Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 6 fréttir Framkvæmdum við viðgerdarverkstæði BÚR í Bakkaskemmu frestað: „ÞEGAR mm FYRIR 50% FJÁRFESTINGAR” — athuga á hvort ekki sé hægt að samreka önnur verkstædi BÚR ■ Á útgerðarráðsfundi BÚR í gær kom fram tillaga frá sjálfstæðismönnum um að fresta frekari framkvæmdum við viðgerðarverkstæði BÚR í Bakka- skemmu fram til 1. september nk. og athuga á meðan viðgcrðarmálin i heild. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. „Það má segja að búið sé að eyða helmingi þeirrar fjárfestingar sem ráð- gerð var fyrir verkstæðið i framkvæmdir nú eða 175 þúsundum kr.“ sagði Björgvin Guðmundsson annar fram- kvæmdastjóra BÚR í samtali við Timann. Á sínum tima var núverandi formaður útgerðarráðs Ragnar Júliusson mjög á móti þvi að ráðast i framkvæmdir við þetta viðgerðarverkstæði en það var ákveðið á tíma fyrri borgarstjórnar og segja má að ofangreind tillaga sé málamiðlun. „Það sem hangir á spýtunni hér og kemur ekki fram í tillögunni er ma. hvort ekki eigi að samreka eitthvað af öðrum verkstæðum BÚR en við höfum járn- og rafmagnsverkstæði i frystihús- inu og svo bílaverkstæði en þetta eru allt litil verkstæði11 sagði Björgvin. Aðspurður um hvort hann teldi ekki hættu á að sú fjárfesting sem þegar hefði verið lögð í viðgerðarverkstæðið nýttist illa við þessa frestun sagðist Björgvin ekki telja svo. „Hér er málamiðlun á ferðinni, menn eru að reyna að ná samkomulagi um málin og þessi fjárfesting verður ekki látin eyðileggjast," sagði Björgvin. -FRl ■ Byggingarnefnd íbúða aldraða á Isafirði afhenti s.I. laugardag bæjarstjórn ísafjarðar húsið til afnota, við sérstaka athöfn, að viðstöddum fjölda gesta. Guðmundur H. Ingólfs- son, formaður byggingar- nefndar rakti byggingar- söguna, en hún hófst 7. október 1977. Gat hann allra þeirra sem unnið hafa við framkvæmd þessa. ■ Fjöldi gesta var viðstaddur þegar húsið var afhent, þar á meðal margir af þeim sem Bytja inn i það nú næstu daga, ísafjördur: íbúdir fyrir aldraða afhentar til afnota Myndir G.Sv. Byggingin er teiknuð af Ingimundi Sveinssyni arkitekt. { húsinu eru 20 einstaklingsibúðir og 10 hjónaíbúðir. Allar eru þær fullskipaðar og verður flutt inn í þær i næstu viku. Fjöldi manns afhenti stofnunni gjafir við þetta tækifæri. Málfríður Halldórs- dóttir afhenti stóra gjöf til minningar um foreldra sína Svanfriði Albertsdóttur og Halldór Sigurðsson, en hann var skipstjóri vestra um fjölda ára. Ólafur B. Halldórsson lilkynnti gjöf frá Lions- klúbbi ísafjarðar, vandað píanó. Kiwanisklúbburinn gaf tvö sjónvarps- tæki i setustofurnar. íshúsfélag ísfirð- inga h.f. gaf 25 þús. kr. i tilefni afsjötugs afmæli fyrirtækisins. En það hefur áður gefið stórgjafir til hússins. Og stjórnar- konur úr Kvenfélaginu Hlíf afhentu blómakörfu. G.S./HEI ■ Suðurhlið hins nýja húss, sem gefið hefur verið nafniö „Hlif“. í húsinu eru 30 íbúðir fyrir aldraða. Sérstæð þjónusta í boði fyrir ferðalanga sem lengi eru að heiman: VAKTA HÚS, BÍL, GARÐ OG INNIPLÖNTUR A MEÐAN ■ „Þið sem eruð að fara í ferðalag: Við bjóðumst til að vakta hús ykkar og bíl, hlúa að inniplöntum og garði á meðan þið eruð að heiman. í dagblöðum i gær gat að líta auglýsingu, þar sem boðið er upp á þessa nýstárlegu þjónustu fyrir fcrðalanga. Hver kannast ekki við þetta vandamál? Við nánari athugun kom i ljós að aóstandendur auglýsingarinnar reynd- ust vera hjónakornin Sif Þorsteinsdóttir og Ólafur Garðarsson og vinafólk þeirra Svanhvit Guðbjartsdóttir og Gunnar Páll