Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 2
 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 2 í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. DIANAROSS ER SIUNG ■ Diana Ross var í heiminn borin 26. mars 1944 og er því ' orðin 38 ára. Ekki verður annað sagt en að hún beri aldurinn vel og þrátt fyrir hann og þrjár bameignir, er hún enn líkust táningi. En Diana er fædd snemma í hrútsmerkinu, sem sagt er einkenna börn sín með miklum metnaði og orku, og segja stjörnuspártrúaðir það mjög sennilega vera skýr- inguna á ævintýralegum ferli Diönu. Diana ólst upp í svertingja- fátækrahverfi í Detroit og benti ekkert til þess að hún ætti framgangsríka framtíð í vændum. En snemma fór að bera á því, að hún var músíkölsk í meira lagi, og hún var ekki nema 19 ára, þegar hún stofnaði söngflokkinn „The Supremes“, ásamt tveim vinkonum sínum. Þessi söng- flokkur náði óðara miklum vinsældum og átti hvert lagið á fætur öðru í fyrsta sæti vin- sældalistanna. Með tímanum breyttist nafnið á tríóinu í Diana Ross & The Supremes og sýnir það hver raunverulega var höfuðpaurínn í hópnum. Og þá var þess ekki langt að bíða, að Diana færi eigin leiðir og segði skilið við lagsmeyjar sínar. Það gerðist árið 1969. Ekki vantaði hrakspárnar, þegar hún steig þetta stóra spor. Var óspart vitnað til vinsælda „The Supremes“ og reynt að telja Diönu trú um, að engar vonir væru til að hún nyti slíkra vinsælda ein á báti. Diana lét allar úrtölur sem vind um eyru þjóta og strax næsta ár átti hún tvær plötur á vinsældalistunum. En hún lét ekki staðar numið. Næst var að leggja kvikmyndaheiminn að fótum sér. 1973 lék hún söngkonuna Billie Holíday í myndinni „Lady Sings The Blues“ og tókst svo vel upp, að hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna. 1975 birtist hún enn á hvíta tjaldinu í glæsimyndinni „Ma- hogany“, en titillagið við þá mynd rauk upp í efsta sæti títtnefndra vinsældalista. Eng- inn annar, að undanskildum sjálfum Elvis Presley og Bítl- unum, hefur átt fleiri lög á vinsældalistum í Bandaríkjun- um. Og enn er Diana að. Hún hefur m.a.s. prófað fyrir sér á enn nýjum vettvangi. Nú síð- ustu árín hefur hún fengist við lagasmíð og þykir takast dável. Diana sjálf gerír sér vel grein fyrir, að hún hefur núorðið sérstöðu í plötuheiminum, sem ekki verður frá henni tekin. - Hér áður fyrr var það framleiðandinn, sem ákvað, hvað ég skyldi syngja, hvernig ég skyldi syngja og hvernig hver plata skyldi framleidd. Enginn hlustaði á, hvað ég hafði að segja. En það gera þeir núna, segir Diana Ross. ■ 38 ára gömul gefur Diana ungu stúlkunum ekkert eftir í diskódansinum ■ Með vasa-diskó um hálsinn sker Diana sig ekkert úr táningunum á rúlluskautabrautinni. ■ Söngkonan Natasha þykir gera laginu Iko Iko betrí skil ■ Samkeppnin er hörð í poppheiminum. Því varð uppi fótur og fit, í Englandi, þegar kvisaðist, að von væri á tveim keimltkum útgáfum á laginu Iko Iko um svipað leyti hjá tveim hljómplötuútgefendum. Annar þeirra, Stiff Records, hafði hraðar hendur við að koma sinni útgáfu með lítt þekktri hljómsveit, Belle Stars, á markaðinn í þeirri von, að hann skyti keppinaut sínum, sem er að koma Belle Stars komu sinni plötu fyrr a markaðinn, en það dugði ekki til söngkonunni Natasha á fram- færi, ref fyrir rass. Stiff Records vann kapp- hlaupið um tímann, en útgáfa Natöshu hefur þó gengið með sigur af hólmi, þar sem hún er í nánd við 10 efstu sætin á vinsældalistum, þar sem útgáfa Belle Stars verður að láta sér nægja, að vera í nánd við 50. sætið! Til að nudda salti í sárin, sendi umboðsmaður Natöshu Stiff Records skeyti, þegar kvisast hafði hvaða lagaval væri í upptökum hjá þeim, þar sem hann tjáði þeim, að hans menn væru með sömu lög í bígerð og yrðu áreiðanlega á undan Stiff Records á markað með sína plötu. Stiff Records greip til sama ráðs og fyrr, að flýta upptökunum, og það með ærnum tilkostnaði. Það var ekki fyrr en seint og um síðir, sem það upplýstist, að hér var einungis um gabb að ræða! ■ Amcrísku snobbararnir, sem mest hlógu, þegar útlit virtist vera á þvi, að fyrrum Herra alheimur og núverandi leikarí, Amold Schwarzenegg- er, tengdist inn í hina metnað- arfullu Kennedy-ætt við það að giftast Maria Kennedy Shriver, mega nú fara að endurmeta afstöðu sína. Það hefur nefnilega komið í Ijós, að Arnold stendur vel fyrir sínu og getur hvaða fjölskylda sem er verið fullsæmd af því fá hann sem tengdason. Arnold hefur nú leikið í sinni fyrstu kvikmynd, Conan The Barbarian, ogþykirstanda sig með miklum ágætum, enda hefur myndin veríð mjög vel sótt í Bandaríkjunum í sumar. Auk leikhæflleika, hefur komið í Ijós, að Arnold er fleirí ■ Vöðvabúntiö Amold Schwarzenegger er nú orðinn eftirsóttur leikarí. Honum þykir hafa tekist alveg afbragðs vel upp í hlutverki harðsnúins skylmingamanns í myndinni Conan The Barbarían og hér sést hann ásamt meðleikkonu sinni í þeirri mynd, Sandy Bergman. Tengdasonur Kennedy- anna kemur á óvart kostum búinn. Hann hefur nú lokið háskólanámi í viðskipta- fræðum og hefur vit á að Ijárfesta á réttan hátt. Nú nýlega hefur hann t.d. fest kaup á heljarstórri íbúðablokk í Denver, sem sögð er metin á 100 milljónir króna. Þykir Arnold Schwarzenegger ræki- lega afsanna þá kenningu, að mikil og góð vöðvabygging komi í veg fyrir vit í kollinum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.