Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 17
DENNI DÆMALAUSI „Mamma, á hverju er ætlast til að ég þurrki á mér hendurnar? Hér eru ekki nema hrein handklæði. “ aðstæður, um framköllun, frágang, varðveislu myndanna, í svarthvítu eða lit. Bókin er auðveld í lestri og frábærar teikningar og myndir gera efnið auð- skilið. Með hjálp 1250 ljósmynda, skýringarteikninga, línurita og taflna eru hin flóknustu tækniatriði þannig sýnd og skýrð að byrjendur átta sig auðveldlega á þeim. Hér er fjallað um flestar gerðir myndavéla, búnað og fylgihluti, filmur, framköllun og stækkun og ótal margt fleira sem varðar ljósmyndatækni, bún- að, aðferðir og val myndaefnis. „Ljósmyndabókin" tekur því til flestra sviða Ijósmyndunar. Lýst er töku mynda af fjarlægum stjömukerfum og hvernig myndir eru teknar neðansjávar. En einnig þeir sem aldrei hyggjast beita slíkum tæknibrellum hafa full not af bókinni. Hér er líka gerð góð skil almennri, einfaldri myndatöku, fjöl- skyldumyndum, myndum teknum í sumar- eða vetrarleyfinu og í heima- húsum. Hvernig er hreyfing ljósmynduð? Hvernig næst bestur árangur við töku hópmynda? Eða við töku nærmynda og barnamynda? Hvaða linsa er heppi- legust hverju sinni? Notkun leifturljósa og linsuauka. Myrkraherbergið, ljós- mælar og val á hvers konar búnaði. „Ljósmyndabókin" er 350 blaðsíður að stærð og eins og áður segir með yfir 1250 myndum og teikningum. John Rud sýnir myndir úr íslenskum steinum ■ í sumar hefur staðið yfir sýning á höggmyndum umhverfis Norræna húsið eftir danska höggmyndarann JOHN RUD. Listamaðurinn hefur í sumar unnið að höggmyndum úr íslenskum efnivið, ss. gabbró, grágrýti, hrauni, líparíti o. fl. Auk þess hefur hann gert höggmynd úr ísl. stuðlabergi. Þessar höggmyndir verða til sýnis við Norræna húsið nk. laugardag og sunnudag og ætlar listamaðurinn að kynna verk sín milli kl. 14-17, ef veður verður ekki því verra. John Rud er á förum til Danmerkur, þar sem hann ætlar að sýna þessar höggmyndir úr íslenskum steinum, en stuðlabergshöggmyndin mun þó áfram prýða umhverfi Norræna hússins fram í september, eins og þær höggmyndir sem fyrir eru. gudsþjónustur Bústaðakirkja Guðsþjónusta sunnudag klukkan 11.00. Prestur séra Jón Ragnarsson. Organisti Guðni Guðmundsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta sunnudag klukkan 11.00. Prestur séra Þorbergur Kristjánsson. gengi íslensku krónunnar Gengisskráning nr. 132 - 27. júli'. 1982 kl. 9.15 01-BandaríkjadoUar......................... 02-SterIingspund .......................... 03-Kanadadollar ........................... 04-Dönsk króna ............................ 05-Norsk króna ............................ 06-Sænsk króna ............................ 07-Finnskt mark ........................... 08-Franskur franki......................... 09-Belgískur franki ....................... 10- Svissneskur franki .................... 11- Hollensk gyllini ...................... 12- Vestur-þýskt mark...................... 13- ítölsk líra ........................... 14- Austurriskur sch ...................... 15- Portúg. Escudo......................... 16- Spánskur peseti ....................... 17- Japansktyen ........................... 18- írskt pund ............................ 20-SDR. (Sérstök dráttarréttindi) ......... Kaup Sala . 11.983 12.017 ,. 21.000 21.060 . 9.509 9.536 . 1.4200 1.4240 . 1.8806 1.8859 . 1.9794 1.9850 ,. 2.5550 2.5623 . 1.7690 1.7740 0.2580 0.2588 5.8226 5.8392 4.4505 4.4631 4.9270 4.9410 0.00881 0.00883 0.7001 0.7021 0.1428 0.1432 0.1081 0.1085 0.04739 0.04753 16.9926 16.974 ' 13.0955 13.1329 AÐALSAFN - Lestrarsalur, Þingholtsstræti 27, simi 27029. Opiö alla daga vikunnar kl. 13-19. Lokað um helgar í mái, júní og ágúst. Lokaö júlímánuð vegna sumarleyfa. SÉRUTLÁN - afgreiðsla i Þingholtsstræti 29a, simi 27155. Bókakassar lánaðir skipum, heilsuhælum og stofnunum. SÓLHEIMASAFN - Sólheimum 27, simi 36814. Opið mánud. til föstud. kl. 14-21, einnig laugard. sept. til april kl. 13-16. BÓKIN HEIM - Sólheimum 27, simi 83780. Símatími: mánud. til fimmtud. ki. 10-12. Heimsendingarþjónusta á fjókum fyrir fatlaða og aldraða. HLJÓÐBÓKASAFN - Hólmgarði 34, sími 86922. Opið mánud. til föstud. kl. 10-16. Hljóðbókaþjónusta fyrir sjónskerta. HOFSVALLASAFN - Hofsvallagötu 16, simi 27640. Opið mánud. til föstud. kl. 16-19. Lokað I júlimánuði vegna sumarleyfa. BÚSTAÐASAFN - Bústaðakirkju, simi 36270. Opið mánud. til föstud. kl. 9-21, einnig á laugardögum sept. til apríl kl. 13-16. BÓKABÍLAR - Bækistöð i Bústaðarsafni, simi 36270. Viðkomustaðir viðs vegar um borgina. bilanatilkynningar ' Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sel- tjamarnes, sími 18320, Hafnarfjörður, simi 51336, Akureyri simi 11414, Keflavík sími 2039, Vestmannaeyjar, simi 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður, sími 25520, Seltjarnarnes, sími 15766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Seltjamar- nes, simi 85477, Kópavogur, sími 41580, ettir kl. 18 og um helgar sími 41575, Akureyri, simi 11414. Keflavik, símar 1550, eftir lokun 1552. Vestmannaeyjar, símar 1088 og 1533, Hafn- arfjörður sími 53445. Slmabilanir: I Reykjavik, Kópavogi, Sel- tjamarnesi, Hafnarfiröi, Akureyri, Keflavik og Vestmannaeyjum, tilkynnist i 05. Bilanavakt borgarstofnana: Sfmf 27311. Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa á aðstoð borgarstofnana að halda. FÍKNIEFNI - Lögreglan i Reykjavík, móttaka upplýsinga, simi 14377 sundstaðir Reykjavfk: Sundhölliq, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl. 13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar i Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vestubæjariaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karia. Uppl. i Vesturbæjarfaug I sima 15004, i Laugardalslaug i síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatimar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug i Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatimi á fimmtud. kl. 19-21. Laugardaga opið kl. 14-17.30, sunnudaga kl. 10-12. Sundlaug Brelðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-8.30 og 17-20.30. Sunnu- daga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavlk Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 I april og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — í maí, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. — I júli og ágúst verða kvöldferöir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðlr eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavik kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi simi 2275. Skrifstof- an Akranesi sími 1095. Afgrelðsla Reykjavlk sími 16050. Sim- » svari í Rvik simi 16420. I i i ■ Gylfl Ægisson hcfur lengi verið vinsæll í óskalagaþxtti sjómanna, „A frívaktinni". Á frf- vaktinni” ■ Óskalagaþáttur sjómanna „Á frívaktinni" er á dagskrá útvarps á eftir hádegisútvarpinu, og er hann í umsjá Sigrúnar Sigurðardóttur, en hún hefur kynnt lögin á móti Margréti Guðmundsdóttur í fimm ár. Við slógum á þráðinn til Sigrúnar, og spurðum hana hver væru vinsæl- ustu lögin meðal sjómannanna. „Þaö er áberandi að það eru íslensk lög í meirihluta, en hlutur þeirra hefur verið að aukast síðustu tvö árin, sjálfsagt í réttu hlutfalli við plötuútgáfu" sagði Sigrún. „Það er alltaf beðið um þó nokkuð af sjómannalögum, til dæmis hafa lögin hans Gylfa Ægissonar og áhafnarinnar á Halastjörnunni alltaf verið geysivinsæl, og núna í sumar hefur verið þó nokkuð beðið um lög | af nýju plötunni með Upplyftingu." Sigrún sagði að ekki væri mikið I beðið um nýbylgjutónlist eða rokk í þættinum, heldur væri uppistaða laganna létt danslög sem væru | vinsælust hverju sinni. -SVJ I útvarp Föstudagur 30. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur 8.00 Freftir. Dagskrá. Morgunorð: 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sólar- bliðan, Sesselja og mamman i krukk- unni“ 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Morguntónleikar. 11.00 „Mér eru fomu minnln kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn. 11.30 Létt morgunlög 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Á frivaktinni Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.10 „f Babýion vlð vötnin ströng“ eftir Stephen Vincent Benét. Gissur Ó Eriingsson les þýðingu sina. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatiminn Heiödís Norðfjörð stjómar barnatíma frá Akureyri. 16.40 Hefurðu heyrt jjetta? Þáttur fyrir börn og' unglinga i umsjá Sigrúnar Björnsdóttur 17.00 Siðdegistónleikar 18.00Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynninfjar. 19.40 Á vettvangi 20.00 Lög unga fólksins 20.40 Sumarvaka: Heyannir Samfelld dagskrá í samantekt Sigurðar Óskars Pálssonar skólastjóra. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Farmaður i friði og striði“, eftir Jóhannes Helga Séra Bolli Gústavsson les (10). 23.00 Svefnpokinn Umsjón: Páll Þor- steinsson. 00.50 Fréttir. Dagskrártok. Laugardagur 31. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Freftir. Dagskrá. Morgunorð: 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar Tónleikar 9.30 Óskalög sjúklinga. Ása Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregn- ir). 11.20 Sumarsnældan Þáttur fyrir krakka. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.35 fþróttaþáttur 13.50 A kantinum 14.00 Dagbókin 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 f sjónmáli þáttur fyrir alla fjölskyld- una i umsjá Sigurðar Einarssonar. 16.50 Barnaiög 17.00 Kalott-keppnin i frjálsum fþrótt- um í Arvidsjaur i Sviþjóð. 17.45 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Rabb á laugardagskvöldi Haraldur Ólafsson ræðir við hlustendur. 20.00 Janos Solyo-leikur á pianó 20.30 Kvikmyndagerð á fslandi 5. þáttur. 21.15 „Út söngbók Garðars Hólm“ Söng- lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson við kvaeði eftir Halldór Laxness. 21.401' dönskum dómsölum Dr. Gunn- laugur Þórðarson flytur annað erindi sitt. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- | undagsins Orð kvóldsins 22.35 „Farmaður i friði og striði“, eftlr I Jóhannes Helga Séra Bolli Gústavsson les (11). 23.00 „Skvetta, falla, hossa og hrista'' | Söngvar og dansar frá liðnum árum. 24.00 Um lágnættið Umsjón: Árni Björns- son 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á rokkþingi: Síðasti valsinnll? 03.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.