Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 1
Úrslitin í bikarieikjunum - bls. 10-11 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Fimmtudagur 12. ágúst 1982 181. tbl. 66. árgangur Síðumúia 15 -Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86392 BÖNKUM LOKAÐ VEGNA VÆNT- ANLEGRAR GENGISFELLINGAR Gjaldeyrisdeildirnar afgreida gjaldeyri með álagi þar til nýtt gengi verður skrád ¦ Þegar gjaldeyrísbankarnir opna nú í morgunsárið verður engin skráning á gengi íslensku krónunnar og jufnfraiut lokað fyrir alla gjaldeyríssölu nema í sérstökum neyðartilvikum. Bankaráð Seðlabankans gekká fundi sínum í gær frá ákveðnum tillögum m.a. um breytingu á gengi krónunnar. Þegar slík tillaga er komin fram hefur gjaldeyrisafgreiðsla alla jafna verið stöðvuð í framhaldi af því. Menn geta því ekki keypt erlendan gjaldeyri lengur á „útsöluverði", eins og ýmsir hafa orðað það varðandi skráningu krónunn- ar að undanförnu. Gengisfellingin mun verða á bilinu 10-13%. Hvaða tölu ríkisstjórnin kemur sér saman um á því bili mun ekki að fullu ákveðið, enda mun það tengjast þeim efnahagsaðgerð- um sem væntanlega líta dagsins ljós nú á næstu dögum. En þörfin fyrir gen^isfellingu ræðst m.a. af því hve mikil vísitöluhækkunin, og í framhaldi af henni launahækkanir og fiskvcrðs- hækkanir, vcrður hinn 1. scptembcr n.k. Síðast þcgar gengisskráningu var hætt - í um tvær vikur í janúarmánuöi s.l. - var þó ferðamannagjaldcyrir afgrciddur með sérstöku álagi eða tryggingu. Má búast við að slíkt álag vcrði nú vart undir 15% á þann gjaldeyri sem afgreiddur verður þar til gengi verður skráð á ný. -HEI Kvikmynda- hornið: Flöttinnfrá New York — bls. 19 Ullman og Ibsen — bls. 2 Kosningar í Svíþjóð — bls. 8-9 ¦ „Aidrei að geyma til morguns það sem hægt er að gera í dag", sannaðist hjá þessu fólki sem var meðal þeirra heppnu, þ.e. að ná að leysa út sinn ferðamannagjaldeyri á „útsöluprís" í gser rétt fyrir lokun bankanna. Tímamynd Ella. Knattspymuáhugamenn eiga von á glaðningi frá sjónvarpinu í vetun BEINAR 1ÍTSENDINGAR FRÁ ENSKA BOLTANUM? — „Getur farið svo að við komumst í samflot með hinum Norðurlöndunum", segir Bjarni Felixson ¦ „Til að byrja með verða útsend ingar frá ensku knattspyrnunni með svipuðu sniði og verið hefur undan- farin ár. En þegar líða tekur á haustið getur farið svo að við komumst í samflot með hinum Norðurlanda- þjóðunum í beinum útsendingum," sagði Bjami Felixson, íþrótta- fréttaritari Sjónvarpsiris, í samtali við Tímann í gær. Bjarni sagði, að búið væri að taka' ákvörðun um að sýna alla úrslitaleiki í ensku knattspyrnunni í beinum útsendingum á komandi keppnistíma- bili. Þá sagði Bjarni að Sjónvarpið hefði komist inn í samning til fjögurra ára um að fá úrslitaleiki í Evrópu- keppnum félagsliða í beinum útsend- ingum. „Um þessa leiki hefur alltaf verið í gildi fjögurra ára samningur, sem margar sjónvarpsstöðvar hafa sameinast um. Hann rann út núna í vor og það er Ijóst að við verðum með í þeim næsta," sagði Bjarni. Hér er um að ræða Evrópukeppni bikarhafa og Evrópukeppni meistara- liða. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.