Fréttablaðið - 10.01.2009, Page 3
ORKU- OG TÆKNISKÓLI
K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T
B.S. gráða
í orkutæknifræði
og mekatróník
Keilir og Háskóli Íslands bjóða nú nám til B.S. gráðu í tæknifræði við framúrskarandi aðstæður
á Keilissvæðinu undir leiðsögn sérfræðinga í fremstu röð. Í námslok útskrifast nemendur með
B.S. gráðu frá Háskóla Íslands.
Orkutæknifræði er þverfaglegt nám þar sem veittur er sterkur grunnur í beislun og nýtingu
jarðvarmaorku og virkjun á öðrum grænum, endurnýjanlegum orkugjöfum auk hagnýts grunns
í því að nýta bæði rafeinda- og hugbúnað til að stjórna vélbúnaði, og notkun mælitækja.
Í mekatróník (e. mechatronics) náminu fá nemendur þverfaglegan grunn í hönnun og smíði
rafeinda- og tölvustýrðs vélbúnaðar. Meðal þess sem kennt verður er mælitækni, merkjavinnsla,
stýritækni og hönnun vélhluta. Auk þess verður kennd rafmagnsfræði, rafeindafræði og önnur
fög sem eru mikilvæg í starfi tæknifræðinga með sérhæfingu í mekatróník.
Lögð er áhersla á verklegar æfingar í rannsóknarstofu þar sem sköpunargáfa
nemenda fær að njóta sín. Samstarf við fyrirtæki á svæðinu undirbýr nem-
endur fyrir atvinnulífið, þar sem vaxandi þörf er fyrir sérfræðinga á þessu sviði.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar.