Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 3 fréttir iBlfMR ÚR VERKAMANNABÚ- STðÐUM A AIMENNAN MARKAB? Ellilífeyrir: HÆKKAR UM 4% teluð starfi ■ Ellert Sigurbjörnsson sem nú hefur sjónvarpinu af HaUdóri HaUdórssyni. dagskrárfuUtrúa hjá Tímamynd: Róbert. en tekjutrygging um tæp 9% ■ Teknar hafa verið ákvarðanir um hækkun elli- og örorkulífeyris frá 1. júlí s.l. Almennur lífeyrir hækkar úr kr. 1.992 í kr. 2.072 á mánuði eða um VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI Gerum til boð i að sœkja bila hvert á land sem er. Simi 33700, Reykjavik. 4%. Tekjutrygging hækk- ar þó ívið meira eða um 8,8%, þ.e. úr kr. 2.121 á mánuði í kr. 2.308 á mánuði. Þeir sem hafa elli- eða örorkulífeyri auk tekjutryggingar höfðu í júní kr. 4.113 á mánuði, en hafa nú í júlí og ágúst kr. 4.380 hvorn mánuðinn. Hækkunin nemur 6.5%. Þá hefur svonefnt frítekjumark verið hækkað um 60% eða í kr. 17.280,- fyrir einstaklinga og í kr. 24.190,- fyrir hjón. Frítekjumarkið segir til um, hvaða árstekjur viðkomandi má hafa án þess að til skerðingar tekjutryggingar komi. Á þessu ári hafa ofangreindar bætur hækkað tvívegis auk þeirrar hækkunar sem nú hefur verið ákveðin, en það var 1. mars um 7,51% og 1. júní um 10,33%. Heildarútgjöld lífeyristrygginga fyrri hluta þessa árs eru kr. 486.237.000 en kr. 1.072.585.000 eru áætlaðar á fjárlög- um yfirstandandi árs fyrir þennan málaflokk. Brádabirgðalög sett í gær sem afnema kaupskyldu sveitarfélaga ■ Forseti íslands hefur gefið út bráðabirgðalög er varða kaupskyldu sveitarfélaga á verkamannabústöðum. Með lögunum er kaupskylda afnumin og forkaupsréttur ákveðinn í staðinn. „Ég hygg að þessi lög hafi verið gefin út vegna þess að nokkur lítil sveitarfélög á landsbyggðinni, sem stundum eru vanmáttug, hafa borið sig ákaflega illa vegna þessarar kaupskyldu. Kaupskyld- an getur leitt til þess að sveitarfélögin verða á miðju ári, óvænt, að kaupa dýrar eignir sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun. Þetta hefur sumstaðar komið sér mjög illa,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri hús- næðismálastofnunar ríkisins í samtali við Tímann í gær. Kaupskyldan var sett með lögum árið 1980. Var hún sett í þeim tiigangi að tryggja að íbúðirnar sem hér um ræðir færu ekki út úr verkamannabústaðakerf- inu, þannig að þær héldu áfram að þjóna sínum upphaflega tilgangi, að vera húsnæði fyrir láglaunafólk og almennt launafólk. Getur þetta leitt til þess að sveitar- félög afsali sér forkaupsréttinum úr því að skyldan er ekki lengur fyrir hendi? „Það v'erður reynslan að leiða í ljós. Ég sjálfur er tortrygginn. Þetta gæti leitt til þess, að einhverjar íbúðir falli út úr kerfinu. Skilningssljóvar sveitar- stjórnir gætu sleppt þessum íbúðum út á almennan rnarkað,11 sagði Sigurður. í frétt frá félagsmálaráðuneytinu segir: „Með ákvæðum laganna um rétt íbúðareiganda að verkamannabústað , sem hann vill selja, til aukinna verðbóta eftir 10 ára og 20 ára eignarhald, var leitast við að finna sanngjarna verðbóta- reglu, sem átti allvel við þegar hún var sett á sjöunda áratugnum. Með vaxandi verðbólgu hefur þessi regla valdið slíkum stökkbreytingum á verðlagning- unni við umrædd tímamörk, að ekki verður lengur við unað. Fólk heldur að sér höndum með sölu og bíður eftir því að ná 10 ára eða 20 ára eignarhaldstíma. Því markmiði, að veita sanngjarnar verðbætur, er unnt að ná á annan hátt með því að láta hinar sérstöku verðbætur fara smátt og smátt vaxandi (4% á ári) með auknum eignarhalds- tíma, en forðast snöggar breytingar." -Sjó Sjónvarpid hefst að nýju á sunnu dagskvöld eftir sumarfrí: 3 nýir mynda- f lokkar hef ja ■ Sumarbústaðurinn Lynghóll við Vatnsendastíflu gereyðilagðist af eldi í gær. Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn laust eftir klukkan 17. Þegar komið var á vettvang var bústaðurinn alelda. Slökkvistarf gekk vel. Eldsupptök eru ókunn. Tímamynd Róbert. nú göngu sína ■ Nú á sunnudaginn hefst sjónvarp að nýju og kennir ýmissa grasa á dagskrá fyrstu vikunnar, sem gefa hugmynd um það hvers vænta má á sjónvarpsskermin- um í haust. Við ræddum við nýjan dagskrárfulltrúa sjónvarpsins, EHert Sigurbjörnsson um ýmsa helstu Uðina, en hann tekur nú við starfi af HaUdóri HaUdórssyni. „Á sunnudaginn kl. 16 verður byrjað með því að sýna hinn fræga leik úr HM á milli Argentínu og Brasilíu, en honum hafa margir beðið eftir. Að kvöldi sama dags, kl. 18.10 hefst svo nýr framhalds- myndaflokkur fyrir böm, sem heitir Leyndarmálið í verksmiðjunni og ætti að vera nokkuð spennandi þáttur. Síðar um kvöldið er svo ný sjónvarpsmynd, bresk, sem heitir „Saga tveggja borga“ (Tale of two cities) eftir sögu Charles Dickens. Síðast á kvöldinu verður svo sýnd enn ein mynd frá HM. Á þriðjudag verður byrjað að sýna nýjan lögregluframhaldsþátt, „Der- rick,“ og hefur nú verið valinn þýskur þáttur um samnefndan þýskan spæjara. Nýr sænskur framhaldsmyndaþáttur hefst svo á miðvikudaginn, en hann nefnist „Babelshús" og gerist á sjúkra- húsi í Stokkhólmi. Hann fjallar um mann sem fær hjartaáfali og er lagður inn. Af föstum liðum mætti svo nefna „Prúðu leikarana“ og „Löður", sem verður á sínum stað. Að lokum má svo geta þess fyrir knattspyrnuáhugamenn að þann 8. ágúst verður úrslitaleikurinn úr HM endursýndur, ef einhverjir kynnu að hafa misst af honum. Þennan sama dag verður einnig sýnd mynd frá grænlenska sjónvarpinu um Eirík rauða, sem gerð er í tilefni af þúsund ára hátíðinni þar í landi og nefnist “Hann kallaði landið Grænland.“ Þá hefst þetta kvöld enn nýr framhaldsmyndaflokkur franskur um „Jóhann Kristófer," sem byggður er á sögu Romain Rolland.“ Stjórnarskrár- nefnd: Fundar íþrjá Húsavík ■ Stjórnarskrámefnd kemur sam- an til fundar á Hótel Húsavík 2. ágúst næst komandi. Fundurinn mun standa í þrjá daga og á honum verða reifuð flcst mál sem ncfndinni er ætlað að fjalla um, kjördæmamálið, deildaskipan Alþingis og fleira. Nefndin hefur komið saman viku- lega um nokkurt skcið. En vegna þess hve erfiðlega hcfur gengið að ná mönnum saman, m.a. vegna sumar- leyfa, var afráðið að efna til fundarins á Húsavík. Stefnt er að því að nefndin Ijúki störfum sínum áður en Alþingi kemur saman 10. október í haust. -Sjó Radarmál ið leyst ■ Samkomulag er orðið um að flugumferðastjórar úr Reykjavík setjist við radarskerminn fræga í flugturni Keflavíkurflugvallar. í tilkynningu Samgönguráðu- ncytisins segir að ákveðið hafi verið að kaupa „radarlink", eins og sagt hefur vcrið frá í Tímanum, og síðan scgir orðrétt: „Þar sem kaup, uppsetning og prófun slíks búnaðar tekur óhjá- kvæmilega nokkurn tíma, allt að tveim árum, hafa samgönguráðherra og utanríkisráðherra orðið sammála um aðgang starfsmanna úr Reykja- vík að radartækjum Keflavíkurflug- vallar vegna radaraðflugs að Reykja- víkurflugvelli." Ásgeir Einarsson, sem gegnir störfum flugvallarstjóra á Keflavfk- urflugvelli um þessar mundir sagði Tímanum í gærkvöld að sér hefði ekki borist tilkynning um samkomu- lagið og því væri honum ókunnugt um hvenær það tekur gildi og undir hvers stjórn mennimir verða. -SV Innbrot í Jasmín ■ Innbrotsþjófur var á ferð í versluninni Jasmín við Grcttisgötu í Reykjavík í fyrrinótt. Komst þjófur- inn inn um glugga á bakhlið hússins. Tíndi hann saman varning fyrir Jm 23 þúsund krónur. í miðjum klíðúm virðist þjófurinn hafa styggst af einhverjum ástæðum. Hélt iiann á brott úr versluninni með aðeins hluta þess varnings sem hann hafði tínt saman. Varningurinn sem hann hafði á brott með sér er metinn á um fjögur þúsund krónur. -Sjó SÍMINN HÆKKAR UM 18% ■ Póst- og símamálastofnunin hef- ur fengið heimild til 18% gjaldskrár- hækkunar og tekur ný gjaldskrá fyrir símaþjónustu gildi 1. ágúst 1982, en fyrir póstþjónustu 1. september. Helstu breytingar á símagjöldum verða sem hér segir: Stofngjald fyrirsíma hækkarúrkr. • 1.491,00 í kr. 1.759,00 og sfmnotandi greiðir fyrir talfæri og uppsetningu tækja eins og áður. Gjald fyrir umframskref hækkar úr kr. 0,57 í kr. 0,67 og afnotagjald af heimilissfma á ársfjórðungi hækkar úr kr. 241,40 í kr. 285,00. Venjulegt flutningsgjald milli húsa á sama gjaldsvæði hækkar úr kr. 745,50 í kr. 879,50. Við gjöld þessi bætist söluskattur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.