Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1982. 3 VARAHLUTAVERSLUN Seðlabankinn lánar skreidar- framleiðendum á ný ■ Ákveðið hefur verið að hefja á ný lánaveitingar vegna skreiðarfram- leiðslu, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Tvær ástæður munu helst liggja að þeirri ákvörðun. Önnur er sú að eitthvað virðist vera að rofa til með skreiðarsölu til Nigeriu og hin er að talið er heppilegra að sumt af þeim fiski, sem veiðist um þetta leyti, fari í skreiðaverk- un, frekar en annað. Eins og kunnugt er voru lánveitingar til skreiðarverkunar stöðvaðar, þegar Nígeriumarkaðurinn lokaðist fyrr á árinu. SV Sovésk þing- mannsendinefnd ■ Þingmannasendinefnd frá Sovétríkj- unum kemur til Reykjavíkur í boði Alþingis þann 26. júlí n.k. Þetta er fimmta heimsókn sovéskra þingmanna til íslands í 25 ára sögu samskipta milli þinga landanna, en íslenskir þingmenn hafa sótt Sovétríkin heim fjórum sinnum, síðast á árinu 1981. Formaður sendinefndarinnar er Ivan Poljakov varaforseti forsætisnefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna, en aðrir í sendinefndinni eru Nikolaj Malkov, Zoja Kiselva og Voldemar Kruminsh. Gert er ráð fyrir því að sendinefndin gangi á fund forseta fslands, Vigdísar Finnbogadóttur, Friðjóns Þórðarsonar sem fer með embætti forsætisráðherra, forseta sameinaðs Alþingis, Jóns Helga- sonar og fleiri leiðtoga ríkisstjórnarinn- ar og þingmanna. Auk þess að dvelja í Reykjavík munu gestirnir heimsækja Selfoss og Vest- mannaeyjar. -SVJ Fyrirhugað að gefa út sendibréfasafn Jónasar frá Hriflu ■ í tilefni 'af 100 ára ártíð Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem verður 1. maí 1985 hefur sú hugmynd komið upp að gefa út úrval sendibréfa hans. Jónas skrifaði ógrynni af bréfum um dagana, enda stóð hann í bréfasambandi við fjölda manna um allt land í áratugi. í bréfum hans ættu að vera fólgnar heimildir um bréfritarann jafnt sem samtíð hans. Þeir sem kynnu að hafa undir höndum bréf frá Jónasi Jónssyni, eru beðnir að tilkynna það Aðalgeiri Kristjánssyni Þjóðskjalasafninu við Hverfisgötu, Jón- asi Kristjánssyni Árnastofnun eða Sig- urði Steinþórssyni Kaplaskjólsvegi 53 Reykjavík. - SVJ ■ Uggvænlega horfír nú um atvinnu hjá byggingariðnaðarmönnum á Akur- eyri þegar kemur fram á haustið. Orsökin er sú að á þessu ári, og reyndar því síðasta einnig, hefur verið mun minna um nýbyggingar en áður var og af þvi munu byggingarmenn fá að súpa scyðið í haust. Aðalgeir og Viðar, eitt stærsta fyrirtækið í byggingariðnaðinum á Akureyri, hefur þegar sagt upp 23 trésmiðum. Að sögn Aðalgeirs Finns- sonar, byggingarmeistara er það vegna fyrirsjáanlegs verkefnaskorts. Hýbýli h.f., sem er annað mjög stórt fyrirtæki í byggingariðnaði á Akureyri, segir upp um næst komandi mánaðamót öllum múrurum sem fyrirtækið hefur á launaskrá hjá sér og meginhluta trésmið- anna. Sömu sögu er að segja frá öðrum stórum aðilum í byggingariðnaði í höfuðstað Norðurlands. Forráðamenn þessara fyrirtækja eru sammála um það að með haustinu blasi við verkefnaskort- ur og þeir eru að tryggja sig gagnvart því. Iðnaðarmennirnir sem annað hvort hefur þegar verið sagt upp eða eiga von á uppsögnum næstu daga hafa allir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Það hafa þeirverkamennsemmeð þeimstar- fa hinsvegar ekki og er því hættvið að einhver umtalsverður fjöldi verka- manna fái einnig uppsagnarbréf þegar nær dregur haustinu. Er óhætt að segja að mjög alvarlegt ástand sé framundan í byggingariðnaði á Akureyri ef ekki kemur eitthvað óvænt til. - G.K. Akureyri. HVAÐa bill er IGLUGGANUM? ALLIR VITA AÐ t OGWJIWIHAFA FLUTT STARFSEMI SÍNA í NÝTT OG GLÆSILEGT HÚS AÐ FIAT UMBOÐIÐ SiiniHHiiaiac ——————————————— EGILL VILHJÁLMSSON HF. ★ SMIÐJUVEGI4 ★ EN VEIST ÞÚ HVAÐA BÍLL ER í GLUGGAVARA- HLUTAVERSLUNARINNAR DAGANA 24.- 31. IÚLÍ ? Flugferðir fyrir tvo fram og til baka á Þjóðhátiðina í Vestmannaeyjum fyrir aðeins 4 krónur. Lúxus-matur fyrir tvo á uppáhalds veitingastað fyrir aðeins 2 krónur. Hin stórglæsilega bók TOGARA- ÖLDIN frá ERNI OG ÖRLYGI á aðeins 1 krónu. NAFN BlLSINS: SKILMAlAR: SVARSEÐILL NAFN SENDANDA HEIMILISFANG: SIMI: .my, i'FIÁT EGILL. I . . nr | UMBOÐIÐ VILHJALMSSON HF. [/ mA SMIÐJUVEGI 4, 200 KÓPAVOGI. ■ V Z Z Z T7 V -jrV7-y UPPSAGNIR BYGGINGARMANNA A AKUREYRI ÞEGAR HAFNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.