Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 12
20 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 ERNIR P qímar„KQR ISAFIROI og 3393 Bflaleíga JEPPAR FÓLKSBÍLAR^^ Óska eftir , að kaupa snemmbærar kvígur eða ungar mjólkurkýr. Upplýsingar í síma 93-2131, Akranesi í hádeginu og eftir kl. 19.00 Bændur Notuð hjólmúgavél 4-6 hjóla og heykvísl óskast. Upplýsingar í síma 91-19586 Auglýsing samkvæmt l.mgr. 98. gr. laga nr. 75 14. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1982 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra, svo og á lögaðila og aðra aðila sem skattskyldir eru skv. 2. og 3. gr. þeirra. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1982 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra opinberra gjalda, að sóknar- gjöldum undanskildum, sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1982, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðs- manni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. áður tilvitnaðra laga munu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi á skattstofu hvers umdæmis og til sýnis í viðkomandi sveitarfélagi hjá umboðsmanni skattstjóra sem hér segir: f Reykjavík 3.-17. ágúst að báðum dögum meðtöldum I Vesturlandsumdæmi, 13.-27. “ “ “ “ “ í Vestfjarðaumdæmi, 13.-27. “ “ “ “ “ f Norðurlandsumdæmi vestra, 3.-17. “ “ “ “ í Norðurlandsumdæmi eystra, 3.-17. “ “ “ “ “ I Austurlandsumdæmi, 13.-27. “ “ “ “ “ f Suðurlandsumdæmi, 3.-17. “ “ “ “ “ IVestmannaeyjum, 13.-17. “ “ “ “ “ f Reykjanesumdæmi, 3.-17. “ “ “ “ “ 30. júlí 1982. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson Skattstjóri Vesturlandsumdæmis, Jón Eiríksson, Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Hreinn Sveinsson Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, . Bogi Sigurbjörnsson Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Hallur Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hálfdán Guðmundsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sveinn Þórðarson. íþróttir Leikur UBK og IBÍ í gærkvöldi: IBI gefur ekki eftir Hið harðskeytta lið ÍBÍ er ekkert á því að gefa eftir í hinni hörðu baráttu 1. deildar. í gærkvöldi lögðu ísfirðingarnir að velli Breiðablik í Kópavogi 2:0, úrslit sem sannarlega koma á óvart. Á 15. mín skoruðu vestanmenn sitt fyrra mark. Jón Oddsson kastaði boltanum í innkasti inn að marki Blikanna. Knötturinn sveif yfir Guð- mund, markvörð, í koll eins varnar- manns og í markið, 1:0. Reyndar var Staðan Víkingur .........11 5 5 1 19:13 15 Vestmannaey......11 6 1 4 15:11 13 KR............... 12 3 7 2 8:9 13 KA............... 13 4 5 4 10:10 13 Breiðablik....... 13 5 2 6 14:17 12 ísafjörður ...... 13 4 4 5 18:19 12 Keflavík ........ 12 4 3 5 9:13 11 Fram............. 12 3 5 4 12:11 11 Akranes ......... 12 4 3 5 12:13 11 Valur ........... 13 4 3 8 11:12 11 ekki annað að sjá en Guðmundi væri hrint, en ekkert var dæmt. Bæði lið áttu nokkuð góð færi á næstu mínútum, þó ekkert betra en Sigurður Grétarsson komst einn inn fyrir vörn ÍBÍ, en lét Hreiðar hirða knöttinn af tám sér. Skömmu seinna átti Helgi Helgason skot í þverslá marks ísfirðinganna. Bylmingsskot. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks skoruðu ísfirðingarnir síðan sitt annað mark. Jón Oddsson tók hornspymu fasta og Örnólfur bróðir hans stökk hæst allra og hamraði boltann í netið, hörkumark, 2:0. Blikarnir skiptu Jóhanni Grétarssyni og Sigurjóni Kristjánssyni inn á fljótlega í seinni hálfleik og eftir það sóttu þeir linnulítið, en tókst ekki að koma boltanum framhjá góðum markverði ÍBÍ, Hreiðari. Tvö dýrmæt stig til ísfirðinganna. Gústaf Baldvinsson var yfirburða- maður á vellinum að þessu sinni, öruggur og harðskeyttur miðvörður. -IngH Breiðabliksmaðurinn Hákon Gunnarsson Islandsmótið íhandbolta utanhúss: KR meistari í 2. flokki kvenna ■ Stelpurnar í KR urðu íslandsmeist- arar í 2. flokki á Útimótinu í handbolta 1982. Þær sigruðu alla andstæðinga sína í úrslitakeppninni, Víking 4:3, FH 5:1 og loks Huginn frá Seyðisftrði 6:2. Frammistaða stúlknanna frá Seyðisfirði kom mjög á óvart, margar stórefnilegar handboltastelpur í Huginsliðinu. Á myndinni hér að ofan er íslands- meistaralið KR: Fremri röð frá vinstri: Elsa Ævars- dóttir, Bryndís Harðardóttir, Snjólaug Benjamínsdóttir, Nellý Pálsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Ragnheiður Ásgrímsdóttir, Sigurbjörg Sigur- þórsdóttir, Málfríður Sigurhansdóttir, Dóra Ólafsdóttir, Aðalheiður Ásgríms- dóttir, Þorvarður G. Höskuldsson þjálfari. Siglingamenn gera víðreist ■ Islenskir siglingamenn gera víðreist þessa dagana. Fjórir þeirra verða meðal þátttakenda á Norðurlandamóti í sigl- ingu Laser-báta er fram fer í Tunsberg í Noregi, dagana 4. til 8. ágúst. Til fararinnar hafa verið valdir: Jóhanncs Örn Ævarsson, Ými, Gunnlaugur Jónasson, Ými, Rúnar Steinsen, Ými, Aðalsteinn Loftsson, Brokey. Þeir Jóhannes og Gunnlaugur eru þegar farnir utan og hafa æft og keppt í Hellerup-sejlklub í Danmörku síðastlið- inn hálfan mánuð. Einnig verða þrfr íslendingar meðal þátttakenda á heimsmeistaramóti í siglingu Topper-báta er fram fer í Devon á Englandi 2. til 6. ágúst. Til þeirrar farar hafa verið valdir: Jón Gunnar Aðils, Vog,- Guðmundur Guðmundsson, Vog, Guðmundur Kjæmested, Vog. Fararstjóri þeirra Toppermanna verð- ur Daníel Friðriksson. Þess má geta að heimsmeistaramót á Topper er nú haldið í fyrsta sinn og hefur Siglinga- samband fslands gefið einn verðlauna- grip, sem keppt verður um árlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.