Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 15 og leikhus - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ' ■ Christoper Reeve og Michael Caine í hlutverkum sínum í Deathtrap. Kynvilla hal- ar inn peninga ■ Kvikmyndahópur hefur komið sér fyrir á Spike, harðsoðnum leðurbar í „hýra-hverfinu“ í Vestur- Hollywood. Aukaleikarar sem ráðn- ir hafa verið eru viðskiptavinir • barsins, ákafir í að komast á hvíta tjaldið. Áður en atriðið er tekið upp, öskrar „Hells-Angels“ náungi að kvikmyndamönnunum: „Um hvað fjallar þessi mynd?“ Aðstoðarleikstjórinn setur fram stuttan úrdátt úr söguþræði myndar- innar, hún fjallar um lækni sem er hamingjusamlega giftur fyrir utan eitt „smáatriði“, hann getur ekki lengur dulið kynvillutilhneigingar sínar. „Og hvernig endar hún“ segir aðstoðarleikstjórinn. Barinn rifnar af fagnaðarlátum: Þannig hefst grein í bandaríska tímaritinu Cosmopolitan um hið nýjasta í kvikmyndagerð vestra, um kynvillu en þær hala inn peninga fyrir kvikmyndafyrirtækin um þessar mundir, peninga sem þessi fyrirtæki þurfa sárlega á að halda. Atriðið sem að framan greinir er úr myndinni Making Love gerð af Arthur Hiller (Love Story) en með aðalhlutverk fara Michael Ontkean sem læknir er yfirgefur konu sína Kate Jackson og flytur inn með rithöfundi, Harry Hamlin. Making Love er ekki einangrað tilfelli meðal þeirra mynda sem nú hafa komið á markaðinn eða eru í framleiðslu á þessu sviði má nefna Personal Best fyrsta verk Robert Towne sem leikstjóra en hann hefur áður unnið að myndunum China- town og Shampoo. Þessi mynd fjallar um kynferðislegt samband tveggja íþróttakvenna, önnur þeirra leikin af Mariel Hemingway (Woody Allens Manhattan). Partners gamanmynd með þeim John Hurt og Ryan O’Neal í aðalhlutverkum. Hurt leikur hýra löggu og O’Neal félaga hans sem er eðlilegur en þeir látast vera par til að hafa upp á kynvilltum morðingja í Hollywood. Deathtrap leikstýrt af Sidney Lumet með þeim Michael Caine og Cristopher Reeve í aðalhlutverkum í þrillerleikriti Ira Levin. Fyrir utan þessar myndir er fjöldi annarra á leiðinni og spurningin er hvað veldur? Kynvilla hefur löngum verið algert bannorð í kvikmyndagerð Holly- wood allt fram á þennan dag. Fyrir 1961 var hún einfaldlega ekki til og á tveimur síðustu áratugum var yfirleitt um að ræða að kynvilltir, ef þeir komu fyrir, voru óhamingju- samir og niðurdregnir einstaklingar. Til eru örfáar undantekningar á þessu eins og til dæmis myndimar Sunday, Bloody Sunday, og Dog Day Afternoon. Það er athyglisvert að flestir þeirra sem eru að gera þessar myndir núna segjast ekki vera að gera myndir um kynvillu per se. „í okkar hugum erum við ekki að gera kynvillumynd“ segir Sherry Lasing forseti 20th Century-Fox er hann er spurður um Making Love. „Myndin fjallar alls ekki um það. Þetta er saga um áfall kvenmanns. Ef þú hefur einhverntíma verið í sambandi sem gekk ekki þá höfðar myndin til þín.“ Svo mörg voru þau orð. Sennilega liggur skýringin á þessum fjölda mynda að miklu leyti í orðum Robert Towne: „Það er áætlað að 10-15% Bandaríkjamanna séu kynvilltir. Við erum hér að tala um 40 milljónir kynvilltra. Ef þeir heyra að mynd sé athyglisverð fara þeir að sjá hana, ekki bara brot af þeim, heldur helmingur þeirra. - FRI Ti ft-Jörik Indribason skrifar O Einvígi kóngulóarmannsins ★★ Okkar á milli í hita og þunga dagsins ★ Justyouandme,kid ★★★ Flóttinn frá New York ★★ ★★★ ★★★★ Barist fyrir borgun Síðsumar Kagemusha ★★ Sólin einvarvitni ★★ Amerískur varúlfur í London ★★ Cat Ballou ★★★ Fram í sviðsljósið ★★ Hvellurinn Stjörnugjöf Tfmans + * * + frábær • ★ * * mjög gód * * * gód * * sæmileg * O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.