Tíminn - 27.07.1982, Qupperneq 1
Allt um íþróttir helgarinnar — bls. 11, 12,13, og 14
TRAUST OG
FJÖLBREYTT
FRÉTT ABLAÐ!
Þriðjudagur 27. júlí 1982
168. tbl. - 66. árgangur.
Kvikmynda-
hornid:
Metað-
sókn f
Amerlku
- bis. 23
Heimspeki
í pylsu-
vagni
— bls. 9
tákn?
— bls. 2
Sumar-
ferð
bls. 16-17
Heildarflakasala á Bandaríkjamarkaði hefur dregist
saman um 19% á fyrstu sex mánuðum ársins:
„UM 32% SAMDRÁTTUR
í SÖLU ÞORSKFLAKA
— aldrei meiri verðmunur á kanadfsku og íslensku flökunum
■ „Á fyrstu sex mánuðum þessa árs
hefur heildarsala flaka dregist saman
um 19% miðað við sama tima í fyrra
en ef við lítum aðeins á þorskflaka-
söluna þá hefur hún dregist saman um
32% en þess ber þá að gæta að
samdráttur í þroskflakaframleiðslunni
er 28%“ sagði Guðjón Ólafsson
forstjóri Iceland Seafood í Banda-
ríkjunum í samtali við Tímann en
Islendingar eiga nú í harðnandi
samkeppni við Kanadamenn í fisk-
flakasölunni á Bandaríkjamarkaði.
Guðjón sagði ennfremur að verð-
munur á kanadískum og íslenskum
þorskflökum hefði verið með almesta
móti á þessu ári, 5 punda pakkningar
íslenskar kosta nú í kringum 1.80
dollara en kanadískar eru á bilinu 1.20
- 1.40 dollara.
Þá hafa Kanadamenn stöðugt unnið
að því á undanförnum 2-3 árum að
bæta gæði flaka sinna og er hluti þeirra
nú allþokkalegur að gæðum en
Guðjón taldi engan vafa á því að enn
væru íslendingar með bestu flökin á
Bandaríkjamarkaði.
Hún er iUa farín flugvélin, TF RAF, eftir brotlendinguna við Múlakotsflugvöll í Fljótshh'ð á laugardagskvöldið. Feðgar sem í flugvélinni voru slösuðust í
j brotlendingunni. Telja sjónarvottar það mestu mildi að ekki för enn ver. Ámi Guðmundsson, bóndi í Múlakoti, sýnir fréttamanni Tímans flakið.
Tímamynd Róbert.
Flugslys r Fljótshlíð:
FUIGVEL EYÐILAGÐIST
0G FEÐGAR SLÖSUÐUST
■ „Ég átti von á flugvélinni hingað
og var búinn að heyra í henni um stund
þegar ég skyndilega heyrði mikinn
skell. Flugvélin hrapaði, „sagði Ámi
Guðmundsson, bóndi í Múlakoti í
Fljótshlíð.
Árni var nærstaddur þegar tveggja
sæta flugvél úr Reykjavík, TF RAF,
hrapaði skammt frá flugbrautinni við
Múlakot í Fljótshlíð um klukkan 20 á
laugardagskvöld. Feðgar voru í vél-
inni, maður á fertugsaldri og sonur
hans tólf ára. Faðirinn slasaðist mikið,
fótbrotnaði á báðum og skarst mikið
víða á líkamanum. Sonurinn slapp hins
vegar mun betur en var þó töluvert
slasaður. Voru þeir báðir fluttir
flugleiðis á sjúkrahús í Reykjavík.
Flugmaðurinn er einnig flugvirki og
var hann á leið austur að Múlakoti til
að gera þar við einkaflugvél Arnor O.
Johnsen, stjórnarformanns Flugleiða
h/f. Vél hans TF KOT var lítillega
biluð.
TF RAF er gömul herkennsluvél. í
aðfluginu að Múlakotsflugvelli virðist
hún hafa misst hæð með þeim
afleiðingum að hún brotlenti í gömlum
árfarvegi skammt frá flugvellinum.
Sjónarvottar telja líklegt að það hafi
viljað feðgunum til lífs aö jarðvegur-
inn í árfarveginum er blautur og
mjúkur þannig að höggið varð minna
en ella.
-Sjó.