Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 tttffltK Útgofandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Glsli SigurSsson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gislason. Skrilstofustióri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelðslustjórl: Slgurour Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elias Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugl Jökulsson. Blaoamenn: Agnes Bragadóttlr, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Frl&rik Indrloason, Helftur Helgadóttir.lngóHur Hannes- son (iþróttir), Jónos Guðmundsson, Krlstln Leitsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttir. Utlltsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. LJósmyndir: Guöjón Elnarsson, Gu&Jón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl KrlstJánsson, Krlstln Þorbjarnardóttlr, Maria Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Siml: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasðlu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrlft á mánuðl: kr. 120.00. Setnlng: Tœknideild Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins Áróðurinn gegn sjávarutveginum ¦ Það er staðreynd, að^síðasta áratuginn hefur orðið meiri efnahagsbreyting á íslandi en áður er dæmi um. Hagskýrslur sýna, að kaupmáttur verkamannalauna hefur aukizt um rúman þriðjung á þessum tíma, meðan lítil kaupmáttaraukning hefur orðið í mörgum öðrum löndum. Kaupstaðir og kauptún hafa tekið slíkri breytingu, að þessir staðir mega margir hverjir teljast óþekkjanlegir miðað við það, sem áður var. Svo miklar hafa framfarirnar orðið þar. í»að væri ekki óeðlilegt, að menn veltu því fyrir sér, hvaðan hafa komið þau auðæfi, sem hafa gert mögulegar hinar miklu framfarir og auknu velmegun á íslandi á síðasta áratugnum. Svarið er augljóst og einfalt. Að langmestu leyti hafa þessi auðæfi komið frá sjávarútveginum. Sigur íslendinga í landhelgisbaráttunni og stórfelld efling fiskiskipastólsins og fiskiðjuveranna hafa lagt grundvöllinn að hinum miklu framförum og bættu lífskjörum á undangengnum árum. Pessum staðreyndum vilja menn gleyma nú, þegar á móti blæs hjá sjávarútveginum, eins og raunar öllum atvinnuvegum hér og annars staðar, en staða sjávarútvegs- ins er að því leyti lakari í bili, að til sögunnar hefur komið mikill aflabrestur. Nú rísa upp sjálfskipaðir spekingar á ýmsum götuhornum og hrópa af lífs og sálarkröftum: Það hefur átt sér stað alltof mikil fjárfesting í sjávarútveginum, fiskiskipastóllinn er orðinn alltof stór og fiskiðjuverin einnig. í>að hefði átt að beina peningunum, sem fóru í sjávarútveginn, eitthvað annað. En hvert þá? Hvaða atvinnuvegur er arðvænlegri á íslandi en sjávarútvegurinn? Hvaða atyinnuvegur er frekar undirstaða þess, að lífvænlegt er á íslandi? Hvaða atvinnuvegur tryggir frekar tilveru flestra kaupstaða og kauptúna? Enn má spyrja: Ber stóriðjan, sem ýmsir eru að lofsyngja, sig betur en sjávarútvegurinn um þessar mundir? Hvað sýna reikningar álbræðslunnar og j árnblendiverksmiðj unnar ? Og enn má spyrja: Er það aðeins á sviði sjávarútvegsins, sem fjárfesting hefur ef til vill orðið meiri á vissum sviðum en góðu hófi gegndi? Hvernig er með verzlunarhúsnæði? Hefur það ekki verið byggt úr hófi fram? Hvernig er með vissar iðnaðargreinar, þar sem fyrirtækin geta framleitt margfalt meira en hægt er að selja? Hvernig er það með innflutning bíla og ýmissa vinnuvéla? Hefur þar verið stillt í hóf ? Þessum spurningum mættu menn gjarna velta fyrir sér, en þó einkum spekingarnir, sem sjá hvergi of mikla fjárfestingu nema í sjávarútveginum. Vitanlega má halda því fram, að fiskiskipastóllinn sé of stór, þegar miðað er við ríkjandi aðstæður, eftir að. loðnuveiðarnar brugðust og aflabrestur varð á þorskveið- um. Menn verða hins vegar að hafa í huga, að loðnuveiðar munu hefjast að nýju, þorskveiðar verða aftur með eðlilegum hætti. og sennilega aukast með auknum friðunaraðgerðum og síðast, en ékki sízt, að vannýttir og ónýttir eru stórir fiskstofnar innan 200 mílna markanna og sem aðrar þjóðir munu krefjast að fá að veiða, ef íslendingar gera það ekki sjálfir. Þjóðin má ekki láta þann áróður, sem nú er rekinn gegn sjávarútveginum, villa sér sýn. Ef hún ætlar að búa vel í landinu, verður hún að láta stjórnast af þeirri staðreynd, að hann er frá náttúrunnar hendi mikilvægasti og arðvænlegasti atvinnuvegur íslands. Þ.Þ. SELAFÁR — eftir Bergsvein Skúlason ¦ Mikið er nú rætt og ritað um selinn við strendur landsins. Það er að vísu engin ný bóla. Hann hefur löngum verið bitbein margra manna. En nú er lengra gengið af óvinum selsins, en áður hefur þekkst. Nokkrir menn hafa tekið saman ráð sín og heitið verðlaunum fyrir að drepa kobba. Það ku vera hin svo nefnda Hringormanefnd. Nú vita margir, að selurinn er friðaður að vissu marki á stórum svæðum við Iandið, þar sem bændur eiga lagnir og látur fyrir landi sinu. Mér er spurn: - Getur Pétur eða Páll heitið verðlaunum hverjum sem er fyrir að drepa dýr sem þannig er friðað, og þótt það væri alls ófriðlýst? Spyr sá sem ekki veit. Gott væri að fá skýr svör við því frá ábyrgum mönnum sem betur vita, alveg án tillits til þess hverjar fæðutegundir þess eru. Sagt er að selnum fjölgi nú ört við landið. Kjötið af honum sé ekki leng- ur mannamatur og skinnin verðlítil verslunarvara. Menn leggi sig því minna eftir selveiðum en áður. Óhófleg fjölgun hans sé því vís. Selnum er borið á brýn, að hann éti óhemju ósköp af fiskmeti. Ekki mun það fjarri sanni, a.m.k. um sumar tegundir hans. Fæðu þörf hans er nú mæld í „togaraförmum". Togarafarmur er vísast nýleg viðmiðun þegar eitt og annað er mælt og vegið hér á landi. Kann ég lítil skil á þeírri mælieiningu, og læt hana liggja á milli hluta. En ekki er nóg aðgert af selsins hálfu með því, að hann hámi í sig svo og svo marga togarafarma af fiski, heldur á hann að unga út svo og svo mörgum „förmum" af hringormum í fiskistofnana við landið að ekki sé við það unandi. Kosti það fátæka fram- leiðendur fiskafurða ærið fé að hreinsa fiskinn af þeim óþverra, áður en hann er fluttur úr landi. Sök selsins er því ærin ef sönnuð væri. En að sumra dómi mun eitthvað skorta á, að selgreyið sé eini sökudólgurinn í þeim efnum. Fleiri dýrategundir kunni að koma þar við sögu. Og á meðan svo er, og enginn veit með sannindum um tölu sela við landið - hvorki fyrr né síðar - er allt þetta tal um „fækkun" hans bull út í bláinn. Þessi herferð gegn selnum minnir mig á aðra herferð sem einhvern tíma var orðuð - en aldrei farin. Hún var hugsuð gegn fuglinum í björgum landsins. Þá hðfu spakir menn einhver veður af því, að minna væri sótt eftir eggjum og fugli í björgin en áður hafði verið. Sú hætta væri því fyrir hendi, að bjargfuglinum fjölgaði svo mikið að fiskakyndinni við landið stafaði stór hætta af. Fuglinn æti hrogn og fiskaseiði í milljónatali - þá voru togarafarmar ekki komnir til sögunnar viðmiðun - svo líklega borgaði sig ekki að ýta fleytu á flot til fiskveiða hér við land framar, yrðu björgin ekki hreinsuð af sinni óværð. Þetta voru svipuð rök og nú eru færð fram gegn selnum. - En ekki er alltaf óskabyr. Nú segja mér menn sem kunnugastir eru fuglabjörgunum, að ekki verði séð með berum augum alþýðumannsins að fuglinum í björgun- um fjölgi að mun síðan hætt var að síga í þau eftir eggjum og fugli. Hvað veldur? Ætli að útkoman yrði ekki eitthvað svipuð með selinn, þótt lítið eitt væri linað á selveiðinni í bili, meðan skinnið af honum er verðlítið, og blátt bann yrði lagt við hinu siðlausa seladrápi sem viðgengist hefur í sumar. Verður ekki næsta afrek einhverrar „hringormanefndar," eða annarra álíka vitringa, að hefja herför gegn æðarfugl- inum. Það vita margir, að hann nærist að einhverju leyti á skelfiski, t.d. kræklingi. Nú eru skelfiskveiðar stundaðar hér við landið. Kræklingurinn kann að verða dýrmæt útflutningsvara innan tíðar, ef hann er það ekki þegar. Æðardúnninn getur fallið í verði án fyrirvara. Verður þá ekki tímabært að „fækka" æðarfuglin- um? Kjöt af honum er sagt að sé betra en af nokkrum alifugli. Kalkún kvað vera sem visið lauf í munni sælkera, borið saman við æðarfuglakjöt á vissum árstíma. Náttúruverndarmenn hafa tekið all- myndarlega á móti seladrápinu, en ekki er ég viss um að öll rök þeirra séu pottþétt. Öfgar kunna að vera þarna á báða bóga eins og verða vill Þeir hafa réttilega bent á, sem þegar er komið á daginn, að selir án kjálka - jafnvel hauslausir - rækju á fjörur, möðkuðu þar og yrðu að ógeðslegum hræjum. Þannig gætu þeir orðið þeim fuglum að fjörtjóni, sem þeir hafa velþóknun á. Einkum munu náttúru- verndarmenn bera örninn fyrir brjósti. Honum kynni að stafa hætta af selspikinu. En er það ekki ástæðulaus ótti? Verður ekki spikið að vera í fljótandi ástandi, til þess að það setjist í fiður fugla og valdi þeim tjóni? Meðan ég átti heima í Breiðafirði menningarmál Hagleiksmenn sýna kjörgripi KJARVALSSTAÐIR SÝNING í TILEFNI ÁRS ALÐRAÐRA. HANDMENNTASÝNING 17. jitli-S. ágúst 1982 Opið á venjulegum tímum. Að gjöra allt heima ¦ Þeir sem unnið hafa handverk, eða að framkvæmdum með mönnum ofan úr sveit, eða frá smástöðum, reka sig oft á það, að sá sem úr fásinni kemur, hefur fleiri úrræði en borgarbúinn, sem vanur er þjónustu á svo að segja öllum sviðum smíða og viðgerða. Þetta síðartalda hefur án efa orðið til þess að við eigum nú færri hagleiksmenn en ella, þótt vitanlega séu dæmi um undantekningar. Mér kom þetta í hug, er ég sá handmenntasýninguna á Kjarvalsstöð- um, þá er nú stendur yfir og haldin er í tilefni af ári aldraðra á íslandi. Flestir sem þar eiga muni, búa úti á landi og þótt ég viti ekkert um nám þeirra, eða skólagöngu, þykir mér líklegast að oftast sé um sjálflærða hagleiksmenn að ræða. Menn sem hafa lært að bjarga sér sjálfir í öllu handverki og hönnun, því um annað var ekki að ræða. Þetta er ekki yfirgripsmikil hand- menntasýning. 12 hagleiksmenn eiga þarna muni, og ennfremur eru sýndar jurtir og málmsölt, sem notuð voru, og eru, til heimalitunar á bandi hér á landi, áður en búðarlitir komu til sögunnar. Sýningin Er nú rétt að fara örfáum orðum um sýningargripina. Vilhjálmur Hinrik ívarsson - í Merkinesi sýnir tvo báta, eða líkön Teinæring, sem er fullgerður, og áttæring, sem er í smíðum. Ennfrem- ur eru sýnd þau verkfæri, sem notuð eru við smíðina Þetta eru mjög fallegir bátar, er bera form haföldunnar í hverri línu. Þó hefi ég ekki áður séð súðbyrðinga, þar sem borðið er sagað þvert þar sem það er neglt á staftréð. Venjulega hafa borðin þar snið er fylgir stefninu, sem yfirleitt er lotið á íslenskum bátum. Er af þessu nokkurt lýti, þótt vel geti verið að þessi aðferð sé einhversstaðar viðhöfð í smíði súðbyrðinga. Jóhanna Jóhannesdóttir, Svínavatni sýnir prjónuð langsjöl og hyrnur. Orðið langsjal er framandi. Þetta er fínleg og falleg vinna, er sýnir að ullin á ýmsa fínlega tóna. Markús Jónsson, Borgareyrum, sýnir gripi úr söðlasmíði, undur vel gjörða, og Guðbrandur Magnússon, Siglufirði, sýn- ir bókband og hann hefur skrautritað Gamla-sáttmála með glæsilegu letri, svo manni koma í hug, fegurstu handrit íslenskra fornbóka. Sigurður Guðjón Filippusson sýnir verkfæri og beisli eitt fagurt, sem hann hefur gjört og miðað við þau beisli er ég sá þegar ég var í sveit, er þetta gersemi. Árný Þorleifsdóttir og Frímann Sig- urðsson sýna skorna og slípaða steina; jaspísar og kalsidonar heita þeir og eru undurfagrir. Ingibjörg Tryggvadóttir, Húsavík, sýnir jurtalitað band, ásamt jurtum, sem notaðar eru við litun, og málmsölt til litunar. Litbrigðin eru hárfín og maður undrast þessi úrræði. Eymundur Björnsson, Dilkanesi, sýn- ir haglega gjörð áhöld og amboð, einnig reislu með gabbrólóði, krullujárn og fl., er hann hefur smíðað heima. Má nota tálgustein meira? Þá sýnir hann einnig halasnældur með snúð úr tálgusteini, sel úr tálgusteini og tálgustein og undirrituðum þóttu þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.