Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982
Umsjón:
og K.L.
Mútuhneyksli:
HREINSAÐ TIL í
TENNISHEIMINUM
■ Björn Borg, John Mc-
Enroe og fleiri frægar tennis-
stjörnur eiga nú á hættu að
verða útilokaðir frá öllum
Grand Prix keppnum í fram-
tíðinni. Ástæðan er sú, að
grunur leikur á, að þeir hafi
veitt mútum viðtöku í Grand
Prix keppni í Stuttgart í fyrra.
Er því haldið fram, að
tenniskapparnir hafi keypt
Mercedes Benz bfla í 400.000
króna verðflokki fyrir aðeins
eitt þýskt mark, eða sem
svarar tæpum 5 krónum ís-
lenskum. Ennfremur eru þeir
grunaðir um að hafa mætt til
þessarar keppni eingöngu með
það í huga að komast yfir þessa
ódýru bfla. Þetta stríðir að
sjálfsögðu á móti öllum
reglum.
Alþjóðlega tennissamband-
ið er nú að láta fara yfir alla
reikninga í sambandi við
Grand Prix keppnir í Stuttgart
á undanförnum árum og þykir
allt benda til, að grunsemd-
imar eigi við rök að styðjast.
Verði þessi grunur staðfestur,
verða bæði tennisleikararnir
og umsjónarmenn Stuttgart-
keppninnar settir í bann.
■ John McEnroe var ekki
eftirbátur Björns Borg og lét
sér lí'<a vel líka að eiga kost á
að eignast Mercedes Benz fyrir
fimmkall.
Þegar hefur ákvörðun verið
tekin um það, að umsjónar-
mennirnir í Stuttgart fái ekki
að halda keppnina næsta ár,
nema því aðeins að þeim takist
að sanna sakleysi sitt í
sambandi við þessar ákæmr.
En það er ekki aðeins í
Stuttgart, sem gmnur leikur á,
að ekki sé hreint mjöl í
pokahorninu. Undir smásjá
tennissambandsins era líka
kcppnir í Tókýó, Hongkong
og Las Vegas. Nú skal gcngið
milli bols og höfuðs á spill-
ingaröflum í tennisíþróttinni!
■ Bjöm Borg fékk Mercedes Benz fyrir tæpar 5
íslenskar. Það er hvorki siðlegt né löglegt.
Upphaf
hundakex-
framleiðslu
■ Þegar hurnlar æddu snuðr-
andi uin bryggjur Lundúna-
borgar á 19. öldinni. roru það
ekki rottur, sein þeir \oru á
höttunum eftir. Þeir voru að
leita að harðri brauðskán. sem
barst upp á bryggjurnar frá
skipum, sem vom að koma úr
löngum sjóferðum. Enginn
veitti þessu athygli, fýrr en
James Spratt fór að leggja leið
sína um höfnina um 1860.
Honum fannst atferli hund-
anna mjög athyglisvert, svo
athyglisvert, að hann sagði
upp starfi sínu sem vélstjóri og
hóf framleiðslu á kexi, sem
sérstaklega var ætlað hunduni.
Það var framlcitt úr hveiti,
sykurmassa, kjöti og beina-
mjöli.
Þelta var fyrsti visirinn að
framleiðsiu alls konar matvöru
fyrir gæludýr, en á þeim
riinium 100 áruin, sem liöin
eru síðan, hefur stórfelldur
iðnaður sprottið upp á þvi
sviöi.
■ Það hlýtur að vera svolítið erfitt að handleika þetta ferlíki, en hornið er 4,30 m á lengd og vegur
40 kg.
HANN SMÍÐAÐI
HORNIÐ SITT
SJÁLFUR
■ lOOOklukkustundirtókþað
Svisslendinginn Josef
Blaettler að smíða þetta ó-
venjulega hom, sem er 4,30 m
á lengd og vegur 40 kfló.
Efniviðurinn er stór furu-
trjábolur, sem Josef sagaði í
tvennt. Síðan holaði hann
stúfana að innan áður en hann
skeytti þá saman aftur. Þó að
útlit homsins sé ekki mjög
traustvekjandi, fullyrðir Josef,
að ná megi úr því tónum!
Amöndu Lear er margt til lista lagt.
Undirleikurinn var
af segulbandi
Sönn f öðurlands
■ Þegar Ijósmyndarinn frægi
Lichfield lávarður, náfrændi
Bretadrottningar, var nýlega á
ferð í Hong Kong, vildi hvorki
betur né verr til en svo, að
honum var borið argentínskt
hunang á morgunverðarborð-
ið.
Sem sönnum föðurlandsvini
sæmir, brást lávarðurinn hinn
reiðasti við, og til að sýna
vanþóknun sína, skrifaði hann
stórum stöfum með svörtum
tússpenna á borðdúkinn, hvað
honum þætti um slíkt tillits-
leysi. En þessir þjónar, þeir
virðast bara alls ekki kunna að
skammast sín. Þjónn lávarðar-
ins taldi sig alveg Ijónheppinn
að hafa þannig komist yfir
dýrmætan og óvenjulegan
minjagrip. Hann braut þvi
dúkinn vandtega saman og
hirti hann!
■ Þyska söngkonan
Amanda Lear hefur nu lialdið
sína fyrstu tiinleika i Englandi
og er skemmst fra þ»i að segja,
að þeir þottu hreint ekki neitt
sérlega »el lukkaðir.
Amöndu liafði láðst að
sækja um atvinnuleyfi fyrir
hljomsveitina og varð þsi að
lata ser nægja að syngja við
undirleik segulbands. Það
þotti heldur draga ur abril'a-
mætti songkonunnar. En það.
sem þo vakti einna mesta
athygli viðstaddra, varbúning-
ur hennar. Ilún var i kjol úr
silfurpappir og var pilsið felll.
- Eg get hvorki setið né gengið
i þessum kjol. segir Amanda,
en þetta er nu einu sinni
fallegasti kjollinn. sem eg á,
svo að það verður að hafa það,
þo hann se svolitið oþægilcg-
ur. ()g eins verð eg að vara mig
a þvi. að hrakið i honum
yfirgnæfi ekki sönginn!
■ Vissulega ber Edvvard
Kennedy höfuð og herðar yfir
móður sina. En hún er þó
alveg fullfær um að standa á
eigin fótum og þarf ekki á
aðstoð eins eða neins að halda.
Afmæli
Kennedy
■ Rose Kennedy, ættmóðir j
Kcnnedyanna, hélt 92.
afmælisdag sinn hátíðlegan !
fyrir skemmstu.
I tilefni dagsins safnaðist i
múgur og margmenni að heim- i
ili afmælisbarnsins til að hylla
það og óska til hamingju. Það |
kom sér því vel, að mikil j
fyrirhyggja var höfð, þegar i
afmælistertan var bökuð. Var
hún risastór, en hvarf þó eins :
og dögg fyrir sólu. Edward
Kennedy, öldungardcildar-
þingmaður, eini eftirlifandi
sonur Rose, vék ekki frá hlið
móður sinnar þennan dag.
Ekki var það af því að móðir
hans væri hjálpar þurfi. Það er
nefnilega til þess tekið, hvað
hún er ungleg og dugleg, þrátt
fyrir háan aldur.