Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Miðvikudagur 25. ágúst 1982 191.tbl.-66.árgangur Pósthólf 370 Reykjavik-Ritstjórn86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift FJORIR ITALSKIR RALL- KAPPAR KÆRÐIR TIL RLR — hreyfdu vid mælum í tveimur leigðum bif reiðum til að losna I Akureyrar hefur kært fjóra ítalska rallkappa, sem þátt tóku í Ljómarallinu sem fram fór um helgina, fyrir að hreyfa víð kflómetra- mælum tveggja jeppa, sem þeir höfðu á leigu í tvær vikur. Eru rallkappamir grunaðir um að hafa fært mælana í þeim tilgangi að losna við að greiða kflómetragjald í samræmi við notkun ————————— Ríkisstjórnin: „HELDUR AUÐVITAÐ ÁFRAM við gresðslu kfiómeiragjaids jeppanna. „Það er augljóst að svik voru á ferðinni. Öðrum jeppanum var skilað hingað með kílómetramælinn ótengd- an, en mælirinn í hinum sýndi að honum hefði aðeins verið ekið 170 kílómetra. Við vissum af þeim bíl austur á Geysi í tvígang og auk þess höfum við grun um að hann hafi farið mikið víðar," sagði Baldur Ágústsson, hjá Bílaleigu Akureyrar, í samtali við blaðið í gær. „Við buðum mönnunum að áætla á þá vegalengd. Þeir ypptu bara öxlum og þóttust ekki kannast við að hafa hreyft við mælunum. Þá var ekki annað fyrir okkur að gera en kæra þá til rannsóknarlógreglunnar," sagði Baldur. Baldur ságði að talsverð brögð væru að því að fitlað væri í kílómetramælum bílaleigubíla. „Það er ósköp lítill vandi fyrir þá sem eitthvað kunna með bíla að fara og það kunna þessir rallkappar svo sannarlega. Þess vegna er ég svolítið hissa á því hversu klaufalega þeir fóru að," sagði Baldur. - Sjó. 75 STORFUM — segir dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra ¦ „Það var Eggert Haukdal að þakka, meðal annarra, að unnt var að mynda núverandi rikisstjóm fyrir tveimur og hálfu ári og leysa þannig langvarandi og hættulega stjómar- kreppu. Þótt hann óski ekki lengur að styðja stjómina, heldur hún auðvitað áfram störfum, þar sem hún nýtur engu að síður stuðnings meirihluta alþingismanna. Ég geng út frá því að Eggert Haukdal muni áfram styðja góð og gagnleg mál á Alþingi," segir dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, í yfiriýsingu sem hann sendi til fjölmiðla í gær. Það var í gær sem Eggert gaf út yfirlýsingu um að hann hefði látið af stuðningi við ríkisstjórnina og myndi greiða atkvæði gegn nýsettum bráða- birgðalögum um efnahagsmál. Með þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin misst meirihluta sinn í neðri deild Alþingis, og því ljóst að bráðabirgða- lögin hljóta ekki samþykki, nema einhver stjórnarandstöðu þingmaður styðji þau. Sjá nánar viðtöl á bls. 3 Tekinn med 600 grömm af hassi ¦ Rúmlega tvítugur Reykvíkingur var tekinn með um sex hundruð grömm af hassi við komuna til Keflavíkurflugvallar frá Luxemburg í fyrrinótt. Var maðurinn með hassið í handtösku og fundu tollverðir það við almenna tollleit. Maðurinn var færður á lögreglu- stöðina í Reykjavík. Þar var hann yfirheyrður í gærdag. - Sjó. IMmJ ¦ Þótt sólin hafi yfirgefið okkur um stund, má þó alltaf hafa uppi á einuin og einum sólskinsgeisla samt, - til dæmis gerir einn brjóstsykursmoli tilveruna talsvert bjartari í rigningunni. (Tímamynd Ari) Kvikmynda- hornid: Ameríska vikan — bls. 23 Marka- kóngur á spítala — bls. 24 Bóla á nefi bls. 2 Sænsk pólitík — bls. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.