Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982
■ Þama er vatnadrekinn kominn að landi með gáminn. Fjórhjóladrif og lipurð í akstri gera drekanum fært að aka
um sendna ströndina.
Eftirtektarvert er, hversu neðarlega gámurinn er í drekanum, en það er nauðsynlegt vegna stöðugleikans, þcgar drekinn
flýtur á sjónum.
OG LAND
inga á hafnleysur
miklir flutningar þurfa að fara fram,
en aðeins yfir ákveðið tímabil
(Blönduvirkjun?).
Til að koma vistum og nauðsynjum
til iðnfyrirtækja, eða bújarða á stöðum,
þar sem hafnleysa er, en framleiðslan
sjálf fer annað, ekki í skip. En auk þess
má nota vatnadreka til að koma vistum
til eyja og milli staða, þar sem ekki eru
hafnir.
Vatnadrekinn hefur vörurými sem
er 6.3 x 2.5 x2.6 metrar, en það þýðir
að unnt er að lesta einn 20 feta gám,
en auk þess er unnt að flytja búlkavöru
og stykkjavöru með drekanum. Há-
markshleðsla er 20 tonn og þá vegur
drekinn með farmi 43 lestir.
Stefnin eru perlulaga á vatnadrek-
anum, og er lestarrýmið hannað fyrir
20 feta gáma, sem er alþjóðlegur
staðall, eða einn af gámastuðlunum.
Til þess að tryggja stöðugleika drekans,
eru vélamar hafðar í endunum, beggja
vegna við gáminn.
Til að meðhöndla stykkjavöru, er
unnt að búa drekann með losunar-
krana, sem lyftir einu tonni.
Kaupendur geta valið um ýmsar
gerðir dísilvéla, CATERPILLAR,
DAIMLER BENZ, MAN og fl.
Vélaraflið er allt nýtt með háþrýsti-
dælum. Vélarnar knýja þrýstidælu,
sem síðan knýr skrúfu og hjól, en með
því er unnt að losna við viðkvæma
hluti eins og gírkassa og drifsköft,
sem ekki henta við þessar aðstæður.
Gera verður ráð fyrir þrennskonar
hreyfingu tækisins. Akstur á landi, en
þar hefur drekinn drif á öllum hjólum,
siglingu á sjó, en þá er notuð
Scottek stýriskrúfa og er drekinn hinn
liprasti, og svo að lokum vinna bæði
skrúfa og hjól, þegar drekinn fer í
sjóinn, eða kemur að landi.
Framleiðendur leggja áherslu á, að
drekinn sé ekki hugsaður til að koma
í staðinn fyrir hafnir. Hann gæti aldrei
verið hagkvæmur til að losa og lesta
gámskip að fullu.
Skiljanlega geta aðstæður í landi
verið misjafnar og ef með þarf, er
unnt að búa drekann með víraspili,
þannig að hann getur dregið sig upp
á ströndina á vír, auk þess, sem öll
hjólin eru notuð.
Um það bil fimm ár hafa farið í
tilraunir, og vatnadrekinn, sem við
sjáum hér, er frumgerð, er síðan
verður framleidd.
Auk áðurgreindra verkefna, er
enginn vafi á því að vatnadrekinn
hefur hernaðarlegt gildi, en svo er nú
komið í heimi vorum, að það hefur
veruleg, eða jafnvel úrslitaáhrif á
það, hvort ný tæki eru framleidd eða
ekki.
Jónas Guömundsson
■ Teikning af MESA 80.
og fremst það, að þau eru ónæm fyrir
öldugangi, og auðvitað í vissu hlutfalli
við stærð skipsins. Skrokkarnir tveir eru
/yrir neðan ölduna sem nú fer óhindruð
gegnum skeiðið, undir pallinum og
dregur ekki úr hraða. Hliðaraldan hefur
ekki veruleg áhrif heldur. Þó geta
krappar öldur á grunnsævi haft áhrif á
stöðugleika skipsins, en þetta vandamál
eru menn nú að leysa með tölvustýrðum
uggum, eða vængjum.
Þessi nýja skipagerð hefur það því til
síns ágætis, að ná meiri hraða en
venjulegt fljótandi vélskip, miðað við
vélarorku, og það er svo að segja alveg
óháð öldugangi, en hins vegar nær það
ekki hraða loftpúðaskipa eða skíða-
skipa. En það hefur mikla sjóhæfni.
Að vísu getur svona skip hitt ofjarl
sinn, ef ölduhæðin verður of mikil og
aldan skellur á pallinum, sem er þó
nokkuð fyrir ofan sjávarmál. En það er
aðeins spurning um að mæta verstu
veðrum, og styrkleikinn er nægur til að
taka við skvettum.
Mikið dekkpláss er líka kostur
þessara skipa, það er að segja dekkpláss
miðað við litla mótstöðu í hafi. Á hinn
bóginn er það nokkurt vandamál, að
tvístöfnungur þessi ristir mikið, eða
meira en önnur skip af sömu burðargetu,
og það kann að verða vandamál í vissum
höfnum.
Fyrstu skipin
Fyrstu skipin af þessari gerð, sem voru
framleidd og seld, komu á markaðinn í
byrjun síðasta áratugs. Árið 1973 keypti
bandaríski flotinn (US navy) 190 tonna
hálfkafskipið KAIMALINO. Varskipið
reynt við verstu aðstæður og varð
árangurinn mjög góður, og núna eru
þessi skip til og í brúki víða um heim.
Alvöru rannsóknir hófust fyrir tólf
árum, en þá gerðu Mitsui skipasmíða-
stöðvarnar umfangsmiklar tilraunir til
að fullkomna skipið. Árangurinn varð
sá, að fyrsta skipið af þessari gerð, sem
var tilraunaskip, var tekið í gagnið árið
1977. Það var rúmlega 12 metra langt og
það reyndst eins vel <A, best varð á kosið.
