Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 erlent yfirlit ■ Gromyko fékk betrí undirtektir en Reagan. ■ AUKAÞINGI Sameinuðu þjóð- anna, sem fjallaði um afvopnunarmál, lauk siðastliðinn laugardag eftir að hafa setið að störfum í fimm vikur. Fyrir þinginu lágu ítarlegar tillögur, sem höfðu verið undirbúnar af nefndum á vegum Sameinuðu þjóðanna, auk til- lagna frá ýmsum aðilum öðrum. Undirbúningurinn mátti því teljast í betra lagi ogtreystu ýmsir á að hann myndi stuðla að þvi, að þingið gæti komizt að einhverri sameiginlegri niður- stöðu, sem hefði timamótandi áhrif. Það glæddi þessar vonir, að ýmsir helstu valdamenn heimsins mættu í þingbyrjun til að láta ljós sitt skina. Meðal þeirra voru Reagan forseti, Helmut Schmidt, Gromyko, Margaret Thatcher og Begin. Reagan beindi þeim tilmælum til Brésnjefs, að hann sækti þingið og að þeir notuðu tækifærið til að ræðast við. Brésnjef varð ekki við þessum tilmælum, heldur lét sér nægja að skrifa bréf, sem Gromyko las upp á þinginu. í bréfinu hét Brésnjef því, að Sovétrikin myndu ekki beita kjarnavopnum að fyrra bragði. Þessari yfirlýsingu hans var vel tekið af fulltrúum þriðja heimsins. Eftir að almennum umræðum lauk á þinginu hófust nefndarstörf. Kappsam- lega var unnið, en árangurinn varð ekki að sama skapi. Niðurstaðan varð sú, að ekki náðist samkomulag um heildar- ályktun frá þinginu, heldur var aðeins vísað til ályktunar, sem hafði verið samþykkt á svipuðu aukaþingi 1978. Þá skyldi haldið áfram ýmsum frekari athugasemdum og undirbúningi og málið rætt að nýju á allsherjarþinginu haustið 1983. Þannig var horfíð frá þvi ráði að boða í þriðja sinn til sérstaks aukaþings um afvopnunarmálin. ÓHÆTT er að segja, að þessi niðurstaða olli vonbrigðum þeirra, sem töldu sig hafa tilefni til bjartsýni áður en þingið hófst og eins á meðan þjóðarleið- togar settu svip á þingið með ræðuflutn- ingi sínum. Það væri þó rangt að halda þvi fram, að þingið haft verið áhrifalaust með öllu. Umræðumar urðu áreiðanlega til þess að vekja aukna athygli á mikilvægi afvopnunar, einkum á sviði kjama- vopna. Þá hefur það vafalítið aukið þrýsting á risaveldin um að stiga skref í áttina til raunverulegrar afvopnunar. Vemlegrar gagnrýni gætti i garð risaveldanna og kom sú skoðun óspart fram, að þau vildu eins og einoka þessi mál og eingöngu ræða um þau sín á milli. ÞÓrarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar þetta upp með því að vera jákvæður að öðm leyti. Það var hann ekki og svaraði t.d. engu tilboði Brésnjefs. Hann fékk því óvenjulega daufar undirtektir, þegar hann lauk ræðu sinni. Sagt er, að hann hafi haft orð á því, að fulltrúarnir hefðu verið erfiðir áheyrendur. Maragret Thatcher bætti það hins vegar að nokkm leyti upp, sem hafði mistekizt hjá Reagan. Er ekki úr vegi að birta hér lýsingu Kjartans Jóhanns- sonar á ræðu hennar, en hann var fulltrúi Alþýðuflokksins á þinginu. „Margaret Thatcher þótti komast allvel frá efninu miðað við þær aðstæður að koma til þings beint úr styrjaldar- rekstri á Falklandseyjum. Maður sá ekki á henni neinn bilbug. Hún höfðaði til nauðsynjar þess að verja frelsi og réttlæti. Hún sagði, að það mætti ekki kaupa frið hvaða verði sem væri og afvopnun yrði að skoða í þessu ljósi. Hún hélt því jafnframt fram, að kjarnavopn hefðu með ógn sinni ráðið því að friður hefði haldizt milli austurs og vesturs i 37 ár. Hvort sem menn voru henni sammála eða ekki var gerður allgóður rómur að máli hennar." ÞAÐ vakti mikla athygli í sambandi við aukaþingið, að i sambandi við það var efnt til sérstaks friðarfundar i New York, sem varð fjölsóttasti stjómmála- fundur, sem nokkru sinni hefur verið haldinn vestanhafs. Hann sýndi glöggt hver almenningsviljinn er i Bandaríkj- unum. Hann var.ekki aðeins hvatning til Bandaríkjamanna, heldur til allra þjóða heims að hefja stóraukna baráttu fyrir gagnkvæmri afvopnun. Sá árangur náðist á aukaþinginu, að samþykkt var að hefja á vegum Sameinuðu þjóðanna sérstaka sókn fyrir afvopnun, sem væri fólgin í þvi að auka almenna fræðslu um nauðsyn afvopnun- ar og auka þátttöku almennings í baráttunni fyrir afvöpnun. Sennilega næst ekki fyllilega jákvæður árangur i þessum efnum, nema þrýstingurinn frá almenningi aukist stórum frá því, sem nú er. Hér var átt við viðræður