Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 s INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Tilboð óskast í eftirtaidar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 24. ágúst 1982 kl. 13-16 á birgðastöð Ftarik, Egilsstöðum. Subaru 4WD station...................árg. 1978 Ford Bronco............................“ 1974 Ford Bronco............................“ 1974 ARO 4WD torfærubifreið.................“ 1980 Land Rover diesel......................“ 1976 Land Roverdiesel.......................“ 1973 UAZ 452 torfærubifreíð.................“ 1979 UAZ 452 torfærubifreið.................“ 1979 UAZ 452 torfærubifreið.................“ 1968 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. ■ Kadhafi, Arafat og Hussein. Hussein er hyggnasti Arabaleiðtoginn ■ ÞVÍ er spáð af ýmsum fréttaskýrend- um um þessar mundir, að ísraelsstjórn muni eftir að hafa tryggt aðstöðu sína í Líbanon, snúa sér að Jórdaníu og reyna með illu eða góðu að fá Hussein Jórdaníukonung í lið með sér. Gegn því verði honum boðið að hluti af vesturbakkanum verði innlimaður í Jórdaníu. Hussein konungi mun hér berast mikill vandi á hendur, en það verður ekki í fyrsta sinn, sem hann hefur þurft að glíma við erfið stjórnmálaleg verk- efni. Oft hefur verið spáð illa fyrir honum, en hann jafnan sloppið furðu vel. Það virðist hafa farið saman hjá Hussein að vera hygginn og heppinn. Þegar Bretar stofnuðu ríkið Jórdaníu (þá Transjórdaníu) árið 1946, spáðu fáir því, að það ætti langa framtíð fyrir höndum. Jórdanía hafði verið fursta- dæmi undir tyrkneskri stjórn fram til loka fyrri heimsstyrjaldarinnar, en eftir ósigur Tyrkja þá fól þjóðabandalagið Bretum að fara með yfirráð í Palestínu og Jórdaníu í umboði þess. í fyrstu höfðu Bretar sameiginlega stjóm fyrir bæði þessi lönd, en skildu þau að 1922 og gerðu Jórdaníu að sérstöku furstadæmi undir yfirstjórn sinni. Ástæðan var sú, að konungsætt sú, sem Bretar höfðu stutt til valda í Arabíu (nú Saudi-Arabíu), hafði beðið ósigur fyrir Saudættinni og Bretar þurftu að gera vel við Abdullah, sem var aðalleiðtogi hinnar sigruðu konungsætt- ar. Þeir gerðu hann því að fursta í Jórdaníu. Árið 1946 gerðu þeir svo Jórdaníu að sjálfstæðu konungdæmi. Abdullah reyndist Bretum vel og þótti góður stjórnandi. Hann var vinsæll meðal landsmanna. Árið 1951 var Abdullah myrtur í Jerúsalem og var þá í fylgd með honum 16 ára gamall sonarsonur hans, Hussein. Faðir Husseins var geðveikur og tók Hussein því við konungdómi 1952 og hefur farið með völd síðan. Hann hefur því setið í þrjá áratugi á konungsstóli, þótt hann sé ekki nema 48 ára gamall. FÁUM ÁRUM áður en Abdullah var myrtur, kom Israelsríki til sögunnar eftir styrjöld milli ísraelsmanna og Araba. Þeirri styrjöld lauk þannig að ísraelsmenn náðu stærstum hluta hinn- ar fornu Palestínu, en Abdullah náði vesturbakkanum svonefnda og hinum arabíska hluta Jerúsalemborg- ar. Þetta landsvæði hertóku ísraels- menn í styrjöldinni 1967 og hafa haldið því síðan. í sambandi við þau styrjaldarátök, sem hafa verið á milli ísraelsmanna og Araba, hefur fjöldi arabískra flóttamanna frá Pale- stínu setzt að í Jórdaníu og haft sig þar oft mikið í frammi. ■ Assad Sýrlandsforseti og Hussein. Árið 1970 voru frelsissamtök Palest- ínumanna búin að koma sér þannig fyrir í Jórdaníu, að vel mátti búast við, að þau reyndu að ná völdum. Hussein ákvað að verða fyrri til og kom til vopnaðra átaka milli hers Jórdaníu og skæruliða frelsishreyfingarinnar. Þeim lauk þannig, að