Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 12
Kynnisferð Búnaðarsambands Suðurlands um Rangárþing: ASUR ÖRFOKfl EYMMÖRK- Nð 1.400 HA RÆKTAD LAND - í Landgræðslunni í Gunnarsholti HACKVÆMAST ER AÐ VERSLA VIÐ Ég óska eftlr aö fá sendan KAYS pöntunarlista í póstkröfu á aöelns kr.59,- (að vlöb. póstburöarg.). viöbótarilstl sendur síöar. Nafn.............................................. Heimillsfang..................................... Staóur............................Póstnr.......... Hagkvæninin og þægindin eru vegna þess að þu getur valið ur ótrúlega morgum vöru- tegundum, fleiri en nokkur onnur verslun hér> lendis hefur uppa að bjóða og það í róleg- heitum heima hja þér. Við sjaum síðan um alit umstang víö innflutningínn, en þu bíður i aöeins 3-4 víkur og færö siðan vöruna í p næsta pósthús. flfeð RMB.MAGNUSSON ■#ITI SÆVANÖI ts• SiW.:«Í e « 4i; MAFSARFlRCi * • ' V' * ‘ • 1 . - v>*' *- • • ■ „Það var hann Bjarni í Hörgsholti sem fyrstur manna stakk upp á því - í útvarpserindi um daginn og veginn - að bera á áburð með flugvélum. Að sjálfsögðu hlógu menn þá að hugmyndinni“, rifjaði einn hinna eldri Arnesinga upp, er hópurinn úr Gnúpverja - og Sandvíkurhreppum - sem við siðast kvöddum í Tímanum við Rangárbrú - kom til næsta áfangastaðar í kynnisferð Búnaðarsambands Suður- lands, um Rangárþing. Þessi áfangastaður var flugvöllurinn fyrir neðan Gunnarsholt, þar sem landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson var að fara í loftið með fullfermi af áburði til að bera á inni við Sandá. Þeim Árnesingum mun þetta starf m.a. kunnugt af sáningu nálægt Þorlákshöfn. En einn i hópnum hafði á orði að heldur hlyti það að vera óhagkvæmt að aka áburðinum fyrst að sunnan austur í Gunnarsholt og fljúga síðan með hann til baka út í Þorlákshöfn. „Ekki sama Jón og séra Jón“ Á flugvellinum var áætlað að landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson, tæki á móti hópnum og fræddi hann m.a. um þá áburðar - og fræsáningu sem þar var í fullum gangi. Minna varð þó úr því en til stóð, þar sem fréttamann útvarpsins hafði borið að garði skömmu áður. Og þegar slikir menn lita við á landsbyggðinni segir það sig sjálft að ekki má sóa þeirra dýrmæta tima. Þótt um hálft hundrað bændafólks í löngu skipulagðri og tímasettri ferð mætti bíða í hálfan til heilan tíma þótti það greinilega minna mál hjá þeim fréttamanninum og landgræðslu- stjóra. Á annað þúsund gripir í Gunnarsholti yfir sumarið Þá útvarpsmaður hafði aflokið erindi sinu var slegið í áleiðis i Gunnarsholt. Á leiðinni fræddi landgræðslustjóri fólk um það, að Gunnarsholt ætti nú um 1.400 hektara af ræktuðu landi, en grasið væri að mestu notað til graskögglaframleiðslu. Nú eru grænar grundir beggja megin frá þjóðveginum og alla leið í Gunnarsholt, þar sem áður var nánast eyðimerkursandur. Benti Sveinn m.a. á gömul rofabörð, sem grædd hafa verið upp, hve þau stæðu mikið hærra en slétturnar i kring. Hinn mikli hæðarmunur er vegna jarðvegs sem fokið hefur í burtu. Töluvert þarf Gunnarsholtsbúið þó af grasi og heyi, því Sveinn sagði þar um 500 höfuð af holdanautum - kálfa, vetrunga og kýr - , um 290 ær og 64 stóðhross. Bændur i Árnessýslu voru svo kurteisir að láta óspurt hver tilgangurinn væri með eldi nær 300 áa í Gunnarsholti, meðan þeim bændum sem hafa sauðfjárbúskap að helsta lifibrauði er skipað að skera sínar vegna offramleiðslu á kjöti. Að ekki sé nú talað um skattlagninguna á þá vegna útflutningsbótavönt- unarinnar oftræddu. En illa trúi ég að þeir hafi ekki hugsað sitt. Kýrnar skammta sér sjálfar Frá flugvelli var siðan haldið að stórri og mikilli byggingu sem er nokkurskonar sjálfvirk hlaða og fjós fyrir um 100 kýr, en alls eru um 200 kýr á Gunnarsholtsbúinu. Kýrnar eru allar látnar bera á vorin, í maí og júní, og af þeim fæst það eina gagn að mjólka handa eigin kálfum yfir sumarmánuðina, þeir ættu að vera dável haldnir. Yfir veturinn eru kýrnar hafðar við opið hús í fyrrnefndum hlöðufjósum. Þeirri byggingu sem okkur var sýnd var skipt í þrennt með háum steinveggjum enda í milli, nema hvað hvert skilrúm er opið út í breiðan gang I annan endann. Hvert rúm er veggjafyllt af fínsöxuðu votheyi á sumrin. Á haustin byrja kýrnar síðan að éta úr heystálinu i gegn um grindur fyrir hverjum enda. Grindurnar eru síðan færðar smám saman eftir þvi sem gengur á heyið, þannig að smán saman éta kýrnar sig innar og innar eftir því sem líður á veturinn. Aldrei þarf að hreyfa heyið eða gefa þeim. Kálfarnir eru á hinn bóginn hafðir alveg á húsi en