Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 7 ■ Tekur Palme við stjórnarskútunni að nýju? SV3ÁR BÍÐA EFTIR FYRSTA SEPTEMBER Þá geta úrslitin í kosningunum ráðizt ■ SVÍAR bíða nú eftir sjónvarpsein- vígi þeirra Thorbjöms Fálldin forsætis- ráðherra og Olofs Palme, fyrrverandi forsætisráðherra, en þad fer fram næst- komandi miðvikudag (1. september). Ýmsir fréttaskýrendur spá því, að það geti ráðið úrslitum í þingkosningunum, sem eiga að fara fram 19. september. Enn er svo mjótt á mununum milli sósíalísku flokkanna annars vegar og borgaralegu flokkanna hins vegar, að ekki þarf mikið til þess að ráða úrslitum. Palme hafnaði slíku einvígi fyrir síðustu þingkosningar, sem fóru fram 16. september 1979. Síðan hafa sósíal- demókratar séð eftir því. Margir telja nú, að slíkt einvígi hefði tryggt sigur þeirra þá. Úrslitin í þingkosningunum 1979 þóttu tvísýn fyrirfram og reyndust það líka. Alla kosninganóttina var sýnt, að sósíalísku flokkarnir fengu 175 þingsæti og hinir borgaralegu einnig 175 þingsæti, en óvissa var um 351. þingsætið, sem réði úrslitum. Ellefu sinnum fluttist það á milli þingflokkanna. Að síðustu hafnaði það hjá borgaralegu. flokkunum og tryggði stjórn þeirra á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. Aðeins 8404 atkvæðum munaði á samanlögðu fylgi borgaralegu flokk- anna annars vegar og sósíalísku flokk- anna hins vegar. Skoðanakönnun, sem vikublaðið Vec- kans Affárer birti um miðja síðustu viku, spáði því, að sósíalísku flokkarnir fengu 49% en borgaralegu flokkarnir 47%. Um 4% skiptust milli smáflokka. Reynist það rétt mun Umhverfis- flokkurinn (Miljöpartiet) ekki fá þing- menn, en ýmsar skoðanakannanir höfðu spáð þvf áður. Samkvæmt umræddri skoðanakönn- un fengju sósíaldemókratar 44.5%, eða 1.3% meira en síðast. Kommúnistar fengu 4.4%, sem er 1.1% tap frá síðustu kosningum. Ýmsar skoðanakannanir hafa spáð því, að kommúnistar næðu ekki 4% markinu, sem þarf til þess að fá þingsæti. Færi svo, væri sigur borgara- legu flokkanna sennilega tryggður. Samkvæmt áðumefndri skoðana- könnun myndi íhaldsflokkurinn fá 26% og bætti við sig 5.7%. Miðflokkurinn fengi 13% og tapaði 5.1%. Frjálslyndi flokkurinn fengi 8% og tapaði 2.6%. BORGARALEGU flokkamir komu til valda haustið 1976 eftir mikinn kosningasigur Miðflokksins. Sósíal- demókratar höfðu þá farið samfleytt með völd í nær hálfa öld. Thorbjörn ■ Ulf Adelsohn. Fálldin myndaði ríkisstjórn með þátt- töku borgarlegu flokkanna þriggja. Samstarf flokkanna rofnaði eftir tvö ár, eða í október 1978. Ágreiningsefnið var afstaðan til kjarnorkuvera. Mið- flokkurinn var andvígur byggingu þeirra, en hinir flokkarnir ekki. Eftir nokkurt þóf myndaði Ola Ullsten, formaður Frjálslynda flokksins, minni- hlutastjórn flokksins, sem sat að völdum fram yfir kosningamar 1979. Kosningarnar 1979 fóru á þann veg, eins og áður segir, að borgaralegu flokkarnir hlutu eins þingsætis meiri- hluta á þingi. Peir komu sér saman um stjórnarmyndun og varð Fálldin for- sætisráðherra í annáð sinn. Ekki tókst frekar nú en áður að halda þessari stjórn út kjörtímabilið. Hún rofnaði vorið 1981 sökum ágreinings um skattamál, þegar Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sömdu við sósíal- demókrata um ný skattalög. fhaldsflokkurinn dró þá ráðherra sína úr ríkisstjórninni. Eftir talsvert þóf féllst hann þó á að styðja minnihlutastjórn Miðflokksins og Frjálslynda flokksins undir forustu Fálldins. Sú stjórn hefur farið með völdin síðan í maí 1981. Svíar hafa á þessum tíma þurft að glíma við vaxandi efnahagserfiðleika eins og flestar aðrar þjóðir. Sennilega á það sinn þátt í því, að skoðanakannanir spá þessum tveimur flokkum nokkru tapi. BARÁTTAN hefur verið allhörð milli flokkanna að undanförnu. Mikil deila hefur staðið um tillögur sósíaldemó- krata og verkalýðshreyfingarinnar um hina svokölluðu launþegasjóði. Samkvæmt þeim verður fyrirtækjum, skylt að greiða í þá hluta af arði sínum, en sjóðurinn leggi síðan fé sitt í atvinnurekstur. Peir verða undir stjórn verkalýðssamtakanna. Andstæðingar sósíaldemókrata halda því fram, að hér sé um dulbúinn sósíalisma að ræða. Margt bendir til, að hugmyndin um launþegasjóðina hafi heldur þyngt róðurinn hjá sósíaldemókrötum. Tæpur mánuður er nú til kosn- inganna. Ólíklegt er ekki, að þegar til lokaþáttar