Tíminn - 22.08.1982, Qupperneq 19
SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982
alniUTa;
19
bókamarkaði
Gúnter Grass:
The Tin Drum
Penguin 1982
Bókin sem gerði Gunna gras heims-
frægan þegar hún kom fyrst út árið 1959
og hefur síðan selst í voða stórum
upplögum út um allan heim og verið
þýdd á fjölda margar tungur, en ekki
íslensku ennþá. Eins og flestum mun
vera kunnugt gerði Volker Schlöndorf
nýlega kvikmynd eftir bókinni sem
taldist til tíðinda og fékk slatta af
verðlaunum, það á ennþa éftir að sýna
hana hér. Grass hóf feril sinn sem eins
lags absúrdisti og þess má víða sjá merki
hér. Söguhetjan er dvergmenni á
geðsjúkrahúsi, þetta er ævisaga að formi
og nær allt frá upprunanum í Danzig,
spannar nasistatímann og eftir stríðsárin
sem Fassbinder hefur annars fjallað um
manna mest. Allan þennan tíma er
tintromman nálæg, í fyrstu leikfang en
síðar tákn ellegar vopn gegn blekkingar-
veröld, vonsku og gleymsku umheims..
Tja. Það er athyglisvert að enskur
gagnrýnandi lét hafa eftir sér að bókin
væri sennilega hin besta sem kynslóð
Grass væri fær um að skrifa. Hvað á það
að þýða?? Kraftur þessarar bókar liggur
í stílnum og uppbyggingu - við höfum
fyrir satt að hún sé ágætlega þýdd.
Colin Forbes:
The Stockholm Syndicatc
Pan 1981
Eru bækur, reyfarar, eftir Colin
Forbes hættir að koma út á íslensku? Það
væri nú agalegt! En þá geta aðdáendurnir
náttúrulega kynnt sér þessa nýjustu bók
hans í enskri pappírskilju. Hún fjallar
um terrorista, sem að sjálfsögðu eru
ekkert annað en einn hluti viðbjóðslegs
samsæris sem upphaf og endi á í Moskvu,
og um harðlynda menn með hjörtu úr
gulli sem berjast gegn þessum ófögnuði.
Glannalegar konur koma við sögu og það
er stöku sinnum farið í rúmið. Allt hefur
þetta sést ótal sinnum áður, ótal, ótal
sinnum, en þetta er víst lesið meira og
minna upp til agna. Vilja kallmenn sjá
sjálfa sig í hlutverki góðu, töffaralegu
hetjunnar sem bjargar varnarlausum
konum og leggst með þeim, ægifögrum.
Þeir um það. Og þessi bók er líklega
ekkert verri en hver önnur. En frumleik-
inn - maður lifandi, frumleikinn...
iUI/miMÞ
The Prehistory of
theMediterranean
D.H. Trump:
The Prehistory of the Mediterranean
Pelican / Penguin 1982
í eldgamla daga var Miðjarðarhafið
nafli alheimsins, að minnsta kosti í okkar
vitund. Þar risu og féllu menningarríkin
hvert af öðru: Egyptaland, Föníkía,
Krít, Hellas, Róm, Karþagó... Allt
þekkjum við nokkuð vel. En hitt
gleymist oft að áður en ritlistin var upp
fundin og tekin var einnig fjölskrúðugt
mannlíf og í sumum tilfellum menningar-
líf við Miðjarðarhafið. Þessi bók dregur
það fram í dagsljósið. Trump, sem er
fornleifafræðingur menntaður frá Cam-
bridge og sérfræðingur í Ítalíu og Möltu,
rekur hér söguna frá upphafi og styðst
við fornleifafundi fyrst og fremst. Bókin
er náttúrulega stórfróðleg og hana prýðir
fjöldi mynda, bæði teikninga, Ijósmynda,
korta og skýringateikninga, en að vísu
þyrftu menn helst að hafa nokkra innsýn
í fornleifafræði sem fag til að njóta
bókarinnar til fullnustu. Það spillir að
minnsta kosti ekki fyrir, því Trump á
stundum erfitt með að gleyma að hann
er sérfræðingur en flestir lesendur ekki.
En gerum ekki of mikið úr því, hér er á
ferðinni fróðleg bók og einnig læsileg.
Thc BiognipliyofEgyptS most bcautlful
and famous ipiecn by thc bcstsellmg
author of Ct'RSE OFTKE WIARUttiS
Phillpp Vandenberg:
Nefertiti
Coronet 1982
Bók þessi ber undirtitilinn „An
Archaeological Biography" og vill sýni-
lega vera nokkuð traust fræðirit, auk þess
að vera alþýðlegt sögubrot, söluhæft. En
í heimildaskránni er meðal annars
minnst á bók eftir Immanuel Velikovsky
- er fornleifastimpillinn þá vaskaður af?
Ekki endilega: Philipp Vandenberg, sem
er ungur þýskur blaðamaður, hefur
sýnilega viljað vinna verk sitt vel og
nokkuð samviskusamlega, tekur oftast
ekki meira upp í sig en hann getur staðið
við. Og það er auðvitað minniháttar
afrek að hafa getað smíðað ævisögu
egypsku drottningarinnar Nefertiti úr
þeim fátæklegu heimildum sem til eru -
Nefertiti sem talin var fegurst kvenna í
heimi og hélt meira eða minna um
stjórnartaumana í Egyptalandi svo árum
skipti, lét sér sjaldan bregða. Hún lifði í
allsnægtum en dó utangarðsmaður og
smáð, byggði heilaga borg sem síðan
lagðist í eyði eftir dauða hennar og fannst
ekki aftur fyrr en á þessari öld.
Drottning, móðir, heimspekingur og
kona - allt þetta var Nefertiti. En hvað
með Kleópötru?
■ Bækumar hér að ofan era fengnar hjá Bókabúð Máls og menningar.
Teldð skal fram að hér er um kynningar að ræða en öngva ritdóma.
Lausar stöður
Tvær stöður lögregluvarðstjóra í Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu eru lausar til umsóknar.
1. Með aðsetur í Stykkishólmi.
2. Með aðsetur í Grundarfirði.
Umsóknarfrestur er til 10. sept. 1982.
Sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadals-
sýslu.
Snjóruðningstæki:
Framleiðum snjóruðnings-
tennur fyrir vörubíla og
dráttarvélar. Pantanir þurfa að
berast sem fyrst svo hægt
verði að afgreiða
þær fyrri part vetrar
ItálIækni sf.
Síðumúla 27, sími 30662
'*>■*«£ Ntl°
AUÐVITAÐ GETUR BANG & OLUFSEN FRAMLEITT
HLJÓMTÆKI EINS OG ALLIR HINIR — EN ÞÁ
HEFÐIR ÞÚ EKKI ÞENNAN GLÆSILEGA VAL-
KOST,
BEOSYSTEM 2400
Við erum rígmontin að geta boðið þessi glæsilegu hljómtæki, sem
eru einstök á fleiri en einn hátt. Útlitið er augnayndi, en bættu
við háþróaðri tækni sem tryggir afburða hljómgæði og ofan á það
svo fjarstýringu sem gerir þér kleift að stýra og stilla tækið
þannig, að þú njótir hljómlistarinnar sem best.
Komdu, sjáðu, hlustaðu, og okkur
er ánægja að sýna þér tækin.
Bang&Olufeen
VERSLIÐ í
SÉRVERSLUN
MEÐ
LITASJÓNVÖRP
OG HLJÓMTÆKI
SKIPHOLTI 19 SlMI 29800