Tíminn - 14.07.1982, Qupperneq 13

Tíminn - 14.07.1982, Qupperneq 13
16 ; i Vji íi í *t i MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982. Ódýrar bókahillur Stærð: 184x80x30 Ijós eik kr. 1.395 - Bæs " 1.350.- Tréhurðir kr. 395.-, Glerhurðir kr. 495.- Húsqögn og 0 A t J ** Suðurlandsbraut 18 ^■4innrettmgar sími86 9oo Verktakar - Húsbyggjendur Geri tilboð í stór og smá verk Ákerman beitagrafa H 12-,23 tonn iar Brita öryggissæti fyrir börn iilasala-Bilaleigay 13630 .19514 Nú eru engin vandræði . .. . . . með bílastæði, því við erum fluttir í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 3, Kópavogi. Sími: 45000 — Beinn sími til verkstjóra: 45314 PRENTSMIÐJAN é^dda HF. MIÐVIKUDAGUR 14. JÉfLÍ 1982 íþróttir Tímaritið íþrótt- ir komið út ■ Komið er út fyrsta tölublað af nýju tímariti um iþróttir og heitir það (að sjálfsögðu) Timaritið iþróttir. Ritstjór- ar og ábyrgðarmenn eru Ragnar Óm Pétursson og Stefán Kristjánsson. Meðal fjölbreytts cfnis er viðtal við Pétur Guðmundsson, körfubolta- mann, sem segir þar m.a. frá tekjum sinum i bandariska körfuboltanum, Guðmundur Þórarinsson, frjálsí- þróttaþjálfari segir frá getraunastarf- semi (,,tippi“) sinni, Atli Eðvaldsson skrifar um íslcnska knattspymu og grein um graðhestinn Skarða að störfum. - IngH. Iþrottír ,#Ég er l íbestur a m, # V*?ef » * Íslandi" JöÍS^ Blikadömurnar næsta vísar um sigur ■ Stclpumar úr Breiðabliki era enn ósigraðar í 1. deild kvenna. Siðastlið- inn föstudag sigraðu þær stöllur sinar úr Val 2-0. Er nú næsta vist að íslandsmeistaratitillinn hafnar í Kópa- vogi. Þá gerðu KR og Vikingur jafntefli 0-0. Staðan i 1. deild kvenna er nú þessi: Breiðablik .... 5 5 0 0 18-2 10 Valur........ 5 2 2 1 4-3 6 Akranes...... 4 2 0 2 7-8 4 KR...........3 1114-4 3 Vikingur .... 5 0 2 3 2-8 2 FH .......... 3 0 1 3 0-10 1 Sá efnilegasti á Reykja- vlkurleikunum ■ Einn efnilegasti kringlukastari og kúluvarpari, sem fram hefur komið á seinni árum, Bandarikjamaðurinn Dean Crouser, mun keppa á Reykja- vikurleikunum um næstu helgi. Crous- er, sem aðeins er 22 ára, varð bandariskur háskólameistari i báðum greinunum fyrir skömmu. í ár hefur Crouser varpað kúlu 21.07 m og kastað kringlunni rúma 65 metra. Þá hefur kappinn þeytt spjótinu 75 metra og besti árangur hans i sleggjukasti er um 63 metrar. I»gH. Að leikslokum í HM Italarnir I ögðu alla þá sterkustu Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ Það var Brasilía sem var uppáhalds- liðið i HM að þessu sinni. Það var Brasilía sem hafði unnið hug og hjörtu áhorfenda með fallegri og skemmtilegri knattspyrnu. Og það voru Brasilíumenn sem dönsuðu samba óslitið fram i miðja keppnina. Allir reiknuðu með því að Brassarnir yrðu sigurvegarar. En ef svo ólíklega vildi til, að þeir myndu bregðast myndu Vestur-Þjóðverjar hreppa HM-titilinn. En hvað gerðist? ítalir gerðu litið út öllum spádómum og unnu sinn þriðja HM-titil og jöfnuðu þar með met Brasilíumanna, einmitt í keppni þar sem öllum hinum svokölluðu „favoritos“ (þeim sigurstranglegu) mis- tókst. Þegjandi og hljóðalaust (ef breim blaðamanna ítalskra er undanskilið) komust þeir i aðra umferð. Að vísu var barningurinn allnokkur, en tækifæri til hefnda var til staðar. Önnur umferðin markaði upphafið að velgengni ftala. Þeir byrjuðu á því að leggja að velli fyrrverandi heimsmeist- ara Argentinu í stórgóðum leik, þar sem „blátreyjurnar“ komu mjög á óvart með ! frábærum vamarleik og vel skipulögðum ' skyndisóknum. Fyrsta ljónið úr vegin- um. En næst voru það Brasilíumenn. Fyrir leikinn lýsti Bearzot, þjálfari ítalska liðsins, því yfir að hans menn kysu það