kosningabaráttunnar dregur, ráði tiltrú til forustumanna stjómmála- flokkanna engu minna eða jafnvel meira en afstaða til vissra málefna. Það er af þessari ástæðu, sem beðið er með nokkurri eftirvæntingu eftir einvígi þeirra Olofs Palme og Thor- bjöms Fálldin. Palme er meiri ræðu- garpur en Fálldin, en getur stundum verið harðskeyttur um of. Samherjar hans óttast helzt að hann verði fylginn sér um of og Fálldin geti grætt á því. Gæti Palme sín muni hann bera sigur úr býtum. Ulf Adelsohn, hinn nýi leiðtogi Ihaldsflokksins, krafðist þess að fá að heyja einvígið við Palme, því að hann væri formaður stærsta borgaralega flokksins. Þegar því var neitað, hafnaði Adelsohn að heyja einvígi við Kjell- Olof Feldt, sem er talinn annar mesti áhrifamaður sósíaldemókrata. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar f réttir Líbanon: Átök á þjóðveg- inum til Damaskus — PLO-menn eiga að fara þar um í dag ■ Fréttir hafa borist af átökum í Líbanon, í grennd við þjóðveginn til Damaskus, en þar um á hópur PLO-manna að fara frá Beirut í dag, fyrsti hópurinn sem yfirgefur borgina landleiðina. Ekki var ljóst í gær hverjir ættu aðild að þessum átökum, en bæði var um að ræða þunga stórskotahríð og vélbyssuskothríð. Sagt var að átök ættu sér stað á milli ísraelsmanna og Sýrlendinga. Hinsvegar neitaði tals- maður ísraelska hersins að þeir ættu hér hlut að máli og sagði að bardaginn hefð verið á milli Sýrlend- inga og hermanna kristinna manna í Líbanon. Brottflutningur PLO-manna sjó- leiðina frá Be.rut gekk hnökralaust fyrir sig í gær og þa fór bátur með nokkur hundruð PLO-menn áleiðis til Norður-Yemen. Áður höfðu bátar haldið til Iraks og Túnis. Bandaríkjamenn hafa nú 800 landgönguliða í Líbanon sem hjálpa til við brottflutninginn og hefur Reagan forseti enn áréttað að þeir séu ekki þarna til neinna bardaga, og sagði hann í bréfi til aðalritara Sþ að þeir myndu hafa fullt samstarf við gæslumenn Sþ á svæðinu. Yasser Arafat leiðtogi PLO hefur ásakað Evrópumenn og Bandaríkja- menn um að hafa staðið aðgerðar- lausir hjá meðan Beirut var eytt. I viðtali við ítalskt dagblað segir Arafat að PLO-menn hafi yfirgefið borgina til að koma í veg fyrir frekari tortímingu hennar, en hinsvegar muni barátta PLO halda áfram eftir sem áður. fsraelsmenn segja að þeir hafi byrjað að leysa úr haldi marga PLO-menn sem þeir tóku til fanga í átökunum, en talið er að ísraels- menn hafi allt að 7000 fanga í haldi frá því að innrás þeirra hófst. Fregnir herma að sveitir ísraels- manna séu þegar farnar á brott frá Beirut í einhverjum mæli og greint er frá því að herbílalest ísraels- manna sé á leið suður á bóginn frá Beirut. Nokkur hundruð falla í Afganistan ■ Fréttir frá Afganistan herma að nokkur hundruð manna hafi fallið eða særst alvarlega í smábæ 18 km. norður af Kabúl höfuðborg landsins. Þetta munu hafa verið meðlimir kommúnistaflokks Afganistan sem héldu hátíð á þessum stað, en skæruliðar munu hafa gert árás á staðinn er hátíðin stóð sem hæst. Vcstrænir diplómatar segja að tvö sjúkrahús í Kabúl séu enn troðful! af fórnarlömbum árásarinnar. Ekkert hcfur heyrst um þessa árás frá stjórnvöldum í Afganistan. Indland: Yfir 250 lögreglu- menn reknir — kröfðust betri kjara ■ Yfir 250 lögreglumönnum í héraðinu Hariana í norðurhluta Indlands hefur verið vikið frá störfum fyrir að taka þátt í baráttu fyrir bættu kaupi og kjörum. Mönnunum var skipað úr stöðum sínum og síðan sendir heimleiðis með rútum, en lögreglumenn í höfuðborg héraðsins munu hafa haldið mótmælagöngu í samúðar- skyni við hina brottreknu. Kornuppskeran bregst í Sovét ■ Allar líkur benda til þess að kornuppskeran í Sovétríkjunum muni bregðast enn á ný og jafnvel verða sú vcrsta s.l. fjögur ár. í grein í Prövdu um uppskerumál- in segir m.a. að sérfræðingar standi sig ekki sem skyldi, uppskerutækin virki ekki og í sumum tilfellum noti bændur tvisvar til þrisvar sinnum lengri tíma en eðlilegt getur talist til að ná inn uppskerunni, og þá séu komgeymslumar svo lélegar að mikið fari forgörðum. Sumar fregnir herma að allt að 20% uppskemnnar rotni. Vegna þessa er áætlað að Sovét- menn verði að flytja inn allt að 15 millj. tonna af korni, og er reiknað með að þeir flytji það inn frá Bandaríkjunum, Kanada og Argen- tínu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.