Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Glsll Slgurósson. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Glslason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Úlafsson. Fréttastjórl: Krlstinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugl Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Frlðrlk Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstln Lelfsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Arl Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorsteinsdóttlr. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknldeild Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Alþjóðasáttmáli um kjarnorkuvopna- laust haf ■ Aukaþingi Sameinuðu þjóðanna, sem fjallaði um afvopnunarmál, lauk fyrir síðustu helgi. Árangur þess þykir lítill, þegar litið er á ályktanir þess. Allir voru sammála árn nauðsyn afvopnunar, en síðan skildu leiðir. Helzta niðurstaðan varð sú, að áfram skyldi haldið að vinna að þessum málum og tillögum um þau, og taka afvopnunarmálin aftur fyrir að nýju á allsherjarþinginu 1983. Þótt augljós árangur ráðstefnunnar yrði þannig lítill, er ekki rétt að vanmeta hann. Umræðurnar, sem þarna fóru fram, glöggvuðu marga enn betur á því en áður, að afvopnun verður alltaf meira og meira aðkallandi, einkum þó á sviði kjarnavopna. Frá sjónarmiði íslendinga gerist það nú ískyggilegast, að framvindan virðist beinast mest í þá átt, að kjarnavopnum verði komið fyrir á kafbátum, herskipum og flugvélum, en fækkað kjarnavopnum, sem skotið er frá eldflaugastöðvum á landi. Tillögur þær, sem Reagan forseti hefur nýlega lagt fram um takmörkun langdrægra kjarnavopna, einkennast mjög af þessu sjónarmiði. Sama kemur einnig fram í viðræðum um meðaldrægar eldflaugar í Evrópu. Flestar þjóðir, en þó einkum þær vestrænu, vilja komast hjá því að hafa kjarnavopn staðsett í landi sínu. Ef svona heldur áfram, stefnir allt í þá átt, að hafið fyllist af kjarnavopnum. Fyrir eyþjóð eins og íslendinga, sem á afkomusína undir friðsamlegri nýtingu hafsins, er þetta sannarlega svo ískyggilegt, að þeir mega ekki láta kyrrt liggja. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa þegar flutt tillögur á þingi um ráðstefnu til að ræða kjarnavopnavæð- inguna á Norður-Atlantshafinu. Því máli þarf að fylgja fram. En taka þarf málið upp á fleiri vígstöðvum, eins og þingmenn Alþýðuflokksins hafa bent á í umræðum á Alþingi. I þessu sambandi hlýtur mjög að koma til athugunar, hvert á að vera framlag Islendinga, þegar afvopnunarmálin verða rædd á allsherjarþinginu 1983. Það virðist vel eðlilegt, að íslendingar setji þá fram hugmynd um, að stefnt verði að því að koma á alþjóðasáttmála um kjarnorkuvopnalaust haf. Allsherjarþingið hefur fjallað um ýmsa ekki ósambærilega sáttmála, t.d. varðandi himingeiminn, og orðið nokkuð ágengt á sumum sviðum, en að vísu á löngum tíma. Árangurinn af slíkum tillöguflutningi íslendinga yrði í fyrstu sá, að málið kæmi til alþjóðlegrar umræðu og hægt yrði að halda því stöðugt gangandi á alþjóðlegum vettvangi, unz árangur hefði náðst. Menn mega ekki gerast órólegir, þótt tré falli ekki við fyrsta högg. Muna má, að hafréttarsáttmálinn á orðið langan aðdraganda, og þar munaði talsvert um framlag íslendinga, svo að ekki sé meira sagt. Allir íslensku stjórnmálaflokkarnir áttu fulltrúa á nýloknu afvopnunarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það ætti að geta orðið grundvöllur að samstarfi um framlag íslendinga í umræðunum um afvopnunarmálin á allsherjarþinginu 1983. Mjög hlýtur að koma til íhugunar, hvort íslendingar eiga ekki þar að hafa frumkvæði að gerð alþjóðlegs sáttmála um kjarnavopna- laust haf. - Þ.