Tíminn - 20.07.1982, Qupperneq 13

Tíminn - 20.07.1982, Qupperneq 13
17 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982. 1 f réttaf rásögn niK í-r-wmrwtt ■ & fjilS ■ Koddaslagurinn byrjaði með einvigi á milli tveggja flokka Vinnuskólans, en á eftir var gestum boðið að reyna sig í slagnum. starfa við viðhald skrúðgarða og opinna svæða. Forstöðumenn Vinnuskólans, þeir Einar Bollason, Kristján Ingi Gunnars- son garðyrkjustjóri, Helgi Helgason yfirflokksstjóri og Marteinn Sigurgeirs- son yfirmaður félagsmála skólans fóru síðan með blaðamenn í kynnisferð um Kópavogsbæ, og það má með sanni segja að það eru vandfundin opin svæði þar sem Vinnuskólinn hefur ekki komið eitthvað við sögu. Fað voru fáir vinnuflokkar að störfum þennan daginn þar sem allir voru að undirbúa hátið Vinnuskólans sem halda átti siðdegis i skrúðgarði Kópavogsbúa, Hlíðargarðin- um. Hátið þessi nefnist Hlíðargarðs- hátíð, og er þetta annað árið i röð sem hún er haldin. A ferð okkar um bæinn var ýmislegt að sjá og skoða>.. Við hjúkrunarheimili aldraðrasemnýbúið er að taka i notkun er Vinnuskólinn að ganga frá lóðinni, en auk þess hefur skólinn stutt byggingu heimilisins að ýmsu leyti, til dæmis rann allur ágóði af Hliðargarðshátíðinni i fyrra til hjúkrunarheimilisins, og svo er einnig í ár. „Við erum örugglega allir búnir að tryggja okkur pláss hér á heimilinu" sagði Helgi, og það á við um fleiri Kópavogsbúa. Frá hjúkrunarheimilinu ókum við að Digranestúni, en þar er skólinn að vinna við einn lengsta göngustíg sem gerður hefur verið á landinu að sögn þeirra félaga, og á leiðinni ókum við yfir hraðahindrun á Digranesvegi, þar sem einhver hafði málað „Hvaða heili fann þetta upp?“. En göngustígurinn sem minnst var á áðan liggur frá Digranes- skóla alla leið að Engihjallablokkunum, á annað kílómetra langur. Eitt stærsta verkefni sem skólinn hefur haft er aftur á móti frágangur stórra svæða í eigu Kópavogs við Breiðholtsbraut, en þar hafa unglingarnir verið að slétta, sá og tyrfa, auk þess sem nauðsynlegt var að girða svæðin af þar sem óprúttnir ökumenn voru stöðugt að aka þarna yfir utan vega. Krakkarnir sem voru að vinna þarna höfðu reyndar lagt til, að sögn Kristjáns Inga, að svæðið yrði ekki girt, heldur yrðu hálfniðurgrafnar naglaspýtur látnar afmarka svæðið! Að lokinni hringferð okkar um bæinn komum við á Hliðargarðshátíðina sem þegar var komin i fullan gang. í „tívolíinu" hittum við Þuríði Baldurs- dóttur sem var að vinna við pilukastið. „Ég er búin að vera að vinna hér við undirbúninginn i þrjá daga, við stelpurn- ar löguðum til i beðunum, sópuðum og máluðum, en strákarnir smiðuðu borðin og annað sem þurfti“ sagði Þuríður. Þetta var fyrsta sumarið sem hún var í unglingavinnunni og hún var ekki viss um hvort hún myndi vera þarna áfram. „En það er alveg öruggt að ég fer ekki í neina innivinnu“ sagði hún. „Það er svo miklu skemmtilegra að vinna úti á sumrin“. í flokki Þuríðar vorti bara stelpur, og sagði hún að yfirleitt væri kynskipt í flokka þótt verkefnin væru þau sömu, nema i yngri flokkunum, þar væri blandað strákar og stelpur. Hún var alls ekkert óánægð með það að vinna bara með stelpum. „Ég held það skipti engu máli hvort maður vinnur með strákum eða stelpum." sagði Þuriður. Þær Ólöf Guðmundsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir og Hrönn voru að afgreiða i sjoppu á svæðinu, og höfðu mikið að gera við afgreiðsluna en gáfu sér samt tima í stutt spjall. Hrönn var þarna sitt þriðja sumar í Vinnuskólan- um, og fannst henni ágætt að vinna þar þegar veðrið væri gott. „Annars vildi ég frekar vera í einhverri annarri vinnu sem væri betur borguð, t.d. sendill. En það er næstum ómögulegt að fá vinnu á almennum vinnumarkaði nema i gegn- um klíku". Vinnuflokkur Hrannar hefur verið að vinna á ýmsum stöðum í bænum við að tyrfa og raka, planta blómum „og svoleiðis". Ólöf Sigurðardóttir hefur hinsvegar unnið í allt sumar i Rútstúni við að snyrta beð, raka gangstíga og annað i sambandi við snyrtingur garðsins. Hún sagðist frekar vilja vera i einhverri annarri vinnu, hún vissi nú ekki hvaða vinna það ætti að vera, „bara einhver vinna“ sagði hún. Ólöf hafði verið eitt sumar áður í Vinnuskólanum, og sagðist ekki vilja alltaf vera í því sama, hana langaði að breyta eitthvað til. Og þar með voru þær stöllur komnar á kaf í afgreiðslustörfin og við héldum áfram rölti okkar um garðinn. Á meðal skemmtiatriða var tívolíið fyrrnefnda, koddaslagur í gosbrunnin- um, fimleikasýning Gerplu og hljóm- sveitin Sjálfsfróun, en mest áhersla var lögð á að bæjarbúar skemmtu sér sjálfir. -SVJ Sveitavinna 16 ára stúlka óskar eftir vinnu á sveita- heimili sem fyrst. Vön sveitavinnu. Upplýsingar í síma 99-1591. Nú eru engin vandræði . .. . . . með bílastæði, því við erum fluttir í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 3, Kópavogi. Sími: 45000 — Beinn sími til verkstjóra: 45314 PRENTSMIÐJAN ddddo la hf. 4 - HJÓLA BAGGAVAGNAR £ SIMI 8150Q-ÁRMÚLA11 2ja hásinga baggavagnar með rennu. Losun auðveld - hliðar opnanlegar. Rúma allt að 210 bagga - 25 rúmmetra. Verð aðeins kr. 29.950.- - Greiðsluskilmálar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.