Fréttablaðið - 10.01.2009, Síða 4
4 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR
ÍSRAEL „Ég tel að það sé vítavert af
þeirra hálfu og vítavert að svara
ekki kröfu alþjóðasamfélagsins
um að gera þarna vopnahlé,“ segir
Geir Haarde forsætisráðherra um
framferði Ísraela, sem sögðust í
gær ekki ætla að taka neitt mark á
ályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna.
„Það stendur líka upp á þá sú
ásökun að þeir hafi brotið alþjóð-
legar mannréttindareglur – meðal
annars af hálfu alþjóðanefndar
Rauða krossins þannig að þeir
verða bara að hætta þessu – það
er ekkert sem heitir,“ segir Geir.
Öryggisráðið samþykkti í fyrri-
nótt ályktun, þar sem þess var
krafist að vopnahlé gengi án tafar
í gildi á Gazasvæðinu. Ísraelar
héldu engu að síður áfram heift-
arlegum árásum sínum á íbúa
þessa þéttbýla svæðis.
Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, sagði að Ísrael hefðu
„aldrei fallist á að leyfa utanað-
komandi stofnun að ákveða um
rétt landsins til að vernda öryggi
borgara sinna“.
Ríkisstjórn Ísraels sendi síðan
frá sér yfirlýsingu þar sem álykt-
un öryggisráðsins er ótvírætt
hafnað. Stjórnin muni ekki fallast
á vopnahlé og herinn verði ekki
kallaður frá svæðinu fyrr en
tryggt hafi verið að vopnasmygl
frá Egyptalandi yfir á Gazasvæð-
ið verði stöðvað.
Hamassamtökin hafa einnig
hafnað ályktun Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem í henni sé dreginn
taumur Ísraels.
Ályktunin var samþykkt með
fjórtán af fimmtán atkvæðum í
öryggisráðinu, en Bandaríkin sátu
hjá. Venjulega hafa Bandaríkin
beitt neitunarvaldi til að koma í
veg fyrir að öryggisráðið sam-
þykki ályktanir sem Ísraelsríki
fellst ekki á.
Í ályktuninni er fullyrt að Ísra-
elar hafi drepið að minnsta kosti
257 börn frá því að árásirnar hóf-
ust. Í gær höfðu árásirnar, sem
staðið hafa í tvær vikur, kostað
nærri 800 manns lífið og á fjórða
þúsund manna voru særðir.
Geir Haarde fór í gær ekki
leynt með afstöðu sína: „Mér
finnst Ísraelsmenn hafa gengið
allt of langt í sínum hernaði og
hafa staðið fyrir algjörlega órétt-
lætanlegum árásum á Gazasvæð-
inu. Það er sama hvað líður skoð-
unum manna á því sem
Hamashreyfingin hefur aðhafst
þá eru þessi viðbrögð við eld-
flaugaárásum Hamashreyfingar-
innar algjörlega úr hófi fram.“
gudsteinn@frettabladid.is,
kolbeinn@frettabladid.is
Ísraelar hunsa fyrir-
mæli öryggisráðsins
Tveggja vikna árásir á Gazasvæðið hafa kostað nærri 800 manns lífið. Geir
Haarde segir vítavert að Ísraelsstjórn taki ekki mark á öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Árásirnar hafi gengið alltof langt: „Þeir verða bara að hætta þessu.“
HUNDRUÐ BARNA DREPIN Tvö þeirra barna, sem orðið hafa árásum Ísraela að bráð.
NORDICPHOTOS/AFP
UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra
segir vel koma til greina að Nató
taki að sér friðargæslu á milli
Ísraels og Palestínu. Friði verði
að koma á hvað sem það kostar.
„Það er fyllsta ástæða til að
velta því fyrir sér hvort Nató
geti orðið milligönguaðili í þess-
ari deilu, gæti gengið á milli
deiluaðila og verið þetta alþjóð-
lega lið sem ýmsir telja að þurfi
að vera á vettvangi. Framferði
Ísraela gefur tilefni til þess að
málið sé rætt á vettvangi Nató,“
segir Ingibjörg.
Árni Páll Árnason, varaformað-
ur utanríkisnefndar Alþingis,
segir að huga verði að öllum leið-
um til að koma á friði. „Það er
álitamál hvort ekki þurfi alþjóð-
legt friðargæslulið á svæðið. Það
er mjög viðkvæmt fyrir Ísraela,
en ég held að reynslan af sam-
skiptum þeirra við skæruliða
Hamas séu með þeim hætti að
það mæli margt með því að það
komi alþjóðlegt friðargæslulið
sem hafi ríka heimild til að
afvopna skæruliða og koma á
friði.“
Árni segir það geta verið skyn-
samlegt að sækja í smiðju Nató,
enda sé mikil þekking þar á því að
koma á friði á átakasvæðum.
Venjulega komi alþjóðlegt friðar-
gæslulið í kjölfar friðarsamn-
inga. Hins vegar hafi skort á að
fyrri friðarsamningar, svo sem
Óslóarsamningarnir, hafi komið
til framkvæmda. - kóp
Utanríkisráðherra segir verða að stöðva blóðbaðið á Gaza:
Nató gæti sinnt friðargæslu
INGIBJÖRG SÓL-
RÚN GÍSLADÓTTIR
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
20–70%
afsláttur
RISA-
ÚTSALA
ELLING
SEN
Reykjavík, Fiskislóð 1
Opið mánudag–föstudag 10–18
laugardag 10-16
Akureyri, Tryggvabraut 1–3
Opið mánudag–föstudag 8–18
laugardag 10-16
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
11°
-1°
0°
1°
5°
0°
-1°
4°
5°
5°
19°
3°
1°
25°
2°
-1°
13°
3°
Á MORGUN
8-13 m/s en hvassara við SA-
ströndina síðdegis
MÁNUDAGUR
5-10 m/s
5
13
18
13 10
13
6
6
3
5
8
2
6
4
5
1
0
-2
-1
1
-4
-3
-5
-5
-5
0
-5 -5
-7
-9
-7
-2
STÓRHRÍÐ Á
FJÖLLUM NYRÐRA
Það er harðavetur í
kortunum næstu daga.
