Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR U. ÁGÚST 1982 7 B Mynd þessi var gerð í tilefni af stofnfundi OAU í Addis Ababa 1963 og sýnir þjóðarleiðtogana, sem þar maettu. Þekktastur þeirra var Haile Selassie, keisari Eþíopíu, en hann var aðalhvatamaður þess, að samtökin voru stofnuð. Klýfur Kadhafi sam- tök Afríkuríkjarma? Mikil andstaða gegn honum sem formanni ■ FYRIR 19 árum eða 1963 komu þjóðhöfðingjar eða þjóðarleiðtogar Afríku, 36 að tölu, saman til fundar í Addis Ababa, höfuðborg Eþíopíu, og ákváðu að stofna samtök Aíríkuríkja, sem hlutu nafnið Einingarsamtök Afríku. Samtök þessi hafa síðan verið þekkt undir skammstöfuninni OAU (Organization of African Unity) Miklar vonir voru bundnar við þessi samtök, enda markið sett hátt í Addis Ababa fyrir 19 árum. Þau áttu að stuðla að samvinnu Afríkuríkja á mörgum sviðum. Þau skyldu vinna að því að leysa deilur, sem kynnu að rísa milli Afríkurfkja, svo að ekki þyrfti að kalla til utanaðkomandi aðila. Þau skyldu vinna að efnahagslegri samvinnu, menn- ingarlegri samvinnu, vísinda- og tækni- legri samvinnu og þar fram eftir götunum. Til að sjá um allt þetta margvíslega starf, var komið upp bækistöð í Addis Ababa með allfjölmennu starfsliði. Þá skyldu utanríkisráðherrar ríkjanna hitt- ast eftir þörfum og árlega skyldi haldinn fundur þjóðarleiðtoga. Fundir þjóðarleiðtoganna skyldi haldnir á víxl í höfuðborgum ríkjanna og fylgdi það því, að þjóðarleiðtoginn í því ríki, þar sem fundurinn var haldinn, skyldi teljast formaður Samtakanna næsta ár. Þær vonir, sem hinir bjartsýnustu gerðu sér um þessi samtök, hafa áreiðanlega ekki rætzt. Hins vegar verður því ekki neitað, að þau hafa á ýmsum sviðum náð sæmilegum árangri og stundum leyst deilur milli ríkja. Af þeim ástæðum hafa staðið verulegar vonir til þess, að starfsemi OAU ætti eftir að styrkjast og ná vaxandi árangri. NÚ RÍKIR hins vegar nokkurt vonleysi í þessum efnum. Ástæðan er sú, að nítjándi þjóðhöfð- ingjafundurinn, sem átti að halda í Trípolí í Líbýu í síðustu viku, fór út um þúfur og vafasamt þykir, að hægt verði að halda nýj an fund, a. m. k. ekki í bráð. Fjölgað hefur verulega í samtökunum síðan 1963. Þátttökuríki eru nú 50. Samkvæmt lögum OAU, eru þjóðhöfð- ingjafundimir því aðeins löglegir, að mættir séu fulltrúar frá tveimur þriðju þátttökuríkjanna, eða í þessu tilfelli fulltrúar frá 34 n'kjum. Á Tripólifundinn voru mættir fulltrú- ar frá 29 ríkjum, þar af voru 17 þjóðarleiðtogar. Fjórtán höfðu sent fulltrúa í stað sinn en það er leyfilegt, ef viðkomandi þjóðarleiðtogi telur sig ekki eiga heimangengt. Nítján þjóðarleiðtogar höfðu til- kynnt, að þeir myndu ekki sækja fundinn né senda fulltrúa í sinn stað. Þar ■ Kadhafi með var ljóst, að fundurinn gæti ekki orðið löglegur. Það vom þjóðarleiðtogarnir frá eftir- töldum ríkjum, seem höfnuðu þátttöku: Kamerún, Fílabeinsströndin, Comoros, Djibouti, Egyptaland, Gabon, Gambía, Guinea, Miðbaugs-Guinea, Efri-Volta, Líbería, Marokkó, Niger, Mið-Afríku- lýðveldið, Senegal, Somalia, Súdan, Túnis, Zaire. Þjóðhöfðingjar Uganda og Sierre Leone höfðu ekki sent afboð, en hins vegar ekki sent fulltrúa, svo að afstaða þeirra var óráðin. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga, sem vom komnir til Tripoli, vom Chadli, forseti Alsír, Mengistu Haile Mariam, forseti Eþíopíu, Julius Nyerere, forseti Tanzaniu, Kenneth Kaunda, forseti Zambiu, Robert Mugabe, þjóðarleið- togi Zimbabwe og Jerry Rawlings, þjóðarleiðtogi Ghana. Sérstaka athygli vakti, að Sekou Toure, sem eitt sinn var talinn róttækasti' þjóðarleiðtogi Afríku, sendi afboð. TVÆR ÁSTÆÐUR em taldar hafa ráðið mestu um það, að ekkert varð af þjóðhöfðingjafundinum í Trípoli. Hin fyrri var sú, að á fundi samtakanna, sem haidinn var í Addis Ababa í febrúarmánuði til að ræða um fjárlög þeirra, kom framkvæmdastjóri þeirra því þannig fyrir, að skæmliðasam- tökin í Vestur-Sahara, Polisario, vom skráð sem fulltrúi Vestur-Sahara og þannig bættist 51. ríkið í samtökin. Vestur-Sahara var áður spænsk ný- lenda og stefndu Spánverjar að því að veita henni sjálfstæði. Marokkó gerði þá innrás í nýlenduna og var niðurstað- an, að Spánverjar féllust á, að henni yrði skipt milli Marokkó og Mauritaníu. Síðar féllst Mauritanía á, að afsala Marokkó sínum hluta. Þjóðfrelsishreyfingin í Vestur- Sahara, Polisario, hefur neitað að viðurkenna yfirráð Marokkó og haldið uppi öflugum skæmhemaði með tilstyrk Alsír, Líbýu og fleiri ríkja. Mörg Afríkuríki hafa viðurkennt Polisarío sem hina réttu stjórn Vestur-Sahara, en neitað að viðurkenna yfirráð Marokkós. Þetta hefur verið eitt erfiðasta deilumál- ið, sem OAU hefur fengizt við. Sennilega er meirihluti Afríkuríkja nú á bandi Polisarió, og eina leiðin til að hindra það, að Polisario fengi fulla viðurkenningu á Tripólí-fundinum hef- ur verið að afstýra því, að fundurinn yrði haldinn. Hin ástæðan hefur líka vafalítið verið þung á metunum, en hún er að Kadhafi, forseti Libýu, hefði orðið forseti OAU næsta ár, ef fundurinn hefði verið haldinn í Tripólí. Til þess hafa sumir þjóðarleiðtogarnir, sem höfnuðu þátt- töku, ekki getað hugsað. Andstöðuna gegn Kadhafi má nokk- uð ráða af því, að 17 Afríkuríki hafa ekki stjómmálasamband við Líbýu. Kadhafi hefur eins og vænta mátti, tekið því mjög illa, að fundurinn í Tripólí fór út um þúfur. Hann hefur haft orð á því að kveðja saman sérstakan fund Afríkuríkja og er ekki ósennilegt, að hann geri alvöru úr því, ef hann fær meira en heldming þeirra til að taka þátt í honum. Af Kadhafi og fleiri er því haldið fram, að Bandaríkin hafi átt vemlegan þátt í því, að ekkert varð úr Tripólí- fundinum. Víst er það, að Bandaríkin em mjög andstæð Kadhafi og hefðu illa getað sætt sig við hann sem formann OAU. Flest þau ríki, sem höfnuðu þátttöku, hafa meira og minna nána samvinnu við Bandaríkin. Það þykir ljóst af þessum málalokum í Tripóli, að Afríkuríkin em enn meira skipt en þau vom yfirleitt álitin vera. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar eriendar f réttir ■ Um 10 þúsund manns hafa nú fallið eða særst í átökum þeim sem staðið hafa í Líbanon að undanförnu • og samkvæmt frétt í Extra blaðinu danska nú eftir helgina munu af þeim um 2000 manns hafa misst hand- eða fótlegg. Læknirinn Fatha Arafat, bróðir leiðtoga PLO, segir í samtali við blaðamann Extrablaðsins að íbúa Beirut skorti nú sárlega mat, vatn og umönnun. Hið litla vatn sem fengist væri mengað og því stórhætta á að farsóttir breiddust út í borginni. „ísraelsmenn gera sprengiárásir á neyðarsjúkrahús okkar og við meg- um stöðugt finna nýja staði til að Míkill skortur er á sjúkrahúsrými í Beirut og hefur neyðarsjúkrahúsum viða verið komið upp. annast Fatha. þá sem særst hafa“ segir ■ Afganistan: Harðir bardagar munu að undanfömu hafa geisað í Kabúi höfuðborg landsins á milli skæruliða og stjómarliða. Sagt er að um 30 stjómarliðar hafi fallið er skæmliðar gerðu árás á vopnabúr sovéska hersins í borginni. Ekki mun hafa verið barist í höfuðborginni af jafnmikilli hörku s.l. ár. Skæruliðar hafa gerst æ ágengari að undanförnu og að sama skapi hefur stjómin átt í æ meiri erfiðleikum við að endumýja herlið sitt. ■ Bandaríkin: Hæstiréttur San Francisco hefur komist að þeirri niðurstöðu að fómarlömb og ættingjar þeirra sem tilheyrðu söfnuði Jim Jones Musterisfólkinu er framdi sjálfsmorð í Gyana fyrir 4 ámm eigi að fá bætur úr sjóðum safnaðarins sem munu vera alldigrir. Hæstu bætumar fær aðstoðarmaður Leo Ryans I- Bandaríkjaþingmanns sem myrtur var er hann heimsótti söfnuðinn til að kynna sér aðstæður þar. Skaðabætumar til hans nema 360 þús. dollara. ■ PóIIand: Forráðamenn Einingar í PóIIandi hafa hvatt meðlimi samtakanna til að halda áfram mótmælum gegn stjóminni. í nýjasta blaði samtakanna segir að nýlegar tilslakanir stjómarinnar þar séu aðeins til málamynda um brott- |flutiiing PLO frá Beirut: ísraelsmenn samþykkja en með skilyrðum ísraelsmenn gáfu út yfirlýsingu þess efnis í gær að þeir fallist á aðalatriði þeirrar áætlunar sem Philip Habib sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjamanna hefur lagt fram til lausnar deilunni í Líbanon. Þeir setja þó nokkur skilyrði fyrir sam- þykki sínu þeirra á meðal að allir PLO-menn sem nú em í Beirut fari til landa þeirra er sagt hafa að muni taka við þeim en auk þess vilja ísraelsmenn fá nákvæmari upplýs- ingar um hver þessi lönd séu. Skömmu eftir að þetta hafði komib fram gerðu ísraelsmenn svo enn eina loftárásina á Beirut sem stóð j um hálfa klukkustund en ekki mun hafa verið mikið mannfall vegna hennar. Fregnir herma að ísraelsmenn setji ýmis önnur skilyrði fyrir brottflutningi PLO-mannai sem ekki er að finna í áætlunum Philips Habib eins og að friðargæslusveitir þær sem koma á fyrir í Beirut komi ekki fyrr en að liðsflutningum PLO frá borginni sé að mestu lokið. Sharon vamarmálaráðherra ísraels á þó að hafa sagt Philip Habib að fsraelsmenn hefðu nú nógsvigrúm og tíma til að semja um öll skilyrðin. ■ Algeng sjón á götum Beirut. Um 10 þús- und hafa fallið eða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.