Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR W. AGUST 1982 Árásarmaðurinn fannst ígærmorgun í hlíðum Hafrafells neðan við lllukletta: tí ÉG ÆTLA NÚ EKKI AÐ NOTA ÞETTA A YKKUR - sagði hann þegar hann affhenti leitar- mönnum vopn sín, rifffil og haglabyssu 77 ¦ „Ég ætla nú ekki að nota þetta á ykkur, strákar mínir," sagði Grétar Sigurður Arnas, maðurinn sem leitað var að í sólarhring eftir ódæðið á Skeiðarársandi, þegar leitarmenn fundu hann og báðu hann að afhenda vopnin, sem hann hafði. Snorri Magnússon frá Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði varð fyrstur til að koma auga á manninn, þar sem hann var í grjótbyrgi sem hann hafði gert sér. „Fyrstu orðaskiptin voru að ég spurði hann hvort honum væri ekki kalt," sagði Snorri í viðtali við Tímann. „Svo sagði ég að ég ætlaði að fá hjá honum riffilinn. Hann sagði mér að vara mig á honum, því hann væri hlaðinn og rétti mér hann mótmælalaust. Síðan afhlóð hann hagla- byssuna sjálfur og rétti okkur hana svo." - Sýndi hann engan vott af andspyrnu við að afhenda vopnin? „Nei,nei." -Höfðuð þið orð á ódæðinu við hann? „Nei, en hann sagði „Ég ætla nú ekki að nota þetta á ykkur strákar mínir," og bætti svo við að þetta hefði verið óviljaverk, eða eitthvað í þá áttina, en ég man ekki nákvæmlega orðalagið." - Hvernig var ástand hans, þegar þið funduð hann? „Hann var kaldur, líkamlega, en andlega var hann bara sljór." Leitarmennirnir fundu Grétar Sigurð neðarlega í hlíðum Hafrafells, neðan við Illukletta. Þeir voru að skoða nánar slóðina, sem hundurinn hafði farið kvöldið áður og dreifðu sér svolítið út frá henni. Grétar Sigurður hafði hlaðið sér þar byrgi þannig að hann hlóð fyrir svolitinn hellisskúta undir stórum steini. Hann var einnig byrjaður á öðru birgi ofan við steininn. „Ég sá þetta af því að ég tók eftir að hlaðið hafði verið við steininn. Þess vegna fór ég að gaeta nánar að þessu," sagði Snorri. - Varðstu hræddur, þegar þú stóðst andspænis manninum alvopnuðum? ; „Eiginlega ekki. Þetta skeði svo snöggt, ég sá hann ekki fyrr en ég kíkti inn í byrgið og þá stóð ég augliti til auglitis við hann, þar sem hann var í seilingarfjarlægð. Ég varð bara ósköp feginn að hann skyldi vera fundinn." -Kom hann svo mótþróalaust með ykkur? „Við vorum í talstöðvarsambandi við hjálparsveitarbílinn og kölluðum hann upp og sögðum frá að hann væri fundinn. Þá kom sýslumaður og fleiri menn á móti okkur, en Grétar Sigurður sýndi engan mótþróa," sagði Snorri Magnússon. SV. ¦ Snorrí Magnússon, hjálparsveitar- maður, sem fyrstur kom að árásarmann- imini í byrgi sínu í hlíðum Hafrafells. - Túnamynd: ARI. Staðurinn þar sein Grétar Sijjurð- ur Arnas gerði ser b>rgi og d\aldi í þegai hann fannst er merklur lim r myndina. Han.n hefut getad C> lj»si með ferðum þéirr'a sem yiru við bíl hans ii« leitármannannjt. I I lil \ill \úl það lán leitarmannunna að finna hann ekki fyr'r tn hmuim \»r runninn mesti moðurinn. |)\i liann hafði i a loriini sinuiii t\o hlaðin skot\opn. ditngiijnd Vn, með árásarmann- inn á vettvang ¦ „Fólk var mjög hátt stemmt hér í Skaftafelli í dag meðan við vorum hér með fangann," sagði Friðjón Guðröðar- son sýslumaður við Túnann í gærkvöldi. Hann bætti við að sér hefði helst dottið í hug galdrabrennurnar til forna af framferði fólksins. Farið var með Grétar Sigurð á vettvang á Skeiðarársandi, þar sem óhappaverkið var unnið og hann yfirheyrður þar. Friðjón sagði að í sumu beri sögu hans saman við sögu stúlk- unnar, sem lifði af, nóg til þess að komin væri nokkuð heilleg mynd af því sem gerðist, þótt margt vanti enn í hana. Fanginn var fluttur til Reykjavíkur í gærkvöldi. (jy t-T£L .'* .._áSK»SW- ¦ ,- Frumyfírheyrslur yfir árásarmanninum í Skaftafelli í gær: Játaði að hafa banaðstúlkunni — og veitt systur hennar höf uðáverka ¦ Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Austur-Skaftfellinga, stjórnaði leitinni að árásarmanninum í Oræfum. Tímamynd:Ari ¦ Grétar Sigurður Arnas, maðurinn sem leitað var að vegna morðmálsins í Öræfasveit, fannst lifandi í gærmorgun, um klukkan hálftíu. Hafði hann falið sig undir kletti í nágrenni Illukletta í Hafrafelli, skammt frá þeim stað sem hann skildi við bflinn, sem lík Yvette Marie Bahuaud var í þegar það fannst. Þegar Grétar Sigurður fannst var hann vopnaður riflli og haglabyssu. Við frumyfirheyrslur, sem fram fóru í Skaftafelli í gær, gekkst Grétar Sigurður við því að hafa orðið Yvette Marie Bahuaud að bana. Einnig játaði hann að hafa veitt systur hennar, Marie Luce Bahuaud, mikla höfuðáverka með byssuskefti. Kveðst hann hafa átt leið um Skeiðarársand vegna vinnu sinnar í fyrrakvöld. Þegar hann hafi komið að skýli því sem stúlkurnar ætluðu að gista í um nóttina hafi lagt frá því mikinn hassþef. Segist hann þá hafa kvatt dyra, kynnt sig sem yfirvald og beðið stúlkurnar að koma með sér til Hafnar í Hornafirði. Þær hafi brugðist ókvæða við málaleitan hans og önnur þeirra ráðist á sig að fyrra bragði. Hin hafi hlaupið út um dyr skýlisins og í því hafi skot hlaupið úr haglabyssu, sem hann var vopnaður. Segist hann þá hafa orðið mjög skelkaður, slegið til eldri stúlkunn- ar með haglabyssunni og náð svo þeirri yngri og komið henni fyrir í farangurs- geymslu bíls síns meðan hún var enn á lífi. Laugarvatrts- fundi stjórnar- skrárnefndar var f restad ¦ Vegna umræðna um væntanlegar efnahagsaðgerðir hefur orðið að f resta fyrirhuguðum fundi Stjórnarskrár- nefndar sem hefjast átti aðLaugarvatni í dag. En margir nefndarmanna eru bundnir við umræður um lausn núverandi efnahagsvanda. Ekki er búið að boða annan fundartíma, en þess vænst að það geti orðið á næstunni. _ ^ig\^ Varð fyrir bíl og fótbrotnadi ¦ Níu ára gömul stúlka fótbrotnaði þegar lnín varð fyrir bíl á tengivegt milli Ðrottuingargötu og Hafiiar- strætis á Akurt yri á stxlámla tímanuin í gær. Mun stúlkan hafa nlaupið út á götuna eftir að liun kom út úr híl sem lá kyrrstaður við gangstéttarbrúnina. Ökumaður bflsins, sero hún varð fyrir, sá ekki til hennar fyrr en orðið var of seint að stöðva. ' -Sjó Leidrétting ¦ í blaðinu í gær var ekki rétt farið með nafn aðstoðarmanns Rainier fursta við veiðar í Laxá í Kjós. Sagði í frásögninni að hann hefði heitið Þórólfur Magnússon, en rétt er að hann heitir Þórótfur Halldórsson. Biðj Um við Þórólf velvirðingar á þessu. Að sögn Friðjóns Guðröðarsonar, sýslumanns, gætir talsverðs misræmis í framburði Grétars Sigurðar og eldri stúlkunnar, sem nú liggur á Borgar- sjúkrahúsinu eftir höfuðuppskurð. Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, sagði í samtali við blaðið í gær að enn ætti eftir að yfirheyra þann grunaða mikið áður en hægt yrði að tjá sig frekar um málið. Verður gæsluvarðhaldsúrskurðar krafist yfir honum í dag að öllum líkindum. _ Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.