Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 WF£>Í> Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7-80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um allt land Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafé/ag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 ■ Markakóngur þriðju deildarinnar í knattspyrnu, Óli Agnarsson, frá Siglufirði, liggur nú kjálkabrotinn á Borgarsjúkrahúsinu eftir að hann lenti í samstuði við mark vörð Selfyssinga á dögunum. Innfellda myndin er tekin á knattspyrnuvellinum á Siglufirði. Tímamyndir GE og Róbert Guðfinnsson / Siglufirði. _ .JHARKHEPPNIN KOMID MER A OVART JAFNT OG ODRUM — segir Óli Agnarsson KS, sem hefur skorad tuttugu mörk í íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar ■ „Mér hefur tekist að skora ein tuttugu mörk í íslandsmótinu í sumar. Eg geri vart fleiri úr þessu því ég kjálkabrotnaði í leik á móti Selfyss- ingum um daginn. Markmaðurinn þeirra rak hnéð í andlitið á mér og síðan hef ég verið óvígur,“ sagði murkahæsti maðurinn í íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar, Óli Agnarsson, sem leikur ineð þriðju deildar liði KS frá Siglufirði. „Ég hef æft með meistaraflokki KS í fimm sumur en varð ekki fastamaður í liðinu fyrr en í sumar. Ég spilaði alltaf einn og einn leik, en var á bekknum á milli.“ -Skoraðirðu mörk í þeim leikjum sem þú fékkst að spila? „Ég gerði nokkur, en ekkert sérstak- lega mörg. Enda hefur markheppni mín í sumar komið mér jafn mikið á óvart og flestum öðrum. Þetta hefur einhvern veginn komið af sjálfu sér með góðri aðstoð félaga minna í KS-liðinu.“ ... langar ekki að spila í fyrstu deild... „Mér hefur enn ekki verið boðið að leika með fyrstu deildar liðum. Fari svo mun ég hiklaust hafna því boði. Mig langar alls ekkert að spila í fyrstu deildinni. Mér er alveg nóg að leika í annarri deild, sem ég vona eindregið að KS komist í næsta sumar." -Hvernig er aðstaða til knattspyrnu- iðkunar á,Siglufirði? „Hún er vægast sagt léleg. Malarvöll- urinn, sem við leikum á, hefur aldrei verið fullkláraður. En það má alveg sætta sig við hann, því hann er löglegur. Við getum notast við hann í annarri deildinni. En fari svo að við komumst einhvern tíma í fyrstu deild þurfum við að fá grasvöll. Bæjarstjórnin hefur líka lofað okkur að gera úrbætur í vallar- málunum, ef við komumst upp,“ sagði Óli. - Hvað hefur þú skorað mörg mörk í einum leik? „Ég hef mest skorað fjögur í leik. Það var í heimaleik á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði. Það var leiðindaleikur, algjör einstefna á mark Sindra. Við unnum 9-0. Skemmtilegasti leikurinn okkar í sumar var á móti Huginn frá Seyðisfirði. Við unnum þá 5-0 á heimavelli. Par af skoraði ég tvö mörk. Annað þeirra var fallegasta mark sem ég hef á ævinni skorað. Enda var ég í sigurvímu marga daga á eftir.“ -Finnst þér ekki súrt í brotið að vera ekki með í úrslitakeppninni í þriðju deildinni? „Það er auðvitað leiðinlegt. En maður verður bara að vona það besta. Ég held að strákamir geti alveg klárað þetta án mín“ sagði Óli. fréttir Játaði landhelgisbrot ■ Réttarhöld yfir skipstjór- anum á Þórkötlu GK-97 fóru fram í gær hjá sýslumanninum í Gullbringusýslu. Báturinn var staðinn að togveiðum 2,3 sjómílur frá Dyrhólaey í fyrradag. t>ar má ekki veiða í troll innan þriggja mílna. Við réttarhöldin viður- kenndi skipstjórinn brot sitt, en dómur verður kveðinn upp yfir honum fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Halls Stefánssonar fulltrúa eru viðurlög við brot- um af þessari gerð hjá litlum skipum, þ.e. innan við 39 metra löngum, 4-14 þúsund gullkrónur og afli og veiðar- færi gerð upptæk. Ein gull- króna jafngildir um sjö krón- um, trollið er metið á rétt um 100 þúsund krónur og afli bátsins var um sex tonn - SV. Stjórn SVR skoðar tilboðin íIkarus ■ Tilboð í Ikarusvagnana voru til umræðu í borgarráði í gær. Engar ákvarðanir voru teknar um hvort einhverju tilboðanna skuli tekið eða þá hverju. Heldur var málinu vísað til umsagnar stjóm SVR. Eins og kunngt er af fréttum voru nýlega opnuð tilboð í Ikarusvagnana þrjá, sem SVR á. Þrjú tilboð bárust, en aðeins eitt þeirra var í alla vagnana þrjá. Það tilboð hljóðaði uppá 400 þúsund krónur fyrir hvem vagn. _ sv_ Blaðburðarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Skjólin Tunguvegur Akurgerði Selvogsgrunn Hofteigur Hraunteigur WtWÍVtU Sími: 86300 dropar Albert heimt- ar auglýsingu ■ Að tillögu Alberts Guð- mundssonar hcfur verið ákveð- ið að auglýsa lausa til umsókn- ar stöðu skrifstofustjóra launa- deildar Reykjavíkurborgar. Á fundi borgarráðs í gær lagði vinnumálastjóri, Magnús Ósk- arsson, til að Þorsteinn Einars- son, sem gegnt hefur stöðunni rúmt undanfarið ár, yrði fast- ráðinn í stöðuna. Albert mun hins vegar hafa hug á að koma öðrum aðila í stöðuna, og lagði því fram tillögu um að hún yrði auglýst. Var sú tillaga sam- þykkt samhljóða enda Ijóst að fulltrúar minnihlutans í borgar- ráði myndu styðja hana. Kalt stríð ríkis og borgar ■ Þessa dagana standa yfir viðræður á milli Rcykjavíkur- borgar og ríkisins um hugsan- lega yfirtöku fyrmefnda aðil- ans á mestum hluta lands Keldna, en það er hugmynd núverandi borgarstjóra að í- buðarbyggð rísi þar strax á næsta ári. Dropar hafa fregnað að meðan á viðræðunum standi þýði ekki svo lítið sem að biðja um leyfi fyrir bygg- ingu hundakofa á því svæði sem ríkisstofnanir hafa til umráða á Keldnasvæðinu. Ekkert verði leyft fyrr en ákjósanleg niðurstaða hafi fengist út úr viðræðunum að mati Reykjavíkurborgar. Borgarritari hættir ■ A fundi borgarráðs í gær var lagt fram erindi frá Gunn- laugi Péturssyni, borgarritara, þar sem hann óskar eftir því að verða leystur frá störfum frá og með 1. nóvember nk. Mun Gunnlaugur vera kominn með rétt til fullra eftirlauna, og hafa í hyggju að setjast í helgan stein. Ekki var tekin ákvörðun í gær hvort staða hans yrði auglýst eða hvort henni yrði ráðstafað á annan hátt. Bjöm Friðfinnsson, fjármálastjóri borgarinnar, þykir standa henni nálægt, enda verið hægri hönd Gunnlaugs undanfarin ár. Krummi ... spáir að nú dugi ekkert minna en brú yfir Ölfusárósa til að koma Eggert Haukdal aftur yfir í stuðnmgsmannalið ríkis- stjómarinnar, og þá frekar tvær en ein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.