Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid Jedanna ★★★ Hörkutólið 0 Stuð meðferð ★★ Sólin ein var vitni ★★ Sverðið og Seiðskrattinn O Auga fyrir auga II ★★Amerískur varúlfur í London ★ Jarðbúinn ★★★ Lola Cat Ballou ■ Unnið að myndatöku í rauðviðarskógi við CrescentCity i Kalifomiu, þar sem þriðja „Star Wars“ myndin er að verða tii. Mikil leynd yfir „Hefnd ■ Mikil leynd hvílir yfir tökum á þriðju kvikmyndinni i myndaröðinni um „Stjörnustríð“ eða „Star Wars“, en unnið er að þeim um þessar mundir í Kaliforniu. Aður hafa kaflar i myndinni verið teknir m.a. í London og Arizona. Leyndin, sem hvílir yfir töku myndarinnar er að sögn aðstandenda hennar til þess að tryggja, að enginn annar kvikmyndaframleiðandi steli þeim nýjungum, sem þriðja „Star Wars“ myndin hefur uppá að bjóða, áður en frumsýning hennar verður 27. mai á næsta ári. „Star Wars“ var sem kunnugt er hugarsmíð Georg Lucas, sem jafn- framt leikstýrði þeirri mynd. Hann er framlciðandi þessarar þriðju myndar, og hefur gefið margar hugmyndir varðandi söguþráðinn þótt hinn opinberi höfundur hand- ritsins sé Lawrence Kasdan, þekktur höfundur kvikmyndahandrita og leikstjóri vestra. Leikstjóri er Rich- ard Marquand, sem er breskur, og Alan Hume stjórnar myndatökunni. Þriðja kvikmyndin nefnist „The Revenge of the Jedi“, eða „Hefnd Jedanna“. Hún hefst þar sem „The Empire Strikes Back“ endaði, en mun svara mörgum þeim spurning- um sem ósvarað var i þeirri kvikmynd. Jafnframt munu þar koma fram algjörlega nýjar verur, sem að sögn munu ekki vekja minni athygli en hinar sérkennilegu per- sónur i fyrri myndunum tveimur. Aðalleikararnir eru þeir sömu i þessari mynd og hinum fyrri: Mark Hamill fer með hlutverk Luke Skywalker, Carrie Fischer er Leia Organa, prinsessan unga, og Harri- son Ford leikur ævintýramanninn Han Solo. Fjandmaður þeirra, Darth Vader, er á sinum stað, leikinn af David Prowse, og Billy Dee Williams leikur Lando Calrissi- an, sem er mun fyrirferðarmeiri í þessari mynd en hinni fyrri. Og að sjálfsögðu eru vélmennin R2D2 og C-3PO á sinum stað að ónefndum apamanninum Chewbacca. Kvikmyndatökurnar i Kaliforniu fara fram á lokuðu svæði þar sem hin frægu, risastóru rauðviðartré eru notuð til þess að skapa framandi landslag fyrir sögupersónurnar í „Hefntí Jedanna". Þar á sem sé að vera sérstæð pláneta, þar sem verulegur hluti myndarinnar fer fram. Endor nefnist hún, og þar búa sérkennilegar verur, sem að sögn innvigðra eiga eftir að koma áhorf- endum skemmtilega á óvart. Hver „Star Wars“ myndanna tekur þrjú ár i vinnslu frá þvi að handrit liggur fyrir og þar til hægt er að frumsýna myndina. Þetta er óvenjulangur timi þar vestra, en Georg Lucas vill ekkert til spara, og viðtökur almennings hafa hingað til sýnt að þessi vönduðu vinnubrögð borga sig. En auðvitað er þetta þreytandi fyrir þá, sem vinna við gerð myndanna - ekki sist þá mörgu, sem tekið hafa þátt í öllum þremur myndunum. Því er ljóst, að allir aðalleikararnir munu hverfa til annarra verkefna þegar þessari þriðju kvikmynd er lokið. Það verða þvi nýir leikarar sem koma munu fram í næstu stjörnustríðsþrennu L.ucasar. „Star Wars“ er enn sú kvikmynd, sem gefið hefur af sér mesta peninga, og önnur myndin i röðinni, „The Empire Strikes Back“, gerði það einnig mjög gott fjárhagslega. Ekki er að efa, að svo fer einnig um þriðju myndina. í það minnsta virðist geimmyndaáhugi kvikmyndahúsa- gesta engu minni en fyrr. Það sýna viðtökur þær, sem nýjasta kvikmynd Spielbergs, „E.T.“ eða „Geimver- an“, hefur hlotið i B andaríkjunum i sumar. Sú mynd halaði inn nærri 90 milljópir dala á fyrstu 25 dögunum, og er lítið lát á aðsókninni. Fríðrik Indríða- son skrífar Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær ■ * * * mjög góð - * * gód ■ * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.