Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 7
Þetta varð hneykslismál og ríkisráðið tók í taumana. Bæði var að ekki þótti sæma að drottning Svíþjóðar tæki lán með slíkum hætti og ekki þótti víst um persónulegan eignarrétt hennar á þess- um djásnum. Þetta voru skartgripir krúnunnar, ekki bara Lovísu Ulriku. Þetta voru djásn sem sænska ríkið átti og þurfti að nota á drottningu sína svo að sómi væri að því að sýna hana. Gústaf III. Gústaf III. var elsti sonur Adolfs Friðriks og Lovísu Ulriku. Á æskuárum var hann um skeið í Frakklandi og hann hélt áfram starfi móður sinnar að gera konungsgarð í Stokkhólmi glæsilegan. Hann beið þess með óþreyju að verða konungur og reyndi að fá karlinn föður sinn til að afsala sér konungstign. Þess þurfti ekki því að hann fékk slag og dó 1771 þegar Gústaf var 25 ára. Gústaf III. undi því lítt að fá engu ráðið og hafa ekki meira vald en aðrir í ríkisráðinu. Það hefur löngum verið erfitt að sjá ríkisfjármálum borgið. Þess hafði gætt í Svíþjóð eins og víðar fyrr en þetta var. Gústaf Vasa var vel settur þar sem hann tók eignir kirkjunnar í ríkisforsjá. Þar naut hann þess að Luther var svo raunsær stjórnmálamaður að hann keypti kirkju sinni líf með því að leggja hana undir ríkisvaldið svo að þjóðhöfð- ingjar berðust fyrir hana. Stríðin eru dýr og þarfir ríkisins jukust og álögur, skattar og tollar þyngdust. Karl XI rétti fjárhaginn við með því að ganga á hlut aðalsins. Aðallinn var undanþeginn sköttunum og hafði að léni mikiar jarðeignir sem krúnan fékk engin gjöld af. Konungur tók mikið af slíkum óðulum undir krúnuna svo að þau urðu ríkinu að skattstofni eins og aðrar jarðeignir. Gústaf III. var á margan hátt maður nýs tíma. Hann vildi mörgu breyta. Hann beitti sér til dæmis fyrir mildari refsilöggjöf. Hann er menntavinur og mótaður af nýju mati á manngildi og lffsgildi. Hann var samtímamaður Egg- erts Ólafssonar og hér má minna á hin frægu orð Gejers úr kvæðinu um Óðalsbóndann þó að þau séu að vísu seinna ort. Þar sem konungar höfðu með hávaða ætt með hörmunga mannskaða dáð hafa bændumir hljóðlega byggðina grætt og í blóðstokkna moldina sáð. Konungur var á ýmsan hátt mótaður af þeim anda sem leiddi til byltingar- innar miklu í Frakklandi þó að hann væri ekki hrifinn af henni og vildi jafnvel gangast fyrir samtökum þjóðhöfðingja í Evrópu til að vernda konungsvald í Frakklandi. Gústaf III. taldi að það væri bæði auðveldast og réttlátast að bæta fjárhag ríkisins og bæta stjórn þess með því að svipta aðalinn völdum, láta hann skila valdi til konungs og skatti til ríkissjóðs. Þetta gerði hann með byltingunni 1772 þar sem hann neyddi ríkisráðið til að fallast á nýja stjórnskipan. Hann ógnaði ríkisráði og ríkisdegi, - þingi og stjórn - með hervaldi, en stjórnarbyltingin tókst án blóðsúthellinga. Og konungur hafði þjóðina með sér. Heldur konungsvald en aðalsvald Bændurnir vissu það af langri reynslu að aðallinn gerði aldrei neitt fyrir þá. Þegar eitthvað var gert fyrir bændurna var það að frumkvæði konungs sem hafði ■ Fjárhagur ríkisins var slæmur og annað hvort varð að auka tekjurnar eða spara. Kónginn langaði til að láta höfuðborg sína fá óperuhús og hann langaði ekki til að draga saman ríkisútgj öldin. Svo kom hér til sögu Georg Gustaf Wrangel sem kallaður hefur verið Brennivíns-Wrangel. Hann taldi konungi trú um að farsælast yrði að ríkið ræki bruggið og hefði söluna sem mest á sinni hendi. Tilskipun um það kom 1775. ■ Gústaf II eins og A. Roslin málaði hann. vaid til að koma sínu fram án þess að spyrja ríkisdaginn leyfis. Þar réði aðallinn og bændur höfðu