst inni að ástandið gæti aldrei orðið eins alvarlegt og raun ber vitni. Nú sjá margar fjölskyldur fram á verulega fjárhagserfiðleika. Við- brögð margra stjórnmálamanna í þessari grafalvarlegu stöðu eru að segja sig til sveitar suður í Brus- sel. Nú fellur hver flokkurinn á fætur öðrum á jörðina og kallar eftir lausn undan því að bera ábyrgð og stjórna landinu. Fólk sem nú er að missa heimili sín hefur hins vegar engan áhuga á tæknilegum útfærslum og hraða aðildarviðræðna við ESB. Það vill að stjórnmálamenn komi með til- lögur um það hvernig Íslendingar eigi að þreyja þorrann og góuna. Erfið staða bænda Skuldastaða bænda er lík og hjá þorra þjóðarinnar, mjög erfið. Lausleg áætlun gerir ráð fyrir að um 80 – 100 bú í landinu séu í þann veginn að verða, eða séu þegar orðin gjaldþrota. Stjórnvöld senda bændum nú kaldar kveðjur með því að ógilda ákvæði búvörusamn- inga, sem eru grundvöllurinn að rekstri þeirra margra, með því að standa ekki við ákvæði um verð- tryggingu. Rétt er að árétta að búvörusamningarnir fela líka í sér skyldu bænda til að framleiða matvöru og nýta þá auðlind þjóð- arinnar sem landið er. Landbúnaðarráðherra sýndi í haust áhuga á lausn mála í viðræðum við nýja ríkisbanka, nú þarf að gera enn betur svo ekki fari illa. Bændur framleiða bróðurpartinn af innlend- um matvælum, ýmist innan eða utan búvöru- samninga. Bændur skapa því verðmæti og fjölda starfa við úrvinnslu afurða, þeir halda byggð í sveitum og mörgum þéttbýlisstöðum um allt land. Margir þeirra vita ekki nú hvernig þeir geta rekið bú sín, því tæpast geta bændur velt hækk- unarþörf sinni á almenning sem á nóg með sig og verðbólga næstu mánuðina getur riðið mörgum bændum að fullu. Vissulega er fjárlagagerð erfið um þessar mundir en bændur hafa sannarlega tekið á sig byrðar á liðnum mánuðum. Afurðaverð hefur lækkað um tugi prósenta að raunvirði á undanförnum árum. Áburður hækkaði um 80% síðasta vor. Kostnaður bænda hefur því hækkað um tugi prósenta sl. 12 mánuði og þeir hafa ekkert til að skera niður í rekstri sínum. Matvælaöryggi Mikið hefur verið rætt um mat- vælaöryggi þjóðarinnar að und- anförnu. Á fyrstu dögum banka- kreppunnar fengum við bændur margar fyrirspurnir um hvað væri til af mat í landinu. Ástand- ið var í raun og veru þannig að ekki var sjálfgefið að hér væri til matur. Þá prísuðu margir sig sæla fyrir að hér væri stundaður kraftmikill landbúnaður. Rauna- legt er að horfa síðan til þess hve fáir skilja í raun hvað matvæla- öryggi þýðir. Stjórnmálamenn verða margir feimnir þegar það ber á góma. Þeim hefur líka verið sagt, af ofurfrjálshyggjumönn- um, að matvælaöryggi væri orð sem bændur hefðu búið til, til að vernda kerfið sitt. Matvælaör- yggi er hins vegar hornsteinn hvers samfélags. Það samfélag, sem er algjörlega háð öðrum um mat, er ekki burðugt. Matvælaör- yggi er tryggt með sterkum inn- viðum þjóðar, bændum sem kunna og geta framleitt matvæli og fólki sem kann og getur breytt afurðum þeirra í matvöru. Búvörusamningarnir snúast ein- mitt um þetta. Þjóðin þarf allt annað á þessari aðventu en innihaldslaust ein- hliða tal um aðild að ESB. Það eru brýnni mál sem stjórnmálamenn þurfa að gefa fólki svör við og þau verða vonandi rædd á auka- flokksþingum og landsfundum flokkanna eftir hátíðarnar. Hvað tekur við eftir „frystingartíma- bil“ lána og hvernig hyggjast stjórnvöld mæta auknu atvinnu- leysi í landinu? Bændur og heim- ili landsins kalla á raunverulegar lausnir en ekki vangaveltur um hvernig, eða á hvaða hraða, á að koma auðlindum þjóðarinnar undir stjórn og yfirráð ESB. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Glansmyndin fölnar ÍSLENSKUR IÐNAÐUR ÁRIÐ 2011 óskar eftir... bhs.is bifrost.is fa.is fb.is fg.is fiv.is fnv.is frae.is fsh.is fss.is fsu.is fva.is hi.is hr.is idan.is idnskolinn.is klak.is misa.is mk.is simey.is tskoli.is unak.is va.is vma.is Samtök iðnaðarins - www.si.is vel menntuðu fólki til starfa. Í boði eru spennandi og vel launuð störf í áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni, matvæla- iðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaði og upplýsingatækni. Iðn-, verk- eða tæknimenntun er skilyrði. Reynsla af framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og markaðssetningu er kostur. Íslenskir verkmenntaskólar, háskólar og fræðslustofnanir bjóða metnaðarfullt nám sem veitir aðgang að þessum störfum. Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA AGA Gasol® Afgreiðsla ÍSAGA, Breiðhöfða 11, er opin virka daga frá kl. 8 til 17. Þú s ér ð in ni ha ld ið ! IS A -3 4 2 .3 – ÍD E A g rafísk h ö n n u n Alla daga frá kl. 10 til 22 Heimsend ingarþjónu sta fyrir jólinM undu að panta! Þú færð allar nánari upplýsingar um AGA Gasol hylkin, þrýstiminnkara, slöngur og sérlausnir hjá umboðsmönnum okkar og í þjónustuveri ÍSAGA í síma 577 3000. HARALDUR BENEDIKTSSON Þjóðin þarf allt annað á þess- ari aðventu en innihaldslaust einhliða tal um aðild að ESB. Það eru brýnni mál sem stjórn- málamenn þurfa að gefa fólki svör við og þau verða vonandi rædd á aukaflokksþingum og landsfundum flokkanna eftir hátíðarnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.