hlutskipti að mæta til leiks sem fómarlömb. Goliat var að velli lagður í viðureign þar sem allt gekk Davið í haginn. Sigurinn varð Itölum sætur og að sama skapi Brasiliumönnum súr. „Pablito“ og Ítalía á forsíðum dagblaða um gjörvallan heim. Pólverjar vom mótherjar italska liðsins í undanúrslitum og var því spáð að um jafnan leik yrði að ræða. En svo fór ekki. ítalir, sem vom komnir á skrið, létu ekki stöðva sig. Þeir höfðu sigrað sjálfa heimsmeistarana og Brasilíumenn og nú varð ekki aftur snúið. Pólverjar steinlágu og nú vom ítalskir komnir með fingurgómana á HM-styttuna. í úrslitaleiknum léku þeir eins og sannir englar og vélmennin í vestur- þýska liðinu áttu sér aldrei viðreisnar von. ítalska knattspymulandsliðið mun vafalítið verða lengi á vömm knatt- Það besta, lengsta, versta, reiðasta...f HM Fallegasta sjálfsmarkið í HM er mark Tékkans Larmos i leiknum gegn Englandi kallað. Við skulum nú halda áfram þulunni og taka fyrir nokkur fleiri athyglisverð og skemmtileg atvik i HM: Yngsti leikmaðurinn ■ Norður-írinn Normann Whiteside var yngsti leikmaðurinn i HM að þessu sinni, aðeins 17 ára gamall. Markvörður liðsins, Jennings, er á sama aldri og pabbi stráks. Reiðasti þulurinn ■ Heinz Florian Oertel frá austuríska sjónvarpinu varð svo reiður á leik Austurrikis og V-Þýskalands að hann sagði í beinni útsendingu: „Ég neita því að taka þennan „farsa“ alvarlega og lýsi þvi ekki meir.“ Hann þagnaði og sagði aðeins nokkmm sinnum hve mikið væri eftir af leiknum. Spiiaði styst ■ Sovétmaðurinn Rodjanov lék að- eins í eina sekúndu i HM. Hann var vart kominn inn á leikvöllinn í leiknum gegn Belgiu er dómarinn flautaði til leiksloka. Verstu móttökumar ■ Hörð gagnrýni dundi á austurrisku landsliðsmönnunum er þeir komu heim eftir HM. Föstustu skotin ■ Brasiliumaðurinn Eder er sagður þruma boltanum fastar en aðrir i HM. Þegar skotharka kappans var mæld kom í ljós, að boltinn náði 175 km. hraða á klst. Þá skaðar ekki að geta þess, að Eder var útnefndur „mesti hjartaknúsar- inn.“ Ekki meira um það. Mesta hneykslið ■ Aðaisjeikinn í Kúvæt, Fahd Al-Ah- mad Al-Jaber Al-Sabah, var aðalmaður- inn i mesta hneykslismálinu i HM þegar hann ruddist inn á völlinn i leik Kúvæt og Frakklands. Sjeikur beinlinis stöðv- aði leikinn og það sem meira er, komst upp með það. Mestu vonbrigðin ■ Knattspymuáhugamenn um allan heim urðu fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðu Argentínumannsins Maradona i HM. Hann sýndi lítið af sínum umtöluðu snilldartöktum og kórónaði siðan allt saman með þvi að vera rekinn af leikvelli. Helstu portkonurnar ■ Nei, nei nú erum við hættir og segjum amen eftir efninu. IngH „Sárustu vonbrigðin“ getum við kallað þessa mynd af Uli Stielike eftir að hann hafði klúðrað vitaspymu gegn Frökkum. spymuáhugamanna um allan heim eftir þennan glæsilega sigur. Þeir sönnuðu að þeir em bestir í dag, lögðu að velli öll sterkustu liðin með glæsibrag. Það er víst best að taka undir með einum áhangenda ítalska landsliðsins, sem öskraði áður en hann stakk sér til sunds í gosbrunninum á Piazza del Popola torginu í Róm: Ítaaaaaaaliiia. ' EM/IngH Skúrkalið HIVI 1982 ■ Nokkrir blaðamenn danskir gerðu sér það til dundurs að velja leikmenn í lið sem þeir kölluðu „Skúrkalið HM“. Eftirtaldir kappar fá þann vafasama heiður að vera í liðinu: Markvörður: Schumacher, V-Þýskalandi. Varnar- menn: Cezero, Brasiliu, Passarella, Argentínu, Barmos, Tékkóslóvakiu, og hinn elskulegi Gentile, Ítalíu. Miðvallar- leikmenn: Larios, Frakklandi, Cubilas, Perú og Maradona, Argentínu. Fram- linumenn: Schachner, Austurríki, Sergi- hno, Brasiliu og