einnig fóðraðir eingöngu á votheyi. Kvað Sveinn það létt verk fyrir einn mann að hugsa um alla þá 350-400 nautgripi sem aldir eru á búinu yfir veturinn. Kálfunum gefið á húsi allt sumarið Það kom gestum líklega einna mest á óvart að Sveinn kvað það borga sig að ala hina ársgömlu kálfa á votheyi allt sumarið heldur en að sleppa þeim á grænt gras á vorin. Fari þeir út sagði Sveinn, þá léttast þeir fyrsta mánuðinn, og ekki gera betur en að ná sér upp í fyrri þunga 2. mánuðinn og fyrst fara að þyngjast þann þriðja. „Það er því dýrt að kakkfóðra kálfa allan veturinn til þess að láta þá siðan léttast yfir sumarið", sagði Sveinn. Séu þeir hins vegar alveg hafðir á gjöf kvað hann þá stöðugt halda áfram að þyngjast. Kálfunum er siðan slátrað að hausti - hálfs annars árs gömlum. Að meðaltali eru skrokkarnir þá um 185 kíló, sem Sveinn sagði þá þyngd sem markaðurinn óskaði helst eftir. Ekki fengu þeir Árnesingar að líta þessa merkisgripi augum i ferðinni, né raunar nokkurn grip á þessu stóra búi utan einn einmana gæðing í stóðhestahúsi Búnaðarsambands íslands. Að visu var ekið að girðingu nokkurri ti! að kanna hvort þar ■ Hið nýja starfsmannahús i Gunnarsboiti, þar sem allt upp í 75 manas dvelja yfir sumarið. ■ í hinum fallega skrúðgarði í Gunnarsholti fræddi landgrxðslustjóri gesti litillega um sögu staðarins og hvemig þar var umhorfs þegar fyrsti sandgræðslustjórinn hóf baráttu við uppblásturinn. Sveinn stendur hér við brjóstmynd af föður sinum, Runólfi Sveinssyni sem var annar sandgræðslustjórinn i Gunnarsholti. ■ Þetta mikla hús gegnir bæði hlutverki sjálfvirks fjóss og þriggja hlaða - flatgryfja fyrir vothey. Við sjáum hér inn eftir einni flatgryfjunni, en allar eru þær veggjafyíltar af votheyi á sumrin, fram að grindinni fremst á myndinni. Á vetuma éta kýmar sig síðan smám saman innan eftir hverri hlöðu i gegn um grindumar, sem færðar em eftir þörfum. Ekki þarf heldur að moka flórinn, því grindur em í öUum gólfunum og haughús undir. Baðkerið gegnir hér hlutverki drykkjarfláts. ■ Hluti hópsins horfir hér á eftir áburðarflugvélinni PáU Sveinssyni af flugveUinum neðan við Gunnarsholt og stefna i átt inn á örxfin. Allt að 75 starfsmenn yfir sumarmánuðina Viðkomunni í Gunnarsholti lauk með því að haldið var heim á staðinn þar sem gestir skoðuðu hinn stóra trjá - og blómagarð, sem er mjög fallegur. Einnig var fólki boðið að líta aðeins inn í starfsmannahús staðarins, sem er ný og mikil bygging. Með það í huga að Sveinn kvað aðeins þurfa 2 menn til að hugsa um allan búpening staðarins að vetrinum og svo hins vegar stærð starfsmannahússins var hann spurður hvað starfsmenn búsins væru margir, t.d. yfir veturinn og siðan sumarið. Því kvað hann erfitt að svara, nema að þeir gætu komist allt upp í 75 yfir sumarið, þegar Graskögglaverksmiðjan væri einnig í gangi. En þar munu starfa milli 15 og 20 manns. Árnesingar héldu úr hlaði í Gunnarsholti án fræðslu um starfsemi hennar, enda verksmiðjan þá ekki enn tekin til starfa þetta sumarið. Frá Gunnarsholti var ekið niður með Eystri - Rangá, fallega leið sem ýmsir i hópnum hafa sjálfsagt verið að fara um í fyrsta sinn. En hún liggur m.a. um garð hjá Sigurbirni, hrossabónda á Stóra - Hofi. Einnig á þeirri leið mátti víða sjá stór og grösug ný tún þar sem áður var örfoka land. Einnig voru þar glögg sýnishorn um rofabörð sem náttúran er enn að glima við að blása upp. Næst var leiðinni heitið í Fljótshliðina, en á þær slóðir verðum við að biðja lesendur að fylgja okkur siðar. — Myndir og texti: Heiður Helgadóttir mætti líta nokkrar nýbornar kýr og kálfa, en þær voru þá langt i fjarlægð og sýndu gestakomunni ekki hinn minnsta áhuga, þvert gegn vonum bústjóra. Hann kvað kýr þessar nefnilega þeirrar náttúru að vera mjög forvitnar en jafnframt mjög styggar. Sérstaklega forðist þær fótgangandi menn, en sætti sig mikið betur við traktora, bíla eða jafnvel ríðandi menn. ■ Stefán Jasonarson i Vorsabæ, formaður Búnaðarsam- bands Suðurlands og Kristján Jónsson, erindreki Búnaðar- sambandsins, sem var fararstjóri hópsins, eða eftirrekari eins og hann taldi kannski réttara orð um hlutverk sitt. espeaæ línuna Nýju SIGMA flugulínurnar auðvelda þér lengri og nákvæmari köst. Fjölbreytnin gefur þér kost á línunni sem hentar þér best. Shakespeare flugulínur, fluguhjól og flugustangir, t.d. Boron, Graphite eða Ugly Stick, tryggja þér ánaegjulega veiðiferð. Þú ert öruggur með Shakespeare. Shakespeare veiðivörur fóst í nœstu sportvöruverslun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.