Þ. Friðarhreyf ingarnar eftir dr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum Hugmyndafræði ógnarjafnvægisins Spurningin er því þegar allt kemur til alls um raunverulegar varnir og raunverulegt öryggi. Öryggi er oftast gagnkvæmt: þá aðeins þegar Banda- ríkjamaðurinn veit, að Rússinn sefur Yójega og er ekki þrúgaður af ótta getur hann sjálfur lagt sig til hvíldar í friði. Og á sama hátt getur Rússinn hallað sér til hvíldar nokkum veginn ömggur, þegar andstæðingar hans í vestri og austri þurfa ekki að óttast vígbúnað hans. Ógnarjafnvægið byggir á rökfræði, sem gengur í þveröfuga átt, það byggir á þvi, að svo lengi sem andstæðingnum stafar nógu mikil ógn og ótti af mér þá mun rikja friður á milli okkar, en það er vissulega kaldur friður, sem mun reynast okkur báðum dýr, hvemig sem á málið er litið. Pess vegna hlýtur rökfræði ógnarjafn- vægisins að viðhalda óviðunandi ástandi þar sem það festir fjandskapinn í sessi og viðheldur viðgangi vígbúnaðarins i skjóli þess fjandskapar. Að hnika við fjandskapnum merkir þá um leið aðför að vigbúnaðinum. Carl Friedrik von Weizácker velti fyrir sér, hvað það merkti pólitískt að elska óvini sina. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að það merki að minnsta kosti viðleitni til þess að setja sig í spor andstæðingsins og gera tilraun til þess að sjá heiminn út frá hans sjónarhorni og skynja hagsmuni hans, vonir hans, ótta hans og veiku punktana. Vissulega þarf óttinn við hann þá ekki að hverfa en hann birtist vafalítið í öðru ljósi og missir sárasta broddinn. Að tryggja fríð á annan hátt en með vopnum í itarlegu áliti, sem sýnóda evangelisku kirkjunnar í V.-Þýskalandi (EKD) samþykkti i nóv. s.l. og unnið var af 26 manna starfshópi leikra sem lærðra þar á meðal biskupa, vísindamanna og stjórnmálamanna (m.a. 5 núverandi og fyrrverandi ráðherra) er spurt hvort stefndi í átt til meira öryggis eða minna. Þar segir m.a.: „Þegar svo eindregin pólitisk hreyfing (átt er við friðarhreyf- inguna) setur sig gegn ákvörðun Atlants- hafsbandalagsins frá 12. des. ‘79, þá er ástæðan ekki hvað sist sú, að margt fólk eygir ekki í þessari ákvörðun stjórnmála- manna neina sannfærandi tilraun til þess að sigrast á vigbúnaðarþróuninni. Það verkefni, að vekja vitund manns um að það ástand, sem varað hefur undanfarin 22 ár megi ekki vara lengur, er brýnna en nokkru sinni fyrr“. í álitinu kemur fram áhyggjutónn vegna þess, að hugtök eins og öryggi og varnir eru í vaxandi mæli lögð i hendur hernaðarsérfræðinga og skilgreind sem málefni hersins. 1 álitinu er lögð á það áherzla, að varðveizla friðar milli þjóða sé fyrst og fremst verkefni stjórnmálamanna. Þar segir: „Samfléttan gagnkvæmra hags- muna i félagslegum, pólitískum og efnahagslegum málefnum er ekki ein- göngu vel til þess fallin að minnka tortryggni og ótta. Slik samvinna treystir friðinn þegar til lengri tíma er litið jafnvel þótt hún haldi opnum leiðum til gagnkvæmra þvingunaraðgerða". Svipað viðhorf kemur fram i nýútkom- inni bók nokkurra þekktra friðarrann- sóknarmanna, þeir segja: „Ekkert er eins háskalegt á vorum timum og hemaðarpólitík frá hemaðarsinnum, sem hafa tekið að sér verkefni stjórn- málamanna... Frá stríðshættunni kom- umst vér aðeins brott er vér skiljum andstæðurnar milli austurs