Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982. fréttir BORGARSTJÓRI VILL STOKKfl UPP EMBÆTTISMAN NAKERFIÐ ,,Reynslan sýnt ad verulegra breytinga er í greinargerd sinni ■ Davíð Oddsson, borgarstjóri hefur hagsýsludeild verði sameinaðar og lagt fram þá tillögu í borgarráði, að embætti vinnumálastjóra verði lagt veigamiklar breytingar verði gerðar á niður, auk þess að breytingar verði stjómsýslu Reykjavíkurborgar. I tillög- gerðar á embætti borgarlögmanns. unum felst m.a. að fjármála- og í greinargerð borgarstjóra með tillög- unni segir að starfsskipan nokkurra æðstu embætta borgarinnar hafi verið óbreytt um langa hríð og reynslan sýni að verulegra breytinga sé þörf. Megin- breytingarnar samkvæmt tillögunni séu °rbyi ©uo/hinnVtom* TOSHIBA DELTAWAVE ofninn I.itlar breytingar hafa orðið á örbylgjnofnuni síðustu áratugina þar til nú er I oshiba kynnir stórkostlega riýjung! Toshiba DEI.ATAWAVE ofninn. Toshiba hefur tekist að beisla örbylgjurnar á miklu áhrifaríkari hátt en áður þekktist. I DEl.TAWAVF. ofninum er örbylgjunum beint beint í matinn í Deltaförmi (þríhymingsformi). Arangurinn er miklu áhrifaríkari matreiðsla, lállegri og jafnari. DEI.TAWAVE er stórt skref fram á við í þróun örbylgjuofna. TOSHIBA Deltawave ER (i72 ofninn er einnig með rafdrifnum snúningsdisk að neðan og samfelldri stillingu fyrir orkunotkun frá 1—9. \1 jög nákvænt tímastilling er á ofninum allt niður í ö sekúndur og upp í (i() mínútur. Ofninn er mjög rúmgciður að innan tekur lítið pláss á borði. Hægt erað fá innbyggingargrindur kring um ofninn svo hægt sé ;ið byggja hánn inn í innréttingar. Já, alla þessa kosti hefur Toshiba ER (i72, DEI.'IA WAVE ofninn til að A bera, — en að auki færðu með mat reiðslunámskeið án endurgjalds, hjáhenni Dröfn. Aðeins 10 eigendur eru á hverjtt / námskeiði. / Þar íæt ðu / alhentgóð / / \ 192 bluðsíðna / ^ matreiðslubók / ^fylgir ofninum. / Til \ / Dralnar / ' l'arestveit ' ' hússljórnarkennara, ' e/o F.inat' Farestveit \ lloxOOI Reykjavík. \ Vinsamlegast sendið \ mér upplýsingabækling \ á íslensku. \ námskeiðs / EINAR FARESTVEIT & CO. HF. >/ BERGSTAÐASTRÆTI I0A- tslensku, / IM| )6995 asamt L_____ matreiðslu Leiðandi í örbylgjuofnum . uppskriftum. þörff% segir Davíð Oddsson, ■ Jón G. Tómasson, væntanlegur borgarritari ■ Magnús Óskarsson, væntanlegur borgarlög- maður ■ Bjöm Friðfínnsson, væntanlegur fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar. þær að fjármálastjómun sé styrkt með því að sameina á einn stað undir einni stjórn þær þrjár deildir sem að þeim málum hafa unnið. f tillögunni er gert ráð fyrir að fjármála- og hagsýsludeildin verði sameinuð í eina deild og núverandi embætti borgarhagfræðings og hagsýslu- stjóra verði lögð niður. Þá verði embætti vinnumálastjóra lagt niður og stofnað verði embætti starfsmannastjóra sem fari með launamál, ráðningarmál og menntunarmál, ásamt almennu eftirliti með starfsmannahaldi fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Sú breyting verði gerð á embætti borgarlögmanns að hann hafi með höndum öll málflutningsstörf á vegum borgarinnar og annist auk þess sérstök stjórnsýsluverkefni. Jafnsettur borgarlögmanni starfi framkvæmda- stjóri lögfræði- og stjómsýsludeildar, sem annist þau lögfræðistörf sem ekki falla undir borgarlögmann. í lok tillögu borgarstjóra er gert ráð fyrir að lóðanefnd verði Iögð niður, en verkefni hennar verði falin skrifstofustjóra borg- arverkfræðings. Borgarstjóri leggur jafnframt til að Jón G. Tómasson verði skipaður borgarritari, en hann hefur gegnt starfi borgarlögmanns. Magnús Óskarsson, vinnumálastjóri verði skip- aður borgarlögmaður, Bjöm Friðfinns- son, fjármálastjóri verði framkvæmda- stjóri lögfræði- og stjómsýsludeildar, Eggert Jónsson, borgarhagfræðingur verði ráðinn framkvæmdastjóri hinnar nýju fjármála- og hagsýsludeildar, en starfsheiti hans verði eftir sem áður borgarhagfræðingur, Jón G. Kristjáns- son, skrifstofustjóri borgarverkfræðings verði ráðinn starfsmannastjóri og Hjör- leifur B. Kvaran, framkvæmdastjóri lóðanefndar, verði ráðinn í það embætti sem Jón G. Kristjánsson hefur gegnt. Borgarstjóri lagði þessa tillögu fram í borgarráði í gær og fór fram á að hún yrði afgreidd í síðasta lagi fyrir nk. helgi. Fulltrúar minnihlutaflokkanna fengu því þó framgengt að afgreiðslu verður frestað fram í næstu viku, til að borgarmálaráð flokkanna geti fjallað um tillöguna. -ESE Útvegsmannafélag Þorlákshafnar: Vill nú fresta stödvun flotans ■ Útvegsmannafélag Þorlákshafn- ar hefur skorað á stjóm og trúnaðarráð Landssambands íslenskra útvegsmanna að fresta boðaðri stöðvun fískveiðiflot- ans um eina viku. Ekki verður tekið tillit til þessarar áskorunar af hálfu LÍÚ að svo komnu máli, þar sem viðræður standa yfir við stjómvöld um vanda útgerðarinnar og engar óskir um frestun hafa borist frá stjómvöldum. í áskorun félagsfundar Útvegs- mannafélags Þorlákshafnar til stjórnar og trúnaðarráðs LÍÚ segir m.a. að þessi áskorun sé borin fram í trausti þess að tíminn verði nýttur til hins ítrasta og það gæti leitt til farsællar lausnar á vanda útgerðarinnar. Að sögn Þorleifs Björg- vinssonar, framkvæmdastjóra útgerðar- fyrirtækisins Glettings hf. í Þorlákshöfn er þessi áskorun einnig tilkomin vegna þess að útgerðarmönnum í Þorlákshöfn finnst frestur sá sem stjórn og trún- aðarráð LÍÚ gáfu vera allt of stuttur. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ sagði í samtali við Tímann að ekki kæmi til greina að verða við þessari áskorun útvegsmannafélagsins að svo komnu máli. Stjómvöld hefðu ekki beðið um neinn frest og því kæmi ekki til greina að veita neinar undanþágur á meðan viðræður stæðu yfir. Kristján tók fram að ályktun trúnaðarráðsins hefði verið samþykkt einróma og hefði formaður Útvegsmannafélags Þorlákshafnar m.a. staðið að þeirri samþykkt. Þess má geta að nýr viðræðufundur viðræðunefndar LÍU og stjómvalda hefur verið ákveðinn klukkan níu árdegis í dag. - ESE VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks fexta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.