Fréttablaðið - 10.01.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 10.01.2009, Síða 2
2 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI „Nú á dögum, þegar svo margir Íslendingar eru hættir að fara hérna í gegn, þá er þetta algjör hvalreki,“ segir Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio-verslunarinnar í Leifs- stöð, afar kátur með óvænta komu 200 bandarískra hermanna í flugstöðina. Það var ekki nema von að hann tæki þeim vel en farþegum hefur fækkað verulega síðustu mán- uði, til dæmis komu liðlega þriðj- ungi færri í nóvember síðastliðn- um en sama mánuð árinu á undan. Tæplega níu prósent færri ferðamenn komu á síðasta ári en árinu þar á undan. „Þeir voru að koma frá Írak en lentu hér þar sem rúða brotnaði í vélinni,“ segir Kjartan. „Þegar þeir heyrðu af því að hægt væri að láta mæla í sér sjónina og kaupa gleraugu bara einn tveir og bingó fjölmenntu þeir hjá okkur og þeir eru afar ánægðir með verðið og tala um að þetta sé um hálfvirði miðað við það sem gerist í þeirra heimalandi.“ Fimmtán hermenn voru sjón- mældir og keyptu þeir gleraugu hjá Kjartani og segir hann í gríni að hafi þeir verið óbreyttir her- menn hafi það breyst því þeir tóku miklum stakkaskiptum eftir kaupin. „Þeir voru allir með alveg eins gleraugu sem herinn hafði skaffað þeim. Þau voru orðin sandbarin og svo sem engin tískugleraugu en þeir fóru með alveg nýtt lúkk.“ Lee Greenfield, yfirmaður í hernum, sagði að hópurinn væri ánægður með verðið í Leifsstöð og hefðu því margir nýtt sér þetta óvænta innlit til að versla. Kjartan segir, eins og Elín Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Keflavíkurflug- vallar ohf., að á meðan Íslending- um hafi fækkað í Leifsstöð hafi erelndir ferðamenn nýtt sér í auknum mæli verslanirnar þar. „Þeir eru farnir að opna veskin,“ segir Kjartan. Spurð um hvernig verslunin gangi í Leifsstöð segir Elín tölurnar um fjölda ferða- manna endurspegla þá stöðu að miklu leyti. Keflavíkurflugvöll- ur ohf. tók við rekstri Keflavík- urflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um síðustu áramót. jse@frettabladid.is Kaninn glæddi við- skiptin á vellinum Tvö hundruð bandarískir hermenn komu við í Leifsstöð á heimleið frá Írak og glæddu viðskiptin sem hafa dregist saman vegna fækkunar ferðamanna síð- ustu mánuðina. Farþegum fækkaði um 8,8 prósent milli áranna 2007 og 2008. HER MANNA Í LEIFSSTÖÐ Lee Greenfield mælir hér til sinna manna en um 200 hermenn voru í Leifsstöð í gær. Jón Vigfús, skaustu þér ref fyrir rass? „Já, þangað fer hann nú að lokum.“ Jón Vigfús Guðjónsson, tilraunakokkur með meiru, matreiddi ref í brúnni sósu og snæddi með bestu lyst. Hann segir réttinn hafa helst minnt á gúllas af fullorðinni kind. EFNAHAGSMÁL „Meginregla skilanefndar Kaupþings í framvirkum gjaldmiðlasamning- um almennt, er að þegar þeir eru á gjalddaga sé miðað við skráð gengi Seðlabanka Íslands. Það er eina gengið sem við getum notað,“ segir Steinar Þór Guð- geirsson, formaður skilanefndar gamla Kaupþings. Ýmsir, til að mynda útgerðir hafa rætt um að gera upp afleiðusamninga með gjaldeyri á tilteknu gengi. Þá hefur að minnsta kosti eitt eignarhaldsfé- lag krafist þess að gengi evr- ópska seðlabankans á uppgjörs- degi verði notað. - ikh / sjá síðu 10 Formaður skilanefndar: Aðeins gengi Seðlabankans FARÞEGAFJÖLDI Í LEIFSSTÖÐ Janúar 116.607 11% Febrúar 114.964 11,6% Mars 146.969 8,8% Apríl 137.503 -14,9% Maí 173.191 -4,5% Júní 249.957 -2,8% Júlí 292.992 -5,2% Ágúst 271.501 -7,6% September 172.086 -8,2% Október 142.552 -22,8% Nóvember 91.500 -36% Desember 90.076 -26% Farþegafjöldi árið 2008 1.990.476 Farþegafjöldi árið 2007 2.182.232 Sem þýðir 8,8 prósenta fækkun. Fjöldi farþega 2008 Breyting frá fyrra ári VEÐUR Í dag kólnar verulega á landinu frá því sem verið hefur. Eftir nokkra vikna hlýindakafla taka frosthörkur við. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands mun kuldinn ná hámarki fyrir austan og norðan á þriðju- dag. Það kvöld gerir spálíkan Veðurstofunnar á netinu ráð fyrir 22 stiga frosti á Akureyri og 19 stiga frosti á Möðrudalsröræfum og á Egilsstöðum svo dæmi séu nefnd. Sunnan heiða má búast við mesta frostinu í innsveitum. Til dæmis er spáð 15 stiga frosti í Húsafelli og 12 stiga frosti á Þingvöllum á þriðjudag. Á höfuð- borgarsvæðinu verður frostið 8 stig þann dag. Reiknað að með að þessu kulda- hreti fylgi bæði snjókoma og él, aðallega norðanlands og austan. Hvergi verður frostlaust en þó mildast með suðausturströnd landsins. Á miðvikudag er gert ráð fyrir að slakni tímabundið á klónni en síðan á að kólna aftur á fimmtu- dag. - gar Eftir margra vikna hlýindakafla snýr veturinn tvíefldur aftur með 20 stiga frosti: Fimbulkuldi leggst yfir landið EFNAHAGSMÁL Utanaðkomandi sér- fræðingar hafa, að beiðni Fjár- málaeftirlitsins, skoðað ákveðna þætti sem snúa meðal annars að innri reglum bankanna og lögum um fjármálafyrirtæki, segir í til- kynningu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir að þessi skoðun snúi til dæmis að óeðlilegum fjár- magnshreyfingum innan sam- stæða eða milli landa, skilmála- breytingum lánasamninga, breytingum á tryggingum og veðum, meðferð afleiðusamninga, viðskiptum með verðbréf og hlut- deildarskírteini verðbréfasjóða og meðferð rekstrarfjármuna. Upplýsingum vegna þessarar skoðunar, frumgögn upp á fleiri hundrað blaðsíður, hefur verið skilað til Frjármálaeftirlitsins og er úrvinnsla hafin með það fyrir augum að sannreyna hvort lög hafi verið brotin. Í tilkynningunni segir að í þeim tilvikum sem niðurstöður bendi til refsiverðs verknaðar verði beitt stjórnvaldssektum eða málum vísað til lögreglu. Upplýsingar um niðurstöður rannsókna verði veitt- ar á þann hátt sem lög leyfi og eftir því sem verkinu miðar áfram. Jafnframt er minnt á að Fjár- málaeftirlitið vinni innan ákveð- ins lagaramma sem takmarki möguleika þess á að tjá sig um mál sem það hefur til skoðunar. Þá geti opinber umfjöllun um einstök mál á rannsóknarstigi spillt rannsókn- um eða ónýtt mál fyrir dómi. - ovd Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á starfsemi bankanna haustið 2008 miðar áfram: Sérfræðingar hafa skilað gögnum BANKAR Fjármálaeftirlitið hefur falið utanaðkomandi aðilum að skoða innri reglur banka og lög um fjármálafyrir- tæki. -18 -22 -7 -16 -17 -3 1 -6 -9 2 5 5 19 2 5 4 1 3 VEÐURSPÁ Á MIÐNÆTTI AÐFARANÓTT MIÐVIKUDAGS VEÐURSPÁ Kuldalegt verður um að litast á landinu á þriðjudags- kvöld ef marka má spá Veður- stofu Íslands. HEIMILD/VEDUR.IS STJÓRNMÁL Björn Bjarnason lætur af embætti dóms- og kirkjumála- ráðherra að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu mánaðamót. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ákveðið að Bjarni Benediktsson alþingismaður taki við embættinu. Líklegt er að frekari breytingar verði á ríkisstjórninni við það tækifæri. Björn varð dómsmálaráðherra eftir kosningarnar 2003. Áður var hann menntamálaráðherra frá 1995 til mars 2002. Bjarni var fyrst kjörinn á þing 2003. - bþs Breytingar á ríkisstjórninni: Bjarni tekur við embætti Björns BJÖRN BJARNASON BJARNI BENEDIKTSSON VIÐSKIPTI Nýja Úrvalsvísitalan (OMXI6) féll um 5,51 prósent í gær og endaði í 884,67 stigum. Munar þar um gengishrun Straums sem féll um rúm 26 prósent. Gengi bréfa í fjárfest- ingabankanum hefur fallið um 64 prósent síðan viðskipti hófust á ný með þau fyrir mánuði og fór um skamman tíma undir eina krónu á hlut í gær. Kauphöllin tók saman nýja Úrvalsvísitölu í byrjun árs og samanstendur hún af þeim sex félögum sem mesta veltu hafa á markaðnum. Vísitalan, sem hefur aldrei hækkað, hefur fallið um 11,5 prósent frá fyrsta degi. - jab Úrvalsvísitalan í mínus: Engin hækkun frá áramótum LÍF Í KAUPHÖLLINNI Nýja úrvalsvísital- an sem Kauphöllin tók að reikna um áramótin hefur fallið um 11,5 prósent frá fyrsta degi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Inflúensa er nú farin að stinga sér niður. Í desember síðastliðnum var staðfest tilfelli af inflúensu A og enn eitt í byrjun janúar á þessu ári, að því er fram kemur í Farsóttarfréttum landlæknisemb- ættisins. Þá hefur orðið nokkur aukning á inflúensulíkum tilfellum á Læknavaktinni og umtalsverð aukning á bráðum loftvegasýkingum ásamt auknum komufjölda sem allt eru vísbend- ingar um að inflúensan kunni að vera að skjóta rótum hér. Önnur vísbending um yfirvofandi inflúensufaraldur er umtalsverð aukning á inflúensutilfellum í nágrannalöndum okkar síðustu vikurnar. - jss Komum á Læknavakt fjölgar: Flensan komin SÓMALÍA Sómalskir sjóræningjar slepptu í gær sádí-arabíska risaolíuskipinu Sirius Star sem þeir rændu í nóvember síðastliðn- um. Sjóræningjarnir fengu um þrjár milljónir bandaríkjadala greiddar í lausnargjald fyrir skipið sem jafngildir rúmum 373 milljónum íslenskra króna. Í skipinu eru tvær milljónir olíutunna og er það stærsta skip sem rænt hefur verið. Engan í 25 manna áhöfn skipsins sakaði. - ovd Sjórán við Sómalíu: Sjóræningjar sleppa olíuskipi SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.