aldrei náð jafnrétti þar. Auðvitað voru konungar misjafnir og sumir fylgdu aðlinum en þar var þó fremur von. Þess vegna höfðu bændur lengstum verið tómlátir um að leggja ríkisvaldið í hendur stéttaþings- ins. Því studdu þeir stjórnarbyltingu Gústafs III. Brennivínslöggjöf kemur til sögu Þegar hér var komið sögu voru nálega 40 ár síðan fyrst var sett brennivínslög- gjöf í Svíþjóð. Árið 1731 var að lögum hverjum bónda frjálst að brugga til heimilisnota en einungis stórbændur og veitingamenn máttu brugga til að selja. Þann rétt keyptu þeir og þannig átti þessi skipun að veita ríkinu tekjur og hækka áfengi í verði svo að minna yrði drukkið. Svo hafði gengið á ýmsu þessa áratugi. Sumir sáu eftir korninu sem fór í bruggið og bentu á að það spillti gjaldeyrisstöðu landsins. Talsmenn bænda í ríkisdeginum voru jafnan á móti hömlum og máttu ekki heyra það nefnt að bannað yrði að brugga til heimilisþarfa. Þótti þeim hinn mesti ójöfnuður að æðri stéttir gætu veitt sér útlend vín en bændum væri meinað að nýta jarðargróða sinn sem þeir öfluðu í svita síns andlitis. Það væri hart að bóndinn yrði að drekka vatn þar sem aðrir sætu með fullan bikar víns. Þá væri líka hart að gengið að neyða fátæka menn til að sæta okri kaupmanna ættu þeir annars úrkosta. Brennivínið væri líka, hóflega notað besta heilsulind og lyfjabúð bóndans. Og til var það að ríkisdagsmenn segðu að sér væri naumast óhætt að koma heim af þingi ef réttur manna til bruggnnar yrði skertur. Stundum voru bændur látnir greiða sérstakt gjald fyrir að mega brugga til heimilisþarfa og var það þá lagt á alla hvort sem þeir brugguðu eða ekki. Þrátt fyrir þetta gerðu menn sér að góðu að þrengt væri að brugginu þegar harðæri voru, svo að matarskortur var og hungurvofan við hvers manns dyr. Þess má líka geta að strax á þessum árum var hvatt til hófsemi við drykkinn. Til dæmis var prentuð í almanakinu 1748 ritgerð um ofdrykkju eftir Linné. Krúnubrennivínið Árið 1772 brást mjög uppskera í ■ John Liljencrantz, ijármálaráðgjafí Gústafs III. Svíþjóð. Um haustið gaf Gustaf kon- ungur út bann við að brugga og selja brennivín. Vegna neyðarástands líkaði mönnum þetta vel eða létu sér lynda. En árið 1773 var gott og vel spratt þá undu menn ekki öðru en bruggun yrði leyfð, enda var brennivín flutt inn frá Spáni og Frakklandi og selt í 40 lítra kútum þeim sem höfðu ráð á að kaupa heilan kút. Þá var það sem helsti efnahagsmála- ráðunautur Gústafs III., Johan Liljen- krantz, kom með þá hugmynd að ríkið tæki í sínar hendur alla brennivíns- bruggun. Það yrði góður tekjustofn og þá væri líka unnt að hafa stjórn á því hversu mikið yrði tekið til bruggunar hverju sinni. Fjárhagur ríkisins var slæmur og annaðhvort varð að auka tekjurnar eða spara. Kónginn langaði til að láta höfuðborg sína fá óperuhús og hann langaði ekki til að draga saman ríkisútgjöldin. Svo kom hér til sögu Georg Gustaf Wrangel sem kallaður hefur verið Brennivíns-Wrangel. Hann taldi konungi trú um að farsælast yrði að ríkið ræki bruggið og hefði söluna sem mest á sinni hendi. Tilskipun um það kom 1775. Þetta varð umfangsmikill ríkisrekst- ur. Sögufrægar byggingar eins og herraslot í Vadstena, Kalmar og Abo og klaustrið í Ystad urðu korngeymslur fyrir bruggið. Árið 1778 var bruggað fyrir ríkið á 50 stöðum og þeir komust yfir 60 þegar mest var. En mikið fór í tilkostnað og fjárfestingu við þennan rekstur allan. Ávinningurinn við þessa skipun var sá að korn var seljanlegt í góðæri og í birgðirnar mátti svo ganga þegar harðnaði í ári og hungur vofði yfir. Gert var ráð fyrir að þeir sem ræktuðu korn gætu haft vöruskipti við ríkisbrugg- ið, tekið brennivín út á korn sem þeir lögðu inn. Fyrstu árin var þessu tekið með þeirri von að það yrði ekki varanlegt ástand. Talsmenn bænda á ríkisdeginum mæltu ákveðið gegn því ófrelsi að mönnum væri meinað að nota það sem þeir sjálfir ræktuðu á sínu eigin landi á þann hátt sem þeir vildu og teldu best. f mars 1779 svaraði konungur því opinberlega að hann gæti ekki orðið við tilmælum um frjálsa bruggun til heimilisnota. Hann vildi lækka almenna skatta, stuðla að jafnara verði á korni, koma í veg fyrir skefjalausa eyðslu korns til bruggunar og hafa í hendi sér að kornið gengi til manneldis í hörðum árum þegar skortur vofði yfir. Talið er að lögin hafi verið sæmilega haldin í fyrstu. Menn höfðu myndað samtök gegn heimabruggi auk þess sem biskupar höfðu verið fengnir til að hvetja presta í dreifibréfi til að mæla með ríkisbrennivíninu. Konungur hafði viljað taka á brotum með strangleika og mildi en nú þótti heimabrugg og smygl aukast svo að nauðsyn væri að taka þéttara á. Mönnum hafði verið frjálst að eiga bruggunartækin og geyma þau heima hjá sér innsigluð. Nú var þeim skipað að afhenda þau og síðan voru allar bruggpönnur brotnar og eigand- anum fenginn málmurinn brotinn. Ríkis- brennivínið safnaðist fyrir óselt og þó drukku menn. Sýslumönnum var skipað að gæta laganna vel, enda lá grunur á að sumir hefðu látið múta sér með heimabruggi. Brennivíns-Wrangel skip- aði að leita vandlega að heimabruggi en slíkar næturheimsóknir urðu mjög óvinsælar. Þessir leitarmenn urðu stund- um beittir mótþróa. Árið 1782 varð 10 manna leitarflokkur á Vestmannalandi svo illa leikinn af æstum múg að fjórir létust. Því var svarað með málaferlum þar sem nokkrir menn fengu dauða- dóma sem konungur mildaði þó og breytti í fangelsisvist eða nauðungar- vinnu. í hörðum árum og uppskerubresti var stundum gripið til korns í geymslum ríkisbruggsins og það notað til manneld- is. Þá var reynt að brugga úr innfluttu efni eða jafnvel flytja inn brennivín. En andstæðingar Gústafs III notuðu sér óánægjuna. Þeir sögðu að ríkið bruggaði úr gallalausu korni þar sem heimabrugg- ið væri oft gert úr einu og öðru rusli. Ríkið bruggaði og fólkið sylti. Misheppnuð tilraun Árið 1788 var horfið frá ríkiseinka- sölu á brennivíni í Svíþjóð nema hvað ríkið hélt áfram að brugga fyrir Stokkhólm og Gautaborg og raunar einstök héruð önnur. Sem tekjustofn fyrir ríkið hafði tilraunin brugðist. Þó má gcra ráð fyrir að úr því hefði getað ræst því að ekki hefði þurft að bæta við fjárfestingu úr því sem komið var þó að áfram hefði verið haldið. í annan stað hafði þessi tilraun mjög örvandi áhrif á drykkjuna. Ríkið lagði kapp á að fjölga sölustöðum enda hefur það eflaust verið kallað betri þjónusta. En fjölgun kránna og meiri drykkju- skapur þrýsti á viðnám og bindindisboð- un. Fullvíst er að það, varð mikil aukning enda þótt ekki sé fullyrt að sumt sem fram kom í máli þeirra sem vildu vekja þjóðina styðjist við almennt ástand. Hitt er staðreynd að árið 1788 lofaði konungur því að drykkjukrár yrðu ekki framar í næsta nágrenni við kirkjur. Þar með er ekki sannað að krá hafi verið við hverja kirkju. En þrátt fyrir þetta loforð var mikið talað um opnar krár sem blasi við augum þegar komið er úr kirkju þegar bindindishreyf- ing fór að láta að sér kveða í Svíþjóð í byrjun 19 aldar. En það er önnur saga. Helstu heimildir: E. lngers: Bonden i svensk historia II Nordisk familjehok. Encyklopedy och konv- ersation lexikon. ■ Úr sænskri veitingaskrá um aldamótin 1800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.