Tíminn - 22.08.1982, Qupperneq 15
SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982
15
Búrfuglar
Vegna veikinda eru til sölu margar sjaldgæfar og
fallegar tegundir af fuglum.
Einnig mjög ódýr búr og ýmsir fylgihlutir.
Upplýsingar í síma 41179.
Hestur tapaðist
frá Nesjum í Grafningi. Rauðstjörnóttur,
7 vetra, á járnum. Mark: bitið aftan hægra, hófbíti
framan vinstra. Upplýsingar í síma 91-22746.
Rekstrarstjóri
gistiaðstöðu Varnarliðsins
Vamarliðið óskar að ráða rekstrarstjóra við
gistiaðstöðu einstaklinga innan Varnarliðsins,
dvalaraðstöðu farsveita og gestkomandi einstak-
linga til Varnarliðsins. Áskilin er menntun og/eða
reynsla í hótelrekstri. Enskukunnátta skilyrði-
Umsóknirsendisttil ráðningarskrifstofu Varnar-
máladeildar Keflavíkurflugvelli, eigi síðar en 1.
sept. 1982, sem veitir nánari upplýsingar í síma
92-1793.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Skólinn verður settur miðvikudaginn 1. septem-
ber kl. 10.
Stundaskrár nemenda í dagskóla verða afhentar
gegn greiðslu 400 kr. innritunargjalds mánudag-
inn 30. og þriðjudaginn 31. ágúst kl. 17-18 og að
lokinni skólasetningu.
Kennsla í öldungadeild hefst miðvikudaginn 1.
september kl. 17.20, og kennsla í dagskóla hefst
fimmtudaginn 2. september kl. 8.15.
Kennarafundur verður föstudaginn 27. ágúst kl.
13.00.
Bóksala nemenda verður opin í skólanum
þriðjudaginn 31. ágúst og út vikuna kl. 10-20.
Stöðupróf hefjast kl. 17 eftirtalda daga: Þýska 24.
ágúst; enska 25. ágúst; danska 26. ágúst;
franska og spænska 27. ágúst.
Rektor.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í
eftirfarandi:
RARIK-82035.132kV SUÐURLÍNA niðurrekst-
ur á staurum.
Verkið felst í niðurrekstri á tréstaurum á
svæði frá Hornafirði til Prestbakka. Verksvið
eru í Hornafjarðarfljóti, Skeiðará, Núpsvötn-
um, Gigjukvísl og víðar.
Fjöldi tréstaura er 345 stk.
Opnunardagur: mánudagur 13. september 1982
kl. 14:00
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík fyrir
opnunartíma, og verða þau opnuð að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík,
frá og með fimmtudegi 19. ágúst 1982 og kosta
kr. 300,- hvert eintak.
Reykjavík 17. ágúst 1982
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Kvennaskólinn í Reykjavík
Skólinn verður settur rniðvikudaginn 1. sept. kl.
2 síðdegis.
Skólastjóri
Abyrgðarstarf
Óskum að ráða mann til ábyrgðarstarfa á
skrifstofu. Góð bókhaldsþekking nauðsynleg.
Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu í tölvunotk-
un. íbúðarhúsnæði og góð laun í boði.
Umsóknir óskast fyrr ágústlok.
Upplýsingar veitir kaupfélagsstjóri í síma
96-41444.
Kaupfélag Þingeyinga Húsavík.
■ í Ráðgjafi í prjónatækni
Staða ráðgjafa í prjónatækni við Trefjadeild er
laus til umsóknar. Reynsla í prjónaiðnaði tilskilin.
Tækifæri bjóðast til að fylgjast með tækniþróun í
prjónaiðnaði innanlands og erlendis.
Umsóknarfrestur er til 17. september nk.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntunar- og
starfsferil sendist deildarstjóra Trefjadeildar,
Vesturvör 27, Kópavogi, sem gefur nánari
upplýsingar.
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
TIL 5. SEPTEMBER
bjóðum við landsmönnum að eignast
íslensku DBS reiðhjólin á einstökum vildarkjörum.
Veittur verður 20% staðgreiðsluafsláttur eða 15%
afsláttur með 1000 kr. útborgun og eftirstöðvar á
allt að 4 mánuðum.
EfpjMy iÆtÁkt FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
DBS—TOURING 10 glra/kven- eða
karlmanns boglð eöa beint stýri/lokaðar
skálabremsur Innbyggður lás/standari
ljósatæki/3 stærðir litir: silfurgrátt/ljósblátt
ISLENSKU DBS REIÐHJÓLIN