Tíminn - 22.08.1982, Side 23

Tíminn - 22.08.1982, Side 23
SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 ■ Edinburgh tók þátt í að verja skipalestimar til Möltu sem urðu tyrir gífuriegum árásum Þjóðverja og ítala. Edinburgh slapp betur en mörg skip önnur. Hér er létta beitiskipið Penelope eftir milda árás úr lofti. sigldi norður eftir á mikilli ferð en áður en það gæti komist nærri Bismarck töpuðu Bretar sjónar á þýska skipinu og örvæntingarfull leit hófst. Tovey skipaði svo fyrir að orrustuskipin Rodney og Ramiíles og beitiskipin Dorsetshire og Edinburgh skyldu gæta siglingaleiðar- innar til Frakklands og sveimuðu skipin um þetta svæði lengi vel, án þess að nokkuð gerðist. Síðar kom reyndar í Ijós, þegar sigling Bismarcks var þekkt orðin af frásögnum þeirra sem eftir lifðu, að síðdegis þann 25. maí hafði Bismarck siglt framhjá Edinburgh í um það bil 50 sjómílna fjarlægð eða rúmlega það, en hvorugt skipið orðið vart við hitt. Þegar Bismarck fannst svo loksins daginn eftir var Edinburgh komið langt í burtu og þó það hraðaði sér á vettvang var allt yfirstaðið áður en beitiskipið gæti orðið að liði: þýska orrustuskipið horfið í hafið eftir harðar árásir orrustuskipa, flugvéla frá Ark Royal, beitiskipa og tundurspilla. Þrekraun á Miðjarðarhafí En þrátt fyrir að ógnunin af Bismarck væri nú fyrir bí og þýsk ofansjávarher- skip ættu ekki eftir að láta til sín taka á Atlantshafinu framar var í nógu að snúast fyrir beitiskip eins og Edinburgh. Rúmum mánuði eftir að leitinni að Bismarck lauk var ákveðið að styrkja flota Breta á Miðjarðarhafi með öflugri deild úr Heimaflotanum og til fararinnar voru valin orrustuskipið Nelson og beitiskipin Edinburgh, Manchester og Arethusa. Skyldu þau slást í flokk hins svokallaða „H-flota“ sem aðsetur hafði í Gíbraltar. Mikið mæddi um þetta leyti á þeirri flotadeild, sérstaklega þurftu skip úr deildinni að fylgja kaupskipalest- um til Möltu sem stöðugt varð fyrir árásum ítalska lofthersins. Illmögulegt hafði reynst að koma birgðum til Möltu frá stöðvum Breta í Egyptalandi og ákveðið var að gera tilraun til að brjótast í gegn frá Gíbraltar. Fylgja átti sex fullhlöðnum kaupskipum til eyjarinnar og var fylgdarsveitin undir stjórn E.N.Syfret, aðstoðarflotaforingja, sem stjórnaði aðgerðum úr brúnni á Edin- burgh. Orrustuskipin úr H-flotanum fylgdu skipalestinni aðeins til sundsins milli Sikileyjar og Túnis en eftir það urðu Edinburgh og félagar að sjá um sig sjálf. Syfret hafði undir sinni stjórn beitiskipin Manchester og Arethusa, tundurduflaslæðarann Manxman (sem þarna gegndi hlutverki beitiskips) og tíu tundurspilla auk flaggskipsins Edin- burgh. Deildin varð fyrir afar hörðum loftárásum undir eins og nálgaðist Möltu. 23ða júlí varð beitiskipið Manchester fyrir tundurskeyti og lask- aðist svo illa að það varð að snúa aftur til Gíbraltar, sama dag var tundurspill- irinn Fearless fyrir svo miklum skemmd- um að sökkva varð honum nokkru síðar. Er annar tundurspillir, Firedrake, varð skömmu seinna fyrir sprengjum svo senda varð hann til Gíbraltar á ný ákvað Syfret að eitthvað yrði að gera í málinu. Hann breytti stefnu skipalestarinnar í norður, í áttina til Sikileyjar, og tókst þannig bæði að sneiða hjá tundurdufla- lögnum og loftárásum ítala þar sem þeir höfðu alls ekki búist við að óvinurinn stefndi ótilneyddur í áttina til þeirra. Daginn eftir brunuðu beitiskipin sem eftir voru inn tii Möltu, settu vistir og hermenn á land og flýttu sér svo sömu leið til baka. Þó að ítalskar flugvélar og kafbátar gerðu hverja atlöguna eftir aðra að Edinburgh misheppnuðust þær allar og skipið var nálega óskemmt eftir þessa þrekraun. Engu að síður reyndist brátt nauðsynlegt að senda skipið til viðgerða og yfirhalningar, enda hafði það þá verið í stríði í tvö löng ár og ekki linnt látum. Leið líka að því að Edinburgh tæki við sínu erfiðasta, og síðasta, hlutverki: að fylgja skipalestum til Rússlands. Rússlandsskipalestirnar Eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin sumarið 1941 höfðu Sovétmenn farið miklar hrakfarir og misst mikið landflæmi. Þá skorti átakanlega vistir og hergögn og undir árslok 1941 voru hafnar reglulegar skipaferðir til Rúss- lands í sérstökum skipalestum. Þjóð- verjum lá lífið á að sigra Sovétmenn og var því mikið í mun að koma í veg fyrir að kaupskipin næðu áfangastað og Hitler lét sjálfur svo um mælt að öll þau skip þýska flotans sem ekki væru í Noregi væru á vitlausum stöðum. í upphafi árs 1942 fóru því flestöll ofansjávarherskip Þjóðverja að tínast inn í norsku firðina og þeirra helst var orrustuskipið Tirpitz, systurskip Bis- marcks. Raunar voru það ekki ofan- sjávarherskipin sem voru mest ógnun við skipalestirnar, því þegar iil kom var Þjóðverjum mjög illa við að leggja stóru skipin sín í nokkra tvísýnu. Tirpitz sjálft, með allan sinn byssukraft, réðist til dæmis aldrei gegn skipalest Banda- manna. Það voru því fyrst og fremst kafbátar og flugvélar Þjóðverja sem héldu uppi árásum á Rússlandsskipa- lestirnar og gegn þeim þurftu Bretar að verjast, auk þcss sem stóru skipin voru stöðug ógnun. Næstu misserin og árin fór mestallur flotastyrkur Breta í að fylgja þessum Rússlandsskipalestum, og beitiskipið Edinburgh var talin kjörið til þess. Fyrstu mánuði ársins 1942 var Edinburgh ýmist með Heimaflotanum eða í fylgd skipalestanna til Rússlands. Skipalestir þessar báru einkennisstafina „PQ“ - og stóð PQ fyrir skipalestir á leið til Rússlands en QP fyrir þær sem voru á leið heim aftur. Breski flotinn var einn ábyrgur fyrir öryggi þeirra á hinni hættulegu leið norður fyrir Noreg, þar eð sovéski flotinn tók einhverra hluta vegna lítinn sem engan þátt í vörninni. Hann var að vísu lítill og illa búinn en bresku sjómönnunum sárnaói samt aðgerðarleysi Sovétmanna sem nutu góðs af þessari erfiðu siglingu. En hvað um það: í lok apríl 1942 sigldu tvær skipalestir samtímis af stað, PQ-15 á leið til Múrmansk og QP-11 á leið til Bretlands. Bretar höfðu þann síð að láta tvær slíkar lestir jafnan sigla samtímis þar sem Heimaflotinn, sem hélt sig í nágrenninu ef Tirpitz gerði árás, ætti auðveldara með að gæta beggja í einu. Auk Heimaflotans hafði svo hvor skipalest sína eigin fylgdarsveit. I fylgd með QP-11, sem taldi 13 kaupskip, var mjög öflug fylgdarsveit undir stjórn S.S.Bonham-Carters, aðstoðarflota- foringja og yfirmanns 18. beitiskipa- deildar. Flaggskip hans var Edinburgh en annars voru í fylgdarsveitinni sex tundurspillar, fjórar korvettur og einn vopnaður togari. Þetta virðist ef til vill ekki öflugur floti en var þó mun sterkari en Rússlandsskipalestirnar höfðu fengið fram að þessu. Ef til vill var ástæðan sú að um borð í Edinburgh var gull Stalíns, sem náttúrlega var algert leyndarmál. Skipalestin á leið til Rússlands, PQ-15, hafði einnig öfluga fylgdarsveit auk þess sem Heimaflotinn var á sveimi kringum hana: Tovey með orrustuskipin King George V, Duke of York og Rodney. Edinburgh sökkt Þann 29. apríl 1943 flugu þýskar eftirlitsvélar fram á QP-ll og árásir hófust strax daginn eftir. Þá var skipalestin komin 250 mílur frá Múr- mansk og fyrsta skipið sem varð fyrir skemmdum var flaggskip Bonham- Carters, Edinburgh. Það var um eftirmiðdaginn þann 30. að þýska kafbátnum U-456 tókst að laumast upp að beitiskipinu þrátt fyrir að það sigldi í krákustígum. Tvö tundurskeyti hittu stjórnborðsmegin og svo dró úr hraða beitiskipsins að Bonham-Carter ákvað að taka ekki neina áhættu, heldur reyna að komast aftur til Múrmansk. Hefur hann þá áreiðanlega haft í hug hinn dýrmæta farm skipsins. Altént sneri Edinburgh við og stefndi til baka ásamt tveimur tundurspillum, en skipalestin og afgangur fylgdarsveitarinnar hélt áfram för sinni. Þýski kafbáturinn sem hafði hæft Edinburgh tilkynnti þetta til aðalstöðva sinna og þar var ákveðið að senda þrjá tundurspilla til að ráðast á skipalestina. Eftir miklar, en árangurs- lausar loftárásir, eftir hádegið þann 1. maí birtust þýsku tundurspillarnir á staðnum. Þó svo að þýsku tundur- spillarnir væru færri höfðu þeir bæði fleiri og stærri byssur en Bretum tókst að berja svo frá sér að undir kvöld gáfust Þjóðverjar upp og tundurspillar þeirra héldu í staðinn á eftir Edinburgh sem kafbáturinn fylgdi enn eftir. Þá var stýrisbúnaður beitiskipsins orðinn óvirk- ur og hraðinn aðeins fáeinir hnútar. Að morgni annars maí fundu þýsku tundur- spillarnir Edinburgh og bresku tundur- spillana tvo, og þrátt fyrir að Edinburgh væri svo illa laskað sem raun bar vitni tókst beitiskipinu að hæfa þýska tundur- spillinn Hermann Shoemann svo illa áð vélar hans stöðvuðust. Áður hafði Þjóðverjum hins vegar tekist að skjóta tundurskeytum og hitti eitt þeirra Edinburgh bakborðsmegin. Skemmdir urðu miklar en byssur Edinburgh héldu áfram að skjóta af nokkurri nákvæmni. Ekki tókst þó að laska hina tundurspilla Þjóðverja sem á hinn bóginn ollu þvílíkum skemmdum á bresku tundur- spillunum Forester og Foresight að vélar beggja stöðvuðust svo að segja. Nú hefðu Þjóðverjar getað sallað bresku skipin þrjú niður, en það vildi Bretum til happs að Þjóðverjar kusu heldur að bjarga félögum sínum af Hermann Schoemann, sem var að sökkva. Líklega hefur það orðið Bretum til bjargar að kvöldin áður höfðu fjórir litlir tundur- duflaslæðarar slegist í hópinn og Þjóðverjar sáu ekki betur í því slæma skyggni sem þarna var en að þeir væru tundurspillar. Þeir höfðu sig því á brott eftir að hafa bjargað áhöfn Hermann Schoemann sem sökk við svo búið. Áhöfnum Forester og Foresight tókst þá aftur að koma vélum skipa sinna á ferð en Ijóst var að ekkert gæti bjargað Edinburgh. Vegna óveðurs og hættu- legra aðstæðna var ekki talið þorandi að reyna að bjarga gullinu áður en bresku tundurskeyti var skotið að laskaða beitiskipinu og þvi sökkt. Manntjón var ekki sérlega mikið og meðal þeirra sem komust lífs af var Bonham-Carter, flotaforingi. Hann var reyndar ekki gæfumaður þessa daga. Nokkru seinna reyndi hann á ný að komast til Bretlands og nú um borð í beitiskipinu Trinidad, en því var sökkt af þýskum flugvélum. 23 Offsetprentari Óskum eftir að ráða offsetprentara. PRENTSMIÐJAN Smidjuvegi 3, Kópavogi Sími 45000. Utileikföng Úrval leikfanga fyrir krakka á öllum aldri. Póstsendum. LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0 AUSTURSTRÆTI8 - SlM113707 - «r Bújörð í nágrenni Reykjavíkur eða ekki fjær en 100 km. frá Reykjavík óskast í skiptum fyrir 250 m' einbýlishús á Suðurnesjum, sem er 2 íbúðir 65m' og 125m, geymslur, þvottahús og bílskúr. Góð milligreiðsla. Tilboð óskast sent á Auglýsinga- deild Tímans merkt: „1772“ fyrir 1. sept. Ödýrar bókahillur Stærð: 184x80x30 Ijós eik og bæs Tréhurðir Glerhurðir kl’ 1-465>' kr. 395,- kr. 495,- Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.