Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 10
. ' ' ■ í nóvember voru Alex-tölvumar teknar í notkun við bókanir farþega. Kerfið hefur reynst mjög vel og flestir byrjunarerfiðleikar era að haki. Til hægri á myndinni stendur Brynhildur Lýðsdóttir, varaafgreiðslustjóri og spáir í farþegabókanir dagsins. (Tímamynd Róbert). ■ Hér hittum við þau Ólaf Bragason, hleðsluskrárstjóra, Ragnar Friðriksson, vaktstjóra og ilugvirkja og Guðrúnu Péturs- dóttur, en hún sér um útreikning á tímum áhafna flugvélanna. (Tímamynd Róbert) ■ Afgreiðslustjórinn, Auður Traustadóttir, sér um að „keyra áætlunina,“ eins og þau orða það á flugvellinum. Hún sér um að láta boða farþega, - eða afboða þá, þegar svo ber undir, og sjá til þess að vélarnar séu til taks á réttum tíma. Þaraa ríkir jafnrétti kynjanna, til dæmis eru allir afgreiðslustjóramir, konur, en þeir era þrír. (Tímamynd Róbert). OFTFLÓKIN RADMYND 0 snni Austurstnvti 27211 borð um leið og ljóst er hvort sæti eru laus. Þcim á þá að nægja að koma á völlinn aðeins 15 mínútum fyrir brottför, sem eru með bókað sæti og fararangurs. Við höfum líka byrjað á því að selja í flugvélunum nestispakka fyrir fólk sem hefur verið í önnum og ekki getað fengið sér neitt áður en lagt var af stað og þetta hefur líka mælst vel fyrir. Við reynum að láta fólk njóta þessarar þjónustu hvar sem er á okkar viðkomustöðum, en auk hinna tíu áætlunar- staða stóru vélanna erum við með samninga við Flugfélag Norðurlands og Flugfélag Austur- lands svo alls má segja að þjónusta okkar nái til 25 staða. Flýgur Flugfélag Norðurlands til 9 þessara staða en Flugfélag Austurlands til 6 staða. Þessi samvinna er m.a. byggð á því að það er hentugt að láta stóru vélarnar annast flutningana yfir hálendið, en minni vélar flutninga milli byggða með ströndum. Já, margir hafa sagt að Flugleiðir hafi einokunaraðstöðu í innanlandsfluginu og á margan hátt má segja að svo sé. Hins vegar held ég að því verði ekki á móti mælt að félagið hefur gert sitt ítrasta til þess að hafa þjónustuna eins fullkomna og nokkur völ er á. Þá er þess að geta að þótt Flugleiðir hafi helstu sérleyfin á innanlandsleiðum hefur þetta flug ekki verið ábatasamt og tap er búið að vera á innanlandsfluginu árum saman. Það er sú allt of lága verðlagning sem félagið verður að hafa í innanlandsfluginu sem á sök á þessu. Allar hækkanir koma um seinan og þess vegna tapar félagið miklum fjármunum yfir helsta ferðamannatímann. Sé sótt um hækkun í maí, kemur hún ef til vill ekki fyrr en í september, þegar ferðatíminn er um garð genginn. Það veldur svo því að ekki er hægt að liðka til með fargjöld íslendinga yfir veturinn eins og annars gæti hugsast að gera mætti. Þá eru dæmi þess að minni félög keppi óáreitt við Flugleiðir og taka þannig farþega af félaginu sem ríða baggamuninn þegar að því kemur hvort tap verður á leiðinni eða nokkur hagnaður. Þessu höfum við oft fundið að en án árangurs. En þrátt fyrir alla erfiðleika vegna verðlagn- ingarmalanna hefur félagið komið á ýmsum sérfargjöldum fyrir farþega. Við viljum minna á helgarfargjöldin, sem hafa fjölgað viðskipta- vinum okkar mikið og gert fleirum kleift að nota frídaga til þess að sækja ýmsa menningar- viðburði í höfuðborginni. Þá höfum við boðið 50% afslátt til aldraðra, námsmanna- fargjöld og fjölskylduafslátt, þar sem aðeins forsjármaður fjölskyldunnar greiðir fullt gjald en aðrir miklu lægra. Auðvitað eru þetta oft gagnkvæmir viðskiptahagsmunir, en sýnir eigi að síður að félagið reynir að hafa þjónustuna sem allra besta. þá að ekki er hægt að lenda og þá seinkar næstu ferð vélarinnar líka. Sumarið hefur verið sérlega gott fram til þessa að áætlanir vélanna staðist með ágætum. Hins vegar urðu erfiðleikar í fluginu í dag vegna veðurs. Það var ófært vestur á fsafjörð í morgun og við urðum að fresta flugi fram til klukkan 9, þegar létti til aftur. Hins vegar var komin þoka á ný þegar vélin kom vestur og þeim tókst ekki að lenda, þrátt fyrir það að þeir sveimuðu yfir vellinum í klukkutíma. Þessi töf olli því að ferðum til Hornafjarðar og Egilsstaða seinkaði en þessi vél átti að fljúga þangað næst. Þegar svona kemur fyrir verðum við hér að sjá hvort einhvers staðar sé smuga til þess að láta aðra vél fara ferðirnar og það tekst stundum. Það getur orðið mikið „púsluspil" að koma áætlun saman á erfiðum dögum. Við höfum fjórum stórum vélum á að skipa og einni minni og þær verður að nýta mjög vel, til þess að allt komi heim og saman. Þetta var auðveldara meðan við höfðum hér fimm stórar vélar, því æskil^gast er alltaf að hafa eina vél upp á að hlaupa. Vinnudagurinn hér, sem er frá kl. 7.00 til miðnættis er því allstrangur. Það tekur 35 mínútur að afferma flugvél og ferma hana að nýju og við reynum að láta svo sem eina og hálfa klukkustund líða á milli ferða, en því verður ekki alltaf við komið. Á hverjum degi klukkan níu höldum við fund hér á skrifstofu okkar og þar eru tekin fyrir öll vandamál sem við er að glíma og við erum með síma hérna á borðinu, þannig að vallarstjórar um allt land á okkar tíu áætlunarstöðum, geta tekið þátt í fundunum. Upp koma mál eins og það ef orðið hefur að skilja einhvern flutning eftir daginn áður og við reynum að kippa því í lag sem fyrst. Á fundunum láta menn vita ef einhverjar breytingar þarf að gera, fá fiugtíma breytt yegna íþróttahópa og svo framvegis. Breytist brottfaratími einhverrar vélanna þarf að gera miklum fjölda fólks viðvart, afgreiðslu- mönnum okkar úti á landi, öllum farþegum hér í Reykjavík og á ákvörðunarstað. Einnig farþegum í öðrum ferðum, sem raskast vegna tafanna. Það er því stundum talsvert annasamt í störfum okkar hér í deild innanlandsflugsins og nokkuð spennuþrungið andrúmsloft, en það verða menn að sætta sig við sem hér vinna. Fólk mun fljótt átta sig á eftir að það byrjar hjá okkur hvort því fellur þetta starf eða ekki. Hér er ekki hægt að vita með vissu hvenær vinnudeginum lýkur. Samt er það mjög algengt hér að menn hafi verið í störfum í 15-30 ár og þar á meðal eru margar húsmæður, sem eru meðal okkar helstu máttarstólpa. En þær hafa þá aðstoð heima fyrir, sem gerir þeim kleift að vinna við okkar aðstæður. Erfiðustu dagamir eru á vetuma, þegar dagar koma er allt flug út á land stöðvast og vegir eru ófærir. Þá kemur bílafragtin að nokkrum hluta á okkur líka. Þá eru gerðar geysimiklar kröfur til þessarar þjónustu. Eins og áður segir þá hefur flugið gengið mjög vel það sem af er sumri og nú fer senn mesti annatíminn í hönd. Til þessa hefur tekist að halda áætlun, þannig að seinkun sé innan við 10 mínútur í 80% ferðanna. Nú fer mesti annatími sumarsins í hönd og við gemm ráð fyrir að flytja um 1000 farþega á hverjum degi næstu 4-6 vikurnar. Nú um síðustu helgi fluttum við 1000 farþega á dag, - föstudag, laugardag og sunnudag. Eitt mesta vandamálið sem við eigum við að glíma er það þegar farþegar láta hjá líða að tilkynna um þaðaðþeir hafi hætt við að notfæra sér ferðir sem þeir hafa pantað. Nú í vikunni var ófært tvo daga til Vestmannaeyja og við vorum því með 100 farþega á biðlista á okkar bókum og höfðum gert ráð fyrir því að senda þyrfti tvær vélar. En þegar á herti kom í ljós að það voru ekki nema 56 farþegar sem mættu. 40 manns höfðu ekki skeytt um að láta vita að þeir höfðu hætt við ferðina. Þetta veldur því að farþegar í ferðir til annarra staða tefjast að ástæðulausu og aðrir komast ekki með sem hæglega hefðu getað fengið sæti. Þama er því um mikið óhagræði að ræða fyrir aðra farþega auk þess tjóns sem félagið verður fyrir. Menn ættu að muna að þeir gætu sjálfir tafist um hálfan eða heilan dag síðar af þessum ástæðum. Við viljum því hvetja fólk til að láta vita ef ákvörðun þeirra um ferð breytist. Við reynum á allan hátt að koma í veg fyrir að fólk þurfi að bíða hér á flugvellinum vegna seinkana með því að gera aðvart, eins og áður segir og við höfum lagt áherslu á að öll afgreiðsla gangi eins fljótt fyrir sig og hægt er. Það nýjasta hjá okkur er það að við emm nú að undirbúa að svonefndir biðfarþegar þurfi sem minnst að standa í stímabraki við afgreiðsluna, heldur fái þeir strax sitt afgreiðslukort og geta gengið um ■ Andri Valur Hrólfsson, stöðvarstjóri og Þórarinn Stefánsson, aðstoðarstöðvarstjóri. (Tímamynd Ella) ■ Vöruflutningar era miklir og jafnir, þótt stundum komi „toppar“ í þá, til dæmis þegar vegir spillast á vorin og þegar vörusendingar eru stærstar fyrir jólin. Hér er Indriði Sigurðarson, vöruafgreiðslustjóri ásamt ungum starfsmanni, Þormóði Þormóðssyni. (Tímamynd Róbert). Það er því dagleg framkvæmd innanlands- flugsins sem þeir Andri og Þórarinn hafa með höndum og við spyrjum þá dálítið nánar út í það í hverju þetta sé fólgið: „Verkefni okkar er að tengja saman þá fjölþættu þjónustustarfsemi sem til þess þarf að reka eitt flugfélag," segja þeir Andri og Þórarinn. „Við gerum yfirlit um ferðimar á hverjum degi og reynum til hins ítrasta að láta það standast sem best. Þetta gengur ágætlega langtímum saman, en svo geta óvænt komið þeir dagar þegar ferð seinkar vegna veðurs eða ■ Hvað er það sem gerist þegar hringt er heim til farþega í innanlandflugi og sagt að vélinni seinki, eða þegar biðin niðri á flugvelli lengist óvænt um hálftíma? Óþolinmóðir farþegar halda sjálfsagt að orsökin sé sú að flugmennimir hafl annaðhvort gleymt þeim eða ekki viljað standa upp frá skákinni. En dæmið er nú flóknara en það. Það er nefnilega talsvert flókin raðmynd sem þarf að koma saman, þegar samin er flugáætlun eins dags, og hún verður enn erfiðari viðfangs tefjist einhver vélanna vegna veðurskily rða eða annarra óvæntra atvika. Þeir sem fá tækifæri til þess að kynna sér málið, verða sjálfsagt hissa á hve oft hægt er að halda réttri áætlun, því þar þarf nákvæma samvinnu margra manna um land allt til. En mest mæðir á þeim sem semja áætlunina og stjórna ferðum vélanna í höfuðstöðvum innanlandsflugins á Reykjavíkurflugvelli og þar hittum við stöðvarstjórann Andra Val Hrólfsson að máli á dögunum ng einnig aðstoðarstöðvarstjórann, Þórarin Stefánsson. Þórarinn var áður afgreiðslustjóri innanlandsflugs, en tók við þcssari nýju stöðu á dögunum, eftir að skipulagsbreytingar höfðu verið gerðar í deild innanlandsflugs. Hér var þó ekki um aukna yfirbyggingu í stjóraun að ræða, heldur breytingar vegna aukinnar hagkvæmni í starfseminni. FLUGAÆTLUN EINS DAGS ER Rætt við þá Andra Val Hrólfsson, stöðvarstjóra og Þórarin Stefánsson aðstoðarstöðvarstjóra innanlandsflugs Flugleiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.