Núna með morgninum
er norðaustan hvassviðri
eða stormur vestast á
Vestfjörðum og með
ströndum norðvest-
an til og síðar í dag
hvessir einnig með
norðurströnd landsins.
Snjókoma verður nyrðra
í dag en framan af degi
má búast við skúrum
fremur en éljum syðra.
Úrkomulítið verður þar
síðdegis. Yfi rleitt verður
úrkomulaust eystra.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
UMHVERFISMÁL Blaðberanum,
endurvinnslutösku Fréttablaðs-
ins, verður dreift í Smáralind í
dag frá klukkan 13 til 18 og á
morgun frá klukkan 12 til 16.
„Viðtökurnar eru framar öllu
sem við bjuggumst við,“ segir
Ásta Kristín Reynisdóttir,
kynningarstjóri Fréttablaðsins,
en nú þegar hefur rúmlega 50
þúsund Blaðberum verið dreift.
„Til að byrja með dreifðum við
Blaðberanum á fjölförnum
stöðum en síðan hefur verið
stríður straumur af fólki í
Skaftahlíðina að sækja sér
Blaðbera.“
Áfram verður hægt að sækja
Blaðbera í afgreiðslu Frétta-
blaðsins í Skaftahlíð. - ovd
Blaðberi Fréttablaðsins:
Töskum dreift
í Smáralind
BLAÐBERINN Endurvinnslutöskurnar
hjálpa til við að halda utan um dagblöð
í endurvinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
GRIKKLAND, AP Grímuklædd
ungmenni lentu í átökum við
lögregluþjóna í miðborg Aþenu í
gær. Nokkurt hlé hefur verið á
átökum undanfarið, en stjórnin
hefur sagst ætla að taka hart á
ofbeldi.
Þúsundir mótmælenda komu
saman í miðborginni til að
mótmæla breytingum á fyrir-
komulagi skólamála. Minni hópur
fór út úr mannsöfnuðinum og tók
að kasta grjóti og eldi að lögreglu-
mönnunum, sem brugðust við með
táragasi og ljósblossasprengjum.
Hörð mótmæli urðu í Grikk-
landi í síðasta mánuði eftir að
lögreglumaður varð unglingspilti
að bana. - gb
Mótmæli í Grikklandi:
Hópur í átök-
um við lögreglu
ALÞJÓÐAMÁL Framkvæmdastjórn
Evrópuráðsþingsins samþykkti í
gær, að beiðni Íslendinga, að
ræða aðgerðir Breta gegn
Íslendingum í laga- og mannrétt-
indanefnd og efnahagsnefnd
Evrópuþingsins.
28. nóvember síðastliðinn voru
aðgerðir Breta, þegar þeir beittu
hryðjuverkalögum gegn Íslend-
ingum í október síðastliðnum,
rædd að frumkvæði Íslandsdeild-
arinnar á stjórnarnefndarfundi
Evrópuþingsins í Madríd.
Steingrímur J. Sigfússon fór fyrir
hópnum en einnig eiga sæti í
Íslandsdeildinni Ellert B. Schram
og Guðfinna S. Bjarnadóttir. - jse
Deila Íslendinga og Breta:
Tekin fyrir í
Evrópuráðsþingi
MÓTMÆLI Fjórtándi mótmælafund-
ur Radda fólksins fer fram á
Austurvelli í dag klukkan 15.
Fundarmenn vilja ríkisstjórnina
burt og stjórnir Seðlabankans og
Fjármálaeftirlitsins og að kosning-
ar fari fram svo fljótt sem unnt er.
Í tilkynningu frá Röddum fólksins
segir að á undanförunum vikum
hafi liðlega 40 manns flutt ávörp á
Austurvelli. Á fundinum í dag
munu Þorvaldur Þorvaldsson,
trésmiður, Lilja Mósesdóttir,
hagfræðingur og Lárus Páll Birgis-
son, sjúkraliði, flytja ávörp. - ovd
Fjórtándi fundurinn:
Mótmælt
á Austurvelli
MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI Þúsundir
Íslendinga hafa mótmælt á Austurvelli á
undanförnum vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Böðvarsvaka sem haldin er í tilefni af
70 ára afmæli Böðvars Guðmunds-
sonar, og sagt var frá í blaðinu í gær,
verður á sunnudaginn kemur klukkan
17.00 í Íslensku óperunni.
ÁRÉTTING
Opinn fundur í Iðnó
Félagið Ísland-Palestína stendur
fyrir opnum fundi í Iðnó í dag undir
yfirskriftinni „Fjöldamorðin á Gaza.“
Fundurinn hefst klukkan 16 og lýkur
honum með kertafleytingu á Tjörn-
inni þar sem fórnarlambanna á Gaza
verður minnst.
ÁTÖKIN Á GAZA
GENGIÐ 09.01.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
208,4419
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,82 124,42
188,67 189,59
169,63 170,57
22,759 22,893
17,855 17,961
15,769 15,861
1,3641 1,3721
189,86 191
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR