Fréttablaðið - 22.12.2008, Side 26

Fréttablaðið - 22.12.2008, Side 26
WWW.GAP.IS JÓLAROKK er yfirskrift tónleika sem verða haldnir í Íslensku óperunni sunnu- dagskvöldið 28. desember. Fjöldi íslenskra hljómsveita kemur fram. Þórey Ólafsdóttir segist fastheld- in á hefðir um jólin. Hún er mikið fyrir að gefa jólagjafir sem gleðja og handa fólki sem á allt, útbýr hún jólakúlur með mynd- um af börnunum sínum. „Ég byrjaði fyrir fimm árum á því að líma myndir af börnunum inn í jólakúlur. Það er gaman að gefa fólki eins og ömmum og öfum sem eiga allt, eitthvað sem gleður. Ég hef gert milli fjörutíu og fimmtíu kúlur gegnum árin,“ segir Þórey. „Ég byrjaði ein að föndra þetta en svo voru þær bara svo rosalega hrifnar, ömm- urnar og vinkonurnar líka. Ég fór að hjálpa einni og einni að gera kúlur og það vatt upp á sig. Nú hitt- umst við fimmtán og föndrum, eldum eittthvað gott og fáum okkur rauðvín með.“ Kúlurnar sem eru úr plexí- gleri, kaupir Þórey meðal annars í Föndru og Garðheimum í mismunandi stærðum. Hún segir einfalt að útbúa skemmtilegt skraut með ljós- myndum og gervisnjó inn í kúlurnar. Þórey stundar nám í við- skiptafræði og lögfræði við Háskólann í Reykjavík svo tíminn er af skornum skammti. Hún reynir þó að hafa það notalegt á aðventunni. „Ég var voða dug- leg í höndunum í gamla daga en nú læt ég jólakúlurnar duga. Við bökum samt alltaf mikið fyrir jólin og ég er mjög fastheldin á hefðir. Ég hef borðað rjúpur á aðfangadagskvöld síðan ég man eftir mér og það eru ekki jólin nema því sé haldið við. Fjölskyld- an hittist öll á jólunum og ég á þrjú börn. Thelmu Lind 3 ára, Arnar Má 7 ára og Andra Má 8 ára. Þau eru hæstánægð að enda í jólakúlunum ár eftir ár.“ heida@frettabladid.is Persónulegar jólakúlur Þórey Ólafsdóttir hefur gert sér það að hefð á jólum að gefa persónulegar jólakúlur í gjafir. Tiltækið hefur undið upp á sig og nú hittist vinkvennahópurinn og föndrar saman jólakúlur á aðventunni. Þórey Ólafsdóttir er handlagin þegar kemur að jólagjöfunum og útbýr skemmtilegar gjafir handa öfum og ömmum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.