herinn bar sigur úr býtum og skæruliðarnir voru hraktir úr landi og hafa þeir ekki getað haldið uppi neinni starfsemi í Jórdaníu síðan. Fyrir þetta var Hussein fordæmdur af leiðtogum annarra Arabaríkjaogstimpl- aður sem leiguþý ísraels og Bandaríkj- anna. Einkum voru það hinir róttækari Arabaleiðtogar, sem fordæmdu hann. Þetta breyttist þó fljótlega. Það leið ekki á löngu þangað til Arafat, Assad og Kadhafi fóru að stíga í vænginn við hann að nýju. Nú er hann metinn mikils af hinum róttæku Arabaleið- togum, þótt ekki hafi hann slegizt í fylgd með þeim. BÆÐl Sadat og Carter reyndu mikið til þess að fá Hussein til að taka þátt í viðræðunum, sem hófust eftir fund þeirra og Begins í Camp David. Begin var þess einnig fýsandi. Hussein hefur til þessa hafnað því að taka þátt í viðræðum við ísraelsmenn á grundvelli samkómulagsins í Camp David. En hann hefur ekki hafnað því að taka þátt í slíkum viðræðum, ef breyting fæst á samkomulagsgrundvcll- inum, sem gerður var í Camp David. Breytingarnar, sem Hussein vill fá, eru í stuttu máli þær, að ísraelsmenn heiti því fyrirfram að lokamark við- ræðnanna sé að þeir láti öll herteknu svæðin af hendi og viðurkenni sjálf- stætt ríki Palestínumanna, en gegn því heiti Arabaríkin að viðurkenna sjálfstæði ísraels og virða öryggi þess. Þá setur Hussein það fram sem ófrávíkjanlegt skilyrði, að ísraelsmenn láti hinn arabíska hluta Jerúsalem af hendi. Þessi skilyrði sýna vel að Hussein er raunsær og framsýnn. Bandaríkjamenn og ísraelsmenn þurfa að gera sér grein fyrir því, að varanlegur friður kemst ekki á nema fallizt sé á tillögur Husseins um endanlegt takmark viðræðnanna. Hussein hefur í þau þrjátíu ár, sem hann hefur stjórnað Jórdaníu, oft sýnt mikil stjórnmálahyggindi. Hann getur verið harður í horn að taka, eins og sýndi sig í átökunum við skæruliða PLO. Hann getur einnig verið varfærinn og hugsað vel ráð sitt, eins og um þessar mundir. Land hans er fátækt og hann hefur þurft á verulegri aðstoð að halda, en ekki látið það leggja bönd á sjálfstæði sitt. Hussein mun sa nuiifandi þjóðhöfð- ingi, sem oftast hefur verið reynt að ráða af dögum. Hingað til hefur hann alltaf sloppið, þótt oft hafi hurð skollið nærri hælum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1983 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaö- arins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærö og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraösráðunaut- ar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Þá þurfa að koma fram í umsókn væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda. Sérstaklega skal á það bent að þeir aðilar sem hyggja á framkvæmdir í loðdýrarækt árið 1983, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 15. september n.k. svo þeir geti talist lánshæfir. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 18. ágúst 1982. Búnaðarbanki íslands Stofnlánadeild landbúnaðarins Rafvirkjar - Rafvélavirkjar Félag íslenskra rafvirkja Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 23. ágúst 1982 kl. 20.30 í félagsmiðstöð rafíðnaðarmanna, Háaleitis- braut 68, Reykjavík. Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Félagar fjölmennið. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja. Kennara vantar Tvo kennara vantar að Grunnskóla Eskifjarðar, aðalkennslugreinar, danska og íþróttir stúlkna. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-6182. Næst snýr Begin sér að Hussein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.