Tíminn - 11.08.1982, Síða 3

Tíminn - 11.08.1982, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR U. ÁGÚST 1982 3 fréttir Fá opinberir starfsmenn borgaðar fullar verðbætur? „EG HEF OFT BOÐIÐ BSRB 2.9% UPPIVÆNTANLEGAN SAMNING” — segir Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra ■ „Ég hef boðið BSRB oftar en einu sinni að ef samningar hafa ekki tekist fyrir 1. sept. og þessi bráðabirgðalög verða sett, þá fái þeir þessi 2,9% engu að síður borguð út upp í væntanlegan kjarasamning eða sem hluta af honum“, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra í samtali við Tímann er við spurðum hann um viðbrögðin við ályktun þeirri sem BSRB samþykkti á fundi í fyrrakvöld, þar sem m.a. var boðað til verkfalls vegna væntanlegrar setningar bráðabirgðalaga um vísitölumál. „Ég taldi rétt að gera forystu- mönnum BSRB grein fyrir því að umræður um verðbótamál innán stjórnarliðsins hefðu fallið á þennan veg. Ég sagði þeim og stend áfram við það að ég tel að þetta breyti í sjálfu sér engu um kjarasamninga BSRB og þess- vegna finnst mér viðbrögð þeirra við þessu einkenniieg.“ Ragnar tók það fram að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um þetta verðbótamál, en sem kunnugt er var hugmyndin að sú 2,9% skerðing sem ASÍ og fleiri aðilar hafa samið um gengi jafnt á alla línuna. „í fyrsta lagi er ljóst að báðir aðilar, ríki og BSRB, hefðu tekið fullt tillit til þess hvort þessi 2,9% hefðu komið til útborgunar eða ekki við gerð væntanlegs kjarasamnings“, sagði Ragnar. „Það hefði því heldur ekki átt að ■ Ragnar ■ Kristján breyta neinu um launagreiðslur sem kæmu til útborgunar 1. sept.“ Ragnar Arnalds sagði enn- fremur að almennt séð væri þetta mál ekki tilkomið vegna BSRB og skipti þar ákaflega litlu máli. „Þetta er frekar tilkomið vegna hinna mörgu aðila á vinnumarkaði sem í mörgum tilvikum er hálaunafólk, eða með allgóðar tekjur, en myndu sem sagt ekki fá greidda sömu vísitölu og láglaunafólkið heldur 3% hærri verðbætur og þetta er því fyrst og fremst samræmingar- aðferð,“ sagði Ragnar. - FRI. „HEFUR EKKI BOÐIÐ ÞETTA” — segir Kristján Thorlacius ■ „Það er ekki rétt að ráðherra háfi boðið þetta. Hann ympraði á því að hann hefði vcrið búinn að gefa út yfiriýsingu um að einhver slík greiðsla kæmi á móti, en við munum vega og meta grunnkaupshækkun og ákvæði um verðbætur saman og það fer eftir samningum í heild hvemig litið verður á verðbótaþáttinn,“ sagði Kristján Thoriacius formaður BSRB í samtali við Tímann, og lét þess jafnframt getið að þeir mótmæltu því afdráttarlaust að samningamál þeirra væru ákveðin með lögum. Á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar BSRB í fyrrakvöld var samin ályktun sem felur í sér að mótmælt er harðlega fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um að lögbinda vísitöluskerðingu á laun opinberra starfsmanna með bráðabirgðaiögum. Ef slík lög verða sett þá kalli það á skjótar og áhrifaríkar aðgerðir sam- takanna og lagði fundurinn áherslu á að félögin undirbyggju samsiillta baráttu og þar með boðun verkfalls. Fundur var í dag hjá sáttasemjara og sagði Kristján að á honum hefði BSRB lagt kapp á samningaviðræður við félögin um sérkjarasaníninga. „Við lögðum áherslu á að sérkjara- samningar hæfust við öH félög ríkis- starfsmanna og var lofáð ,að koma þcim í gang þannig að fundir um það verða fram að helgi“, sagði Kristján. „Þá var því einnig beint til ríkissáttasemjara að þegar hæfust á næstunni svipaðar samningæiðiræður við bæjarstarfsmenn. - FRl. ■ Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson verður frumsýndur í september. Á myndinni er Guðrún Ásmundsdóttir í átakaatriði í leikritinu, en á bak við eru Aðalsteinn Bergdal og Valgerður Dan. Blómlegt starf Leikfélags Reykjavíkur: Salka Valka trekkti mest ■ Áhorfendur á sýningum Leikfélags Rcykjavíkur á síðasta leikári voru fleiri en á nokkru leikári fyrr. Alls voru sýnd tíu leikrit á árinu, þar af voru fimm íslensk, og áhorfendur urðu alls 75.590. Leikritið Jói, eftir Kjartan Ragnars- son var oftast sýnt allra verka sem LR sýndi, sýningar urðu 92 og áhorfendur 21.201. Salka-Valka eftir Halldór Lax- ness var næst með 39 sýningar, fyrir fullu húsi, samtals 9.585 áhorfendur. Tvö leikrit, Ofvitinn og Rommí voru sýnd þriðja leikárið í röð. Sýningar á Ofvitanum eru orðnar 193 aUs og áhorfendur eru komnir yfir 42 þúsund. Á Rommí hefur verið 151 sýning fyrir rúmlega 30 þúsund áhorfendur. íslenska sjónvarpið vinnur nú að upptöku á sýningu félagsins á Ofvitanum. Síðastliðinn vetur störfuðu um 30 leikarar hjá félaginu, þar af var um helmingur fastráðinn. Leikstjórar voru fimm, leikmyndateiknarar voru einnig fimm og þýðendur erlendra verká sömuleiðis fimm. Og fjórði starfsmanna- hópurinn, sem taldi fimm menn var tónlistarmenn, sem sömdu og/eða fluttu tónlist í sýningum. Meðal sætanýting í leikhúsinu var 94% en best sætanýting var á sýningum Sölku Völku, þar var 98% nýting. Á næsta leikári verða eftirtalin verk tekin aftur til sýninga: Jói, Hassið hennar mömmu, Salka Valka og líklega Rommí. Fyrsta frumsýningin í haust verður á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson sem ber heitið Skilnaður. Leikhússtjórar LR eru Stefán Bald- ursson og Þorsteinn Gunnarsson, en formaður félagsins er Jón Hjartarson leikari. Framkvæmdastióri er Tómas Zoéga. SV „Hafo svona vandaöir raóstópar nokkum tíma venð seldir á jafn hagstæöu veröi ?“ Okkur hefur tekist að halda verðinu því sem næst óbreyttu í heilt ár. 8% staðgreiðsluafsláttur eða 25% útborgun. ■ álk ■ Brúnleit eða wengelituð eik, Bm |fp flLg I m B ■ gjjL J| fléttaður tágavefur í rammahurðum. B fifil fifiLjós fylgir í neðriljósakappa. íslensk I v H H H H H hönnun - íslensk framleiðsla. KRISTJfifl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113. SMIOJUSTIG 6, SIMI 25870 rig óska eftir að fá sent MEDINA litmyndablaðlð | Nafn:_______________________________________________________ | Heimili:____________________________________________________ . Staður:_____________________________________________________ | Sendist til: Kristján Siggeirsson h.f.Laugavegi 13.101 Reykjavík

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.