Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 4
Átta milljón króna framkvæmdum við Grundarfjarðarhöfn kastað á glæ: „ALLT FER I HAFIÐ EF VIÐ GETUM EKKI HALDIÐ AFRAM” GLUGGAR OG HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Starf húsvarðar í Verbúðinni „Ásgarði“, Höfn, Hornafirði, er laust til umsóknar Heppilegt starf fyrir barnlaus hjón. Algjör v reglusemi nauðsynleg. Upplýsingar eru gefnar í síma 97-800. Stjórn Verbúða hf. Höfn Hornafírði. — segir Guðni Hallgrfmsson, oddviti í Grundarfirði ■ „AUt sem við erum búnir að gera fer í hafið ef við getum ekki haldið áfram, fyrir utan að höfnin mundi lokast,“ sagði Guðni HaUgrímsson oddviti í Grundar- firði í viðtali við Tímann um vanda sem þeir eiga við að glíma þar vestra. Vandinn varðar hafnargerð. Verið er að byggja hafskipabryggju á Grundar- firði og var Grettir fenginn til að taka efni úr innri höfninni til fyllingar í hinn nýja garð, og dýpka höfnina jafnframt. í upphafi var gerð áætlun hjá Hafnar- málastofnun ríkisins um að Grettir skyldi flytja 14 þúsund rúmmetra en J)ví til viðbótar áttu að koma 20.000 m af fyllingarefni úr landi. Síðan átti að koma stálþil með tilheyrandi til að bryggjan komist í gagnið. Kostnaðaráætlun var gerð seint á síðasta ári og skyldi heildarkostnaður verksins vera 4.906 milljónir. í framhaldi af því var á fjárlögum veitt kr. 2.8 milljónir til verksins, einhver fjárveiting var til frá fyrra ári og það sem þá vantaði á skyldi hreppssjóður leggja fram. Verkið er sett á framkvæmdaáætlun og Hafnamálastofnunin annast fram- kvæmdir. 1. mars á þessu ári kemur ný kostnaðaráætlun frá Hafnar- málastofnuninni og hljóðar sú upp á 8 milljónir króna. Hreppsnefnd fer á stúfana að slá sér út lán, til að mæta þessari viðbót, m.a. með tryggingu í voninni um nýtt ríkisframlag á næstu fjárlögum. Það tókst og verkið hófst svo í vor. Nú hafa verið fluttir 40 þús. rúm- metrar af efni úr innri höfninni, f stað þeirra 14 þúsund, sem upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir og úr landi hafa 20 þúsund rúmmetrar verið fluttir, en nýjar áætlanir gera ráð fyrir 9 þúsund rúmmetrum í viðbót. Svo gerist það á mánudaginn, að oddvita á Grundarfirði berst enn ný kostnaðaráætlun frá Hafnamálastofnun, og gerir sú ráð fyrir að verkið kosti 12 milljónir króna. sú áætlun er dagsett 8. júní. Nú er sveitarstjómin illa á vegi stödd, annað hvort er að útvega fjórar milljónir í viðbót, til að verkið geti haldið áfram, eða þá að horfa á eftir því sem þegar er komið, berast inn f höfnina. Þá verður höfnin ónothæf og 8 milljónum króna er kastað á glæ. „Við emm hissa á þessu,“ sagði oddvitinn, „við héldum ekki að neitt svona gæti komið fyrir, en við emm víst varnarlitlir." SV Heyvagnar - Á tvöföldum 16“ hjólum. Lengd 5-6 metrar. Upplýsingar i sima 91-33700. „Talan búin til í fjárveitinganefnd” — segir Bergsteinn Gizurarson hjá Hafnarmálastofnun ■ „Þessar 4,9 milljónir eru i' engu sambandi við okkar áætlanir,“ sagði Bergsteinn Gizurarson verkfræðingur hjá Hafnarmálastofnun, þegar Tíminn leitaði svara hjá honum um hvernig sú stórkostlega aukning í efnisflutningum og verkkostnaði við Grundarfjarðar- höfn, sem oddvitinn í Grundarfirði segir frá, hafi getað orðið. „Þessi tala er búin til í fjárveitinga- nefnd, þegar verið er að deila út því takmarkaða fé, sem til hafnar- framkvæmda er veitt. Þessi tala segir aðeins hvaða fé er til, til að setja í verkið." Bergsteinn sagði síðan að fmmáætl- un, sem hann gerði á síðasta ári um kostnað á þessu verki hefði verið upp á 8,6 milljónir. Hún miðaðist við áætlað verðlag í mars á þessu ári. Tölur um pkMjmobll ÆVINTYRAHEIMUR BARNANNA SENDUM í PÓSTKRÖFU. LE/KFA NGA VERSL UN V HALLVE/GARSTÍG 1 SÍM/ 26010 efnismagn sem flytja þurfti beri í þeirri áætlun hans að mestu saman við nýjustu áætlun. Eftir að frumáætlun hans var gerð og verkið komið á framkvæmdaáætlun, tóku aðrir við hönnumþessog gerð nýrra áætlana, sem voru birtar 1. mars. Þar urðu mistök eða villur, sem urðu til þess að áætlaðir efnisflutningar minnka og kostnaðaráætlun jafnframt þannig að þá er áætlað að verkið kosti 8 milljónir í stað 8,6 einsog gert var ráð fyrir í frumáætlun. Þá er ekki tekið tillit til verðbólgu. Ýmislegt hafi svo orðið því valdandi að kostnaðurinn hækkar upp í 12 milljónir. Þar vegur mest að stál í þilið hækkaði miklu meira en ráð var fyrir gert, eða um 100% í stað 50% eins og áætlað var. Annað er að verkið reyndist meira en frumáætlun gerði ráð fyrir, fyrir þá sök að efnið sem tekið var úr höfninni reyndist fínna og því ódrýgra en áætlað var og svo reyndist dýpið, þar sem fyllingin er, meira en ráð var gert fyrir, vegna þess að stefna garðsins breyttist. Bergsteinn var hinsvegar ekki á þeirri skoðun að allt sem búið er að gera í höfninni verði ónýtt ef ekki tekst að afla fjár til að fullgera verkið, en viðlegu- pláss í höfninni mundi minnka verulega svo að vandræði hljótist af. „Það er öfugsnúið ef ekki tekst að útvega þetta fé þegar þess er gætt að þarna eru tveir togarar, sem kosta tugi milljóna,“ sagði Bergsteinn. „Það er hægt að kaupa togara á hafnir, sem ekki geta tekið á móti þeim, og þeir eru búnir radartækjum, sem eru svo dýr að flugmálastjórn getur ekki keypt þá og vindmælum sem eru of dýrir fyrir Veðurstofuna," sagði Bergsteinn Gizur- arson verkfræðingur. SV.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.