og vesturs fyrst og fremst sem pólitískt viðfangsefni en ekki hernaðarlegt og heimtum stjómmálin aftur heim úr útlegð til þess að fást við þetta viðfangsefni". Með öðmm orðum benda menn nú á ýmsar pólitiskar leiðir til þess að efla samskipti milli þjóða með margvíslegum samskipt- um á sem flestum sviðum og stuðla á þann hátt að slökun og rækta jarðveg friðarins með því að auka gagnkvæmt traust. Það er i raun uppgjöf að tryggja frið með vopnum og verður aldrei lausn þegar til lengri tíma er litið. Hið ótrygga ömgga, sem vopnin veita hrekkur skammt ef friður er ekki tryggður milli þjóða með öðmm og varanlegum hætti. Vanmáttur alþjóðlegra samtaka Hin mikla breiðfylking friðarhreyf- inganna austanhafs og vestan hefur vart farið framhjá neinum. Hér er um að ræða „grasrótarhreyfingu", sem nær til allra stétta, til leikra og lærðra, ungra og gamalla. Gmndvöllur þeirrar um- ræðu, sem þessar hreyfmgar hafa komið af stað er fyrst og fremst fræðileg umræða um leiðir í varnar- og öryggis- málum. Sú umræða er vissulega ekki að hefjast nú á þessum missemm: allt frá lokum seinni heimstyrjaldar hafa friðar- rannsóknarstofnanir starfað með ýms- um hætti víða á vesturlöndum þótt þeim hafi ekki vaxið verulega fiskur um hrygg fyrr en á seinni árum. Umræðan um kjamorkuvígbúnað komst í hámæli á meginlandi Evrópu í lok 6. áratugarins þegar kjarnorkuvopnum var komið fyrir þar. Munu margir minnast virkrar þátttöku kirkjufólks i þeirri umræðu. En umræðan um kjarnorkuvígbúnað komst i hámæli á meginlandi Evrópu i lok 6. áratugarins þegar kjarnorkuvopnum var komið fyrir þar. Munu margir minnast virkrar þátttöku kirkjufólks í þeirri umræðu. En umræðan umkjarnorkuvíg- búnað hefur ekki þagnað þótt yfir henni hafi dofnað um tíma. Á ótal alþjóðleg- um ráðstefnum hefur verið fjallað um frið og afvopnun, alþjóðleg samtök eins og Sameinuðu þjóðimar og önnur samtök hafa orðið að viðurkenna vanmátt sinn þegar vigbúnaður var annars vegar. Alþjóðleg kirkjusamtömk hafa ítrekað fjallað um vígbúnað og gefið út itarlegan fróðleik þar að lútandi. Sú friðarhreyfing, sem fram hefur komið á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum á sér rætur i kirkjuleg- um jarðvegi. Má benda á bein áhrif friðarráðs hollensku kirkjunnar á and- stöðu stjórnvalda þar i landi til þess að samþykkja uppsetningu hinna nýju stýriflauga og öflugrar fræðslustarfsemi i söfnuðum landsins um frið og afvopnun. Sömu sögu er að segja frá fleiri löndum, þar sem umræðan um vigbúnað og þá fyrst og fremst kjarnorkuvigbúnað hefur verið vakandi - enda er það einnig mál sálusorgunar oft á tiðum, hvaða afstöðu ungum mönnum á herskyldualdri beri samvisku sinnar vegna að taka til kjamorkuvopna. Einnig mætti minna á nokkur kirkjuleg samtök, sem stofnuð voru eftir seinni heimstyrjöldina til þess að efla samskipti milli þjóða (skiptinemasamtökin t.d.), minna mætti á öfluga starfsemi hinna svokölluðu hefðbundnu friðarkirkna (kvekara t.d.). En oft hefur þessi starfsemi að friði farið fram við litla athygli og takmarkaða þökk. Þvi heyrist stundum fleygt, að allir vilji í raun og veru frið og hin stóru hemaðarbandalög séu í sjálfu sér ekkert annað en friðarsamtök. Vissulega má það til sanns vegar færa, að allir vilji frið i einhverjum skilningi og áreiðanlega er það sanngjörn afstaða til manna og málefna að efast ekki um friðarvilja annarra en sj álfssín. Hugmyndir manna um frið eru margvislegar, sjálft hugtakið friður hefur býsna margvislegt