Tíminn - 14.07.1982, Side 4

Tíminn - 14.07.1982, Side 4
Timamynd Róbert B Togarinn Jón Baldvinsson í slipp A innfejldu mynd- inni má sjá sleð- ann í dráttarbraut- inni eftir að hann brotnaði. Jafnlaunastefna í nýgerdum kjarasamningi við flugmenn: DC-8 menn fá litla sem enga hækkun Ungt par braust inn í Heilsuverndar- stöðina í leit að lyf jum: Saklaus stúlka var handtekin ■ Flugmenn munu leggja hina ný- gerðu samninga FIA og Flugleiða fyrir félagsfund hjá sér i kvöld. Samkvæmt þvi sem blaðið hefur fregnað munu mest nýmæli í samningunum þykja þau að launabil milli flugmanna á innanlands- leiðum og á DC-8 vélum minnkar nú verulega, en DC-8 menn munu hafa verið um það bil 17% hærri í launum til þessa. Þessi munur færist nú niður í 5% að sögn. Margir félagsmanna FÍA hafa verið hlynntir jafnlaunastefnu, þ.e. að laun manna séu hin sömu án tillits til þess hvaða gerð flugvélar er flogið. Þykir sem hér sé áfanga náð í þá átt. í nýja samningnum mun einnig gert ráð fyrir nokkurri hækkun til flugmanna á Boeing 727 vélum Flugleiða, en DC-8 menn munu litla sem enga hækkun fá. Mun hafa gætt nokkurrar óánægju í þeirra hópi af þeim sökum, en nokkra leiðréttingu munu þeir hafa talið sig fá ' með þvi að þeim er nú heimilt að sækja um störf á Boeing 727 vélum, sem varla kom til greina áður. Þá mun það þykja skref i jafnlaunaátt að munur á launum flugstjóra og flugmanns á vélum Flugleiða sem áður var 25% verður nú aðeins 20%. Eftir sem áður skeikar þó 5% á launum manna í innanlandsflugi og millilandaflugi. AM — en sökudólgarnir gáfu sig fram slðdegis í gær ■ Kona um þrítugt og lagsmaður hennar, eitt- hvað yngrí, brutust inn á Heilsuvemdarstöðina í fyrrínótt. Skríðu þau inn um glugga og ætluðu að leita sér lyfja. Þegar inn kom, gengu þau fram á símastúlku sem var á vakt. Náði símastúlkan að hrópa svo maður sem var í nærliggjandi herbergi heyrði til. Lagði paríð þá á flótta. Skömmu siðar handtók lögreglan í Reykjavik unga stúlku i húsagarði nálægt Heilsuvemdarstöðinni. Lék grunur á að hún hefði verið þarna að verki og var hún færð til yfirheyrslu á lögreglustöðina. Ekki reyndist hún þó sek, því skömmu eftir hádegið í gær hringdi ungur maður til rannsóknarlögreglu ríkisins og sagðist hafa verið þama að verki. Vissi hann að rannsóknarlögregl- an leitaði hans og bauðst hann til að gefa sig fram ásamt lagskonu sinni. Fljótlega komu þau á fund rannsóknarlögreglunn- ar og viðurkenndu innbrotið. Kváðust þau hafa verið undir áhrifum áfengis fyrr um kvöldið, en þegar vínbirgðirnar hefði þrotið, og þau ekki átt þess kost að ná í meira, hefðu þau ákveðið að fara inn á Heilsuvemdarstöð- ina til að leita sér lyfja. Parið hefur áður komið við sögu sakamála. - Sjó. Stálu vind- lingum f Mosfellssveit ■ Talsverðu af vindlingum var stolið í innbroti sem framið var i söluskála Kaupfélags Mosfellssveitar í fyrri- nótt. Innbrotið var kært til rannsóknar- lögreglu ríkisins og hefur hún nú málið til meðferðar. - Sjó. Nafn piltsins sem fórst í Eyjum ■ Pilturinn sem beið bana þegar hann var við lundaveiðar í Sæfelli í Vestmannaeyjum á sunnudag hét Magnús Guðmundsson. Magnús var átján ára gamall og var hann til heimilis að Illugagötu 71 i Vestmannaeyjum. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLI 1982. Á „Nú-jazz” í Félagsstofnun ■ Jazzleikarinn Leo Smith og New Dalta Ahkri munu halda hér tónleika á vegum Jazzvakningar undir nafninu „Nú-jazz“ en tónleikarnir em i Félagsstofnum stúdenta annað kvöld, 15. júlí. Þetta eru fyrri tónleikar Jazzvakningar undir þessu heiti hinir siðari verða i lok júlí og þá með Roscoe Mitchell. Síðan 1970 hefur Leo Smith ýmist unnið með Marion Brown, Braxton og Roscoe Mitchell eða einbeint sér að eigin plötuútgáfu og tónsmíðum. Allan áratuginn hefur hann rekið hljómsveitina New Dalta Ahkri, en hana skipa í dag: Bobby Naughton, víbrafón; Dwight Andrews, saxafóna og flautur. Leo Smith og New Dalta Ahkri koma hingað úr ferðalagi frá Evrópu, þar sem þeim hefur verið mjög vel tekið og verið lofaðir í hástert af gagnrýnendum. Eins og áður segir verða aðeins einir tónleikar í Félags- stofnun Stúdenta og verður forsala miða fram að 15. júlí í Fálkanum Laugavegi. fréttir^B ' ' — -I Sleði í dráttarbraut Slippfélagsins brotnaði er verið var að sjósetja togarann Jón Baldvinsson: „FYRIR MESTD AD EKK- ERT KOM FYRIR SKIPIД — segir Björgvin Guðmundsson, annar framkvæmdastjóri BÚR ■ Sleði i dráttarbraut Slippfélagsins i Reykjavík bilaði er verið var að sjósetja einn af togurum BUR Jón Baldvinsson í fyrradag og tefst því för togarans um 1-2 daga. „Það er í sjálfu sér slæmt að frestun verður um 1-2 daga á þvi að togarinn fari út en hinsvegar er fyrir mestu að ekkert kom fyrir skipið“ sagði Björgvin Guðmundsson annar framkvæmdastjóra BÚR í samtali við Tímann. Togarinn fór ekki út úr brautinni en þegar svona óhöpp koma upp getur allt gerst. Það er verið að gera við þetta núna og ég reikna með þvi að skipið komist niður í kvöld“. Þórarinn Sveinsson framkvæmdastjóri Slippfélagsins sagði í samtali við Tímann að þessi bilun i sleðanum væri lítilfjörleg að þeirra mati. Hún myndi ekki hindra starfsemi félagsins að neinu marki og þeir reiknuðu með því að sjósetja Jón Baldvinsson i dag, þá ætti viðgerð á sleðanum að vera lokið. - FRI Stroku- fanginn fundinn ■ Síðdegis í gær gaf strokufanginn af Litla Hrauni sem stakk af frá Borgar- spítalanum í Reykjavik sl. fimmtu- dag, sig fram við lögregluna í Reykjavík, en þá hafði hans verið leitað á sjötta sólarhring. Kom hann i fylgd lögmanns sins á lögreglustöðina i Reykjavík. Eins og fyrr segir tókst fanganum að strjúka af Borgarspitalanum sl. fimmtudag, en þangað hafði hann verið færður til lækninga. Tókst honum að slíta sig lausan frá hjúkrunarkonu sem fylgdi honum áleiðis í læknisrannsókn og þaðan út af sjúkrahúsinu. Víðtæk leit var gerð að honum. M.a. var hans ákaft leitað í Keflavík á timabili. Um kvöldmatarleytið í gær komst fanginn á ný undir hendur fangavarða á Litla-Hrauni, og getur hann búist við að fá að dúsa í einangrunarklefa næstu vikumar fyrir tiltæki sitt. - Sjó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.