Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 stuttar fréttir fréttir Afmælisrit Sigluf jardar- kirkju gefið ut ■ SIGLUFJÖRÐUR: í tilefni af hálfrar aldar vígsluafmæli Siglu- fjarðarkirkju réðst sóknarnefnd í það verk að gefa út vandað afmælisrit. Ritstjóri bókarinnar er Páll Helgason en margir aðrir hafa einnig lagt hönd á plóginn. Bókinni er skipti í fimm efnis- hluta: Þ. Ragnar Jónsson skrifar ágrip af kirkjusögu Siglufjarðar. „Steinar eru þungir og sandurinn sígur í“, byggingarsaga Siglufjarð- arkirkju er skrifuð af Sigurjóni Sigtryggssyni. Hið kirkjulega starf. Þar skrifa m.a. Ólafur Þorsteinsson læknir og heiðursborgari um sr. Bjarna Þor- steinsson tónskáld og fyrsta heiðurs- borgara Siglufjarðar. Þóra Jónsdótt- ir frá Ystabæ um Tryggva Kristins- son organista, Páll Helgason um sönglíf í Siglufjarðarkirkju, Guð- brandur Magnússoii unt kirkjugarð Siglufjarðar og Skúli Jónsson um sóknarnefndir. Þá rita sex Siglufjarðarpresta endurminningaþætti um líf og starf í Siglufirði, þeir: Sr. Óskar J. Þorláks- son, sr. Kristján Róbertsson, sr. Ragnar Ásgeirsson og sr. Vigfús Þór Árnason. Þá er þáttur um eignaskrá kirkj- unnar. Bókin er skreytt fjölda ntynda, sem tengja fortíð og segja sína sögu í nútíð. Allur ágóði af bókinni mun renna í safnaðarheimil- issjóð. - HEI Eldri borgur- um boðinn rífiegur afsláttur ■ VESTURLAND: Frá og með deginum í dag og til og með 31. október verður öllum eldri borgur- um - 67 ára og eldri - veittur 30% afsláttur af gistikostnaði á eftirtöld- um sex hótelum á Vesturlandi: Hótel Akraness, Hótel Borgarness, Hótel Búðir, Hótel Sjóbúðir í Ólafsvík, Hótel Stykkishólmur og Hótel Bjarg í Búðardal. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálasamtökum Vesturlands eru nú einnig í undirbúningi að bjóða fólki upp á sérstakar „pakkaferðir" vestur á land, þ.e. berjaferð og réttaferð, en ekki er þetta þó alveg frágengið ennþá. Hugmyndin er að berjaferðin verði farin á Snæfellsnes í byrjun september, en réttaferðin í Þverárrétt upp úr 20. september. í báðum tilvikum er gert ráð fyrir 5 daga ferðum og munu farmiðar verða seldir á BSÍ í Reýkjavík. - HEI ■ Altaristafla Siglufjarðarkirkju er eftir Gunnlaug Blöndal. Nýtt safnaðarheimili vígt á Siglufirði ■ SIGLUFJÖRÐUR: Hálfrar ald- ar vígsluafmæli Siglufjarðarkirkju verður hátíðlegt haldið um næstu helgi - laugardag og sunnudag 28. og 29. ágúst. Á laugardaginn mun biskup ís- lands herra Pétur Sigurgeirsson vigja nýtt safnaðarheimili kirkjunnar á- samt víglsubiskupi sr. Sigurði Páls- syni. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðjóns Pálssonar organista og söngstjóra. Þá verða ávörp flutt af frú Kristine Þorsteinsson, form. sóknarnefndar, frú Brynju Stefáns- dóttur form. systrafélagsins, Ingi- björgu Hinriksdóttur fyrrv. æsku- lýðsfélaga, Ólafi G. Einarssyni alþm. fulltrúa afmælisárgangsins og sr. Vigfúsi Þór Árnasyni, sóknar- presti. Þá flytur frú Anna Magnús- dóttir hátíðarljóð og afmælisrit kirkjunnar verður kynnt af ritstjóra þess, Páli Helgasyni. Það voru tveir Siglfirðingar, Helgi Hafliðason arkitekt og Hákon Ólafs- son verkfræðingur sem teiknuðu og hönnuðu hið nýja safnaðarheimili, sem nú er fullbúið. Verkið hefur verið unniðafsjálfboðaliðumogverk tökum. Þá hafa allmörg fyrirtæki, félagasamtök, einstaklingar og lána- stofnanir lagt sitt af mörkum svo að verkinu mætti Ijúka fyrir vígslu- afmæli kirkjunnar þann 28. þ.m. Áður fyrr var rekinn skóli á kirkjuloftinu en síðan var þar stunduð margháttuð félags- og menn- ingarstarfscmi. En hinar gömlu innréttingar leyfðu ekki lengur slíka starfsemi. Það var mörgum Siglfirð- ingum Ijóst og var því vel tekið að breyta kirkjuloftinu í safnaðar- heimili. M.a. gerði systrafélag kirkj- unnar það að einu meginverkefni sínu fyrir nokkrum árum. Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14.oo á sunnudaginn. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands predik- ar, en fimm fyrrverandi og núverandi prestar á Siglufirði þjóna fyrir altari. Að lokinni guðsþjónustu býður systrafélag kirkjunnar til kaffisam- sætis í hinu nýja safnaðarheimili, sem einnig verður öllum til sýnis til kl. 18.00 þann dag. - HEI ÁVEXT1R HÆKKAÐ UM 128% A 20 MANUDUM — á sama tíma og áfengi, kaffi og gosdrykkir hafa hækkað um 61% ■ Ávextir hafa hækkað hvorki meira né minna en um 128% frá því vísitalan var síðast sett= 100 1. janúar 1981, eða á tæplega 20 mánaða timabili. Aðrir liðir sem hækkaðhafa um meira en 100% eru: Hiti og rafmagn 125%, fargjöld og húsnæðiskostnaður, um 111% hvor liður. Næst neðar á listanum kemur brauð og brauðvörur 93% og snyrtivör- ur og snyrting 92%. Ef við lítum neðst á listann kemur í ljós að liðurinn „aðrar matvörur" hefur aðeins hækkað um 46%, en hann mun aðallega innifela innfluttar matvörur í pökkum, glösum ogdósum. Næst neðsta sætið prýðir síðan liðurinn „drykkjarvör- ur“ (áfengi, kaffi og gosdrykkir), sem hækkað hefur um 61% á þessu 19-20 mán. tímabili, eða jafnmikið og mjólk og mjólkurvörur ásamt feitmeti og eggjum. Þá koma kjöt og kjötvörur 63%, heimilisbúnaður og hreiniætisvör- ur 69%, föt og skófatnaður 71%, kostnaður við einkabílinn 79%, og tóbakið 80%. Meðalhækkun allra liða samantaldra er 79%, en meðalhækkun allra matvara 69% á fyrrnefndu 19-20 mánaða tíma- bili. - HEI ■ Hafsteinn og Birgir fögnuðu sigri við komuna að Laugardalshöllinni með því að skála í Tropicana. Sögðu þeir að kampavín og akstur færu ekki saman. Tímamynd Ari. Ljómarall ,82: Fjórir af f immtán komust á leiðarenda Hafsteinn og Birgir fóru með sigur af hólmi ■ Sigurvegarar í Ljómarallí ’82 urðu þeir Birgir Viðar Halldórsson og Hafsteinn Hauksson á Ford Escort 2000. Keppnin fór fram um helgina, föstudag, laugardag og sunnudag. Að lokinni keppni voru Óskar Ólafsson og Árni Óli Friðriksson með Þrymskviða gefin út í Japan — með mynd- skreytingum ■■ Sigurðar O. Brynjólfssonar ■ Myndskreytt útgáfa af íslenska fornkvæðinu „Þrymskviðu" kemur út hjá einu stærsta bókaútgáfufyrirtæki Japana , Holp Shuppan, í október n.k. Þyrmskviðan fjallar, eins og kunnugt er, um það er Þrymur þurs stelur hamri Þórs, og hvernig Þór endurheimtir hamarinn. Bók þessa teiknaði Sigurður Örn Brynjólfsson, en útgáfa hennar er liður í þeirri starfsemi fyrirtækisins að gefa út þjóðsögur og ævintýri frá hinum ýmsu þjóðlöndum myndskreytt af lista- mönnum frá viðkomandi landi, og er þess skemmst að minnast að á síðast- fæst refsistig. Upp komst að þeir hefðu ekki fylgt settum reglum á föstudeginum og var því sigurinn dæmdur af þeim. Ómar og Jón höfnuðu í öðru sæti að þessu sinni. Þeir óku BMW 315. í þriðja sæti voru þeir Jóhann S. Helgason og Jóhann Hlöðversson á Ford Escort 2000. liðnu ári gáfu þeir út þjóðsöguna um Búkollu sem Hringur Jóhannesson myndskreytti. Þá mun einnig vera ætlun útgáfunnar að gefa bókina út hér á landi í samráði Af fimmtán bílum sem hófu keppni komust aðeins fjórir á leiðarenda. Allir ítalarnir, sem hingað komu með bíla sína, urðu að hætta keppni vegna bilana í bílunum. - Sjó. við íslenskan bókaútgefanda, en óráðið er hver það verður. Bókin er öll hin vandaðasta og er litmynd yfir hverja opnu. ■ Myndskreyting Sigurðar Ö. Brynjólfssonar við það erindi Þrymskviðu, þegar sagt er frá er Þór var klæddur í kvenbúning, en í haust kemur Þrymskviða út á Japansmarkaði, með myndskreytingum Sigurðar. -SVJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.