innihald þegar vitt er litið. En það er yfirlýst stefna þeirra kirkjusamtaka, sem is- lenska kirkjan er aðili að að óttast ekki samstarf með hverjum þeim aðila, sem hefur góðan vilja til að starfa að sömu markmiðum í samskiptum þjóða og hún, jafnvel þótt þeir hafi aðra trú eða hugmyndafræði að ýmsu leyti. Fríðarhreyfingar byggjast á samstöðu ólíkra aðila Eitt sterkasta einkenni friðarhreyf- inganna og um leið mesti styrkur þeirra - eins og annarra grasrótarhreyfinga - er að innan þeirra sameinast fólk úr öllum áttum. Fólk úr öllum stjómmála- flokkum og af ólíkum trúarbrögðum, leikir sem lærðir, ungir sem aldnir. Þrátt fyrir margt sem greinir þetta fólk að hvað lífsskoðun og hugmyndafræði snertir er það þó eitt, sem snertir alla á sama hátt, vitundin um gereyðingarhætt- una, sem við blasir. Andspænis sam- eiginlegri hættu ættu allir og verða allir að standa saman. Albert Einstein sagði á sínum tíma, að „í skugga atómsprengj- unnar væri það auðsærra en nokkru sinni fyrr, að allir menn eru bræður". í skugga hennar er enginn maður óhultur, hvar á jörðinni, sem hann býr. Það hefur löngum verið yfírlýst markmið þeirra alþjóðlegu kirkjusam- taka, sem íslenska kirkjan er aðili að að sameina fólk. Sú sameiningarviðleitni hefur fyrst og fremst miðast við að tengja kristið fólk um allan heim, og þá ekki hvað síst að efla tengsl m illi austurs og vesturs, einnig hefur verið hvatt til aukins samstarfs með fólki af öðrum trúarbrögðum og hugmyndafræði. Fjarri fer því, að þar með sé á einn eða annan hátt verið að draga eigin trúarafstöðu í efa. í ályktun Lútherska heimssambandsins um frið frá þvi í ágúst á s.l. ári segir, „að kristnir menn eigi samleið með öllum mönnum, sem þrá frið og að þeir eigi að starfa með hverjum þeim, sem hefur góðan vilja til þess að vinna að friði, hvaða trú, sem hann játar og hver sem lífsskoðun hans er“. f ályktunum Alkirkjuráðsins frá sama tíma segir: „Alkirkjuráðið hvetur aðildarkirkjur til þess að auka verulega starf að friði og ganga til samstarfs við aðra, sem vilja vekja vitund almennings um þá ógnun, sem nú beinist gegn friði“. Síðar í sömu ályktun eru aðildarkirkjur hvattar til þess að „efna til umræðufunda með fólki af öðrum kirkjudeildum til þess að auka gagnkvæman skilning". í ályktuninni segir enn fremur, að ráðið „lýsa ánægju sinni yfir starfsemi fjöl- margra friðar- og afvopnunarsamtaka og hreyfinga, gamalla og nýrra um allan heim, þar sem kristnir menn eru viða virkir þátttakendur og uppfylla þannig hlýðnisskyldu sina við fagnaðarerindið". Nefna mætti fleiri dæmi til þess að sýna samstöðu kirkna í austri og vestri um málefni friðarins. Þótt afstaða til friðarhreyfinga sé vissulega með ýmsum hætti meðal kirkjufólks á vesturlöndum fer það ekki milli mála, að áhrifamiklir kirkjuleiðtogar, kirkjusamtök og sýn- ódur hafa lýst yfír stuðningi við þann málstað, sem þær berjast fyrir. Til viðbótar við það sem þegar hefur verið nefnt mætti benda á nýlegt álit norsku biskupanna um málefni friðar- ins, ítarlegt álit evangelisku kirkjunnar í V.-Þýskalandi, minna má á virka þátttöku finnsku kirkjunnar og þá ekki hvað síst erkibiskupsins, Mikko Juva í baráttunni fyrir málstað friðarhreyf- inganna. Nefna má nýafstaðinn friðar- fund, sem rússnesk-orþódoxa kirkjan boðaði til í Moskvu í maí og sóttur var af tæplega 500 trúarleiðtogum víðs vegar að úr heiminum. Fyrirhugaður er friðarfundur með trúarleiðtogum viðs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.