Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 19*2 Hólahátíð á sunnudaginn ■ SKAGAFJORÐUR: Hólahátíð 1982 verður haldin n.k. sunnudag 15. ágúst, og hefst með klukknahring- ingu og skrúðgöngu presta til dómkirkju kl. 13.45. Hátíðaguðs- þjónusta hefst kl. 14.00. Fyrir altari þjóna: Sr. Birgir Snæbjömsson á Akureyri, sr. Vigfús P. Árnason á Siglufirði, sr. Þórsteinn Ragnarsson í Miklabæ og sr. Sigurður Guð- mundsson, vígslubiskup á Grenjað- arstað. Predikun flytur sr. Stefán Snævar, prófastur á Dalvík. Kirkju- kór Svarfdæla syngur undir stjóm Ólafs Tryggvasonar, organista. Bæn í kórdymm flytur Guðmundur Stefánsson. Hátíðarsamkoma hefst síðan í dómkirkjunni kl. 16.00. Þar flytur formaður Hólafélagsins, sr. Ámi Sigurðsson, ávarp. Anna Þórhalls- dóttir syngur einsöng og leikur á langspil. Þá flytur dr. Broddi Jóhannesson ræðu. Kirkjudór Svarfdæla syngur og að lokum flytur sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup ritning- arorð og bæn. Á sama tíma og hátíðarsamkoma hefst í kirkjunni, þ.e. kl. 16.00 verður efnt til bamasamkomu í skólahúsinu í umsjón Stínu Gísla- dóttur, æskulýðsfulltrúa. í skólahús- inu verða einnig bomar fram kaffiveitingar í hléi. - HEI ■ Golfskálinn á Hamarsvelli í Borgamesi. Þetta er gamalt íbúðarhús sem félagar Golfklúbbs Borgamess hafa lagfært og innréttað upp á nýtt að töluverðu leyti. Allt hefúr það verið gert í sjálfboðaliðsvinnu, sem er mikið átak fyrir ekki fjöbnennara félag en klúbburinn er. Mynd HEI11 „Tres Caballeros” vin- áttumótið næsta sunnudag ■ BORGARNES: Vináttumótið „Tres Caballeros" fer fram á Ham- arsvelli í Borgamesi n.k. sunnudag, 15. ágúst og hefst kl. 10 f.h. Samkvæmt frétt frá Golfklúbbi Borgamess er völlurinn nú í mjög góðu lagi og í kaupbæti er mönnum boðið fallegt útsýni yfir sveitir Borgarfjarðar. Og auðvitað era allir kylfingar boðnir velkomnir í Borgar- nes. í leiðinni segjum við hér frá úrslitum í Meistaramóti Golfklúbbs Borgamess þótt nokkuð sé um liðið, því mótið fór fram upp úr miðjum júlí. Sigurvegari f 1. flokki karla var Sigurður Már Gestsson 316 högg, 2. Gestur Már Sigurðsson 333 högg, 3. Ingvi Ámason 338 högg og 4. Bragi Jónsson 356 högg. í 2. flokki karla vora efstir Hans Egilsson og Albert Þorkelsson með 382 högg en Hans vann í bráðabana. í 3. flokki vann Þórður Jónsson með 390 högg og 2. varð Grétar Sigurðsson með 481 högg. í kvennfflokki var sigurvegari Pálína Hjartardóttir með 132 högg, 2. Kristín Hallgrímsson 133 högg, 3. Auðbjörg Pétursdóttir 134 högg og 4. Sigríður Guðmundsdóttir 148 högg. I drengjaflokki sigraði Sigurður Grétarsson á 92 höggum, 2. Helgi Kristinsson 108 högg og 3. Benedikt Sæmundsson 129 högg. - HEI Fjórðungsþing Norðlendinga á Sauðárkrókij ■ NORÐURLAND: Ákveðið hef- nr verið að 24. Fjórðungsþing Norðlendinga verði haldið í Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki dág- ana 26.-28. ágúst 1982. Þingsetning verður llmmtudaginn 26. ágúst Id. 8 e.h. og þinginu lýkur á laugardags- kvöld í hófi bæjarstjómar Sauðár- króks. Auk venjulegra þingstarfa verða meginmál þingsins atvinnumálefni, sem rædd verða sérstaldega á þingfundi þegar eftir setningu þings- ins og ennfremur verkefnaskipti ríkis og sveitarfélaga, sem rædd verða á þingfundi eftir hádegi föstudaginn 27. ágúst. Þingið sækja yfir 90 fulltrúar sveitarfélaga og sýslufélaga úr Norðurlandi auk alþingismanna og gesta. 