Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 4
4
HAGKAUP
Bændur-verktakar
14 M. LYFTIHÆÐ
Tgk að mér málun,
múrþéttingar og fleira. ^
Viðgerðir
% Súrheysturnar
Geri tilboð í stór og
smáverk. Útvega allt
efni.Áralöng reynsla.
KJARTAN
HALLDORSSON
Upplýsingar í síma 99-3934 og á
kvöldin 99-3863
Samdrátturinn hjá Cargolux vegna vafasamra
flutninga m.a. við vopn?
„ER KIAFTÆÐIFRA
UPPHAFITIL ENDA”
— segir Einar Ólafsson forstjóri fyrirtækisins, sem á-
kveðið hefur að segja upp þriðjungi starfsmanna sinna
■ „Eg er vongóður,“ svaraði Einar
Ólafsson forstjóri Cargolux, spumingu
Tímans um hvort hann væri bjartsýnn á
að fyrirtækið vinni sig upp úr þeirri
lægð, sem það er nú i.
Cargolux hefur ákveðið að segja upp
þriðjungi starfsmanna sinna, um 150
manns, vegna erfiðleika í rekstrinum.
Mestur verður niðurskurðurinn í við-
haldsdeild, en þar vinna margir íslend-
ingar. „í>egar erfiðleikar steðja að, eins
og nú hjá okkur, er spurning um að
setjast niður og gera þennan leiðinda
skurð, sem gera þarf,“ bætti Einar við.
„Ég held að það sé einróma álit manna
að það sé ekki annarra kosta völ en það
hlýtur að vera einstaklingsbundið hvað
mikil skilningur er meðal starfsmanna á
þessari aðgerð.“
Einar sagði að ekki væri enn búið að
gefa neitt út um það eftir hvaða reglum
verði farið við uppsagnirnar, enda væri
erfitt að fara eftir ákveðnum reglum, þar
sem samdrátturinn væri mestur i
ákveðnum deildum. Hann sagði að t.d.
væri útilokað að fara eftir starfsaldri i
þessu tilviki. Einar staðfesti að all
margir íslendingar muni verða fyrir
niðurskurðinum og missa störf sin. „Það
mun liggja fyrir innan örfárra daga
hverjir fá uppsagnarbréf," sagði Einar.
Spurningu um hvort stjómvöld í
Luxemburg muni veita Cargolux aðstoð
i einhverju formi, svaraði Einar á þá leið
að það hefði hvorki verið boðið né eftir
því leitað, formlega. Þvi væri það með
öllu óljóst.
„Við höfum ekki náð í þá samninga,
sem við vorum að eltast við,“ sagði
Einar, og höfum ekki von um að ná í
utanaðkomandi vinnu fyrir megnið af
okkar viðhaldsdeild. Þess vegna verðum
við að gera þetta."
í samtalinu kom fram að viðhalds-
deildin hefði ekki misst nein verkefni,
siðan í fyrra, þegar Bandaríkjastjórn
setti okkur stólinn fyrir dyrnar vegna
Lybiumannanna, sem við vorum að
vinna fyrir. En framan af vori hafði
gengið vel hjá deildinni, meðal verkefna
var klössun á átta Fokker-vélum fyrir
spánskt flugfélag.
- Hvað veldur samdrættinum i ykkar
flugrekstri?
„Samkeppni og umframboð af flugvél-
um. Og þegar umframboð er, eru alltaf
undirboð. Ákveðnir aðilar verða að
fljúga, og þá er ekki spurt um hvað þeir
geta fengið á æskilegu verði, heldur
■ Einar Ólafsson
hvað þeir geta fengið á einhverju verði. “
- Er fyrirtækið i hættu, vegna þessa
ástands?
„Þvi verður ekki neitað að það hefur
syrt hjá okkur og þegar illa gengur lengi
verður hvert fyrirtæki i hættu. Við
höfum misst all verulega úr okkar aski.
Mín persónulega skoðun er sú að við
höfum ekkert misst úr okkar aski fyrir
vopnabrölt islenskra dagblaða um
Cargolux. Það hafði ekkert með það að
gera, vegna þess að við vorum búnir að
skera niður okkar flug til Hong Kong,
löngu áður en það kom til. Að við séum
að fara á hausinn af vafasömum
flutningum, er kjaftæði frá upphafi til
enda. Við höfðum fimm ferðir í viku til
Hong Kong í fyrra. í janúar voru þær
skornar niður í fjórar, í febrúar i þrjár
og í april i tvær. Þetta mál út af
Falklandseyjum byrjaði ekki fyrr en í
maí og þá vorum við komnir niður í tvær
ferðir og erum enn með þær.
Það sem veldur er að stofnað var til
áætlunarflugs milli Hong Kong og
Evrópu, af aðilum sem fljúga undir
fána Hong Kong i samvinnu við
Lufthansa. Þeim óx mjög fljótt fiskur
um hrygg og eru nú komnir með fjórar
ferðir i viku með 747 vélum til Frankfurt
og London.
