Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 20
VARA HLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrxfs Simi (91 ) 7 - 75 - 51. (91) 7 - 80 -3«. Skemmuvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikiö úrval Opió virka daga 9 19- Laug.ir daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag / afi — — abriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir ÍS-riS V *v,, PLOTU vERÐ í DAG. f JLí 4É % <***'«<*» •Vk- Forráðamenn plötuklúbbsins þeir Siguröur Engilbertsson og Halldór Jónasson, á milli þeirra er starfsmaður ; búðarinnar Ólafur Gunnlaugsson. Tímamynd Ella Nýr plötuklúbbur stofnadur: HUGMYNDIN LENGI GERJUN — mikið til hugsað til að þjóna landsbyggðinni betur ■ „Þessi hugmynd var lengi í gerjun hjá okkur og segja má að fyrirtækið sé að miklu leyti byggt upp í kringum hana“ sögðu þeir Halldór Jónasson og Sigurður Engilbertsson eigendur plötubúðarinnar LIST í Miðbæjarmarkaðinum en þeir félagar hafa nú komið á fót plötuklúbb og eiga allir viðskiptavinir búðarinnar þess kost að verða meðlimir klúbbsins. „Starfsemi klúbbsins byggir ekki mikið á erlendum fyrirmyndum heldur eru þetta mest pkkar eigin hugmyndir og útsetningar, en margir hafa einnig ráðlagt okkur um starfsemina. Klúbbar eins og þessir hafa að einhverju leyti verið starfrækir hérlendis áður fyrr en með misjöfnum árangri. Hins vegar eru þeir algengir erlendis. Okkar klúbbur er byggður á nokkuð öðrum grundvelli en klúbbar erlendis, til dæmis þá er erlendis yfirleitt um ákveðin skyldukaup á plötum að ræða hjá meðlimum en slíkt verður ekki hjá okkur“. Allt að 20% afsláttur í máli þeirra Halldórs og Sigurðar kom fram að klúbbmeðlimir njóta sérstakra vildarkjara hjá búðinni og býðst þeim afsláttur á plötum eftir því hve mikið er keypt. Fyrir eina plötu fæst 10% afsláttur, 2-4 plötur gefa 15% afslátt og 5 plötur eða fleiri 20%. Par fyrir utan munu kiúbbmeðlimir fá sendan heim bækling mánaðarlega þar sem getið er um nýjar plötur og umsagnir um þær. „Þessi klúbbur er mikið til hugsaður fyrir landsbyggðina og ætlum við okkur að gera fólki þar kleift að fá nýjar plötur' sendar heim strax“ sögðu þeir Halldór og Sigurður. Starfsemi klúbbsins fór í gang nú um mitt sumar og þegar eru meðlimir j klúbbsins orðnir um 100 talsins. Þeir j félagar ætla í framtíðinni að koma sér j upp lager af gömlum plötum með góðum tónlistaimönnum, íslenskum og erlend- um, en leggja að öðru leyti áherslu á að hafa sem fjölbreyttast úrval tónlistar á öllum sviðum, allt frá klassík og til pönks. -FRIÍ dropar MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Fréttir Togarinn Már tók niðri ■ Togarinn Már frá Ól- afsvík tók niðri er hann var á siglingu undan Ólafsvík- urenni í fyrrinótt um klukkan hálf fjögur. Kenndi skipið grunns á fjöru, en komst út á eigin vélarafli, þegar sjór féll undir það á flóðinu. Við strandið festist stýri togarans en þrátt fyrir það tókst að sigla honum inn í Ólafsvíkurhöfn. Þangað var hann kominn laust fyrir klukkan átta í gær- morgun. Skemmdir á Má eru ekki taldar verulegar. - Sjó. Beinbrotinn á spítala ■ Annar maðurinn sem slasaðist í Botnssúlum í Hvalfirði á sunnudag liggur enn á sjúkrahúsi. Mun hann vera mjaðmagrind- arbrotinn og búist er við að hann þurfi að liggja að minnsta kosti þrjár vikur. - Sjó. Bfll veltur á Þingvalla- veginum ■ Bíll skemmdist talsvert þegar hann valt á Þing- vallaveginum á Mosfells- heiði laust eftir hádegið í gær. Tveir menn voru í bflnum og mun annar þeirra hafa misst meðvit- und við veltuna. Var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Borgarsjúkra- hússins. Á leiðinni rankaði hann við sér og mun hann ekki mikið meiddur. - Sjó. „Maður má ekkert” ■ Ágætis viötal er við Guð- laug Arason, rithöfund, í nýjasta helgarblaði Dags á Akureyri. Upphaf þess er með kostulegra móti og látum við það fylgja hér: „Gulli gaf okkur kaffi og sagði að það væri nú ekki nema sjálfsagt að rabba við okkur en spurði síðan. G.: Um hvað eigum við að tala? Blm.: Bara hvað sem er. G.: Má ég þá tala um listir? Blm.: Nei, það finnst öllum svo leiðinlegt. G.: Má ég þá tala um bæjarstjóraráðninguna á Dal- vík? Blm.: Nei, biddu fyrir þér. G.: Nú, maður má ekkert. Blm.: Jú, jú Gulli minn. Þú getur t.d. sagt okkur af hverju þú fluttir til Akureyrar." Borgin sem kemur á óvart ■ Dropar sáu auglýsingu í DV í gær frá ferðaskrifstofu hér í borg sem var að auglýsa ferðir til Amsterdam. „Borg- in, sem kemur á óvart“, eins og segir í auglýsingunni. Á næstu blaðsíðu er auglýs- ingunni fylgt eftir með heilsíðu grein um Amsterdam undir fyrirsögninni: „Allt á niðurleið í Amsterdam.“ Lesendur DV þurfa því ekki að fara í neinar grafgötur um hvað það er sem kemur á óvart. Guðnihættir hjá SUF ■ Fyrstu helgina í september nk. verður haldið þing Sam- bands ungra framsóknar- manna að HúnavöUum í austur Húnavatnssýslu. Þar verður að venju kosið í stjórn sam- takanna. Samkværat heimUd- um Dropa þá hefur núverandi formaður SUF ákveðið að gefa ekki kost á sér tU endurkjörs, þ.e. Guðni Ágústsson. Eru menn þegar farnir að velta fyrir sér hugsanlegum arftaka og hafa nöfn Jóns Sveinssonar, Akranesi, Finns Ingólfssonar, fyrrverandi for- manns Stúdentaráðs, Þóru Hjaltadóttur, Akureyri, og Arnar Bjamasonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra SUF, verið nefnd i þvi sambandi. Krummi ... telur orðið tímabært að Egg- ert Haukdal fái sér blaðafuU-; trúa ef það gæti orðið tU þess ' að hann áttaði sig á því hvenær hann væri fylgjandi ríkisstjóm- inni og hvenær ekki. Krummi er hins vegar sammála Eggert að Ólafur Ragnar sé ekki hæfasti maðurinn tU starfans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.