Czazzely, Chile. Sannkallað stólpalið. Þá em gefnar upp ástæður þess að liðið er þannig skipað. Hér eru nokkur dæmi: Schumacher fyrir að rota Frans- manninn Battiston og segjast síðan ætla að borga brotnu tennumar, hafi Batti ekki efni á því.. Larios fyrir að kokkála Platini... Passarella fyrir að reyna að gera Zico fatlaðan.. Gentile fyrfir brosið undurblíða er hann hafði þmmað niður mótherjana. -IngH Junior vill „mini HM” ■ Hinn snjalli bakvörður iiðs Brasiliu- manna, Junior, hefur mælst til þess að innan tveggja ára verði haldin eins konar „mini-HM“ i Brasiliu, þar sem keppi allar bestu þjóðimar á HM hér á Spáni. Haft hefur verið eftir Junior, að i slíkri keppni myndu Brasilíumenn fá gott tækifæri til þess að sýna knattspymu- heiminum fram á hvaða þjóð hefur besta landsliðinu á að skipa. EM/IngH. Hasta la vista Erik Mogensen ■ Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn hafa beðið undirritaðan að koma á framfæri opinberlega þökkum til frétta- ritara (-snáps,-starfsmanns, þið vitið) okkar á HM á Spáni, Eriks Mogensen, fyrir liflegar fréttasendingar. við hér á Timanum tökum undir kveðjumar og segjum: Hasta la vista, Erik Mogensen. IngH Dean Crouser, kastarinn efnilegi. Valsmenn vilja fá Tim Dwyer M Talsverður áhugi er á þvi meðal körfuknattleiksmanna i Val, að ráða Bandarikjamanninn Tim Dwyer sem þjálfara næsta vetur, en Dwyer náði frábærum árangri með Valsmennina, gerði þá m.a. að íslands- og Bikar- meisturum á sama árinu. — Eftir að Dwyer fór frá Val dvaldist hann i Frakklandi, og lék þar og þjálfaði. Þegar Frakkar breyttu regl- um varðandi útlendinga i körfuboltan- um (aðeins einn leikmaður leyfilegur hjá hverju félagi i stað tveggja áður) varð Dwyer að taka pakkann sinn og halda vestur um haL - IngH. Pertini gaf Bearzot pípu sfna ■ Sandro Pcrtini, forsætisráðherra ítaliu, vakti mikla athygli á meðan á úrslitaleik ítala og V-Þjóðverja í HM stóð og gat karlinn vart hamið sig fyrir kæti. Hann néri saman höndum og réri fram i gráðið i hve,rt sem sem italska liðið skoraði. Þegar leikmenn og þjálfaii ítalska liðsins komu að heilsa uppá karl í heiðursstúkunni að leikslokum þreif Pertini upp pipu sina og rétti Bearzot með þeim orðum að pipuna skyldi hann eiga. Vakti þessi óvænta uppákoma mikla athygli þeirra er með fylgdust. EM/IngH Það var oft barist hart um knöttinn i leiknum i gærkvöldi. Hér er KR-ingurinn Óskar Ingimundarson að kljást við einn ísfirðinginn. Mynd: Ari. Jafntefli í fjörugum leik KR og ÍBÍ ■ KR og ÍBÍ skildu jöfn á Laugardals- vellinum i gærkvöldi eftir nokkuð fjörlegan leik, 2-2. Vestanmenn voru fyrri til að skora í bæði skiptin, en KR-ingamir sóttu á brattann og jöfnuðu jafnharðan. Sanngjöra úrslit, þó að Vesturbæjarliðið hafi haft undirtökin lengstum, einkum i seinni hálfleiknum. KR-ingar áttu tvö fyrstu færin í leiknum, Willum og Guðjón áttu báðir skot á ÍBÍ-markið, sem ekki rötuðu rétta leið. í sinu fyrsta færi i leiknum skoruðu ísfirðingarnir. Á 30. mín. hamraði Gunnar Pétur Pétursson boltann í mark KR-inga eftir nokkuð hark i vítateign- um, 1-0. En Vesturbæingamir voru ekki seinir að taka við sér og aðeins 2 mín. seinna voru þeir búnir að jafna metin. Eftir laglega sókn barst boltinn út á kantinn til Hálfdáns, sem lék í átt aðÍBÍ-markinuog lyfti boltanum snyrti- lega til Snæbjarnar. Hann var ekkert að tvinóna við hlutina og skoraði með föstu skoti viðstöðulausu, 1-1. Á siðustu minútu hálfleiksins náðu vestanmenn síðan forystunni á ný. Gústaf Baldvins- son potaði i markið af stuttu færi eftir aukaspymu, 2-1. Hólmbert þjálfari Friðjónsson hafði greinilega messað hressilega yfir KR-lið- inu í hálfleik, þvi strax frá fyrstu mín. Staðan Staðan i 1. deildinni að afloknum leik KR og ÍBÍ í gærkvöldi er þessi: Vikingur ..........9 Vestmannaeyjar . . 9 KR................10 Breiðablik.......10 Valur.............10 Fram ..............9 Akranes...........10 Keflavik...........9 KA................10 ísafjörður .... 10 Einn leikur er ■ kvöld á Laugardals- velli. Valur og ÍA mætast og hefst viðureignin kl. 20. 4 4 1 14-10 12 5 1 3 12-9 11 2 7.1 1-6 11 13-14 10 8-10 10 11-9 9 10-10 6-8 8-11 13-15 vom undirtökin þeirra. Jöfnunarmarkið lét ekkiásér standa. Hornspyma á 62. min. Boltinn yfir markið, Jósteinn skallaði á fjærstöngina, þar sem Ágúst kastaði sér fram og skallaði í netið 2-2 . Eftir jöfnunarmarkið færðist mikið fjör í leikinn og bæði lið fengu sannkölluð dauðafæri. Fyrst skaut Gústaf framhjá KR-markinu og í sömu sókninni gerði Gunnar Pétur það einnig. Hinum megin komst Hálfdán innfyrir vörn ÍBÍ, en skaut rétt framhjá stöng (með hægri fæti, úff). KR-ingarnir vom meira með boltann, en fsfirðingamir sáu um að klúðra síðasta marktækifærinu í leikn- um er þremur þeirra tókst ekki að ná til knattarins eftir aukaspyrnu. ísafjarðarliðið barðist vel í þessum leik og uppskar eitt stig. Jón Oddsson var sprækur i framlinunni og í vörninni vann Gunnar Guðmundsson flest návígi. Hjá KR voru ungu strákamir.Snæbjörn og Magnús, friskir. Nettir leikmenn báðir tveir. -IngH. Reykjavíkur- ieikarnir í frjálsum: Sterkir ■ Fjórir sovéskir frjálsiþróttamenn i verða meðal keppenda á Reykjavík- urleikunum i frjálsíþróttum, sem haldnir verða á Laugardalsvellinum 17. og 18. júli. Alll eru það mjög ' frambærilegir íþróttamenn og koma þeir til með að setja svip sinn á mótið. íslenska frjálsiþróttafólkið fær þaraa verðuga andstæðinga við að glima. Sovésku keppendumir eru: Sergey Gavyushin, sem varpað hefur 20,40 í kúluvarpi, Nikolai Sidorov, sem hleypur 100 á 10,38 sek og 200 á 21,14 sek, Irina Podyalovskya, sem hleypur 800 á 2:00,2 og er góð í 400 m, Lyudmila Belova, sem á 52,10 í 400 m og er einnig góð í 200 m. Af þessu má sjá, að Gavryushin kemur til með að veita Óskari Jakobssyni og Dean Crouser harða keppni i kúluvarpinu. Óskar hefur varpað 20,61 í ár, Crouser 21,07, en hann varð bandarískur háskóla- meistari í greininni í vor, og einnig keppir sænski frjálsíþróttakappinn Ricky Bruch i kúluvarpinu, en hann hefur varpað 20,18 metra, svo keppnin ætti að geta orðið skemmti- leg í kúluvarpinu á Reykjavíkurleik- unum. Sidorov er sterkur, en búast má við að Oddur Sigurðsson, sem er mikill keppnismaður, veiti honum harða keppni, einnig Austurrikis- maðurinn Roland Jokl, úrslitamaður i spretthlaupum á Evrópumeistara- móti unglinga í fyrra, sem hlaupið hefur 100 á 10,56 sek., og 200 á 21,15 sek í ár. Jón Dikk ætlar að setja met ■ Jón Diðriksson hlaupari úr UMSB keppir í 1500 og 5000 metra hlaupum á Reykjavikurleikunum í frjálsíþróttum 17. og 18. júli og reynir hann við íslandsmet í siðar- nefndu greininni. íslandsmetið í 5 km hlaupi á Sigfús Jónsson ÍR, 14:26,2, sett 1975, en Jón hljóp á 14:39,6 við slæmar aðstæður á Akureyri i fyrra. Jón hefur æft vel í vetur og sumar og hlaupið betur en nokkru sinni fyrr í keppnum. Á hann góða möguleika á að setja met í 5 km., en þá munar mikið um stuðning og hvatningu frá áhorfendum, rétt eins og þegar Bretinn Moorcroft setti heimsmet i greininni á dögunum, hann sagði góðan stuðning áhorfenda hafa jafngilt sekúndu á hverjum hring, en það er einmitt munurinn á meti Sigfúsar og árangri Jóns á Akureyri, að jafnaði sekúnda á hring.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.