Bandarikjanna og Sovétríkjanna i Genf um takmörkun meðaldrægra og langdrægra eldflauga. Sovétrikin bættu þó nokkuð fyrir sér með yfirlýsingu Brésnjefs um, að þau myndu ekki beita kjarnavopnum að fyrra bragði. Af þessari ástæðu var ræðu Gromykos vel tekið á þinginu og mun betur en venjulega við slík tækifæri. Aftur á móti brást Ronald Reagan bogalistin. Hann varði miklu af ræðu- tíma sínum til að deila á skipulag Sovétrikjanna og forráðamenn þeirra. Þetta þótti mörgum ekki viðeigandi á þessum stað. Reagan hefði getað bætt ■ Thatcher bxtti hlut Reagans. LÍTILL ÁRANGUR Á AFVOPNUNARÞINGINU En fridarfundurinn í New York hafði áhrif erlendar fréttir Eranir biða mikið af hroð ■ Bardagar geisá áfram i írak og íran eftir að herir írana gerðu skyndiáhlaup á landið aðfaranótt miðvikudags. Segir að bardagar séu háðir innan landamæra beggja land- anna. Segja írakar að þeir hafi brotist i gegn um víglinu írana á sex mílna breiðu svæði, eftir að hafa leitt iranska herflokka i gildru, sem gert hafi það að verkum að þeir biðu gifurlegt afhroð. Segja írakar að á þessu svæði sé allt þakið hergögnum írana, sem þeir hafi orðið að láta eftir. íranar segjast á hinn bóginn hvergi hafa látið undan siga og að gagnárás íraka hafi verið hrundið. Segir að íranska herliðið hafi brotið sér leið 15 milur inn i írak og sé hluti hersins aðeins um 10 mílur frá oliuhöfninni Basra, sem er helsta oliuflutnings- borg íraka. Loftbardagar voru háðir yfir landamærunum i gær og munu margar flugvélar hafa verið skotnar niður. Bretar og fleiri þjóðir hafa hvatt borgara sína, búsetta í Basra, til þess að yfirgefa borgina. Um það bil 90 Bretar búa i Basra og eru þeir flestir tengdir oliuiðnaðinum. Mubarak hvetur til sameiningar — arabaríkja um lausn á deilunni í Líbanon ■ Forseti Egyptalands, Mubarak, hefur hvatt til fundar Arabarikja i þeim tilgangi að leysa þá kreppu sem mál eru komin í i Líbanon. Kveðst hann reiðubúinn að fara hvert á land sem er ef það gæti komið að gagni og hvatti hann til þess að öll Arabariki sameinuðust um eina stefnu í málinu og létu önnur ágreiningsefni biða á meðan. Huss- ein Jórdaníukonungur hvatti einnig til sliks fundar i gærdag. Tvær tilraunir sem gerðar voru fyrr í þessari viku til þess að koma á fundi Arabarikja vegna málsins, strönd- uöu hins vegar á þvi að nægur stuðningur fékkst ekki við hug- myndina. Góðar horfur á friðsömum brottflutningum — segir Sharon varnarmála- ráðherra fsraels ■ Sharon, varnamálaráðherra ísra- els sagði i gær að hann teldi góðar horfur á að flytja mætti lið PLO frá vestur Beirút á friðsamlegan hátt. Sagði ráðherrann að ísraelsmenn hefðu einnig í hcndi sér að beita hervaldi og minnti á að sá tími sem gefst til þess að leysa málið eftir póli- tiskum leiðum væri óðum að renna út. Hann sagði að ísraelsmenn mundu ekki láta hin herteknu svæði sin af hendi fyrr en síðustu liðsmenn PLO hcfðu horfið á braut. Hann sagði að PLO menn hefðu engin ráð til þess að birgja sig upp af vopnum i vestur Beirút og að ásigkomulag herliðs þeirra væri ekki gott. Nýr forseti í Indlandi ■ Nýr forseti er kominn til valda í Indlandi. Er sá Dian Sing og var hann útnefndur frambjóðandi að ósk frú Indiru Ghandi. Hlaut hann þrisvar sinnum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, sem var fyrrverandi hæstaréttardómari. Dian Sing var áður ráðherra i stjórn frú Ghandi og er kosning hans mikill sigur fyrir hana að áliti fréttaskýr- enda. Stjórnarandstæðingar halda þvi fram að vegna þess mikla stuðnings sem hann hlaut frá frú Ghandi, muni hann eiga mjög örðugt með að beita sér sjálfstætt i stjórnarmálefnum. , U •'' .. Anker skálar ■ Anker Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur átti afmæli i þessari viku, varð sextugur að aldri. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér þótti við hæfi að drekka eina afmælisskál- að dönskum sið, raunar þurfti Anker að lyfta glasi viða á afmælisdaginn 13. júli því móttök- umar voru á sex stöðum um daginn. Eldsnemma um morguninn, um 7 leytið var móttaka fyrir háa og lága á götunni fyrir framan hús Ankers á Borgbjergvej, kl. 7.45 í Folkets Hus, kl. 10 í forsætisráðuneytinu, kl. 13 á Langeliniepavillonen, kl. 16.30 i utanríkisráðuneytinu og kl. 19.30 á Bakken.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.