Og árið 1980 var fyrsta skipið frá
Mitsui selt. MESA 80, heitir það og er
farþegaskip, eða ferja, sem tekur 446
manns í sæti. Fleiri aðilar lögðu þar fram
þekkingu, en MESA 80 er 36 metra löng
og 17 metra breið og gengur 27 hnúta
(50 km hraði).
MESA er búin ýmsum tækninýjung-
um. Þar á meðal fjórum uggum, eða
vængjum, sem halda kafbátunum tveim
í réttri stellingu.
Viðbrögð við öldu eru tölvustýrð, til
að minnka mótstöðuna sem mest og
draga úr veltu, bæði hliðarveltu og
stampi.
Árangurinn af MESA 80 er mjög
góður og gefur skipið ekki eftir skíða-
skipunum. Japanir halda því fram, að
enn stærri hálfkafskip muni skila ennþá
betri árangri og þeir bjartsýnustu halda
því fram, að þarna sé brotið blað í sögu
úthafssiglinganna.
Jónas Guðmundsson
Jónas Guömundsson
skrifar um
siglingar.
7
gródur og garöar
■ Þorbjörg sýnir grænmeti hjá Sölufélagi garðyrkjumanna.
Grænmetil
- góðmeti
Litið inn í Sölufélag
garðyrkjumanna
■ Undirritaður var á göngu sem
oftar árdegis 13. ágúst og leit inn í
Sölufélag garðyrkjumanna, Reykja-
nesbraut 6. Við götunni blasti búð
félagsins, þar sem alls konar garð-
yrkjuverkfæri, fræ, plöntulyf o.fl.
o.fl. er á boðstólum. En „matarhol-
an“ er í kjallaranum bak við og
„matur er mannsins rnegin" segir
máltækið.
Úr búðinni liggur mjór hringstigi
niður í „undirdjúpin“. En blessaður
vertu! Það er líka hægt að aka frá
götunni beint í grænmetisgeymsluna
og markaðinn. Þar er sannarlega
matarlegt um að litast og heilsusam-
legt að neyta þess varnings, sem þar
er að sjá í smekklegum umbúðum.
Sumu raðað lausu á borð.
Matarmestar eru káltegundir, gul-
rætur, allt utan úr görðum víðs vegar
að, sömuleiðis væn búnt af rabar-
bara, sem nú eru komin til vegs og
virðingar aftur.
Gulræturnar voru aðallega austan
úr Hrunamannahreppi. Þær eru
góðar A-fjövisgjafi, en í gulrófum er
mikið af C-fjörvi, sem geymist mjög
vel og lengi í þeim.
“Tyggðu tannburstann þinn,“ segir
amerískt orðtæki, sem á ekki síður
við um gulrófur og gulrætur en
ávexti.
Af káltegundum gaf að líta:
blómkál, hvítkál, grænkál, spergil-
kál (broccoli), skrautkál, þ.e. rauð-
flikrótt blaðkál og kínakál úr reitum.
Hreðkutíminn búinn og rauðrófur
ekki komnar á markað. Mikið er af
aðalvörum gróðurhúsanna, gúrkum
og tómötum. Ennfremur salat, stein-
selja og paprika. Seljurót (hnúð-
selja, sellerí) einkum úr volgum
jarðvegi, sömuleiðis blaðlaukur
(púrrur).
Til sölu var líka graslaukur og
sólselja (dill) o.fl. Sólselja þykir
sérlega góð með kryddsíld og í ýmsar
súrsultur, kjötsósur, súpur o.fl.
Steinselja er oft notuð sem borð-
skraut, hrokkin og fíngerð, en hún
er og ágæt til krydds og matar. Mjög
auðug af C-fjörvi. mest ræktuð í
sólreitum.-
Paprikan vinnur mjög á, ræktuð
aðallega í gróðurhúsum garðyrkju-
skólans á Reykjum í Ölfusi. Aldin
papriku eru allstór - græn, dökkleit,
rauðleit - ýmis afbirgði misjafnlega
bragðmikil. Auðug af C-fjörvi.
Smávaxin afbrigði „spánskur pipar“
ræktuð til skrauts í stofum.
Ræktun grænmetis og kryddjurta
hefur aukist mjög as íðustu áratug-
um. Miklu meira er t.d. neytt af káli
í seinni tíð, það er á markaði allt
árið, heimaræktað og innflutt. Allir
þekkja blómkál, hvítkál og rauðkál,
en minna er um harðgerðustu og
fjörefnaríkustu káltegundina, þ.e.
grænkálið, sem þó er bæði auðrækt-
að hvarvetna og Ijúffengt hrátt og
soðið. Kemur her til kasta mat-
reiðslufólks að kynna það.
Undiritaður man þá tíd, að rófur
og kartöflur máttu heita eina
grænmetið. Saga kartöflunnar á
íslandi er rúm 200 ár, en rófur hafa
e.t.v. verið ræktaðar þegar á land-
námsöld. Ræktun papriku, spergil-
káls, kínakáls, skrautkáls, sólselju,
blaðlauks og seljurótar er nýleg og
að mestu bundin við gróðurhús og
volgan jarðveg. Ræktun salats og
steinselju í verulegum mæli er heldur
ekki gömul í landinu. Gúrkur og
tómatar eru eingöngu gróðurhúsa-
jurtir. Saga þeirra er álíka gömul og
gróðurhúsin hér á landi. Breytingin
er mikil.
Sölufélag garðyrkjumanna er
ungt, stofnað 1. maí 1940.
Ingólfur Davíðsson
skrifar