Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 16 Framhaldsnám Evrópuráöiö býður fram styrki til framhaldsnáms starfandi og veröandi verkmenntakennara á árinu 1983. Styrkirnir eru fólgnir í greiðslu fargjalda milli landa og dvalarkostnaðar (húsnæði og fæði) á styrktímanum, sem getur orðið frá 2 vikum og upp í sex mánuði. Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum 26-50 ára og hafa stundað kennslu við verkamenntaskóla eða leiðbeiningarstörf hjá iðnfyrirtæki í a.m.k. þrjú ár. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. september 1982. Menntamálaráðuneytið 22. ágúst 1982. Raflagnir Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir,gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fullkomna þjónustu sína. Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki SKEMMUVfGl 30 - KOPAVOGI SÍMl 44.->66 Ríkisútvarpið Sjónvarp auglýsir stöðu deildarverkfræðings lausa til umsóknar. Hlutverk deildarverkfræðings er að veita tæknideild sjónvarpsins forstöðu og sjá um innkaup og rekstur á tækjakosti þess. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf eigi síðar en 1. október 1982. Umsóknum ber að skila til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 10. september n.k. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1982 álögðum í Kópavogskaupstað, en þau eru: tekjuskattur, eignaskattur, sóknargjald, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, iðnaðarmálagjald, slysa- tryggingagjald atvinnurekenda, lífeyris - tryggingagjald, atvinnuleysistryggingagjald, al- mennur og sérstakur launaskattur, kirkjugarðs- gjald, kirkjugjald, iðnlánasjóðsgjald, sjúkra- tryggingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og vinnuskattur af verslunar - og skrifstofuhús- næði. Ennfremur fyrir skipaskoðunargjaldi, lestrargjaldi og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunar- gjaldi bifreiða og slysatryggingagjaldi ökumanna 1982, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, vöru- gjaldi af innl. framl. sbr. 1. 65/1975, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlits- gjaldi, vinnueftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sölu- skatti, sem í eindaga er fallinn, svo og fyrir viðbótar og aukaálagningum söluskatts vegna fyrri tímabila. Vegða lögtökin látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 17. ágúst 1982 ■ Þessir ungu Breiðabliksmenn eru í unglingalandsliðinu sem leikur í Færeyjum. Anders Dahl var markahæstur gegn Drott. KR-ingum gengur vel í Noregi ■ 1. deildarlið KR í handknattleik er um þessar mundir í keppnisferðalagi í Noregi. Þar tóku þeir þátt í móti um helgina og gerðu sér lítið fyrir og unnu það tiltölulega auðveldlega. Reyndar blés ekki byrlega fyrir þeim í fyrsta leiknum, sem þeir töpuðu með einu marki, en á þeim sannaðist máltækið, að fall sé fararheill og þeir hafa verið á sigurbraut frá þeim leik. 1 því tóku þátt sterk 1. deildarlið í Noregi, eins og t.d. Refstad og í úrslitum léku KR-ingarnir gegn Drott frá Svíþjóð og unnu þá með níu marka mun. KR-ingamir léku einnig tvo æfinga- ieiki við slök norsk lið og unnu auðveldlega. För þeirra er einnig heitið til Danmerkur og greinilegt er, að liðið er á réttri braut undir stjórn danska þjálfarans og leikmannsins Anders Dahl Nielsen. Hann virðist vera að ná upp geysisterku liði og allar líkur em á að handboltinn í vetur verði spennandi og skemmtilegur. sh. Þeir eru hressir á Austfjörðum ■ Íþróttasíða Tímans fékk sent frétta- bréf UÍA og er þar greint frá ýmsum þáttum í starfsemi sambandsins. Þar var í starfi í sumar farandþjálfari, sem hafði það hlutverk að auka áhuga á íþróttum, einkum meðal barna og unelinea. Þjálfarinn Karen Erlingsdóttir segir meðal annars í grein sinni: „Aðstaða til íþrótta á þeim stöðum sem ég kom til var víðast hvar ekki góð, en eins og kunnur íþróttamaður sagði, þá er það ekki bara aðstaðan sem skiptir máli, heldur viljinn. Já, viljinn til að leggja sig alla fram - viljinn til afreka. Viljinn var líka fyrir hendi á þessum stöðum. Bæði til þess að bæta þá aðstöðu sem fyrir var og einnig viljinn til að standa sig vel í æfingum og keppni, hvort sem um var að ræða börn, unglinga eða fullorðið fólk. Mér er ofarlega í huga gamli maðurinn í Skriðdalnum sem kominn var hátt á áttræðisaldurinn, en lét sig samt hafa það að skella sér í knattspyrnu með hinum unglingunum. Svo mörg voru þau orð. Þeir eru hressir fyrir austan, enda sést það á sífellt betri árangri og sífelldri fjölgun þátttakenda í íþróttum á Austfjörðum. sh Færeyjar - ísland í Klakks- vlk í kvöld ■ í kvöld leikur unglingalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum á aldr- inum 16-18 ára landsleik við frændur okkar Færeyinga. Leikið verður í Klakksvík og voru valdir 16 leikmenn til ferðarinnar. Markverðir: Friðrik Friðriksson Fram Gísli Heiðarsson Víðir Aðrir leikmenn: Einar Áskelsson KA Engilbert Jóhannesson ÍA Guðni Bergsson Val Hlynur Stefánsson ÍBV Ingvar Guðmundsson Val Jón Sveinsson Fram Jón Sveinsson Grindavík Magnús Magnússon Breiðablik Ólafur Þórðarson í A Pétur Arnþórsson Þrótti R Stefán Pétursson KR Steindór Elísson Breiðablik Steingrímur Birgiss. KA Örn Valdimarsson Fylki Þekktastir þessara leikmanna eru Hlynur Stefánsson sem leikið hefur með 1. deildarliði ÍBV og Steingrímur Birgisson sem leikið hefur að undan- förnu með liði KA með góðum árangri. Þessi leikur í kvöld og annar sem háður verður á föstudag eru liður í undirbúningi unglingalandsliðsins undir þátttöku í Evrópukeppni unglingalands- liða, en þar eiga þeir að mæta írum. Þjálfari unglingalandsliðsins er Hauk- ur Hafsteinsson. ■ Guðrún Fema Ágústsdóttir setti tvö ný íslandsmet í bringusundi á dögunum. Gudrún Fema og Eðvarð á EM unglinga í sundi ■ Ákveðið hefur verið að tveir íslendingar verði meðal þátttakenda á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi, sem haldið verður í Innsbruck í Austurríki dagana 26. - 29. ágúst næstkomandi. Það eru þau Guðrún Fema Ágústsdóttir og Eðvarð Eðvarðs- son sem keppa munu fyrir íslands hönd og keppir Eðvarð í 100 og 200 metra baksundi og Guðrún í 100 og 200 metra bringusundi. Að undanförnu hafa þau tvö verið við æfingar í Svíþjóð og hafa æft með sænska unglingalandsliðinu og miðast æfingar þeirra eðlilega við að ná sem bestum árangri í Innsbruck. Þau voru meðal þátttakenda í lands- keppni milli Svía, Frakka og Vestur- Þjóðverja, þar sem þau syntu sem gestir. Náðu þau bæði ágætum árangri, einkum þó Guðrún sem setti tvö íslandsmet í þeim greinum sem hún mun keppa í á Evrópumeistaramótinu. Hún synti 100 metrana á 1:16,25 mín og 200 metrana á 2:45,06. Fararstjóri með íslensku keppendun- um í Austurríki verður Guðfinnur Ólafsson formaður Sundsambands Is- lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.