Þórisson. „Það er greinilegt að þessa þjónustu hefur vantað tilfinnan- lega, því símarnir hafa varla stöðvað frá þvi auglýsingin birtist. Þannig hringdi t.d. einn í dag sem er að fara erlendis strax í fyrramálið. Hann sagði að sér hefði alltaf þótt leiðinlegast við ferðalög að þurfa að byrja á því að slá garöinn þegar heim kæmi. Einnig var hann feginn að vera laus við eilifar áhyggjur af húsi og bíl“, sagði Gunnar Páll þegar blaðamaður Tímans ræddi við hann í gær. Þegar Sif var spurð um upphaf þessarar starfsemi sagði hún að strák- arnir hefðu átt hugmyndina, en þær stelpurnar betrumbætt hana. „Við höf- um öll orðið vör við þennan vanda hjá ættingjum og vinum, og fannst þvi tilvalið að bjóða fólki upp á þessa þjónustu“, sagði hún. Þjónustan sem boðið er upp á er fjórþætt. I fyrsta lagi er hús og bill vaktað, þ.e. komið er i húsið og bílinn og athugað einu sinni á dag. Þannig verður þess strax vart ef eitthvað óeðlilegt er á seyði s.s. vatnsleki, innbrot o.fl. í öðru lagi er boðið upp á vökvun inniplantna, en þeim er oft ekki sinnt sem skyldi þegar fólk er að heiman. í þriðja lagi er boðist til þess að slá garðinn og er þá miðað við að hann sé sieginn einu sinni í viku. Mönnum er í fjórða lagi boðið upp á að hitta bilinn fyrir nýþveginn og bónaðan þegar heim er komið. Auk þessa er hægt að semja við þau um ýmis smáviðvik. Skiljanlega gera fjórmenningarnir þetta ekki endurgjaldslaust, en að- spurð um verðið sagði Svanhvít að því væri mjög stillt i hóf. Grundvöllur þessarar starfsemi væri fyrst og fremst fjöldi viðskiptavina. Sem dæmi má nefna að það að vakta hús og bfl, vökva inniplöntur og slá garðinn kostar 290 krónur á viku. -Kás Umferðarráð: Rall- keppni lúti há- marks- hraða- reglum ■ „Umfcfðarráð telur að eigi skuli veita undanþágu frá reglum um hámarkshraða i railkeppni nema viðeigandi varúðarráðstafanir séu jafnframt gerðar,“ segir i frétt frá Umfcrðarráði. Ennfremur segir í fréttinni, að nauðsynlegt sé, að um akstursiþrótt- ir gildi strangar reglur, er framfylgt sé vandlcga af hálfu allra hlutað- eigandi, keppendum, skipuleggjend- um og yfirvöidum. Sam- ræming á gjald- töku ■ Fjármálaráðherra hefur skipað sex manna nefnd til að gera tillögur um greiðslu aðflutningsgjalda og söluskatts af efnivörum til verk- smiðjubygginga. Að því er stefnt að samræma gjaldtöku vegna bygging- arstarfsemi i þágu atvinnuveganna, og tryggja um leið að hagsmunir innlendra byggingaraðila séu ekki fyrir borð bomir. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir 15. ágúst n.k. -SVJ höfunda söng- texta stofnað ■ Félag höfunda sönglagatexta, F.H.S., var nýlega stofnað i Reykja- vík. Að félagsstofnuninni standa flestir höfundar sem hafa átt söng- iagatexta á íslenskum hijómplötum síðari árin. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart hljómplötuútgefendum og öðmm aðilurn i málum þar sem höfundar- réttur kemur til álita. Félagið hefur m.a. látið útbúa sérstakt eyðublað fyrir samninga milli hljómplötu- útgefenda og höfunda texta. Fyrsti formaður félagsins er Ólafur Gaukur, en aðrir i stjórn eru Þorsteinn Eggertsson og iðunn Steinsdóttir. _syj Þorskveiði- bann geng- ur í gildi 25. julí n.k. ■ Sjávarútvegsráðuneytið hcfur gefið út reglugerð um bann við þorskveiðum timabilið frá 25. júli til 3. ágúst n.k. Bann þctta tekur til allra veiða, annarra en togveiða skipa er falla undir skrapdagakerfið, og handfæra- veiða báta sem eru 30 rúmlestir og minni. _svj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.