600 Islendingar í dönskum orlofshúsum ■ Um þessar mundir dvelja 600 íslendingar í dönskum orlofshúsum, m.a. í Karlslunde Strand, en orlofshúsin era í eigu danska Alþýðusambandsins og fá íslendingar afnot af húsunum með samstarfi við verkalýðshreyfinguna hér á landi, en Samvinnuferðir Landsýn sjá um orlofsferðimar frá íslandi. Alls munu um 3000 íslendingar dvelja í dönsku orlofshúsunum á þessu sumri, enda er þetta ódýr sumarleyfisferð. Kostar nú um 4500 Ikr fyrir manninn, flug og íbúð með öllum þægindum í þrjár vikur, er innifalið. Er verðið svipað og venjulegur farmiði kostar nú með áætlunarflugi. Samvinnuferðir nota leiguvélar í þessar ferðir, en leiguflug er ódýrara en annað flug, ef vélarnar era setnar. Mjög gott veður hefur verið í Danmörku í sumar og hitabylgja hefur verið þar undanfama daga og vikur. Ekki hefur verið unnt að anna allri eftirspurn í þessar orlofsferðir, því auðvitað vilja Danir líka fá að vera í sínum húsum, en hugsanlegt er að fleiri hús verði til umráða á næsta ári, því danska Alþýðusambandið er alltaf að stækka við sig og fjölga sumarhúsunum. JG ■ Skemmtilegt augnablik við veiðar, laxinn hefúr tekið á og baráttan hefst. Tímamynd Þorgeir Yfir ÍOOO laxar komnir úr Norðurá — góð veiði í Miðfjarðará ■ Komnir eru á land úr Norðurá 1029 laxar en veiðin hefur verið fremur treg að undanfömu eftir góðan júlímánuð. Stærsti laxinn úr ánni er 17 pund, sem er óvenjulítil þyngd en laxinn hefur yfirleitt verið smár í ánni, allt niður í 3 pund að stærð. Kalt hefur verið undanfarið við Norðurá og síðasta hollið sem var þar, nú fyrra part vikunnar fékk aðeins 14 laxa. (Hollið er 12 stangir í 3 daga). Góð veiði í Miðfjaröará í þessari viku hafa verið óvenju- miklar rigningar við Miðfjarðará þannig að aðeins hefur veiðst í einn og hálfan sólarhring þar, aðra daga hefur áin verið mórauð og ekkert aflast. Telja verður veiðina þó óvenjugóða því á þessum stutta tíma í vikunni hafa fengist hvorki meira né minna en 160 laxar, á 10 stengur. Stærsti laxinn úr ánni kom í gærmorgun en það var 24 punda fiskur sem Guðmundur Ólafsson í Herrahúsinu fékk. Alls era komnir úr Miðfjarðará 655 laxar þannig að 1/4 hluti veiðinnar hefur komið í þessari viku en þess má geta að útlendingamir fóru úr ánni á sunnudag og íslendingar tóku við veiðum þar. - FRI Víðis- húsgögn vestur um haf ■ íslensk húsgögn verða boðin til sölu í Bandaríkjunum og Kanada frá og með næstu viku. Það er Trésmiðjan Víðir h.f., sem hefur gert samning við fyrirtækið Westnofa U.S. A. Inc. um kynningu og sölu á húsgögn- um Víðis þar vestra. Westnofa U.S.A. Inc. er dótturfyrirtæki Westnova A/S í Noregi, sem er útflutningssam- tök norskra húsgagnaframleið- enda. Fundum forráðamanna fyrirtækjanna bar saman á hús- gagnasýningu á Bella Center í Kaupmannahöfn í maí í vor. Þá þegar hófust viðræður þeirra á milli, sem leiddu til þess að nýlega var undirritaður umboðs- samningur þar sem Westnova U.S.A. Inc. tekur að sér umboð fyrir Víði h.f. í Bandaríkjunum og Kanada. Forstjóri umboðsfyrirtækisins heitir Paul Sveinbjörn Johnson og er af íslenskum ættum og er kvæntur íslenskri konu. Hann er konsúll íslands í Chicago. SV ■ Reimar Charlesson undirritaði samninginn fyrir Víði en Panl Sveinbjöm Johnson fyrir Westnova U.S.A. Inc., og við hlið hans situr Guðmundur Guðmundsson forstjóri Víðis h.f. Stórmót veiðihorniðj sunn- lenskra hesta- manna ■ Níu hestamannafélög á Suðurlandi halda sameiginlegt mót um næstu helgi á félagssvæði Geysis á Rangárbökkum. Það er orðinn fastur liður að félögin( halda slíkt mót, síðsumars, þau ár, sem ekki er haldið þar landsmót eða fjórðungsmót. Á „Stórmótinu" verður dagskrá ekki 1 ósvipuð og gerist á fjórðungsmótum, þar verða sýndar og dæmdar kynbótahryss- ur og þar verður keppt í öllum hefðbundnum keppnisgreinum, gæð- i ingakeppni, unghngakeppni og kapp- reiðum. Mótið hefst klukkan 14 á föstudaginn og lýkur ekki fyrT en á sunnudagskvöld. Nýjung á mótinu verður hrossasala á vegum Hagsmunafélags hrossabænda. Þar mun sérstök dómnefnd skipa söluhrossunum í verðflokka og síðan gefst áhugasömum kaupendum kostur á að stíga á bak og prófa gæðinginn áður. en kaup verða ákveðin. í tengslum við mótið verða dansleikir, á Hvoli á föstudagskvöld og Njálsbúð á laugardagskvöld, þar.sem hljómsveitin Rætur frá Selfossi mun leika. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.