Við höfum ekki getað fengið okkar
flutninga á þessari leið staðfesta með
milliríkjasamningum, vegna ýmissa ann-
marka, m.a. af því að Luxemburg er
lítið land og gengur illa að ná
milliríkjasamningum," sagði Einar
Ólafsson og bætti svo við: „Við erum að
sinna verkefnum innan Efnahagsbanda-
lagsins, það þýðir ekkert að þræta fyrir
það, því það er satt. En Luxemburg
getur ekki krafist milliríkjasamninga og
lendingarleyfa fyrir sitt flugfélag, byggt
á því.“ SV
Gullskipsgröfturinn:
„Ljóst að eitthvað
er þarna undir,”
segir Einar Halldórsson,
hjá Björgun hf.
■ „Við fregnuðum i morgun að
mælitækin gæfu skýrari svör eftir þvi
sem dýpra er grafið. Þvi virðist ljóst að
eitthvað er þarna undir, hvort sem það
er gullskipið sem leitað er að eða
eitthvað annað,“ sagði Einar Halldórs-
son, hjá Björgun h/f þegar Tíminn innti
hann frétta af gullskipinu, sem grafið er
eftir á Skeiðarársandi, i gær.
Einar sagði, að nú væri búið að gera
við kranann sem notaður er við gröftinn.
Væri þvi unnið á fullu við að grafa allan
sólarhringinn.
- Sjó
Þrjú innbrot um helgina
■ Þrjúinnbrotvorukærðtilrannsókn-
arlögreglu ríkisins um og eftir helgina.
Farið var í verslunina G. Ólafsson og
Sandholt við Laugaveg 36. Þar var
stolið um fimm þúsund krónum.
Innbrotsþjófar voru á ferð í tannlækna-
stofu við Laugaveg 74. Eitthvað var
rótað til á stofunni en ekki er vitað til
að nokkru hafi verið stolið. Loks var
brotist inn hjá ísól, umboðs og
heildverslun við Skipholt. Talsvert var
skemmt. En engu stolið svo vitað sé.
- Sjó
Skotglað-
ir vamar-
liðsmenn
■ Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
stöðvaði tvo varnarliðsmenn við skot-
æfingar nálægt oliutönkunum við Ytri
Njarðvik.
Það var um klukkan 21 á laugardags-
kvöldið að ibúar i Ytri Njarðvik létu
lögregluna vita um tiða skothveili sem
bárust frá stað nálægt oliutönkunum.
Þegar lögreglan kom á vettvang voru
þar tveir landgönguliðar að æfa sig að
•skjótapúðurskotum. Gerði lögreglan
þeim grein fyrir þvi, að skotæfingar
væru bannaðar nema á vissum af-
mörkuðum svæðum innan vamarliðs-
girðingarinnar. Sögðust þeir þá hafa
fyrirmæli frá yfirmönnum sinum um
að stunda skotæfingar á þessum stað.
Hættu þeir þó þegar að skjóta og var
þeim sleppt. - Sjó.
Hreindýra-
kvótinn
ákveðinn
■ Ákveðið hefur verið að leyfa veiði
á 805 hreindýrum i ár, og er
veiðitimabilið frá 1. ágúst til 20.
september. Miðað er við að stofninn
sé rúmlega þrjú þúsund dýr, eða
svipað og í fyrra, enda virðist svo vera,
samkvæmt áriegri talningu, sem þegar
hefur verið gerð. Í fyrra veiddust 505
dýr af 655, sem heimiiað var að veiða.
í allt á 31 sveitarfélag veiðirétt,
mismunandi stóran, eða frá fjórum
dýrum til 75, hvert.
Hreindýraeftirlitamaður hvers sveit-
arfélags annast veiðarnar.
Meirihluti
tækninefnd-
ar hvalveidi
ráðsins med
algjöru
banni
■ „Störfm hér ganga mjög hægt fyrir
sig,“ sagði Kjartan Júlíusson einn
fulltrúa íslands á Alþjóða hvaiveiði-
ráðstefnunni í Brighton á Englandi í
viðtali við Tímann, síðdegis í gær.
Kjartan sagði að nú væri verið að
ræða stjórnunarreglur um framkvæmd
veiðanna. Samt sem áður cru það
umræður um bann við hvalveiðum,
sem mestar umræður verða um. Fyrir
þinginu liggur tillaga um hvalveiði-
bann frá Seychelleyjum og hafa orðið
miklar umræður um hana, en engin
atkvæðagreiðsla um efnisatriði hennar
hefur enn farið fram. Umræðum um
tillöguna var svo frestað, en hún
verður til umræðu aftur síðar á
þinginu.
Innan tækninefndar þingsins mun
vera yfirgnæfandi meirihluti fyrir
algjöru banni, frá og með árinu 1985.
Bandaríkjamenn eru meðal þeirra
þjóða, sem þvi eru fylgjandi, en
Japanir halda uppi harðri baráttu gegn
þvi. Úrslitin ráðast í atkvæðagreiðslu
i sjálfu ráðinu og þarf 2/3 hluta
atkvæða til að tillagan nái fram að
ganga. SV